Þjóðviljinn - 14.12.1948, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 14.12.1948, Qupperneq 3
Þriðjudagur 14. desember 1948. ÞJÓÐVILJINN Jóhann Pétursson: Gresjur guðdómsins. Skáldsýn. Helgafell 1948. Undarlegir eru draumar manns — og margvíslegii'- Suma drauma er að marka, aðra víst ekki. Eina drauma ræður maður skakkt, aðrir vekja óræðar spurnir. Ýmsir draumar eru skipulegir eins og fórnsaga, aðr ir ruglingslegir eins og straum- laust vatn í tvíátta stormi. Einn þeirra er á þessa leið: Maður er að slá á nöktum klettum uppi í fjalli — og mokar upp heyjunum. Stúlka rakar á eftir manni, og það er í einu grjót | og hey, og stúlkan er systir manns og þó ókunnug. En allt í einu er heyskapurinn búinn.l og maður gengur í loftinu þvert j yfir dalinn. Og þá sér maður! sjálfán sig standa á höfði á sól- inni, og enginn hlutur er eðli- legri. Svo endar það á því, að stórir fossar falla þvert yfir himininn, og maður fer að binda grjótið, sem þó er hey. — Svona eru röklausir draumar. Þó freistast maður til að leggja ákveðna merkingu í einstök at- riði. Vatn á himni er t. d. spásögn um veikindi draum- manns! Við lestur skáldsagna verður, manni ósjálfrátt að spyrja:j Hvað er höfundurinn að fara?, Þessi spurning er bæði eðlileg og sjálfsögð- Er ég las sögunaj sem hér er um að ræða spurði ég sjálfan mig þessarar spurn-' ingar þeim mun tíðar sem á-J stæðan til ritunar hennar virð-| ist dýpra grafin í dularmold en flestra annarra sagna, sem hérj hafa sézt um sinn. Sagt hefur^ verið, og með nokkrum sanni, að „ef unnt væri að þekkja og skilja eina mannsævi út í æsar .... væru rúnir tilverunnar ráðnar“> Undir lestri sögunn- ar kom mér til hugar í fyrstu, hvort ætlun höfundar væri ekki einmitt sú að kynna okkur lifið, eða a. m. k. einhverjar hliðar þess, með nógu nákvæmri speglun síns eigin vitundarlífs. En þegar kom lengra aftur í bókina, féll ég frá þessari skýr- ingu, enda væri ætlun höfund- ar ekki náð, ef hún hefði verið þessi. Og nú held ég, að höf- undur hafi engan tilgang haft með bók sinni. Eg held, að ritun hennar hafi blátt áfram verið ein af lifsfúnksjónum hans á viðkomandi tímabili. Höfundurínn er mér ókunnur, en fáir, sem lesa bók hans, munu komast hjá að hugsa sem svo, að hann hafi verið í eilítið skrýtnu ástandi, er hann reit hana. Sumir myndu segja, að .^hann.^fi ,r^ð..hana í emhyers konar vímu, leioslu eða dái. Eg kýs að nota orðið draum sem lýsingu á ástandi hans. Einhver kann að hugsa sem svo, að lítil skýring sé það og ekki skynsamleg- Þar er því til að svara, að ekki byggjast allar staðreyndir á skynsamlegum grundvelíi — og eru þó stað- reyndir eigi að síður. Sú staðreynd, sem heitir stríð, er t. d. ekki á skynsamlegum rök- um reist. Og fróðlegt væri að fá ,,skynsamlega“ skýringu á því uppátæki íslenzkra listamanna í Frakklandi “að ganga í úthverf um jökkum! En til samræmis og frekari skýringar má segja, að flestir listamenn vinni í eins konar draumi. Sá draumur er aðeins oft og tíðum rökréttur og skipulegur sem fornsaga. En draumur Jóhanns Péeurs- sonar er hins vegar líkur þeim heyskaþardraumi á grjóti, sem sagður var í upphafi þessa máls til skýringar þvi, sem á eftir skyldi koma. Mér þykir senni- legt, að flestir kannist við slíka drauma frá sínum eigin nótt- um. Gæti þá upprifjun eins af því tagi verið þeim skýringar- tilgáta við lestur bókarinnar, alveg eins og sá ofansagð: ér mér vinnuleiðbeining (arbets- hypotese) við ritun þessara lína. Þessi saga er sem sagt mjög skrýtin saga og ekki svo lítið kyndug. Það er varla nema ein persóna í henni, ,,ég“, og það sem gerist umhverfis ,,mig“ er ekki stórvægilegt í venjulegur • ! skilningi. Þó verður „mér“ all- mikið um sumt af því. Sagan fer að mestu leyti fram í hitga söguhetjunnar, og þar hættir hún líka iðuglega að vera saga, hún verður í staðinn kj’rrstæðar hugleiðingar — og ekki spsk- legar alténd- Og þó getur mað ur ekki alltaf kallað það hug- leiðingar, heldur einungis safn orða og setninga, án sýnilegs samhengis eða virkilegra hug- myndatengsla. Að lesa þær er eins og að ganga í loftinu yfir dalinn. En sú ganga er í þessu tilfelli oft og tíðum lítið upp- lyftileg. Þeim, er sofnar 5 mínútur um miðjan dag, finnst nótt liðin. •:r hann vaknar aftur. Stuttur svefn lýstur breiða gjá í sam- fellu líðandirnnar. Að svo mihlu leyti sem söguhetjan í Gresjum guðdómsins hefur aug- un á öðru fólki, þá er það yfir f jarlægð draumsins. Aðrir menn eru honum meira og minna ó- virkilegir, eins og sláttumaður- inn í diwumi vorum þekkti ekki systur sína. Eg á við það, að höfupdur. hirðir Jitt-um jipann^ iýsingar almennt. Ekki verður vitnað til neinnar persónu í þessari bók, á sama hátt og menn hafa um mörg ár vitnað til Bjarts í Sumarhúsum við margvíslegustu tækifæri, og nú á síðkastið til Uglu úr Eystri- dal. Kostur er það í smærra lagi og skal heldur ekki afsak- að með draumkenningum. Ef listamaður getur ekki unnið vel i draumi sínúm, verður hann að vakna til fullrar vitundar, jafn- vel þótt hann kjósi sér þá önn- ur störf og missi listarinnar.. En víkjum þá að hinum ,,ytri“ vinnubrögðum. 1 draumi hugsar maður sig ekki um og tekur hveru ’ lur sem hann gefst- Eg held Jóhann Pétursson sé laus við það að hafa agað sjálfan sig yfir verki sínu. Hann tók hugmyndirnar eins og þær gáfust! Eg hygg hann hafi skrifað hratt og fljótt og ekki verið ástundunarsamíit’ um útstrikanir og breytingar. Og það er fráleitt har.n hafi hreinskrifað uppkastið. Svo mik ið hráabragð er víða af stílnum. og getur það raunar verið hrós, ef í hófi er. Prentvillur og rvt- villur í bókinni eru ennfremur eins og sandkorn á sjávar- strönd. Ber útgáfan að sjálf- sögðu sinn hluta af þeirri á- byrgð. En hryggilegt er á að líta. Þá er kunnátta höfundar í íslenzku ekki nógu djúpstæð. í sjálfu sér er það ef til vill eng-! in stórsynd að kvenkenna orð- ið fót í flt. eða halda, að einn maður drjúpi höfði í stað þess að drúpa því. En hve djúpt hefur sá maður kafað í íslenzku, sem ekki veit yfirborðsatriði af þessu tagi? Það eru líka fleiri vitnisburðir um sama.| Þetta er þeim mun hastarlegra sem höfundur bregður víða fyr- ir sig sjaldgæfum orðum og freistar nýstárlegra orðasam- banda, sem enda þó oftast í klaufadómi- — En til hvers þá að skrifa svona mikið um þessa bók? Er hún ekki bara forkastanleg skrudda, sem afgreiða má með einu orði ? Það er nú einmitt það sem hún ekki er, þegar öll kurl hennar koma til grafar. Þrátt fyrir allt vitnar hún um það, að slagæð höfundarins er skáldæð, hvorki meira né minna. Á himni henn- ar eru þau vötn, sem við hljót- um að telja, að merki nokkuð, og það mundu vera heillavötn í þessum draumi. Það eru í fyrsta lagi einstakar setningar, óvænt ar í viðbragðsflýti sínum, harð- vítugar í hreinskilni sinni, ilm- andi í skáldskap sínum. I öðru lagi eru það einstakir atburðir. Benda má á viðureign söguhetj- unnar við mannskrattann undir stiganum, vafstur hennar í sam- bandi við fermingargjöfina, og síðast en ekki sízt nýjársnæt- urdrykkjuna í skólaportinu og aðra atburði þá nótt. Þetta eru heillavötn á söguhimninum, en nú g3fst ekki frekara tóm til umræðu um þau. Eg ætla mér ekki þá dul að ráðleggja ungum rithöfundi eitt né neitt. En þó eru sumir