Þjóðviljinn - 22.07.1948, Page 6

Þjóðviljinn - 22.07.1948, Page 6
ÞJÖÐVILJINN € Flmmtudagur 22. júlí 1948. Falsarar söounnar T (Sögulegt yíirlit) eða að hafna uppástungu Þýzkalands um griðasáttmála og gefa þar með stríðsæsingamönnum Vesturveldanna frjálsar hendur til að koma Sovétríkjunum í stríð við Þýzkaland, einmitt á tíma sem var Sovétríkjunum mjög andstæður, þar sem þau myndu verða einangruð. Það var undir slíkum kringumstæðum sem sovétstjórnin "varð að velja og gera griðasáttmála við Þýzkaland. Eins og viðhorfið var þá;.var þetta heillavænleg utan- ríkisstefna fyrir Sovétrikin. Þetta skref sovétstjórnarinn- ar hafði meginþýðingu fyrir það að heimsstýrjöídinni'laiii: með sigri Sovétríkjanna og annarra friðelskandi þjóða. Það er grófasti rógur að gerð þessa samnings við naz- istana hafi verið liður í skipulagðri utanríkismálastefnu Sovétríkjanna. Þvert á móti reyndu Sovétríkin allan tím- ann að tryggja samning við friðsömu ríkin í vestri, til þess að koma á sameiginlegu örvggi er byggt væri á jafu- réttisgrundvelli, gegn þýzku og itölsku friðrofunum. En þ>að þarf tvo aðila til þess að gera samning. Samtímis því að Sovétríkin hvöttu stöðugt til að gerður væri samning- ur, er beint væri gegn friðrofum, þöfnuðu Bretland og Frakkland kerfisbundið slíkri samningsgerð, og völdu þá leið að einangra Sovétrikin, létu undan friðrofunum og beindu þeim í austurveg, gegn Sovétrikjunum. Það var svo f jarri því að Bandaríkin beittu sér gegn þessari háskalegit stefnu að þau þvert á móti studdu hana á allan hátt. Og bandarísku auðkýfingarnir héldu áfram að leggja fé í þungaiðnað Þýzkalands og hjálpuðu þannig Þýzkalandi til að auka vopnaiðnað sinn og lögðu hinum þýzku friðrofum þannig til vopnin. Það jafngiiti því að segja: ..Haldið á- fram, Evrópubúar, berjist eins og hjarta ykkar girnist og guð veri með ykkur! Á meðan ætlum við, lítillátir millj- ónamæringar Bandaríkjanna, að raka til okkar hundruð- um milljóna dollara i gróða af styrjöld ykkar." Þegar viðhorfið var þannig í Evrópu áttu Sovétríkin ekki nema um eitt að velja og það var að samþykkja uppá- stungu Þýzkalands um griðasáttmála. Þegar allt kom til alls var það bezta leiðin. Alveg eins og Sovétríkin voru neydd til þess 1918, vegna fjandsemi Vesturveldanna, að gera friðarsamningana í Brest-Litovsk við Þýzkaland, alveg á sama hátt voru Sov- étríkin neydd til-þess 1939, tuttugu árum eftir friðarsamn- ingana í Brest-Litovsk ,að gera aftur samning við Þýzka- land vegna fjandsemi Bretlands og Frakklands. Bumbusláttur rógberanna um það að Sovétríkin hefðu þrátt fyrir allt þetta ekki átt að samþykkja að'gera samn- ing við Þýzkaland er blátt áfram hlægilegur.