Þjóðviljinn - 06.07.1948, Blaðsíða 5
Þriðjudagar 6. júlí 1048.
ÞJÖÐVILJINN
fi
SisS þessum samning eru lagðar þungar kvaðir á land og þjcð
og alger yfirráðaréttur Islendinga yfir atvinnn- og verzlunaríifi
þjéðarinnar skertur
Aðferðin rið samningsg^örðina hrgtur í hág við lög og
stjórnarshrá Igðveidisins.
Sá var siður rómvcrskra sigurvegara að hlekkja
tignustu lieiiftMffana við sigurvagn sinn, er þeir
féru sigurför inn í Róm.
Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna, sem nú
skoða sig yfirþjóð heims, var 4. júlí. Stjórn þeirra
ákvað að liaida daginn hátíðlegan með því að sýna
heiminum herfanga sína úr auðveldri sigurför gegn
16 þjóðum Yestur-Evrópu. Því var sú skipun látin
út ganga frá hinni nýju Róm, að í síðasta iagi 3.
júlí skyldu öll hin nýju lénsríki, — Marshalllöndin
— hafa undirskrifað uppgjafarsamninginn, sem af-
henti sigurvegurunum lykilinn að atvinnu- og
verzlunarlífi þessara landa. Og sjá: hinir sigruðu
hlýddu og bundu sér beygjandi fjöturinn um háis.
Að kveldi 3. jiilí undirskrifaði Bjarni Benedikts-
son Marshailsamninginn fyrir íslands hönd — og
— skömminni.
kvað sér þykja sómi að —
Fyrirskipanir og yfirráðatil-
hneigingar amerískra auð-
drottna er ráðherrum núver-
andi ríkisstjórnar auðsjáanlega
æðri en lög Islands og hags-
munir Islendinga.
Kvaðix iagðar
á iand og þjóð
Með samningi þessum er
amerískum embættismönnum
veitt réttindi til afskipta af ís-
lenzkum málum, sem engir
nema Islendingar hafa haft, síð-
an danskir embættismenn forð-
um daga á niðurlægingartímum
þjóðarinnar gátu slett sér fram
í mál, sem Islendinga eina varð-
aði. Bandaríkjamenn fá meo
samningi þessum eftirfarandi í-
hlutunarrétt um okkar mál:
1) Rétt til þess að hafa hér
starfandi eftii'litsmenn með
fjármálum íslendinga, sem liafi
leyfi til þess að lieimta héðan
skýrslur um allt, er snertir
framkvæmd Marshallsamnings-
ins og um þau fjármál okkar,
sem á einhvern hátt koma hon-
um við, og hefur þetta nýja
,,Rentukammer“ rétt til þess að
stöðva „hjálpina" hvenær, sem
því þykir brotið i bág við samn-
inginn — en Bandaríkin munu
jafnt álíta sig halda þeim rétt-
indum, sem samnmgurinn veit-
ir þeim.
2) íslendingum er bannað að
selja vörur til Austur-Evrópu,
sem Bandaríkin banna að selja
þangað. Slík bandarísk lög öðl-
ast þannig sjálfkrafa iagagildi
á Islandi og verzlunarfrelsi Is-
lendinga er ofurselt banni
Bandaríkjamanna, sem geta nú
bannað Islendingum viðskipti
með ákveðnar vörur við ákveðh-
ar þjóðir lífet og' Danir gerðu
forðum daga.
3) Bandaríkin geta fyrirskip-
að íslendingum að safna hér
fyrir vörubirgðum af fram-
"leiðsluvörum okkar, ef þau
telja sér nauðsyn slíkra vara.
4) Ef ísland fær einhverjar
vörur að gjöf frá Bandaríkjun-
um, er ísland skyldugt til þess
að leggja andvirði slíkra gjafa í
sérstakan sjóð, sem aðeins má
ráðstafa með samþykki Banda-
ríkjanna. —■ Bandaríkjastjórn
fær að þessu leyti íhlutun um
fjárveitingar, sem Danakon-
ungur hafði eitt sinn.
Og þannig mætti telja áfram
og verður þó ekki gert til fulln-
ustu fyrr en samningurinn hef-
ur veríð birtur. En eitt hættu-
legasta ákvæðið í honum er enn
ótaiið, — það ákvæði, sem
stjómin óttast mest að þjóðin
leyfi sér ekki að framkvæma og
mun því reynt að fela það í
rykskýi blekkjandi yfirlýsinga.
Pað er ákvæðið um jafnrétti
Bandaríkjamamia við Islend-
inga ti! að leggja fé í fyrirtæki
hér á landi.
