Þjóðviljinn - 28.07.1948, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 28.07.1948, Qupperneq 8
r Síldarverhstniðjj an í Örfiriseyi ir fcroni t, 's.fi lOÐVILJIIi Ráðgerð 5 þús. mála afköst og stækkun ssðar í 20 þús. mál — Byrjar væntanSega framleiðslu utu næstu áramét. — ðttinn við ólykt talinn ástæðulaus Viðshiptas&mningur rið Frahhiand Nýlega var undirritaður í París viðsldptasamningur milli Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og forráðamenn Kveldúlfs skýrðu biaðamönmim í gær nánar frá síldarverksmiðju þeirri er bærinn og Kveldúifur í félagi ætla að reisa í Örfirisey. Byrjunarafköst verksmiðjunnar eiga að vera 5000 mál en gert ráð fyrir að liægt verði að stæklca hana upp í 20000 máia afköst. Ef ekkeit óvænt hindrar afgreiðslu á vélum og efni og ■ekki stendur á byggingarframkvsemdum eru góðar likur fyrir því að verksmiðjan geti hafið vinnslu á þurrsíld fyrir næstu ára- mót og framleiðslu á fullunriu mjöli og lýsi tveim mánuðum síðar. Verksmiðjan á að starfa eftir nýjum framleiðsluaðferðum er gefa margíalt verðmætari vöru og fullvinna hráefnið, þannig að hún á að skila arði þegar verksmiðjur með gömlu aðferðinni eru reknar með lialla, eins og Þjóðviljinn skýrði allýtariega frá s.l. vetur. — Áætlað kostnaðarverð, iniðað við 5 þús. mála afköst er 10—12 millj. kr. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri skýrði frá ráðstöfunum bæjarstjórnar til þess að geta hagnýtt Faxaflóasíldina, ef hún skyldi koma aftur í liaust. Bærinn gerðist aðili að h.f. Hær ingi að Yi móti Síldarverksmiðj um ríkisins, féiagi útgerðar- manna og Óskari .Halldói’ssyni og verður hlutafé 1 og Vi millj. kr. Þá gerðist bærinn aðili að hinni nýju síldarverksmiðju í Örfirisey ásamt Kveldúlfi. Borgarstjóri ræddi allýtar- lega að akki hefði fundizt heppi legri staður fyrir verksmiðjuna en i örfirisey, hér í nágrenni Reykjavíkur og höfði lienni verið valinn staður í Hvalfirði hefði orðið að byggja þar hafn- armannvirki fyrir margar millj. króna. Þá taldi hann að ótti manna við óh'kt frá verksmiðjunni væri með öllu ástæðulaus þar sem hún vinnur með aðferðum er útiloka með öllu þurrkara- reykmn. T. d. eru síldarverk- smiðjur starfræktar á vestur- strönd Bandaríkjanna í álíka fjarlægð frá hótelum og bað- strönd eins og Örfirisey er frá Reykjavík og án þess ólykt spilli þar lofti. Hér fer á eftir nokkuð af því sem Sveinn Einarsson verk- fræðingur Kveldúlfs sagði um 'hiiia nýju verksmiðju: „Frá uppfyllingu þeirri, er verksmiðjan verður byggð á, er fyrirhugað að byggðar verði ein til tvær löndunarbryggjur úr tré, og geti 2 skip fengið losun samtímis við hvora bryggju. Á bryggjunum verður kom- ið fyrir fiskidælum af nýjustu gerð, er dæla síldinni beint úr lestum skipanna eftir lokuðum stálrörum inn í verksmiðju- bygginguna. Þar verðui- vatnið, sem notað er til þess að fleyta fiskinum, skilið frá síldinni og hún mæld á venjulegan hátt. Að mselingu lokinni veiður síld in flutt í lokuðum sjálfvirkum flutningatækjum út í geymslu- þræmar. Löndunarvatnið, er fyrr var nefnt, rennur í þró i gólfi verk smiðjubyggingarinnar og er dælt þaðan út í skipin meðan löndunin fer fram, en milli land ana er vatnið geymt í þrónni. í vatnið blandast smátt og smátt allmikið af hreistri, fisk- trefjum og uppleysanlegnm efnum úr fiskinum. Verða efnr þessi hreinsuð úr vatninu eins og oft og þurfa þykir, á þann hátt, sem lýst verður, liér á eft- ir í sambandi við vinnslu á blóðvatni úr þrónum. Er þetta gert bæði af þrifnaðarástæðum og með tilliti til betri nýtingar á hráefninu. Geymsla á síld í- þróm verð- ur takmörkuð eftir því sern kostur er á og oamrýmankgt er góðum afgreiðsluskilyrðum fyrir veiðiflotann. Með þeirri vinnsluaðferð, sem notuð verð- ur, er ekki hægt að salta síld- ina í þrærnar. Er gert ráð fyrir að síldin verði ekki geymd í þrónum lengur en 4—5 sólahringa, enda ætti það að vera nægileg þróarrými, til þess að tryggja verksmiðjunni nægi- legt hráefni í flestum gæfta- leysistímabilum og gefa veiði- skipunum færi á að losna við aflann tafarlaust. Með hliðsjón af síðustu vetrarvertíð má ætla að veiðidagar á vetrarvertíö verði allt að því 2 sinnum fleiri en vænta má á góðum síldar- vertíðum norðanlands, og verð- ur þá ávinningur verksmiðjunn ar af stóru þróarrými hlutfalls lega minni, en fyrir sambæri- lega verksmiðju norðanlands. Geymluþrærnar verða af nýrri