Þjóðviljinn - 13.08.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.08.1948, Blaðsíða 4
t ■ ■ ■ ■ " "V (MÓÐVILIINN tjtgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb). Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðia. Skólavörðn- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánuðL — Lausasöluverð 50 aur. elnt. Prentsmiðja ÞjóðvIIjans h. f. Sésíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrjár Iínur) Öskurkórinn lækkar róminn Stjómarblöðin verða eiakennilega vanstiilt og fu'mandi ef þau minnast á að kosningfír til ÁljjýðusaKnbandsþiings eigi a*ð fara fram í haust, og skín í gegnum þau sk*áf að aadstœðing- ar verkalýðshreyfingarinnar telja nú mikið til vinnandi ef tak- ast mætti að nota tækifærið til að klekkja á alþýðusamtökunum, lama þau og helzt að gera þau að auðsveipri hjálendu aftur- jhaldsins í landinu, skapa Alþýðusambandinu stjóm sem færi að vilja Bjama Benediktssonar og Jóhanns Þ. Jósepssonar jafn- fúslega og t. d. þingflokkur Alþýðuflokksins. I einni þessara vanstiJlingargreina í Alþýðubl. er „komm- únistum“ fundið margt til foráttu, en þó er það talið höfuðsynd að þeir vondu menn hafi „rofið nauðsynlega samvinnu Alþýðu- sambandsins við þing og ríkisstjórn". Sú ásökun sýnir eins vel og á verður kosið hvað vakir fyrir þeim öfhun sem nú sitja á svikráðum við samtök verkamanna. Vanstilling þeirra og ofsi er ekki sízt af því að þeir hafa ekki getað haft sjálf alþýðu- samtökin til „samvinnu“ um þær ráðstafanir sem núverandi afturhaldsstjóm hefur gert til að rýra lífskjör íslenzkrar al- J»ýðu, Bjarni Ben. hefði áreiðanlega óskað eftir ,,samvinnu“ Al- þýðusambandsins um gengdarlausar tollahækkanir og hina ó- svífnu launaránslöggjöf er ógilti samninga verkalýðsfélaga um allt land og batt kaupið \ið vísitöluna 300, hvað sem raunveru- legri dýrtíð liði. „Samvinna“ um þessi mál var ckki hugsanleg, vegna þess að í stjóm heildarsamtaka verkalýðsins vom menn, sem láta í einu og öllu hagsmuni verkalýðsins sjálfs ráða gerð- um sínum. Og einmitt afstaða Alþýðusambandsins og sterk- ■ustu verkalýðsfélaganna, sem hafa staðið eins og veggur gegn þeim ráðstöfunum afturhaldssstjórnar Bjarna Ben. er rýrt hafa lífskjör alþýðu, og gagnráðstafanir verkalýðsfélaga til launa- hækkunar hafa valdið því, að afturhaldið hefur ekki treyst sér til að rýra lífskjörin enn freklegar en orðið er. Hitt geta verkamenn sagt sér sjálfir hvort staðið hefði á „samvinnu“ við afturhaldið um þau mál ef þjónar og flokks- Taræður Stefáns Jóhanns og Emils Jónssonar hefðu ráðið í heild- arsamtökum verkalýðsins. Það voru þeir sem lögðu síðustu hönd á samningu kaupkúgunarlaganna í fyrravetur. Það var Emii Jónsson sem komst svo skáldlega að orði um viðleitni verka- manna að bæta kjör sin að slík viðleitni sé „glæpur“. Góð bend- ing um það, hvernig þeir menn misnota samtök verkamanna hvar sem þeir geta, fékkst í verkföllunum 1 fyrra, er þeir skirrð- ust ekki við að svívirða nafn heilla verkalýðsfélaga með því að tengja þau hugtakinu verkfallsbrjótur. Afdráttarlaus bending nm fyrirætlanir þessara manna er sú staðreynd að Alþýðubl. er íarið að vega aftan að verkamönnum í hverju verkfalli, heimtar Ætundum að verkalýðsfélögin sem í deilu eiga séu leyst upp til hægðarauka fyrir atvinnurekendur, og lætur sér sæma að jórtra Jfömlu áróðurstugguna úr Morgunbl. um vonzku verkfallsmanni. Skáld Alþýðuflokksins, sem skrifa bækur um baráttu verka- manna þjóta eins og glefsitíkin í horn Alþýðublaðsins og narta i verkamenn sem eru að berjast fyrir bættum kjörum á nákvæm- Iega sama hátt og þeir hafa gert síðan verkalýðshreyfing hófst. Hvað eftir annað á undanförnum árum hafa verkamenn í verkfalli orðið að þola látlausan samstilltan öskurkór Morgunbl., Alþýðubl., Vísis og Timans gegn