Hæiíulegasta
ákvæðið:
Tvífeylið í
flámálaííiinu
Þetta atriði er í samningnum.
En stjómin reynir að
sefa þjóðina með því að segja
henni að hún hafi gefið þá yf-
irlýsingu að hún muni elcki
leggja til að breyta íslenzkum
lögum, sem banna útlendingum
slíka fjárfestingu hér á landi.
En hvers virði er slík yfir-
lýsing frá ríkissíjórn, sem nú
þegar er staðin að því að brjóta
öll íslenzk lög, aðeins ef Banda-
ríkjamenu eiga í hlut. Þessi rík-
isstjórn hefur þegar sýnt það
með framkvæmd sinni á Kefla-
víkursamningnum að hún leyfir
Bandaríkjamönnmn að brjóta
hvaoa íslenzk lög, sem þeir álíta
að séu fyrir sér, hvort sem það
eru skattalög, tollalög, lög um
Áfengisverzlun ríkisins eða um
Tóbakseinkasölu Islands, heil-
brigðislög eða gjaldeyrislög, ;—
allt leyfist Bandarikjamönnum,
herraþjóðinni að brjóta, undir
verndarvæng Bjama Ben. Og
hver trúir nú þessari ríkisstjórn
til að standa á móti ágangi
þeirra að leggja undir sig fjár-
málalíf íslands, þegar þeir hafa
áskilið sér í samningi jafnrétti
við Islendinga?
Undirlægjuháttur þessarar
ríkisstjórnar þekkir vissulega
engin takmörk, þegar það stór-
veldi á i hlut, sem svikið hefur
á okkur gerða samninga, með
því að fara ekki burt 6 mánuð-
um eftir stríð, og eitt allra sýnt
okkur þann svívirðilega j'fir-
gang, að ætla að nota hersetu
landsins til þess að láta okkur
afhenda sér þrjá staði landsins
til herstöðva og algerra yfir-
i'áða í 99 ár.
Iðfexðin við samn-
ingagiöxð þessa
fesýinr í bág við lög
cg stfórnarskrá
Ríkisstjórnin hefur við und-
irbúning og, gerð þessa samn-
ings þverbrotið bæði lög og
stjórnarskrá. Skulu hér rakin
þrjú fyrirmæli, sem brotin eru
með þessum sanmingi.
1. Ríldsstjórnin hefur ekki
heimild frá AÍþingi til þess að
taka lán með Marshall-skilyrð-
um. — Síðasta Alþingi sam-
þykkti að vísu heimild til
ríkisstjórnarinnar til þess
að taka 15 milljón króna
lán, en því var í báðum deildum
þings ]ýst yfir af fjármálaráð-
herra að þá heimild væri ekki
hægt að nota til þess að taka
lán með neinum öðrum en venju
legum verzlunarlegum skilyrð-
um, m. ö. o. ekki til þess að
taka Marshalllán. — Þess
vegna brýtur lántaka ríkis-
stjórnarinnar á Marshallláni í
bág við 40. gr. stjórnarskrár-
innar, er segir:
„Eltki má heldur taka lán, er
skuldbindi ríkið, . . . nema
samkvæmt lagaheimild.“
2. Þar, sem kvaðir á land og
þjóð og ihluhui erlendra manna
um stjómai'hátúu & íslandl íel-
ast í sunmingnum, þá brjóta
þeir í bág við 21. gr. stjórnar-
skrárinnar, sem hljóðar svo:
„Forsc»!;i lýðveldisms gerir
samninga v ið önnur ríki. Þó
getur hann enga slíka samn-
inga gert, ef þeir hafa í sér
fólgið afsal eða kvaðir á
landi eða landhelgi, eða ef
þeir horfa til breytinga á
stjómarhögum rikisins,
nema saniþykki Alþingis
komi til.“
Það verk mun nú ætlað fyrr-
verandi lögfræðiprófessor og
núvel-andi dómsmálaráðlierra
að verða sá málafærslumaður
bandarísku yfirgangsseggjanna,
sem skýrir jaínt nú sem fyrr,
er hann varði hneykslanlega
framkvæmd Keflavíkursamn-
ingsins, laga- og stjómarskrár-
ákvæði íslands þannig að engin
kvöð sé á þjóðina lögð né til
breytingar horfi á stjórnarhög-
um, ef Bandaríkjamenn fá yf-
irráðaréttindi á því hvaða vör-
ur íslendingar megi flytja úr
landi eða hvað þeir megi gera
við fé sitt. — Ef Danir ættu að
hafa þann rétt, skyldi Bjarni
Benediktsson hafa verið jafn
viss í sinni sök þá?
