Þjóðviljinn - 21.11.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.11.1948, Blaðsíða 6
ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 21. nóveœíier 1948. . -p'"............... i ' — 74. Gordott Schaffen kafla, sem fjallar um réttindi og skyldur þjóðfélagsþegn- anna. Persónulegt öryggi er tryggt með eftirfarandi ákvæðum: „Persónur, sem sviptar hafa verið frelsi, eiga rétt á að fá upplýst eigi síðar en næsta dag, hvaða yfir- vald gaf út handtökufyrirskipunina og af hvaða ástæðu, þær skulu einnig fá tsékifæri til að mótmæla handtök- unni þegar í stað.“ í þessum kafla stjórnarskrárinnar er síaðfestur rétturinn til vinnu, orlofs, og sjúkra- og elli- bóta. Stjórriarskráin kveður svo á, að í héraðinu skuli komið á samfelldu alþýðutryggingakerfi, er nái til allra þjóðfélagsþegna, sé staðfest með lögum og sé stjórnað af hinum tryggðu sjálfum. Rétturinn til að mynda verkalýðsfélög og önnur sam- tök og til að kjósa trúnaðarmenn er tryggður. Ennfrem- ur er tryggt jafnrétti karla og kvenna, og körlum, konum og unglingum eru tryggð sömu laun fyrir sömu vinnu. Þeir kaflar, sem fjalla um landsþingið. ráðuneytið, embættiskerfið, löggjöfina, fjármálakerfið, fræðslukerf- ið og trúarbrögðin, eru í öllu, sem máli skiptir, sam- hljóða stjórnarskrá Thiiringen. Sama máli gegnir um kaflann um efnahagsmálin, en þar er þó í stjórnarskrá Sachsen-Anhalt grein með víðtækari ákvæðum. I 73. grein segir: ,,Ö11 einokunrarsamtök einstakra manna, svo sem samsteypui’, keðjur, hringir og þeim skyld sam- tök, sem miða að auknum gróða með samningum um f.amleiðslu, sölu eða verðlag, eru bönnuð.“ ,.Landið“ Sachsen samþykkti stjórnarskrá sína 28. febrúar. 1947. Hún er í meginatriðum samhljóða stjórn- arskrám Thiiringen og Sachsen-Anhalt, en gengur þó lcngra í að framfylgja nokkrum af grundvallarsjónar- miðúnuöi. Réttpr verkamanna og starfsmanna til að taka þátt í framleiðsluþróuninni á jafnréttisgrundvelli er siaðfestur í sérstakri grein. Ákvæði er um, að karl og kona séu nákvæmlega jafnrétthá innan hjónabandsins. Skylda ríkisins til að veita mæðrum sérstaka aðstoð er einnig staðfest í stjórnarskránni, og giftir og ógiftir hafa að öllu leyti jafnan rétt.; Það er lýst ólöglegt að láta börn vinna og bannað að láta unglinga innan 16 ára aldurs vinna næturvinnu. Þeim greinum, sem fjalla u.m réttindi þjóðfélagsþegnanna, er ekki hægt að breyta, nema tveir þriðjuhlutar atkvæða fáist með breytingunni. Stjórnarskráin heimilar, að vissan hluta þeirra grund- vo.Harréttinda, sem þjóðfélagsþegnunum eru tryggð, megi skerða með lögum, sem sett eru með tilliti til þess sér síaka ástands, er ríkir eftir hrun nazismans, en hún veitir landiþinginu rétt til að ákveða eftir 1950, hvort þessi lög skuli vera lengur í gildi. Sí.jórnarskrá Sachsen er að líkindum hin eina í heimi, auk stjómarskrár Sovétríkjanna, sem tryggir pólitískum f'ctfcamönnum hælisrétt. Þessi réttindi eru veitt flótta- riönnum frá þeim löndum, er búa við réttarfar sem ,,er í mótsögn við þau borgararéttindi, sem tryggð eru í þess- ari stjórnarskrá." Auk þessa er ákvæði um, að lands- þingjé hafi rétt til, þegar nauðsyn ber til, að samþykkja, aó ríkið skuli taka í sínar hendur framleiðslutæki til að nr.’-a framleiðsluna eða hindra misnotkun. Mecklenbúrg-Pommern, sem til 1945 liafði verið aftur- hnlclssamasta héraðið í öllu Þýzkalandi, samþykkti sína 203. ÐAUGR. næst eins og hún hefði aldrei verið nema fjarstæð- ur kunningi. Þegar hún fór að róast blygðaðist hún sín og sagði við sjálfa sig að fyrir ári hefði hún aldrei lítillækkað sig á þennan hátt eða hugsað svona spilltar hugsanir; en hún vissi einnig að fyrir ári hefði liún ekki getað ímyndað sér slíka ástríðu og þrá afbrýðissemi, vegna þess að þá hafði hún ekki verið ástfangin af honum. Það var ekki fyrr en eftir að hann hafði verið elskhugi hennar að hún, Panney Towner, hefðarkona en engin dækja, hafði orðið blygðunarlaus og yfirgefin og vesæl. Henni var sama um allt. Plún gæti gert hvað sem væri til að ná honum aftur. Hún skyldi fara út á götuna. Hún skyldi þýðast hvern þann sem hefði girnd til hennar. Og þá fann hún aftur til þeirrar skelf- ingar sem hafði gripið hana þegar hún sat hjá hon- um í bílnum. Var hún að verða eins og Mildred frænka Savínu sem reyndi til við þjóna og bílstjóra ? Hún hlaut að vera orðin