Þjóðviljinn - 22.08.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1948, Blaðsíða 5
8-uiiiuida.gur 22. ágiist 1&48 P JÖÐVIL J Z N-N £ t ^Vestnena^ Srelsið i u Bandaríkin kuguðu Fllippseyjabúa til að breyta stjómarskrá landsins þannig að Bandarikjamenn fengju forréttindi er gera sjálfstæði Filippseyja sð eiigu Líklegosti leppur Bandaríkjanna tii „baráttu gegn kommúnismanum" á Fiiippseyjum er fasistinn Laurel sem sagði Baudaríkjunum siríð á hendur aö boði Japana! Fjórða júlí í sumar hóf Fil- jppseyjalýðveldið þriðja æviár sitt með efnahagsmál sín og stjórnmál rígbundin við Banda- iríkin. Lýðveldið er ekki sjálf- stætt, stjórnmálasjálfstæði þeirra er óraunhæft vegna þess að éfnahagslegt sjálfstæði þess er óframkvæmanlegt. Filippseyjabúar er fögnuðu al geru sjálfstæði þegar lýðvelii þeirra var stofnað fyrir tveim- ur árum urðu brátt fyrir von- bigðum. Hjálpar þurfti til frá Bandaríkjunum og Filippseyja- búar komist fljótt að því að hjálpin var .skilyrðum bundið, skilyrðunum sem gerðu sjálf- stæðið að engu. Meðan hernám Japana stóð lofaði Bandaríkastjóm ,,að að- stoða um fullar bætur" fyrir tjón af völdum stjTjaldar. En í- 601. kafla endurreisnarlag- anna var þetta fróðlega ákvæði: Engar greiðslur ... að upphæð hærri en 500 dollara má greiða þar til samningur hefur verið gerður milli for- seta Bandaríkjanna og for- seta Filippseyja ... er kveði á um viðskiptasambönd Bandaríkjanna og Filipps- eyja. ★ Þetta þýddi a,ð áður en nokkr ar greiðslur nógu stórar til :*ð cndurbyggja eyðilagðar verk- smiðjur yrðu inntar af hendi þurfti að breyta stjórnarskrá Filippseyja þannig að hún kvæði á um sérstök forréttindi handa bandar. bisnessmönn- um, það er að segja jafnrétti við Filippseyjabúa. Því forseta Bandaríkjanna var því aðeins heimilað að gera samninginn :f viðskiptalögi^, er kennd voru við Bell, væru samþykkt í Man- iia. Og viðskiptasamningurinn á'tti ekki að taka gildi þar til vissir þættir hans væru komnir í stjórnarskrá Filippseyja. Orða lag laganna er ótvírætt. Forseta Bandaríkjanna er ekki heimilt . . . að gera slík- an samning nema . . . ríkis- stjórn Filippseyja geri tafar- laust þær ráðstafanir er þaif til að tryggja breytingu stjórnarskrár Filippseyja á þann veg að gildí taki sem !ög á Filippseyjum .. . fyrir- mæli 341. greinar. Þar fengu Filippseyjabúar að sjá það svart á hvítu. Nú þýddi ekki að kveinka sér eða kvarta um að hinn voldugi Sam frændi ætlaði að liagnast ó- drengilega á varnarleysi þeirra, að engin slík takmörkun á full- veldi Filippseyja hafi vérið nefnd á stríðsárunum þegar lof að var bótum fyrir tjón af hern aðam'öldum. Það loforð hafði fundið hljómg'runn um allar eyjarnar er fólk hlustaði á stuttbylgjutæki sín falin á háa- loftum, í skógum og hellum. Loforðið styrkti baráttuþrek Filippseyjabúa og veikti áróð- ur Japana. Nú var hinsvegar hjálpin bundin skilyrðum, og hvemig sem þjóðin þusaðist og héldi fram fullveldisrétti sínum til að semja landinu stjórnar- skrá án fvrirskipana frá Was- hington voru hin bandarísku lög óhagganleg. ★ GreinLn nr. 341 í Bell-við- skiptalögunum er setja átti í stjóraarskrá Filippseyja, kveð- ur á um það sem Filippseyja- búar nefna „jafnrétti". Fæstir Bandaríkjamanna þekkja það hugtalc, hvað þá að þeir hafi lesið Bell-lögin, en 