-Hvers vegna var það rétt af Póllandi, sem hafði Bretland o.g Frakkland að bandamönnum, að gera griðasáttmála við Þýzkaland 1934, en rangt af. Sovétríkjunum, sem höfðu.miklu örð- ugri aðstöðu ,að gera slíkan samning 1939? Hvers vegna var það rétt af Bretlandi og Frakkiandi sem vöru hin ráð-' andi ríki í Evrópu, að gefa út sameiginlega yfirlýsingu um gríð við Þýzkaland, en rangt af Sovétríkjunum, eins einangruð eins og þau vorú vegna fjandsamlegrar stefnu Bretlands og Frakklands, að gera samning við ÞýzkalaUd ? Er það ekki stáðreynd, að það voru Sovétríkin- sem af •öllum friðsömu ríkjunum i Evrópu voru síðust til að gera' isamning við Þýzkaland? ' ' • - -Að sjálfsögðu eru falsarar sögunnar og aðrír álíka- aft- urhaldsseggir óánægðir út af þeirri-staðrevnd að Sovét- ríkin. nötuðu rússnesk-þýzka samninginn vel 'til. þess að -styrkja vamir sínar, að þau færðu landamæri sín til vest- -ru’s og'mynduðu þanníg varnarvegg gegn óliindraðri sókn Louis Mromiíeíd 25. DAGTJR. STUNSÞim. allt komast í uppnám, og þau væru verr komin en nokkru sinni fyrr. Hann vissi hvernig hún myndi haga sér! Hún myndi shúa út úr öílu sem hann segði svo að það fengi allt aðra merkingu, og henni myndi takast að láta hann líta út sem rudda og sig sem píslárvott. Hún mj’ndi kalla alla vini hans fávita og heimskingja sem hefðu verið undirmáls- menn allá sína ævi. Honum skildist að þetta fyrir- hugaða spjall þeirra yfir teinu myndi ekki leiða til neins. Ef til vill var það eina rétta að hætta við Rósu, og hann sagði við sjálfan sig að ef hann hætti sam- bandinu við hana, myndi það áreiðanlega svara kostnaði, ef hann öðlaðist þannig hamingjusamt, friðsælt heimili, sem hann gæti með réttu kallað sitt. Hann sagði við sjálfan sig í þrjózku að þrátt. fyrir allar tiktúnirnar i Fanneyju væri eitthvað óvenju- lega fíngert i henni. Hún sýndi aíltaf sinn versta mann og gerði sig að fífli, en undir niðri var hún traúst sem gull. Það væri mikið gott ef þau gætu brotið niður allt sem skildi þau að, áður en það væri úm seinan. Ef hann hætti við Rósu ntýndi hann rej-na að búa með Fanney eins og áður, reyna að elska hana. eins og maður ætti að elska konu sína, og ekki eins og maður elskaði Rósu, vegna þess að það tvennt var auðvitað óskylt. En það yrði skrambi erfitt vegna þess að Fanneyju tókst alltaf að spilla allri ánægju af atlotunum, en með Rósu var það ofsi og taum- laus ánægja fyrir bæði. Eftir að hafa elskað Rósu átti hann erfitt með að ímynda sér nokkra ánægju af því að elska Fanneyju. Það var'meinið. í þess- um ástamálum var engin leið til baka. Maður varð að halda áfram og áfram, finna eitthvað nýtt og betra og meira spennandi. Það var það versta. Mað- ur hélt aðeins áfram og áfram og hamingjan vissi hvar maður endaði. Það yrði erfitt að elska af hátt • vísi eftir að hafa elskað Rósu. En ef til vill yrði hann ekki að snúa sér alveg að Fanneyju, og ef til vill þyrfti hanrí ekki alveg að hætta við Rósu. Og allt í einu var allt komið í rugling f\mir hon- um aftur og engin leið út úr vandræðunum. Han:i sá Rósu fyrir sér þar sem hún stóð uppi á borði í gulri Ijóskeilu og söng fyrir fullan náttklúbb af fólki, eða_ í íbúðinni við Thirty-Ninth Street beint fyrir aftan húsið hennar Savínu (en Savína hafði auðvitað ’ekki hugmynd um.hvað þar fór fram). Það var Rósa sem kom honum til að finnast hann ver.i