hlutir í því sambandi deginum Ijósari. Skáld verður t. d. að kafa hylji ^ tungu sinnar- Gull flýtur ekki. , Og skáld verður að aga sjálft sig án linkindar, vaka í draumi sínum. Skáldskapur er ekki ' með öllu ósjálfráð skrift. Eitt af kennimörkum meistarans er kunnátta í því að takmarka sig. Og þar að auki héld ég persóru lega, að skgld þurfi að ge :n sér grein fyrir því, livaða hlutverld því ber að gegna, hvað þa j eig- inlega hefur að gera í þjóðfé'.ag inu. Ef Jóhann Pétursson tekur þetta til rækilegrar athugunar og dregur síðan réttar ályktan- ir, þá mætti það sannast, þótt síðar yrði, að hinn kynlegi draumur, er hann sagði frá í Gresjum guðdómsins, hafi verið íslenzkum bókmenntum fyrir góðu. mp b. B. Ein játning enn JÁTMXGAR. Ctg. Hlað-. búð 1948. Það hlýtur að vera gróoa- hnykkur að gefa út bók sem þessa. Mörgum leikur hugur á að vita (innstu) hugsanir ná- ungans. En auk þess ?r þac menningarhnykkur, ef að rétt- um lögum fer. En þá eru lög rétt í þessu sambandi.. .f ját- endum liggur nokkuð á hjarta. og þeir skýra frá því í hreinskilni og án undanbragða ;AHir játendanna í umræddri bók eru menntaðir menn og flestir úr efri lögum þjóðfc- lagsins. Ekkert mælir á móti því, að fleiri bækur af samp tagi komi út, ef útgáfunni sýnd- ist svo. En þá fyndist mér at hugandi, hvort ekki mætti leiía vlðar til fanga um játningar bæði til yngri manna og ein' þeirra, sem lægra standa 5 bröttubrekku þjóðfélagsins. Einnig þar munu hittast fyrir góðir menn, er sitthvað hafa að segja, þótt ekki geti þcir vitnað í gríska heimspeking*. eða slegið um sig með latínu. En þetta er krókur í upphafi leiðar. Yfir vötnum flestra þessara greina svífur heimspekilegur andi. Þær fjalla um tilgang lífs Jólasýning 11 kunnir listamenn hafa verk til sýnis og sölu í sýningarskáJa Asmundar Svelnssonar, Freyju- götu 41. Verð mjTidanna er frá kr. 100.00 — 1000.00. Opið frá kl. 2—10. íns, framtíð mannkynsins, líf- ið eftir dauðann, Guð. Aðferð- ir höfundanna við að kasta Ijósi yfir viðfangsefnið gefa þó oft til kynna, hver eru helztu á- hugamál þeirra og starfssvið í daglcgu lífi, og lætur það raun ar að líkum. Grein Einars Arn- órssonar ber t. d. í sjálfri sér vitni um það, að hún er skrif- uð af löglærðum manni, og sá les ritgerð Björns Sigfússonar illa, sem ekki sér, hvaða lífs- lofti höfundur hefur andað að sér í fjallgöngum þroskaleitar sinnar. Það var ekki meining min að gefa einkunnir fyrir þessar rit- gerðir. En misjafnar eru þær. Og því verður vart neitað, að t. d. gr:in Jóns Þorleifssonar er of frumstæð og grunnfær í hugsun til þess að bók af þess- ari gerð sc fullsæmd af henni. Eitthvað svipað má segja um grein háskólarektorsins. Presta ritgerðunum skil ég lítt í, enda skírskota þær litið til mín. Um það mun hvorki mig né þá að saka, heldur tölum við sitt hvort tungumálið. Þeir geta þess líka, að þeir einir fái skilið þá til hlítar, er orðið hafi fyrir svip- aðri reynslu og þeir. Þá ætti enginn að lá mér, þótt ég sé bezt með á nótunum í ritgerð um Gunnars iBenediktssonar og Bjöms Sigfússonar. Er því ekki að leyna, að mér þykja þær gáfulegustu greinarnar í bók- inni og víst þær einu, sem ég gæti skrifað undir án fyrir- vara. Eru þó fleiri, sem mætti minnast, svo sem ritgerðir Aðal bjargar Sigurðardóttur og Sig- urjóns Jónssonar. En frá mín- um bæjardyrum séð gætir í jmörgum greinunum grundvall- armisskilnings að því er varðar , mikilvægi þjóðskipulagsins fyrir • manninn og líferni hans. Krist- mann Guðmundsson virðist t. d. halda, að þá sé öllu borgið, Fraxnhald á F síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.