341. greinin hefur verið þaullesin í hverju héraði hins fullvalda lýðveldis Filippseyja. Hún er þannig: „Afnot, vinnsla, þróun og nýting alls alcuryrkjulands, skóga og námusvæða í opin- berri eign, vötn, málmar, lcol, olía og aðrar jarðolíur, allir aflgjafar og hugsanlegir afl- gjafar og önnur náttúruauð- æfi Filippseyja, ennfremur rekstur stofnana til almenn- ingsþarfa, skulu, séu þau nokkrum manni lieimi!, einn- ig hcimil þegnum Bandaríkj- anna og hverskonar við- skiptafélögum, er Banda- ríkjaþegnar eiga eða ráða beint eða óbeint. ★ Hinn 11. marz 1947 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það livort stjórnarskrá Filippseyja skj'ldi breytt í samræmi við fvrirskipun Bandaríkjaþings. Mánuðinn áður hafði Roxas forseti, í samræmi við þá kröfu að hann gerði „þær ráðstafanir er þarf til að tryggja breyt- ingu stjórnarskrárinnar" ferð- azt um allar Filippsej-jar, hvetj andi þjóð sína til að samþykkja „jafnréttið", hann fullvissaði landa sína um að þrátt fyrir kröfur hins bandaríska „big business" þyrftu Filippseyjabú- ar ekki að óttast vini sína Bandaríkjamenn. Ræður Roxas voru ritaðar, yfirfarnar eða uð minnsta lcosti samþykktar af bandarískum flotaliðsforingja er átti að heita blaðafulltrúi bandaríska sendiráðsins í Man- ila. Bandaríski sendiherrann er þá var, Paul V. McNutt, bauð þjónustu liðsforingja þessa og •leyfði honum að halda til í Mal- acaíian, forsetahöllinni, svo íor setinn gæti alltaf haft hann við höndina. ★ Eins og flestir aðrir banda- riskir fréttaritarar í Manila um það leyti reyndi ég að segja bandarískum blaðalesendum þessa sögu. En hvorki frétta- stofur né ritstjórar kærðu sig um að birta frásagnir okkar. Allir bandarískir fréttaritarara ir kröfðust þess að flotaliðsfor- inginn væri kvaddur burt frá Malacanan-höll, en sú stað- reynd var heldur ekki birt. Okk ur kom saman um að ástæðan væri sú að einungis nokkur bandarísk stórfyrirtæki, fram- leiðendur og olíuhringar héfðu áliuga á því máli. Hinsvegar voru Filippseyjabúar mjög' á- hugasamir um flotaliðsforingj- ann. Eg hevrði nokkra þeirra lýsa honum sem „Raspútín frá Malacanan." Aðrir kölluðu !mnn „hinn bandaríska Kihara" — Kihara var Japani sá er sveiflaði svipunni yfir iepp- stjórn Filippseyja á stiíðsár- unum. ★ Hvað sem því leið, hið banda ríska ,,jafnréttis“-ákvæði var samþykkt í stjórnarskrána, og allt frá þeim tíma liefur iðnað- ur Bandaríkjam. hirt gróðmn af forréttindum þeirra. West- inghouse á mikið af hlutabréf- um í Philippiue Electricai Manufacturing Company og ætlar að framleiða ijósaperur. Westinghóuse hefur. einnig sam ið um byggingu vatnsorku- stöðva. Lever Brothers hafa komizt yfir sápuverksmiðju í Manila, en Filippseyjar eru eitt mesta framleiðsluland heims- ins með cobra, sero er nauðsyn- legt efúi til sápugerðar. Stand- ard Oil og Socony-Vacuum eru að semja um olíuréttindi á eynni Cebu. Það er margt sem laðar hina bandarísku stóriðjuliölda að. Til dæmis eru skattar miklu lægri á Filippseyjum en í Bandaríkjunum. Hlutafélaga- skattar eru 12% en 36% í Bandaríkjunum. Tekjuskattur einsta'klinga er 3—60%, en í Bandaríkjunum 20—91%. — Kvæntur maður má draga 1250 dollara frá skattskyldum tekj- um. Vinnulaun eru miklu lægri. Flutningsgjöld sparast þegar verksmiðjumar eru fast lijá hráefnalindunum. Auk