alþýðumálstaðnum. Nú þegar þessi blöð allt í einu fara að verða blíð á manninn og hyggjast leiðbeina verkamönnum um val trúnaðarmanna, miuiu þau finna að verkamenn telja sig bæra um að velja trúnaðarmenn sína án slíkrar aðstoðar. Þessvegna er vanstillingin svo áberandi þegar Jiessi andstæðingablöð verkamanna skrifa um Alþýðusambands- vjþingið. fJÖÐVlLJINN fc . , . PöstUdagur. Í3. ágúst 1&4S. Aldrei er góð vísa . . . I dag munu dálkar þessir að mestu fjalla um málefni, sem áður hafa verið til umræðu, og tillögur sem ekki hafa enn ver- ið teknar til greina af hlutaö- eigandi aðiljum. — Því aldrei er góð vísa of oft kveðin. ,Kóli“ er einn þeirra mörgu, sem orðið hafa fyrir óþægindum af sleif- arlagi því, sem nú ríkir í póst- málum okkar. Atvinnu sinnar vegna þarf hann mjög á góðu samstarfi póstþjónustunnar að ha'lda, eti reynsla hans um það er hin ömurlegasta; — nefnir mörg dæmi því til sönnunar, og segir svo: ....Mín skoðun er sú, að allt þetta ástand séu hin örgustu svik við landsfólkið, því um leið og maður setur á bréfið frímerki, sem útgefið er af ríkinu, hefur maður raun- verulega keypt af ríkinu trygg- ingu fyrir því, að bréfið komist fljótt og greiðlega til skila. Bréf ið kemst ekki fljótt og greið- lega til skila, og ríkið hefur svikið mann....“ Sama sagan í Kleppsholti Það, sem hér hefur áður venð sagt um áhrif þau, sem raaða- mölin hefur á trjágróður í um- dæmi okkar elskulegu bæjar- stjórnar, hefur mælzt vel fyrir hjá öllum almenningi. Mörg bréf og upphringingar sanna þetta. Maður, sem býr í Klepps holtinu, sendi t. d. þau skilaboð í fyrradag, að rauðamölin væri víða á góðri leið með að kyrkja þar allan trjágróður. Ýmsir á- líta að varla geti verið annað en þessi möl innihaldi einhvers- konar eitur, lífshættulegt öllum gróðri. En hvernig svo sem þvi er varið, verður ekki hjá því komizt, að bæjarstjórnin láia fjarlægja hana, en í staðinn komi malbikun eða steyptar götur. að segjast vera sammála niér um, að ekkert vit væri í að rifa Árbæ. „Eg skil ekki, hverslags óskapleg rifrildisnáttúra betta er í fólkinu nú til dags“, sagði hann. — Þó ekki væri nema vegna þess, að hann á margar ljúfar minningar tengdar við Árbæ frá skemmtiferðum í gamla daga, þá vildi liann, að Árbær fengi að standa. ★ FIugvaHarhótelið fari að dæmi fæðisltaupenðafélagsins Um síðustu helgi var auðvit- að geysileg aðsókn að sjóbað- staðnum í Nauthólsvík, og or- sakaði þetta mikið annríki á flugv.-hótelinu. Maður, sem þarna var, hefur beðið mig að bera þá tillögu upp við fon-áða menn hótelsins að þeir ráði bót á hinni seinfengnu afgreiðslu með því að láta fólkið afgreiða sig sjálft, svipað því sem gert er í mötuneyti Fæðiskaupenda félagsins í Camp Knox. Þar tekur hver maður sinn bolla, sinn. disk, sína skeið o. s. frv., gengur að stóru afgreiðsluborði og fær þar það sem hann lang- ar að láta ofan i sig. Fljót af- greiðsla og enginn erill fyrir starfsfólkið. Meiri sykur, engar refjar! Þá er það margumtöluð nauð- syn þess, að húsmæður fái ríf- legan aukaskammt af sykri í sumar til að sulta rababara, ber, og gera saft. Kona nokkur skrifar m. a. um það: „... . Og á meðan stjórnarvölam skammta okkur svona naum- lega sykurinn, virðast verx- smiðjur fá nóg af honum iil ýmiskonar framleiðslu, oft gjör samlega þarflausrar, jafnvel skaðlegrar. — Hvað ætli fari t. d. mikið af sykri í allt þetta coca-cola, pepsi-cola eða hvað það nú heitir ....?“ Nei, ekki rífa Árbæ Þá má geta þess, að til mín kom roskinn maður í fyrradag Belgraum kom frá útlöndum : gær. Akurey var væntanleg í gær- kvöld af veiðum. Þessi skip vora hér í gær: Goðafoss, Selfoss, Hvassafell, Skjaldbreið, Lagarfoss Vatnajökull og Foldin. ISFISKSALAN. 