Þjóðviljinn - 16.02.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.02.1949, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. febrúar 1949. ÞJOÐVILJINN [málgácTæskul “yðsfyl TmrnmR í SÁMBÁNDS UNGRA SÓSIALISTA Kóróna bæjarstjómaríhaldsins: Aldrei rís viðurstyggð í- haldsins hærra en í gyllivon- um og skrumi þess í liúsnæðis- málunum. Aldrei hefur íhaldið í Reykjavík skapað húsnæðis- leysingjum annað skjól en aug- lýsingaskrumið, sem bezt kom fram í Bláubók Bjarna Ben. fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn ingar. I stjórn íhaldsins hefur það alltaf reynzt jafn auðvelt fyrir þann, sem átti hús og nóga peninga, að koma upp lúxushúsi, eins og það hefur reynzt erfitt fyrir þann, sem sífellt vann en ekki átti hús né mikla psninga, að koma upp þaki yfir höfuð sér. Mitt í öllu þvargi um kónga og kardínála, megum við aldrei gleyma glæpum íhaldsins gagn vart þeim, sem hafa átt við stöðugt húsnæðisieysi að búa, því fólki, sem býr í heilsu- og mannspillandi hreysum tugum sinnum verri en upphitaðir bíl- skúrar stórborgaranna. Við get um ásakað okkur fyrir að hafa verið of miskunnsöm i baráttu okkar gegn þeim þrjótum, sem viðlialda af öllum krafti og flærð ástandinu í húsnæðismál- um alþýðunnar. Hér skjil minnzt á nokkur atriði í sambandi við húsnæðis- málin, szm við getum haft i huga með ýmsu öðru. Með því einu að rannsaka þau vanda- mál niður í kjölinn, sem steðja að fólkinu, eflum við svo okkar þekkingu og brýnum svo bar- áttuviljann, að við munum ekki taka neinum silkihönzkum á því afturhaldi, sem ekki ein- asta reynir að skapa eymd hjá vinnandi alþýðu, heldur líka vinnur að því Rynt og ljóst að seija landið. Kóróna bæjarstjórnaríhaldsms Hermannabraggar eru þær ieifar hernámsins fyrir utan leifarnar á Keflavíkurflugvelli, 'sem fyrir löngu hefðu átt að • skipa sinn sess í öskuhaug. Slík hefur ekki orðið raunin. Hvað veldur? Jú, íhaldinu þótti, Iþegar í upphafi og þykir enn, braggarnir heppilegasta lausn- in á húsnæðisvandræðum fólks- ins. Það hefur ekki þurft að beita fyrir sig póla,-kerfinu, nema að litlu leyti, vegna þess, að það fekk upp í hendurnar sem aðaltromp heilsudrepandi rottubragga. Hvílík íhaldslausn! Við erum æskan. Og við skul- um ræða við íhaldið um bragga og börn, um áhrif húss og um- hverfis á uptf/axandi æsku. Okkar er að vita um það og segja frá því. Við þurfum að segja söddum frá hungr- uðum og hungruðum frá södd- um. Gleymum því aldrei, þegar við erum að útfylla syndaiista íhaldsins, að hann er ékki lítill barnafjöldinn í Reykjavia, sem verður að ganga um dyr á mannskemmandi bröggum. Gleymum ekki minnstu æsk- unni, sem á það því næst víst, ef hún hrasar um þröskuldinn, að detta í drullupoll. Það er svart á tímum Fegrunarfélags og Gunnaps Thoroddsen að hýbýli barna skuli vera braggi og leikvöllur þeirra drullupoll- ur. Það, að börn skuli þurfa að hýrast í bröggum, er í senn smán Reykjavíkur og glæpur bæjarstjórnai’íhaldsins. Kjallaraíbúðir Engum hefur ennþá dottið í hug að fleygja potentátum í- haldsins í ,,kjallarann“ fyrir að hafa ekki framkvæmt lög- in um útrýmingu kjallaraíbúða, sem samþykkt voru 1921. Kjall araíbúðir hafa verið fram á þennan dag ein ,,lausn“ íhalds- ins á húsnæðisvandræðunum. Og sæld þeirrar „lausnar" þarf ekki að lýsa fyrir þeim sem fcV. I I Húsnæði Góð stofa óskast leigð frá 1. marz að telja, til afnota fyrir Englending, er mun dveljast hér á vegum flugmálastjórnarinnar. Ræsting og aðgangur að baðherbergi þarf að fylgja. Tilboð sendist skrifstofu flugmálastjóra fyrir 25. þ. m. Flugmálastjóri. búa í kjöllurum, né þeim, sem koma með kolin, rukka raf- magnið eða innheimta skattana fyrir íhaldið. En það þarf að lýsa ,,lausninni“ fyrir íhaldinu, sem vaknar ekki við kalda saggableytu eða rottutíst. Marg ir hafa orðið til þess, svo sem tilskipaðir læknar og menn, sem af veikum mætti reyna að elska náungann eins og sjálfan sig, þótt þeir lifi í þjóðfélagi, sem byggir á mannvonzku, flátt- skap og samkeppni, sem ein- kennir dýraríkið. Einkenni æskunnar, sem býr í sólarlausum saggakjöllurum er kroniskt kvef og hor i nefi. Aðalverkefni alþýðukonunnar í þessum jarðhúsum er að vinda úr gluggum, þurrka af rúðum, ef þær eru á „ibúðinni" og oft ausa vatni af kjallara- gólfinu. Kjallaraíbúðir eru tíð- um nokkurskonar safnþró fyrir skólpvatn af yfirborði jarðar. Kofar,‘ eru líka ein af „lausnum“ ihaldsins. Fróðleg er endurspeglunin í þeim tvéim pólum, kofa alþýðumannsins og lúxushöll burgeisans. ' Fólkið hefur barizt, og berst fyrir mannsæmandi íbúðum. I- haldið hsfur framkvæmt litið brot áf því sem þarf til að bæta úr. „Lausn“ þess á nekt alþýð- unnar fyrir íslenzku veðurfari er æ sem fyrr eitt af fernu: Kjallari, kofi, braggi eða ekk- er.t. Lúxushallir braskaralýðslns Lítum nú á húsnæðismálin hjá þeim, sem taka skatt af hverju handtaki og toll af hverj um munnbita alþýðunnar. Þar höfum við stóran hóp af ný- tizku salómonum í musterum skryddum utan og innan veggja. Þar búa börn í umhverfi svipuðu því er hinn konunglegi krógi Alþýðublaðsins og auka- myndanna lifir í. Þar sjáum við kröfur hins þjóðsaaðlega braskaralýðs til híbýla, manna, sem hafa ems mikið af auð og ■braggahverfin -af skít. Þar fáum við í almætti mót- setningarinnar muninn á þeim sem skapa auðinn og þeim, sem stela honiun á ,,lýðræðislegan“ hátt. Burgeisahöllin og bragginn eru tákn tveggja stétta í „lýð- ræðislegu“ þjóðfclagi. Kínamúrarnir kringum burgeisahallirnar Enginn liefur svo vitandi sé lagt í að reikna saman, hve margar meðal húsatóttir hefði mátt byggja úr því byggingar- efni, sem farið hefur í að reisa Kínamúrana stóru og þykku, sem umlykja burgeisahallirnar í Reykjavík. Það væri nógu gaman að vita hvað hefði mátt byggja margar íbúðir úr efn- inu, sem farið hefur í að koma upp þeim varnarvirkjum bur- geisanna gegn sauðsvörtum al- múganum. Kínamúrarnir eru eitt kröft- ugasta sýnishornið fyrir al- þýðuna um meðferð spilltrar fjárplógsstéttar á þeim fémun- um, sem vinnandi fólk hefur aflað með súrum sveita. Allt í fari borgarastéttarinnar sýnir okkur það sama: Brjálkenndir duttlungar og yfirlæti þeirra, sem gjörsneyddir eru fegurðar- smekk, er leiðarljós peninga- mannanna, þegar þeir eru að farga gróðanum, sem þeir hafa komizt yfir með svindilbraskí sínu. Hér hefur aðeins verið drep- ið á fátt eitt. Við verðum að starfa sleitulaust að því að af hjúpa glæpi borgarastéttarinn- ar. Látum ekki eina magafyili, sem við höfúm fengið um stund. arsakir og af tilviljun, deyfa okkar sósíalistíska eldmóð. Lút úm aldrei kórónu bæjarstjórn- aríhaldsins: Bragganum. Ó. J. laseli skiiar nonnst 414 dagsvertaim á árí Það er nú fyrst, sem ungir sjómenn nýsköpunartog- aranna fá að sjá framaní hið sanna ránssmetti stór- útgerðarvaldsins. Málgagn „allra stétta“ tvístígur ekki í afstöðu sinni til verkbanns útgerðarmanna. Það hefur þegar tekið sína „allrastétta“-stefnu gegn togarasjó- mönnum en með blásnauðum togaraeigendum. (Sbr. lýs- ingu þess á vinnulaunum þeim, sem Tryggvi Ófeigsson borgar hásetum sínum. Það cr víst mál til k'omið að gefa aumingjanum annan nýsköpunartogara!) Moggi stendur alltaf með þeim, sem eiga í kjarabaráttu, nú með stórútgerðarmönnum. — Er ekki satt? — En eftirfarandi staðreyndir verðum við að þekkja, minnsta kosti til að geta gefið Moggavaldinu verðskuld- aðan „gúmorinn á latínu“ í baráttu þess gegn tog- arasjómönnum. Hver háseti skilar að minnsta kosti 414 ilagsverkum á ári (miðað við 8 stunda vinnudag) með því að fara 12 veið ' úra, sigla með aflann þrisvar til útlanda og vinna 2x9 dagœ í netum á ári meðan togarinrt siglir, — Reikni hver sem vill. Togarasjóménn eru sjö heila mánuði fjarri heimilum sínum, vinna erfitt starf við tíðum slæm skilyrði. (Hal- inn er ekki upphituð skrifstofa), hendingu undirorpið, hvort þeir eru heima um jól, páska eða þessháttar há- tíðar eins og það er líka hendingunni undirorpið, hvort þeir eru heima, þegar eitthvað skeður, gott eða illt. Þann hluta af árinu, sem þcir eru á sjó, hafa þsir enga eða litla mögpleika til að líta í bók, blað, hlusta á útvarp eða lyfta sér upp á nokkurn hátt (það er svart en satt, borgarar og Borgarfólk), Þetta eru mennirnir sem skapa gjaldeyririnn. Þetta eru hetjur hafsins á Sjómannadaginn. Þetta eru mennirnir, sem Moggavaldið talar um að lækka launin hjá, á þeirri forsendu að úfinn Ægir sé ekki sama sláturhúsið og hann var, þegar morðherj- ar sigldu um, drepandi þá sömu menn, sem Mogga- valdið telur ofsadda af 30 þús. kr. á ári. Að spyrja, hvort samúð þjóðarinnar sé með Mogga- valdinu eða togarasjómönnum, það er fávíslega spurt. Moggavaldið er í einu og öllu óvinur íslenzku þjóð- arinnar. Ó. J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.