þess er mikið af dollurum i Filippseyj- um, og sem stendur er nærri því að verzlunarjöfnuður sé milli landanna. ★ Bandarisk auðmagn streym- ir nú vestureftir til Manila en Filippseyjabúar kvarta sáron. Þeim finnst ákvæði viðskipta- laganna óþolandi j'firlætisleg og finnst auðmýkjandi að Fil- ippseyjabúar skuli ekki njóta, sania réttar í Bandar. Þar við bætist að einungis 100 Fil- ippsej’jabúum er leyft að fara til Bandaríkjanna árlega en 1200 Bandaríkjamönnum er heimilt að fara til Fiiippseyja ár hvert og dvelja þar allt að fimm árum og auk þess 500 til fastrar búsetu. Nú þegar leiðin hefur verið opnuð er gert ráð fyrir a.ð bandarískir fjárfesting- armenn fari í stórum straum j'fir Kyrrahafið, eu landið er þegar algerlega háð Bandaríkj- unum efnahagslega. Bandarík- in eru mesta viðskiptalandið, aðalútflytjandi að fullunnum iðnaðarvörum og mikil auðs- uppspretta. Pesóinn er festur sem jafngildi 50 bandarískra senta þó raunhæft gildi hans kunni að vera nálægt 16 sent- um. Vegna þessa efnahagslega ó- sjálfstæðis forðast hið unga lýð veldi vandlega hverja þá af- stöðu í utanríkismálum sem víki frá stefnun Bandaríkja- stjórnar. 1 mikilvægum alþjóða málum geta Bandaríkin alltaf treyst Filippsej'jum. Sem frétta ritari á San Francisko-i'ýðstefn unni scm samþykkti sáttmáía sameinuðu þjóðanna spurði ég einu sinni fulltrúa Filippseyja hvers vegna hann hefði greitt atkv.æði með atriði sem hann hefði gefið í skyn að hann væri andvígur. „Bandar. utanríltis- ráðuneytið var með því“, svar- aði hann hiklaust. „Fór utan- ríkisráðuneytið þess á leit að- þér greidduð þannig atkvæði ?“ spurði ég. „Auðvitað ekki“, sagði hann. „En haldið þér að við vitum ekki hver elur okk- ur?“ Hins vegar fylgja Filipsej'ja- bi'iar ekki alltaf ráðleggingurn Bandaríkjanna um innanlands- mál sín, Þeir liafa t. d. sínar eigin hugmyndir um þá menn er unnu með Japönum. Sltömmu eftir að eyjarnar voru leystar úr kúgun Japana hvatti Tru- man forseti til réttarhalda j’fir landráðamönnum og refsing þeirra er unnu með óvinnninrt Framhald á 7. Ofsóknarher- t ferð gegn \ Einstein? ; New Yorkblaðið „Star“ skýr- ir frá því, að bandaríska þing- nefndin, sem rannsakar „óame- ríska starfsemi" ætli í vetur .u? leggja til árásar gegn skoðun i- frelsinu í kunnustu háskólumt Bandaríkjanna. Verður prófc.ss- orum frá háskólunum Coíúmbia, Harvard, Yale og fieiri stefnt fyrir nefndina til að rannsaba, hvort þeir noti kennslubækur, þar sem settar séu fram „hættu legar" skoðanir. Blaðið skýnr frá að nefndin sé að íhuga að helga sérstakan þátt þessa> ir ofsóknarherferðar eðlisfræðingn um heimsfræga Einstein, sena. flúði frá Hitlers-Þýzkalandi t.ií Bandarikjanna undan samsko-.- ar kúgun og ofsóknum, og 6- ameríska nefndin er nú að ínn- leiða í Bandaríkjunum. Einst in hefur alltaf látið opinber mál til sín taka og in. a. gaénrý’it. harðlega þá stefnu Bandaríl.; .- stjórnar að nota kjarnorku- sprengjuna til að ógna Sov ríkjunum. Einstein lagði grnad völlinn að kjarnorkuvísindi um, það var hann som á strlö.i- árunum sannfærði Roose' !t forseta um að ekkert nueh't spara til að finna !c!ð til uö hagnýta kjarnorkuna. i Eítir bandaríska blaðamanninn William Winfer, Grein úr The Nation, New York.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.