Þjóðviljinn - 05.11.1948, Side 3

Þjóðviljinn - 05.11.1948, Side 3
Föstudagur 5. nóv. 1948. MðÐVlL JINN ÍÞitÚTTSR Ritstjóri: Frímann Helgason lén D. Jónsson: Lokasvar til Einars Krístjánssonar Ritstjóri rþróttasíðunnar hef- ur sýnt mér þá vinsemd að gefa mór kost á, að svara grein Ein- sem birt- ars Kristjánssonar, ist í síðustu íþróttasíðu. að Þa,4,_er raunar óþarfi svara þfí&^ari grein, því aum- ing.ja/llSíin&r er með þeim ó- sköpum fæddur að gcta aldrei stungið nj,ðiu' penna án þess að afsanna í öðru orði, það sem hann villosanna í hinu. Hugs- anaþráðuriain.-er óljós og rugl- ingslegur, óskyldum setningum slengt saman og verður útkom- an því oft lítt skiljanlegur þvættingur. Einar segir að | grein sín hát’i ekki verið per- sónuáróður, heldur mótazt af þjóðarmetnaði! ópersónuleg í garð sundkennara — visbend- ing til sundmanna. Hvað skyldi að dómi Einars vera persónu- legur áróður? Um hvað var ,,vísbending“ hans til sund- manna annáð en þáð, hjá hvaðá kennara þeir ættu að æfa og hjá hverjum ékki? Það er senni lega ópersónulegur áróður, að Einar segir, að Jón Ingi hafi Iátið Sigurð í K.R. æfa rangt sund og hann hafi þess vegna verið í kyrrstöðu, en lands- þjálfarinn hinsvegar lagað gall- ana? Aðdróttanir hans gegn undirrituðum eru eflaust óper- sónulegar. Trúir Einar e. t. v. á ópersónulegan landsþjálfara ? En hvernig skyldi standa á því, að Einar virðist ekki hafa hugmynd um að til er maður, sem nefndur var ,,aðstoðarlands þjálfari?“ Til munu þeir vera, sem telja, að sá maður hafi mótað hina svonefndu londs- þjálfun að ekki óverulegu leyti. En kannski hefur Einar ekki ,,kynnt“ sér þá hlið málsins. Greinarhöfundur segir að ég hafi reynt að vinna sig til fylgis við mína persónulegu skoðun í þessu landsþjálfunar- máli, og þetta sanni, að hann sé hinn „rétti aðili“. Þetta er ein- hver misskilningur hjá Einari, því sá ágæti maður hlífði mér við öllum heimsóknum og „vís- indalegum" samræðum um það leyti, enda hafði hann þá nóg að gera. Hinsvegar er mér ekki grun- laust um, að aðrir starfsbræður mínir hafi fengið ekki allfá- ar heimsóknir hans, með til- heyrandi „ópersónulegum“ á- róðri og er það öfundarlaust af mér. Enda tel ég þann mál- stað betur farinn, sem sleppur við þann vafasama heiður að hafa Einar í brjóstfylkingu sinni. Tilraun Einars til að bæta úr ummælum sinum um Jón Inga er ef til vill skemmti- legasta innlegg hans, einkum fyrir þá, sem þefckja þá báða og störf þeirra. Hann segir nú, að Ingi sé ágætur sundkennari og bætir því við, að hann (EK), sé ekki að heimta það, að menn séu afburða menn! Enda eigum við einn slikan innan- lands, eins og hann hafi á ,,ó- persónulegan“ hátt bent á. En rétt á eftir þessari merkilegu játningu, segir hann, að ein- hver leikfimiskennari í Austur- bæjarskólanum hafi innleitt ,,þjódýfusundið“, þróun sunds- ins til stór tjóns, og Ingi hafi verið hrifinn af þessu bjána- lega sundi og verið í andstöðu við reyndasta sundkennara landsins, og Rfetur skína í það; að sundgallar Sig. KR stáfi af hrifningu Inga af sundi þessu. Þetta getur maður nú kallað heilindi! Einar segir, að ég hafi áður gagnrýnt stíl og mjaðma- beygjur Sigurðar í Iþróttablað- inu, og bætir svo við andakt- ugur: „Svona geta mennirnir breytzt“. Það væri ekki ófróð- legt að fá einhverja