11. þ. m. seldi Fylkir 306 lestir í Hambörg. Sama dag seldi Kaldbak ur 280 lestir í Cuxhaven. KIKISSKIF: Hekla fór frá Vestmannaeyjum kl. 6 í gærmorgun á austurleið. Esja var við Dyrhólaey kl. 7 i fyrrinótt. Súðin Var út af Reykja firði kl. 8 í gærmorgun á leið til lsafjaiðar. Herðubreið var á Kópa skeri í gær á austurleið. Skjald- breið fcr. frá Reykjavik kl. 18 á morgun til Húnaflóahafna. Þyrill er í Reykjavík. SKIP S.I.S. Hvassafell er í Reykjavík. Vigör er á leið frá Kotka í Finnlandi t,I Islands með timbur. Varg er á leið frá Flekkefjord i Noregi til Reyðarfjarðar með timbur. EIMSKIP: Brúarfoss er í Leith. Fjalífor.s fór frá Hull 10.8. til Reykjaviku.'. Goðafoss kom til Reykjavikur 10.8. frá N. Y. Lagarfoss kom til ísa- fjarðar síðdegis í gær 12.8. Reykja foss fói' frá Rotterdam 10.8. til Kaupmannahafnar. Selfoss kom til Reykjavíkur 7.8. frá Leith. Trölla- foss fór fram hjá Cape Race 10.8. á leið til N. Y. Horsa er i Leith. Sutherland fór frá Reykjavík 9.8. til Hull og Antverpen. 8.30 Morgunútvarp. —- 10.10 Véðurfregra ir. 12.10—13.15 Ká • degisútvarp. 15.80 Miðdegisútvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Harmonikulög 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 29. 30. Útvarpssagan. 21.00 Strokkvarí ett útvarpsins: Kvartett nr. 12 í G- dúr eftir Mozart. 21.15 ,,Á þjóðleið um og víðavangi" (Ari Káraso.i blaðamaður). 21.35 Tónleikar 21.40 Iþróttaþátbur (Sigurpáll Jónsson). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfónískit’ tónleikar (plötur): a) Fiðlúkons* ert i EÞdúr eftir Bach. b) Symfön- ía í d-moll eftir César Franck. ‘Zi. 05 Veðurfregnir. — Dagskrárlok. Næturakstur: Hreyfill. — Síml 6633. Næturlæknlr er í læknavarðstof* unnl, Austurbeejarskólanum. —< Sími 503tt Nætui-vöi'ður er í Laugavegs-. apóteki. . Goliat Alþýðublaðs ins var fui-ðu táka- rænn * “ær °s (f mihnti mjög á það, hvernig kr.vta- broddarnir nota blaðið til að þvo af sér óhreinindin og skvetta svo skólpinu framan í alþýðu manna. Bóhisetiung gegn barnaveiki heldur áfram, og er fólk minnt á að láta er.durbólusetja börn sín. Pöntunum veitt móttaka á þriðju- dögum og miðvikudögum kl. 10--- 12, í síma 2781. Skymasterflugvál Flugfélags Islands Gullfaxi fór til Oslo í gærmorgvm kl. 08.00 og lentó á Gardemoen flug- vellinum kl. 13.50, með Gullfaxa voru 30 farþegar. Gullfaxi er v.vnt anlegur til Reykjavíkur aftur á morgun. Hekla fór til Prestvíkur kl. 21.22 i fyrrakvöld, og kom hing að aukaferð kl. 13.34 í gær með 25 menn innanborðs. Geysir kom k). 19.22 í fyrradag með 46 farþeg v frá Prestvík. Lagði af stað nftur kl. 14.58. „GóðiU' btnða- niaður telui', að eltkert mann- legt sé hoiiurn óviðkoxnandi," segir Víkverji i gær. Æ, af ^ hverju la'tur hann sér eklU næg.ja að vera vond- ur blaðamaður ? ? ? ? Frá rannsókriLarlögreglunni. 2. ágúst sl. kl. 14—15 ók bifreið á tvær litlar stúlkur á mótum Lnnga vegar og Klapparstígs. Voru þær að fara þvert yfir Laugaveginn. að verzlun Eiríks Hjartarsonar, og leiddi eldri telpan þá yngri. Mcidd- ust þær báðar, og getur eldri telp- an eklci gort sér grein fyrir hvor'i bifreiðin kom innan Laugaveg eíía ofan Klapparstíg. Bifreiðarstjórinn hafði tal af telpunum, og bauðst til að flytja þær til læknis en þær neituðu því boði. Rannsóknarlög- reglan óslcar eftir að hafa tal af bifreiðarstjóranum, sem þarna á. hlut að máli, sem allra fyrst. Þá cru farþegai- í strætisvagnin- um R-1005 og gifreiðinni S-204, sem lcntu í árekstri á gatnamó'- um Miðtúns og Móatúns annan þessa mánaðar beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögrcgluna. Hvetjlð börn ykkai’ tll að selja pjóö- viljann. Há sölulaun! Upplýslngaskrlfstofa stiidcnta cr opin daglega kl. 1- 2.30 í bókasafni Háskólans. Veðrlð. Sunnan og suðvestan kaldi. Skýjað. Sumsta'iar lítiisháttar súld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.