Þjóðviljinn - 06.06.1948, Side 4

Þjóðviljinn - 06.06.1948, Side 4
f PJ. CÐVILJI N^i Suníludagur 6. júní 1948. Fréttaritstjórl: Jón Bjamason Blaðamenn: Arl Kárason, Magnúa Torf i Olaf Bson, Jönaa Arnason Kitstjórn afgreiðsla, auglýslngar, prent.PmiMp SkólavörSn •tig 19. — SímS 7500 (þrj&r linur) A»kr*ftaverð- kr. 10.00 é. mánuöi. — Lausasoluvern 60 aur ein« Prentsmlðja Þjóðviljans h. f Sósíaíistaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur) Sjémenn eiga inni hjá þjéðinni Á sjómannadaginn í fyrra ritaði Áki Jakobsson grein í Þjóðviljann sem hami nefndi „Sjómenn eiga inni hjá þjóð- inni“. Með skýrum rökum sýndi hann þar fram á nauðsyn ■þess, að þannig yröi búio að sjómannastéttinni íslenzku að hún héldi áfram að draga til sín sterka og djarfhuga æsku- meim. Til þess þyrftu mörg mál úrlausnar, en brýnustu úr- iausnarefni væru þessi: 1. Tryggja þarf, að sjómenn hafi á hverjum tíma hærri laun en greidd eru í landi og í því efni er nauðsynlegt að þeim verði tryggí lágmarkskaup, er sé sambærilegt við laun manna sem í landi vinna. Bresti útgerðina getu til þess að greiða þessa lág- jnarkstryggingu, t. d. vegna aflabresís, verour ríkið að hlaupa undir bagga. 2. Sjómönnum þarf að tryggja sumarfrí með full- vm launum og þarf í því sambandi að gera ráðsíaf- anir af hálfu hins opinbera til þess að sjómenn geti hagnýtt sér fríið sem bezt. 3. Sjómönnum sé áskilinn réttur til að fá nokkurn gjaldeyri til kaupa á ýmsum tækjum, svo sem heim- ilsisvélum, jafnvel til kaupa á bíl eða til ferðalaga -erlendis. 4. Togarasjómönnum verði með löggjöf tryggð 12 síunda hvíld á sólarhring. 5. Sjómenn hafi skattfrjálsar ekki minna en 20 Jiús. kr. tekjur. Greinarhöfundur bætir við: íslenzkir sjómenn verða engir gustukamenn þó þjóðin bui að þeim eins og hér hefur verið lý*st. Nei, sjómemiimir eiga inni hjá þjóðinni og það er "henni sjálfri fyrir beztu, að sá reikningur verði jafnaðm-. Hvað yrði um íslenzku þjóðina ef sjómennimir okkar vildu allir fara í land og taka þar upp störf, sem síður þreyta, em áhættuminni en jafnframt betur borguð. Allir Islendingar vita svarið. ★ Á því ári sem liðið er síðan þessi athyglisverða grein var birt, liefur ekkert verdð gert í þá átt að bæta kjör íslenzku sjómanna- Ætéttarinnar eftir þeim leiðiun sem bent er á. Núverandi ríkis- «jóm hefur látið sér nægja að taka við nýju skipunum, sem keypt voru fyrir forgöngu og atbeina sósíalista í nýsköpunarstjóminni -og nýbyggingai’iáði, og að sjálfsögðu liefur koma þei2’ra mildl áhrif á afkomumöguleika sjómannastéttarinnar og þjóðarinnar allrar. En í stað þess að halda áfram á nýsköppnarbrautinni hef- Tir núverandi ríkisstjórn stöðvað mikilvæg nýsköpunarfyrirtæki i sjávarútveginum og ekki einungis hætt skipakaupmn heldur er í þann veginn að selja gömlu togarana úr landi, þrátt. fyrir ein- -dregin mótmæii sjómanna. Við þessar afturhaldsaðgerðir bætist svo bein árás á lífskjör sjómanna með festingu vísitÖlunnár og sívaxandi dýrtíð, og rán af aflahlut þeirra með svindli á verðlagn- ingu sildarafurðanna. í stað þess að veita sjómönnum auknar skattaívilnanir hafa verið afnumin hlunnindi á því sviði er sjóm. höfðu frú stríðsárunum. 