Þjóðviljinn - 05.02.1949, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 05.02.1949, Qupperneq 6
ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 5. febrúar 1949. 121. Gordon Sehafier: AUSTUR- ÞYZKALAND leiðsiu og áður en Hitler komst til valda. í apríí .1947 var íarið að framleiða sjóngler í einu verkstæði pg áætlað var að byrja framleiðslu á smásjám næsta sumar. Fimmþús- und verkamenn unnu við þetta starf, við endurreisn verk- smiðjunnar og við smíði nýrra véla, og 200 í viðbót hafði verið lofað að komast aftur til sinna fyrri starfa innan eins árs. Trúnaðarmennirnir voru hafðir með í ráðum við brottflutning vélanna og sáu um, að nokkrar vélar af hverri tegund væru skildar eftir. Um 270 sérfróðir verkamenn frá Zeissverksmiðjunni voru fluttir til Rússlands, þar sem þeir vinna að því að setja vélarnar upp á ný. Enginn vafi leikur á, að margir þeirra fóru frjálsum vilja, og þeim var góðum tíma áður en þeir lögðu af stað séð fyrir fatnaði og öðrum útbún- aði til ferðarinnar. En þeir, sem báru ábyrgð á flutning- unum, skipulögðu þá mjög: illa. Verkamönnunum var fyr- irvaralaust skipað að leggja af stað og þetta hafði mjög óheppileg áhrif. Trúnaðarmennimir fóru til Karlshorst, rússnesku aðalstöðvanna í Berlín, og kröfðust þess ein- dregið, að frar-ivegis yrði unnið í samráði við þá en ekki á bak við þá. Eg sá bréf frá nokkrum af verkamönnun- um, sem fluttir höfðu verið til Rússlands, og þeir létu á- gætlega yfir sér. Sumir bréfritararnir voru stórhrifnir; en ýmsir giftu mannanna kvörtuðu yfir, að konur þeirra kynnu ekki við sig. Mér var sagt, að í öðrum borgum á hernámssvæðinu hefðu flutningarnir verið langtum skynsamlegar skipu- lagðir, samningar hefðu verið gerðir og undirritaðir góð- um tíma áður en lagt var af stað. Eftir að bréf tóku að berast hafa sjálfboðaliðar streymt að- Mörg hundruð umsókna höfðu borizt í Schwerin í Meclenburg, þegar ég var þar, enda þótt rússnesku yfirvöldin hefðu tilkynnt, að þau gætu ekki tekið á móti fleirum. Eg var á fundi í Freital Dresden, þar rússneskur liðsforingi hélt ræðu og svaraði spurningum um stefnu Rússa í Þýzkalandi. Eftir fundinn komu tveir þýzkir verkfræðingar til liðsforingj- ans og báðu hann, að mæla með að þeir fengju vinnu í Rússlandi. Rússar eiga nú Buna og Leuna, en að undanskildum einum rússneskum forstjóra og tíu tækniráðunautum, sem eru Rússar, sjá Þjóðverjar algerlega um rekstur verk- smiðjunnar. Samningar við verkalýðsfélögin um launa- kjör og vinnuskilyrði í þessum verksmiðjum og námum í Espenhain nærri Leipzig, sem Rússar reka, eru nákvæm- lega þeir sömu og í öðrum iðnfyrirtækjum, og trúnaðar- mannanefndin á heimtingu á því, að öll verksmiðjustjórn- ar- og framleiðsluvandamál séu borin undir hana. Eg ræddi við forystumenn verkalýðsfélaganna í báðum verk- smiðjunum, og þeir fullvissuðu mig um að réttindi þeirra væru virt og að Rússar blönduðu sér ekki í mál þeirra. I Espenhain vinna 9500 verkamenn. Rússneski forstjór- inn hefur sjálfur verið kolanámumaður. Kolaframleiðslan er öll notuð í Þýzkalandi. Forstjórinn sýndi mér móttöku- seðla fyrir ýmsu magna frá verksmiðjum, skólum, sjúkra- húsum og öðrum stofnunum í nágrenninu. Uti fyrir verk- smiðjunni sá ég að verið var að hlaða vörubíla og hest- vagna með kolum beint af flutningabandinu. Louis Bromfield STUNÐIR Það var skínandi og fín lækningastofa og ekki var dr. McClellan síður skínandi hreinn og fínn. Stofan gaf svo sterka hugmynd um algera geril- hreinsun að Savínu leið hálf illa, fannst hún ægi- stór, rykug, óhrein og full af sýklum. 1 miðri stof- unni, í sólskininu frá stórum glugga sat dr. Mc- Clellan við skínandi borð með glerplötu. Hann var velsældin sjálf og hvítur hreinleiki, með gleraugu gegnsærri og fágaðri en nokkur annar. Fyrst varð Savína feimin, en svo vissi hún að þetta var ekki bara hinn frægi dr. McClellan heldur líka hann Rannie McClellan sem hún hafði flogizt á við, og hárreytt þegar hún var stelpa. Hann sagði: „Góðan dag, Savína,“ og bauð henni sæti, hafði orð á að þau hefðu ekki sézt í þrjú-fjög- ur ár, og hljómurinn í mjúkri rödd hans minnti hana á að hann var ekki Ronnie, heldur eins konar skínandi og sístarfandi vél, rekin af skörpum heila