skýringu á afstöðubreytingu minni til nefnds sundgalla. Mér vitanlcga hefi éig ekki sagt eða skrifað eitt ginasta orð, sem gæti skil- izt sem skoðanabreyting um það efni. Þetta er kallað að gera mönnum upp skoðun, og mjög í samræmi við aðrar vinnuaðferðir Einars. En það er sennilega vonlaust verk að koma Einari í skilning um að gagnrýni á ekkert skylt við þær öfgafullu fullyrðingar og órökstuddu aðdróttanir sem eru uppistaðan í ritsmíðum hans. Einar virðist nú loks vera kom inn að þeirri niðurstöðu, að „töluvísindi'' hans eru tvíeggja vopn og gerir enga tilraun til að hrekja neitt það, er ég benti honum á í því sambandi. Hann notar nú aðeins fullyrðinguna: Það er staðreynd! Hann lang- ar til að draga í efa, að Ari hafi æft hjá mér í 7 ár, en tekst ekki betur en svo, að hann virðist komast í andstöðu bæði við „Sport", sem hann vitnar í, og sjálfan sig. I þess stað reynir haim að ná sér niðri á undirrituðum fyrir það, að ég hafi æft Ara í leyni! Tilefnið er það, að ég ofraði nokkrum frístundum, til þess að bæta úr ófullnægjandi æf- ingarskilyrðum hans. Æfingar þessar voru því miður of fáar og fóru fram í Sundhöllinni, yf irfullri af baðgestum, svo ég er hræddur um að erfitt hafi verið að halda þeim leyndum! En samkvæmt hugsanagangi Einars hefðum við náttúrlega átt að æfa sem minnst, til þess að „yfirburðir" landsþjálfunar- innar kæmu sem bezt í 1 jós!! Kaflinn um drengina tvo, sem vöktu lotningu bamanna í Aust urbæjarskólanum, stendur i dul arfyllra sambandi við annað í grein hans, en svo, að venju- legur „meðalmaður“ skilji hvað hann er að fara. Ég leyfi mér jafnvel að efast um að Einar skilji það sjálfur. Einar segir að staðreyndir verði ekki af- sannaðar í félágsskap.’ Spak-“ lega mælt. En fullyrðing án frambærilegra raka, verður ekki að staðreynd fyrir það eitt að drjúpa úr penna Einars Kristj- Framh. á 7. síðu, LKYNNING um útflutning gjafapakka. Viðskiptamálaráðuneytið hefur ákveðið, að leyfa að senda jólapakka til útlanda. Fólki verður heimilað að senda pakka til íslendinga erlendis og venzlamanna sinna. í pökkunum má aðeins vera: 1. Óskömmtuð, íslenzk matvæli. 2. Óskammtaðar prjónavörur úr íslenzkri ull. 3. Islenzkir minjagripir. Hver pakki má ekki vera þyngri en 5 kg. Leyfi verður aðeins veitt fyrir einum pakka til hvers manns. Pakkarnir verða tollskoðaðir og undantekning- arlaust kyrrsettir, ef í þeim reynist að vera annað en heimilað er. Umsóknir utan af landi sendist viðskiptamála- ráðuneytinu og greina ber nafn og heimilisfang viðtakanda, hvað senda skal og nafn og lieim- ilisfang sendanda. Leyfi þarf ekki fyrir bókagjöfum. Leyfi verða afgreidd í viðskiptamálaráðuneyt- inu frá 15 nóv. fram til jóla, alla \'irka daga kl. 4—6 e. h., nema laugardaga 1—3 e. h. Vlðskiptamálaráðui'eytið, 3. nóvember 1948. UNGLIN6A VANTAR tii blaðburðar í HLÍÐMNAH VOGANA. Þjóðviljinn. HEL' Fyrsta myn Verður hún send til áskrifenda í Reykjavík og úti á landi næstu daga. Þeim konum, sem hafa fengið loforð um garn, verður sent það strax og það verður tilbúið. Af sérstökum og alveg ófyrirsjáanle gum orsokum, hefur útkoma þess- arar fyrstu myndar tafizt, og eru áskrifendur góðfúslega beðnir vel- virðingar á því. Ása Gnðmunúsdáítir pósthólf 1081,Rvik.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.