1 stað þess að leyfa sjómönnum að nota örlítið brot af þeim milljónagjaldeyri sem þeir afla og öll þjóðin lifir á, setti Emil Jónsson 15 punda regluna alræmdu! ★ Sjómannastéttin íslenzka er nógu sterk til að láta ekki bjóða -eér slíka smánarmeðfei’ð. í dag, á sjómanuadaginn, á hún að .. .strengja þess heit að samfylkja til baráttu fyrir þeim lífskjörum sem henni ber, fyrir rétti síntim í þjóðfélaginu. Sú bai'átta verður ^Æigursæl ef hún er háð í bandalagi við aðrar vinnustéttir, en þær jmunu minnugar þess sem vaidamönnunum gieymist nú. að sjó- jaenenn eiga inm h,já þjóðinni. X Allan daginn stendur þar lögregluþjóiuv I fyrradag ræddi ég stund- ar korn við einn kunningja minn i liði lögregluimar, þar sem’ hann stóð fyrir framan verzlunina Vísi og gætti þess að bifreiðarnar sýndu umferðar reglunum kurtéisi í straumið- unni, þar sem Skólavörðustíg- ur rennur saman við Laugaveg. AHan daginn stendur lögreglu- þjónn vakt á þessum stað, því O allan daginn er yfirvofandi um ferðarflækja á þessum gatna- mótum. — Á nóttunni er ekki talin þörf lögregluþjóns á þess- um stað, enda grípa þá inn- brotsþjófar tækifærið og skreppa niðrí kjallarann hjá Andrési Andréssyni að stela þar „tveim nýjum jökkum úr Ijósu sumarfataefni, en ekki öðru svo að séð verði“ (Samanber Vísi umræddan dag). ¥■ Regnkápuþáttar Eg sagði við kunningja minn í liði lögreglunnar, að lítið væri nú sólin búin að skína á okkur í sumar. Hann sagði já og var í regnkápu. Ég spurði, hvort hann gerði ekki ráð fyrir, að veðrið færi að skána. Hann kvaðst allteins gera ráð fyrir að veðrið færi ekki að skána; - virtist eiga von á að vera í regnkápu eitthvað frameftir árstíðinnl. Ég spurði, hvort hann héldi kannski að þetta sumar yrði eins og sumai’ið í fyrra. Hann sagði, „þvi ekki það“ og ég fór að óska þess að ég ætti regnkápu. ¥ Vonum hið bezta Það er sagt, að veðurspeki almennings hafi farið minnk- andi á síðari árum, vegna þess að almenningur þurfi nú miklu minna að trej'sta á eigin for- vizku i þessum efnum, þar eð nú starfar fjöldi fólks að því að lesa útúr mælitækjum, hverju má búast við á morg- un. Önnur ástæðan er talin sú, að með vaxandi bæjalífi standa menn ekki eins berskjaldaðir fyrir dutlunum veðráttunnar, hafa Jiessvegna minni áhyggj- ur af jjeim. — Þó hljóta lög- rcgluþjónar liér að vera und- antekning, í vissum skilningi. Starf þeirra er þannig, að vont veður eða gott hlýtur að ráða öllu um, hv'ort það er ömur- legt starf .eða viðunandi. —- En vonum samt, að bölsýni kunn- ingja míns í liði lögreglunnar, reynist ástæðulaus. — Því ef við eigum nú aftur að þola aðra eins útreið veðráttunnar og í fyrrasumar, verður ekki annað séð en lögreglueftirlitið hjá æðri máttarvöldum þarfnist rækil.egrar endurskoðunar. * llugmynd, sem