brjáluð, sagði hún við sjálfa sig. Hún hlaut að vera slæm manneskja og sjúk. Hún reyndi í sífellu að sannfæra sjálfa sig um að það væri Melbourn sem hefði gert hana þannig. Það var hann sem hafði eyðilagt hana Hann bar ábyrgð á sál hennar, og nú var hann farinn burt og hafði skilið hana eftir eins og hún væri skítur undan skóm hans. Og síðan lifði hún upp aftur í huganum allt samband þeirra, kafla fyrir kafla, síðan þau hittust fyrst, og henni hafði virzt hann vera aðlaðandi og athyglisverður maður sem gæti gert boðin hennar skemmtilegri. Hún reyndi að sannfæra sig um að það hefði ekki verið hún sem var ástleitin í byrjun, en hún vissi að hún hafði elt hann frá því fyrsta. Hún sá að í fyrstu hafði hún ekki elskað hann fremur en hún elskaði Jim eða hvern annan karlmann. Það var ekki fyrr en eftir fyrsta launmótið að hún fór að líða slíkar kvalir. I fyrstu var það aðeins forvitni og kæru- leysi og leiðindi sem höfðu stjórnað henni. Allt í einu sá hún fyrir sér óhugnanlega glöggt allt kvöldið sem varð upphaf sambands þeirra. Hún sá herbergið aftur og jafnvel mynstrið á veggfóðrinu, og veiðimyndirnar og sirzgluggatjöldin, og hún lifði aftur þessa einkennilega æsandi kennd sem fylgdi því að hætta að vera heiðvirð kona, og taka sér fyrsta elskhugann, og endurminningin um það dró úr henni allan mátt. Hún minntist, jafnvel enn greinilegar, atlota hans, og þeirrar uppgötvunar að hún hefði í'rauft- inni aldrei verið elskuð fyrr en þá, «g að allt líf hennar með Jim hefði verið vélrænt og ómerkilegt og saurugt, án ástríðu og rómantíkur — og hvað hana snerti aðeins uppspretta ógeðs og þjáningar. Hún minntist hinnar einkennilegu æsandi kenndar, samblandaðrar afbrýðisemi og óeðlilegrar ánægju, D A V / £> við vitundina um að hann hlyti að hafa elskað aðr- ar konur á undan henni, og að hún nyti ,alls. þess sem þær hefðu veitt honum. Eftir þennan dag var það orðið ástríða. Hún gat fitkki hugsað um neitt nema hann. Hún gat ekki þolað að hann liti á nokkurn annan kven- mann. Hún gat ekki setið í sama herbergi og hann án þess að horfa á hann, enda þótt hún vissi að ekkert féll honum ver. Hún gaf sér lausan tauminn í æði holdlegra hugsana, og boraði fingrunum niður í silkihægindín, og langaði til að hlæja æðislega þegar hún mirintist þeirrar kjánalegu litlausu kenndar sem hún háfð; einu sinni haldið að væri ást, og í næstu andrá fann hún til trylltrar gleði af þeirri vissu að þi'átt fyrír allar þjáningar, hefði hún fengið vitneskju um hlúti sem annað kvenfólk þekkti ekki. Hún sá skyndiléga að karlmenn höfðu fengið meira gildi fyrir hana en verur sem hægt væri að kókettera við. Hún sá þá fyrir sér á nýjan hátt, sem elskendur. Þegar myndarlegur maður yrði á vegi hennar myndi hún uppfrá þessu ævinlega sjá hann í nýju ljósi. ffi9Hiisiiiiiiiiimiiiii!mimiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiimmi!iuiEiii límiimiiinimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmimHiiiiiii'iiM tJnglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir GEOFREY TREASE Hins vegar ráðguðust félagarnir um, hvað til bragðs skyldi taka. Þeir voru komnir heim til síns gamla aðseturs og höfðu kveikt eld að nýju. Þeir ræddu um, hvort þeir skyldu hefja hér loka- baráttuna við þetta þrefalda öfurefli. „Við höfuð herklæði falin hér,“ sagði Litli-Jón. „Svo getum við fellt okkur tré hér og reist vígi —“ „Þá er'VÍst að við deyjum-með vopn í hönd,“ sagði annar. „Eitt sinn skal hver deyja, og enginn dauðdagi væri' okkur betri.“ ■ ■' „Bíðum sem snöggvast,“ greip Hrói fram í brosandi. „Ósköp liggur ykkur á að deyja. Það er þó miklu meira um vert að lifa, ekki aðeins okkar sjálfra vegna, heldur einn- ig vegna hinnar starfandi alþýðu, sem vonast eftir hjálp okkar,“ „Hvað er annað til bragðs að taka?“ „En því ekki, sem svo oft áður, að láta herklæði og vígi eiga sig, en treysta græna skógarbúningnum og langbogan- um! Hvað kallar alþýðan okkur, félagar? Skugga skógarins! í dag verðum við skuggar — skuggar dauðans.“ Tíminn var dýrmætur og hann flýtti sér að skýra þeim félögum frá fyrírætl- un sinni, sem allir féllust á umsvifa- laust. Konur og börn leituðu hælis lengst inni í klettagöngunum. Þangað var ótrú- legt, að neinn leitaði. Tíu bogskyttur földu sig í t rjánum í grennd. Þeir áttu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.