bak við hin furðulegu glitrandi gleraugu og blá augun, og hún varð aftur feimin og langaði til að láta sem hún hefði komið sjálfrar sín vegna- Þau reyndu að spjalla eitthvað saman en úr því varð ekki mikið því árin frá því þau þekktust höfðu aðskilið þau og voru verr sett en ókunnug, því þau voru gamlir kunningjar að reyna að endurvekja það sem var- Savína hugleiddi þá óheppni að Hektor skyldi einmitt þurfa að koma um sama leyti, því það gerði bæði henni og lækninum erfiðara fyrir. Hún gat þess til að Ronnie McClellan ætlaði að láta sem hann vissi ekki um gömlu söguna um væntum- þykju hennar á Hektor. Ronnie McClellan vakti hjá henni hugmynd um mjög önnum kafinn mann á þön- um frá einni skurðstofunni til annarrar, opnandi likama eftir líkama án þess að það þýddi annað og meira en tilraun er gæti sýnt honum fróðlegt sjúk- dómsafbrigði. Hún fann að þau gátu ekki haldið áfram kjána- legum samræðum eins og fólk sem hittist á dans- leik svo hún sagði snöggt: „Eg kom ekki mín sjálfr- ar vegna, heldur vegna Hektors." Hún roðnaði og þóttist sjá bregða fyrir glampa í köldu augunum bak við gleraugun. Hann snéri sér að skrifborðinu og tók upp pepna, gerðan úr onyx og gulli og sagði brosandi: „Það er ekkert að Hekt- or. Ekkert sem ég get bætt honum.“ Hún sagði óstyrk: „Eg er ekki að grennslast eftir neinum leyndarmálum, þú segir mér ekkert sem þú telur að betur væri ósagt.“ „Ef gengi eitthvað alvarlegt að honum segði ég þér það sennilega ekki án hans leyfis. En það er ekki. Hann lék sér að pennanum og brosti aftur: „Eg hugsa að hann sé vonsvikinn og reiður mér af því ég gat ekkert fundið að honum. Þegar ég sagði honum það, sagði hann: Svona eru allir læknar. D * i O Hvers vegna hef ég létzt um tuttugu pund á þrem ur vikum ef ekkert er að mér?“ „Já, því hefur hann létzt um tuttugu pund?“ „Eg veit það ekki, en er nokkurnveginn viss um að það er ímyndun “ Hann leit fast á hana og það virtist eins og hann grannskoðaði heila hennar með óhugnanlegri einbeittni. Svo spurði hann án þess að horfa á hana: „Þú hefur þekkt Hektor alla þína ævi ?“ (. „Já.“ Hún fann að hann hugsaði til liðinna ára, rifjaði upp söguna um hana og Hektor, og vissi að hann ætlaði að tala hreint og hiklaust við hana en var ekki alveg viss að hann ætti að gera það, svo hún hugsaði: , Eg skal reyna að tala um okkur Hektor eins og við værum óviðkomandi fólk, það verður auðveldast.“ Upphátt sagði hún. „Eg hugsa ég.þekki hann betur en nokkur önnur.“ fiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiitiiitttiiiiimimiiimiiiiitimiiiiitiiit Bogœennirnir Únglingasaga um Hróa hött og íélaga hans — eftir ---- GEOFREY TREASE ---------------------- á þvögunni, þar sem hún var þéttust. Dikon komst í gegnum hópinn óskadd- aður. Hann sneri sér við og ætlaði sér til bardagans aftur, en sá þá sér til mik- illar gleði, að óvinirnir hörfuðu í flýti undan, og þeir námu ekki staðar fyrr en út við sjóndeildarhring. Þar skipuðu þeir sér aftur í fylkingu og biðu hreyf- ingarlausir, eins og dökkar líkneskjur á að sjá. Fyrsta áhlaupinu var hrundið. Hrói sendi fyrirskipanir til afturvarð- anna. Ekkert vit að halda áfram her- göngunni, meðan slíkur óvinaher væri að baki þeim. Fyrst að fást við hann, áður en haldið væri lengra í átt til borg- arinnar. Uppreisnarliðið færði sig til baka og tók sér stöðu á hæðaröð einni andspænis óvinunum. En ekki hressti þá sú sýn, sem þaðan blasti við þeim. Viðstöðuiaust streymdu nýjar liðssveitir frá Nýjuörk yfir háls- ana í áttina til þeirra. Þetta voru ekki færri en fimm þúsund, margir af þeim ríðandi, allir ágætlega vopnaðir. Hér var enginn gamanleikur á ferðum. „Verið hughraustir, félagar,“ sagði Hrói eggjandi. „Fyrst skulum við láta þá þreyta hesta sína. Ætli langboga- skytturnar geti ekki haft hemil á þeim fyrst? Síðan kemur röðin að okkur. Hann skipaði hinu fámenna riddara- liði sínu í báða fylkingararma. Fremstir krupu spjótliðarnir á kné, og skildir þeirra risu rönd við rönd, eins og traust- ur veggur. Að baki þeim stóðu bogmenn- irnir og miðuðu örvum sínum yfir höf- uð þeirra. Ekki þurfti lengi að bíða áhlaupsins. - Riddarnir frá Nýjuörk og austurhéruð-,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.