vakti athygli Hugmyhd sú sem liér var sett fram um sumarleyfis- ferð til Grænlands, vakti sér- staka athygli, og margir vinir Bæjarpóstsins hafa beðið hann að ítreka hana. Það skal hér með gert og jafnvel lögð áherzla á, að þama er einstakt tækifæri fyrir duglega starfsmenn Ferða skrifstofunnar, að láta nú hend- ur standa fram úr ermum. En hvað segja kollegarnir við hin blöðin? Eru þeir málinu ekki fylgjandi ? Hefði Víkar t. d. nokkuð á móti því, að skreppa til Grænlands í sumarleyfinu, þegar Víkverji kemur aftur? Togrararnlr Egill Skallagrimsson, Kári og Fylkir komu af yeiðum í gærmorgun. EiKISSKIP: Esja var á Norðfirði kl. 10 1 gærmorgun. Súðin var væntanleg til Vestmannaeyja á hádegi í gær. Herðubreið fór frá Þórshöfn kl. 7.30 i gœrmorgun. Skjaldbreið fóv frá Djúpavogi í fyrramorgun. Þyr- ill er væntaniegur hingað á morg- un. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Aðal- björg Guðmundsdóttir frá Harðbak á Melrakkastéttu og Rögnvaldur Sæmundsson, kennari írá Ólafs- firði. Félag Dana á íslandi, „Det dansko Selskap", varð 25 ára í gær, stofn að 5. júní 1923. Núverandi formað- ur þess er Kornerup-Hansen. Útvarpið í dag: 11.00 Messa í dómkirkjunni (séra Jón Auðuns). 14.00 Útvarp frá úti samkomu Sjómannadagsins á Aust urvelli: Ræður og ávörp (Sigur- geir Sigurðsson blskup, Emil Jóns- son siglingamálaiáðherra, Jakob Hafstein framkvæmdastjóri, Jó- hannTómasson sjómaður). Lúðra- svelt Reykjavíkur leikur (Albert Klahn stjórnar). 15.15 Miðdegistón leikar (plötur): Ýmis lög. 16.15 Út varp til Islendinga c-rlendis: Stutt erindi: (Sigurjón Ólafsson alþm.), fréttir og tónleikar.. 18,30 Barna- tími (Jón Oddgeir Jónsson o. fl ). 19.30 Erindi: Um dvalarheimili aldraðra sjómanna (séra Jón Thor arensen). 20.20 Dagskrá sjómanno dagsins: a) Ávörp (varaformaður sjómannadagsráðs, Þorvarður Björnsson, og fulltrúi bæjarstjórn- ar Reykjavíkur, Jóhann Hafstein alþm.). b) Leikþátt.ur eftir Loít Guðmundsson: „A3 Arnarhóli", gaman og alvara á sjómannadag- inn (ffivav ICvaran og fleiri). e) Samtöl við aldraða sjóriienn (Gils Guðmundsson ritstjöri). Ennfrem ur íslenzk lög (plötur). 22.05 Dans- lög ’ frá Sjálfstæðishúsinu. 24.00 Danslög (plötur til kl. 1. ) Útvarpið á raorgnn: 19.30 Tónleikar: Xxig úr óþerett- um og tónfilmum (plötur). 20.30 Útvarpshl jómsveitin: Hollenzk þjóðlög. 20.45 Um daginn og veginn (Helgi Hjörvar). 21,05 Einsöngur: Stefán Islandi syngur (plötur). 21.20 Eríndi: Úr Ólafsfirði (Rögn- valdur Sæmundsson magistey). 21.45 Tónleikar (plötur). 21.50 Spurningar og svör um náttúru- fræði (ÁstvaJdur Eydal licensiat). 