gerð, byggðar sem lokað- ir stálgeymar, líkt og olíugeym ar, en byggðir á steinsteyptar undirstöður. Þegar þrærnar eru losaðar, verður síldinni hleypt niður úr botni þeirra í lokuð sjálfvirk flutningatæki neðan- jarðar, er flytja hráefnið að vinnsluvélum verksmiðjunnar. Hver þró á að rúma ca. 10000 mál síldar. Standa þræm ar í tveimur samhliða röðum út frá verksmiðjugafli, og er gert ráð fyrir að hvor þróarröð verði notuð fyrir eina til tvær 5000 mála vinnslusamstæður. Verði verksmiðjan stækkuð upp í 20000 mála afköst, er gert ráð fyrir allt að 10 þróm, er mundu rúma um 100.000 mál síldar. Framhald á 7. síðu íslands og Frakklands. Gildir samkomulag þetta til ársloka; 1948. Samkvæmt samningi þessum selja Islendingar Frökkum frystan fisk, frysta síld, niður- suðuvörur, þorskhrogn, þorska- lýsi og síldariýsi. Er gert ráð fyrir að afskipanir á freðfisk- inum fari fram í júlí, ágúst og september* þ. á. og að síldinni verði afskipað eins fljótt og verða má. Greiðslur fyrir þær vörur, sem fluttai- verða út tii Frakklands samkvæmt samningi þessum fara inn á reikning i Frakklandsbanka, sem stofnað var til samkvæmt gVeiðslusamn- ingi milli Islands og Frakklands frá 15. júní 1946. Fjárhæðir þær, sem greiddar verða inn á þennan reikning má nota til greiðslu á vörum, sem fluttar eru frá frankasvæðinu til Is- lands og til greiðslu á öðrum kostnaði í því sambandi. Ríkisstjóm Frakklands mun athuga með velvild umsóknir um útflutningsleyfi, sem henni berast í þessu tilefni og þó sér- staklega um þær vörur, sem Gullfaxi Gullfaxi, Skymasterflugvél Flugíélags íslands, fór til Prest- l víkur kl. 8 og er væntanlegur hingað aftur um kl. 7. Síldarhrœðsluskipið Híeringur brýn þörf er fyrir á íslandi. Ennfremur má selja þriðja landi innstæður íslands í Frakklands banka með samþykki réttra franskra yfirvalda. (Frá utanríkisráðuneytinu) Fuisdur norrænna bankastjóra Hinn árlegi fundur seðla- banka Norðurlanda var hald- inn í Reykjavík dagana 26. og 27. júlí síðastl. í Landsbankan- um. Þessir menn sátu fundinn • Frá Danmarks Nationalbank: C. V. Bramsnæs, þjóðbanka- stjóri, Ove Jepsen, þjóðbanka- stjóri og Svend Nilsen, vara- bankastjóri. Frá Finlands Bank: S. Tuo- mioja, aðalbankastjóri, K. Kivi- alho, bankastjóri og C. G. Sund- man, bankastjóri. Frá Norges Bank: Gunnar Jahn, aðalbankastjóri, Arth. H. Matliiesen ,bankastjóri og Fr. Odberg, skrifstofustjóri. Frá Sveriges Riksbank: Ivar Rooth, aðalbankastjóri, Lennart Hammérskiöld, bankastjóri og Erik Westerlind, skrifstofu- stjóri. Frá Landsbanka Islands: Jón Ámason, bankastjóri, Jón G. Maríusson, bankastjóri, Svan- bjöm Frímannsson, aðalbókaii og Klemenz Trj-ggvason, hag- fræðingur. væntanlegt snemraa í október Síhlarbræðsluskipið Hæringur verður tilbúið til ferðar hingað 10. ágúst n. k. og fer skips- höfnin vestur til að sækja það á þriðjudaginn kemur. Heim- ferðin mun talca 50—60 daga og er ráðgert að bræðslan geti hafizt á næstu \etrarsildarver- !íð, að því er Jóhann Hafstein ;kýrði blaðamönnum frá í gær. Skipinu hefur verið breytt í fijótandi verksmiðju fyrir vest- an að öðru leyti en því að véi- arnar eru hér heima og verða settar í skipið þegar það kemur hingað. Mun niðursetning vél- anna hér taka ca. tvo mánuði. 1 sambandi við ótta manna við ólykt af síldarbræðslunni sagði liann að ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að eyða henni, en ráðgert er að skipið liggi við Ægisgai-ð í vetur. — Skipstjóri á Hæringi verður Ingvar Einarsson. Eins og venja er á þessum fundum, var af hálfu hvers þjóð bankans flutt skýrsla um fjár- liagsaðstöðuna í hverju landinu um sig, og þá fyrst og fremst um þróimina á sviði peninga- mála og gjaldeyrismála. Auk þessara skýraloa voru tekin til umræðu nokkur mái- efni, sem eru nú ofarlega á baugi hjá þjóðbönkunum. Ákveðið var, að næsti fimdur norrænu þjóðbankanna skyldi haldinn í Stokkhólmi á ári kom- anda. Síldarverksmiðja Sameignarfélags Reylcjavíkurbæjar og h. f. Kveldúlfs við Örlirisey, séð fn höfnínni og miðbænum. A miðri myndinni sjást tvær löndun- arbryggjur, lengst til vinstri f* síldarþrær í röð, þá bygging fyrir forvinnslu og lolcs byggingar fyrir fullvinnslu á síldinni. I baksýu sjást reybháfar á KetUhúsi. Byggingarnar lengst til hægri eru á hæð við hæstu hús í miðbæmim, (Arni Snævarr vcrkfræðingur gerði uppdráttinn).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.