3. Ríkisstjómin hefur brotið
fyrirmæli laga um að bera
samniiiginn við Bandaríkin und
ir utanríkismálanefnd áður en
hann er gerður.
I 16. gr. laga um þingsköp
er svo ákveðið að utanríkismála
nefnd skuli starfa milli þinga
og síðar stendur orðrétt: „og
skal ráðuneytið ávalt bera und-
ir hana utanríkismál, sem fyrir
koma milli þinga.“ — Þetta er
eitt af þeim ákvæðum íslenzkra
laga, til tryggingar þingræðis
og lýðræðis, sem núverandi rik-
isstjórn þverbrýtur í viðleitni
sinni til þess að koma hér á
einræði bandarískrar leppstjói-n
ar og fótumtroða lög og rétt Is-
lendinga. Hefur aldrei verið
gengið eins langt í þessu og í
sumar, hvað snertir öll utanrik.
isviðskiptamál, enda mun.ríkis-
stjóminni finnast hún þurfa vel
að fela gerðir sínar í þeim mál-
um, Og hvað Marshallsamning-
inn snertir, þá hefur samning-
urinn sjálfur ekki verið lagður
fyrir utanríkismálanefnd, þrátt
fyrir óskir Sósialistaflokksins
um það. Fyrir ári síðan var
samþykkt í nefndinni að taka
þátt í undirbúningi undir slíka
samningsgerð og fyrir nokkrum
dögum lýsti meirihluti á fundi
sig fylgjandi því að samningur
væri gerður, en hvorki samn-
ingsuppkast né samningsinni-
hald hefur verið fyrir nefndina
lagt, engar f járupphæðir rædd-
ar, ekki tilgreint hverskonar
„aðstoð“ væri um að ræða,
hvernig greiða ætti lán til baka
né heldur neitt nákvæmt um
skilyrði. Aðferðin öll við samn-
ingsgerð þessa er svo fjarri því
sem tveir jafnréttháir aðilai’
semji, að líkari er sem sigurveg-
ari fyrirskrifi samningsinnihald,
en sá sigraði skrifi undir upp-
gjöf upp á skilyrði hins. — Það
hæfir því vel að þessháttar
„samningsgerð" sé einnig hvað
formið snertir brot á íslenzkum
lögum.
hsm hlaSiita gulli
inn um feðrgarMiðín •
Með Marshallsamningnum er
stigið annað stóra skrefið til
undirokunar íslands undir
Bandaríkin.
Keflavíkursamningurinn, 5.
október 1946 var hið fyrsta:
fangstaðurinn, sem ágengasta
stórveldi heimsins var léð á
íslenzkri grund. Allri þjóðinni
er augljóst, hvernig smitunin
frá þvi sári á þjóðarlikama Is-
lands sýkir út frá sér.
Marshallsamningurinn 3. júlí
1948 er annað skrefið til undir-
okunar. Ágjarnasta auðvaldi
heimsins, sem nú notar jöfnum
höndum hungrið og múturnar
til þess að ná ítökum á fjár-
málalífi þjóðanna, er nieð lion-
um veitt íhlutun um atvinnu- og
verzlunarmál Islendinga, sem ó-
samboðið er fullveldi landsins,
enda brýtur jafnt aðferð sera
innihald samningsgerðarinnar í
bág við lög og stjórnarskrá
landsins.
■ |
Sósíalistaflokkurinn var-
aði þjóðina við því að rík-
isstjómin liefði þessi f jör-
ráð í hyggju.
Sósíálistaflokkúrinn
ki-afðist þess að Alþingi
yrði kallað saman, áður en
nokkur Marshíillsamning-
ur vaéri gerður.
Rikisstjómin hefur nú
hundsað þessa kröfu. Húit
hefur að hætti leppstjórna
kosið að fara ])á leið, sen.;
brýtur í bág við lög o,t
stjórnarslirá, — til þess a* .<
ná takmarki, scm er aná.f
stætt hagsmunum og fut-a
veldi þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin hefur meí)
þessu sýnt Alþingi lítih >
virðingu, þjóðinni fjandtf
skap, en BandaríkjamöiUH
mn auðmýkt og undiá ?
gefni
Þjóðin mun á sínuíój
tínia dæma hana fyribj
verlinað þennan, — en nfi
riður á að Sameinast u«|I
að hindi’a hættulegar afi*
leiðingar hans fyrir rétfi
og þjóðfrelsí íslendinga. j