22.05 Vinsdíl lög (plötur). Helgidagslaekmr, Karl Sig. Jóns- son, Kjartansgötu 4. —- Sími 3925. Næturakstur í nótt og aðra nótt annast Hroyfill. — Sími 6633. Næturvðrður er í Ingólfsapóteki. — Sími 1330. Sjómannablaðlð Víkingur, mai- heftið, er uýkomið út. Efni: Um nýmóðins siglingatæki, starfrækslu þeirra og meðferð, eftir Jón Éiriks son skipstjóra; Fiskiðjuver ríkis- ins viðtal við Jakob Sigurðsson; Neptúnus setur glæsilegt? aflamet; Sumarsíldveiðin 1947, eftir dr. Her mann Einarsson; Við segl og ár- ar eftir Vilhjálm J. Sveinsson o. fl. Skólasýningin í Miðbæjarskólan- um er opin almenningi í dag kl. 10—12 f. h. og 1—10 e. h. Halldór frá Kirkjubóii og Tónas frá Hriflu deil.i nú allharka- lega um inn- réttinguna í Edduhúsinu. Mun Jónas hafa skrökvað því upp £ Ófelgi, að ekkl hafl verið nema einar dyr milli viimulierbergja Halldórs og Daníels Ágústíuusson-- ar, meðan báðir voru starfandi þarí húsinu. — En Halldór iætur engum manni líðast að segja um sig reyfarasögur, og í fyrradag lýsir hann því opinberlega yfir, að milii þeirra Daníels hafi verlð þrennar dyr, —hvorki meira né. minna — og þó er ótalinn heill gangur. Þetta var „skemmsta leið", segir Halldór. — Ja, hérna Jónas! Farinn að skrökva á gamalsaidri! — Farinn að segja reyfarasögur um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli! AUiance Francaise. Sl. þriðjudag hélt Alliance Francaise skemmti- fund í Sjálfstæðishúsinu. Franski sendikennarihn, André Rousseau, flutti stutt erindi um leikritagerð í Frakklandí. Sýndur var gaman- leikur frá 15. öld, og voru leikend ur ungfr. Mf-.rie-Madeleine Voillery og Guðrún Hallgrímsdóttir og' Franz Siemsen, en letkstjórn hafði A. Rousseau annazt. Sýningin tókst ágætlega og vakti hina mestu hrifningu. Franskar frétta- myndir voru sýndar, og var þeim vel teklð. Þá þakkaði varaforseti félagsins, Björn L. Jónsson, sendi kennaranum vel unnin störf í þágu félagsins í vetur. Siðan voru veit- ingur og loks var dans stiginn til kl. 1. Fundinn sóttu á annað hundr að manns, og var hann i alla staði hinn ánægjulegasti. Úngbarnavemd Liluiar, TeinpN arasundi 3, verður opin fyrst um sinn þriðjudaga og föstudaga kl. 3.15-4. Fyrir barnshafandi konur mánu-- daga og miðvikudaga kl. 1—2. Lausn ú krossgátu nr. 48 Lárétt, ráðning: 1. Rengi, 4. Hó, 5. bæ, 7. ala, 9. roð, 10. röð, 11. aka, 13. af, 15. ár, 16. fjóla. Loðrétt, ráðning: 1. Ró, 2. Níl, 3. Ib, 4. harpa, 6. æíður, 7. aða, 8. Ara, 12. kró, 14. F.F., 15. áa. KJIOSSGAAAtA NR. 49. Lárétt, Klíýring: 1. Fremur hægur vindur, 4. skinn, 5. tónn, 7. fum, 9. þjálfa, 10. efni, 11. vernd, 13. rykaguir, 15. óður, lö. svikull. Lóðrétt, skýring: 1. Bókstafur, 2. eggjárn, 3. á fæti, 4. gera ótta- sleginn, 6. árás, 7. framkoma, 8. kenning, 12. Iátinn, 14. friður, 15. húsdýr. Frá listiðnaðarsýningunni. Á morgun, manudag og næstu daga kl. 2—10 e. h. verður tekið á móti munum á Listiðnaðarsýninguna. Þeir sem þegar hafa lofað munum og aðrir, sem vilja lána eitthvað á sýninguna komi með munina í Listartiannaskálann eða geri að- vart í síma 6369. Þakkir frá norska sundflokku- um. ISl hefur fengið bréf fi;á norska sundsambandinu. .er þakk ar. binnar ágætu móttökur, sem norsku sundmeanirnir fengu hér og sendir ölluni súndmörtnum og sundfrömuðum beztu vinscmdar kveðjur. j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.