ungur og blóðheitur aftur eins og þegar hann var í háskólanum. Fanney var eins og einhver listmunur, en Rósá var hold og blóð, heitt hold og blóð. Þegar hann nálgaðist Rósu meira óg meira 'fór síðasti .sjússinn að hafa sín áhríf. Þessi hræðilegi kyöldverður hjá Hektori Champion varð að óljósri fortíð, og' litla bor'ðið í horninu bak við forhengið ásamt Rósrí'og viskýflösku varð raunverulegra og ráunvérúlegray Það var lieimur, þar sem ‘engar tikt'- D AVÍÐ úrur áttu sér stað. Allt var skýrt og einfalt, allir meintu það sem þeir sögðu og allir höfðu einsett sér að skemmta sér, og Rósa, í miðjum hópnum, var uppsprettulind skemmtunarinnar. Hann fór að 'hungra eftlr - RÓsu. Hún myndi fjörga liann upp. í snjóbylhkm 'fyrir framan hann birtist Ijösbjarmi, daufur og óskýr, en skýrðist þegai' hann nálgaðist og myndaði orðin: HJÁ RÓSU. Stóri dyravörður- inn þekkti hann og sagði: ,,Gott kvöld, hr. Wilson." Eitt augnablik fylltist hann af drykkjumannslegri hvöt til þess að stæla —• segja dyraverðinum að hami héti ekki Wilson heldur Towner — og þá minntist hann þess óljóst að í heimi Rósu gekk hann uödir nafninu „Herra Wilson.“ Inni f>-rir blöstu á ný við honum hin gamalkimnu dyi-atjöld úr rauðu flaueli. og hann átti tun stund í miklum vaadræðum við að finna opið í fellingum þeirra. Dyravörðurinn fann það fyrir hann og hélt tiiiiiuiiJiuiHHiHiKiiiHiiuutmmtimiuHtmiwumjimiutH imilliUUillllHUIHI4imUIIH4llillliM<HlilHiHlltUmRHIimi3l Bogmennirnir Úngliugasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir ------ GEOFREY TREASE -------------------- Tíminn mjakaðist ekki áfram, fannst honum. Hann reis ofur gætilega upp á‘ olnboga og gægðist út úr laufhrúgunni. I sama vetfangi riðu mennimir fram hjá, svo að hann sá þá í tæpra tuttugu metra fjarlægð. Hann sá aðeins höfuð þeirra og herðar. Þeir vöru fjórir og bóru hjálma og einkennisliti baróns nokkurs, sem heima átti hinum megin skógarins. Dikon létti stórum. Þessum þungvopnuðu mönnum yrði erfitt að elta hann uppi í skóginum á hinum stórvöxnu orustuhestum sínum. Öðru máli var að gegna, ef hann hefði álpast í veg.fyrir þá. Hann. hryllti við þeirri tilhugsun; þeir hefðu riðið ofan -á hann og rennt spjótum sínum umsvifa- laus’t gegnum hann milli herðablaðann.a. Nú riðu þeir fram hjá í góðu skapi og varð ekki litið ‘ inn í burknadyngjuná, þar sem drengurinn lá á gægjum. Hann lá kyrr, eftir að þeir voru komnir fram . hjá, og hugsaði ráð sitt. Þarna komst hann að raun um það, sem hann hafði enga hugmynd um áður, að þjóðvegur lægi um skóginn þvert á leið hans. Enginn vafi á, að þetta væri fjölfarin leið til Nottinghamborgar. Líklega óslit- inn straumur fram og aftur: kaupmenn með klyfjahesta sína, farandsalar, föru- munkaíy hermenn og ýmsir fleiri. Enginn þesara manna mátti sjá hann. Þeir myndu festa athygii við einmana dréng, því að ógjama voru-menn á ferli einir síns liðs um skógargatumar. Og skógarvörðunum bærust svo fregnir af honum-r... .1,:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.