Þjóðviljinn - 17.02.1949, Síða 6
6
ÞJÖÐVILJINN
Fimmtudagur 17. febrúar 1949.
Ofsóknar-
ÚVv O
Ϛi
gú var tíðin að Alþýðublaðið
flutti sem framhaldssögu
hin grimmilegu ádeilurit sósíal-
istans Upton Sinclairs, og end-
ur fyrir löngu reyndi meira að
segja forstjóri Innkaupastofn-
unar ríkisins, Finnur Jónsson,
að fræða islenzka alþýðu um
ægivald hinna bandarísku auð-
hringa. Sá tími er löngu liðinn,
nú er ekkert blað á Islandi jafn
sælt í þeirri trú að i Bandaríkj-
unum sc skoðanafrelsi, lýðræði,
og hvcrskonar mannréttindi svo
í hávegum höfð að það sé til
fyrirmyndar öllum lýðum.
rjnólf aðalleiðtogar bandariska
kommúnistaflokksins hafa
nú verið dregnir fyrir Jög og
dóm, sakaðir um að hafa ætlað
að steypa þjóðskipulagi Banda-
ríkjanna með ofbeldi — gamal-
kunn ákæra úr sögu hinnar al-
þjóðlegu verkalýðshreyfingar.
Aðferðir Bandarikjaauðvaldsins
í baráttu við verkalýðshreyfing-
una hafa verið sérstaklega
hrottalegar, saga bandarískrar
verkalýðshreyfingar verður
hvað eftir annað saga um hinar
svívirðilegustu réttarofsóknir,
aftökur og morð verkalýðsleið-
toga.
ökkur dæmi nægja:
Árin 1875 og 1876 voru leið
togar irskra námumanna i
Pennsylvaníu, er gengu undir
nafninu Molly Magnires, dæmd
ir eftir fölsuðum gögnum njósn-
ara eins og 19 voru hengdir.
Árin 1886 og 1887, er verka-
menn Chicagoborgar börðust
harðri verkfallsbaráttu fyrir
átta stunda vinnudegi, voru
skipulagðar árásir á verka-
menn. Lögregla réðst á fjölda-
fund verkamanna á Heymarket
Square. Sprengju var kastað og
nokkrir menn drepnir. Átta
kunnir verkalýðsforingjar voru
handteknir og sakaðir um morð.
Fjórir þeirra, Parson, Spies,
Fischer og Engels voru hengdir.
J9C6 voru „Big Bill“ Hay-
wood, Moyer og Pettibone,
þrir leiðtogar námumanna í Col
orado handtcknir og fluttir
nauðugir yfir landamærin til
Idaho, og voru þar sakaðir um
morð á fyrrverandi landstjóra
þess ríkis. Það tókst þó að
bjarga lífi þeirra með öflugri
mótmælahreyfingu.
J915 var Joe Hill, brautryðj-
andi sósíaiistahreyfingarinn
ar og uppreisnarskáld, ákærður
fyrir morð. Lítið var gert hon-
um til varnar. Ákæran var svo.
augsýnilega fölsuð að alþýða
manna áttaði sig ekki á hætt-
unni. Valinn kviðdómur gerði
það sem til var ætlazt og Joe
Hill var skotinn. Síðasta skeyt-
ið til félaga hans, Bill Hay-
wood, var þetta: „Eg skai deyja
eins og sannur uppreisnarmað-
ur.. Eyðið ekki tíma til þess að
sýrgjá ftng. Skiþúléggið!"
WIIXIAM Z. FOSTEB, for-
maður Kommúnistaflokks
Bandarikjanna, er einn þeirra
12 kommúnistaleiðtoga, sem á-
kærðir eru fyrir að „útbreiða
marxisma og leninisma". Rétt-
arhöldunum yfir honum hefur
þó verið frestað fyrst um sinn,
vegna heilsubrests hans.
J916 voru Tom Mooney og
Warren Billings, leiðtogar
flutningaverkamanna í San
Francisco sakaðir um sprengju-
árás. Billings var dæmdur í ævi
langt fangelsi, Mooney dæmdur
til dauða. Þá fóru verkamenn í
Leníngrad, undir forustu bolsje
víka, mikla kröfugöngu að bú-
stað bandaríska sendiherrans,
og mótmæltu dóminum. Mót-
mælaaldan breiddist víða um
lönd, og dauðadómi Mooneys
var breytt í ævilangt fangelsi.
1 tuttugu ár var barizt fyrir
frelsi þeirra og algert sakleysi
þeirra sannað, áður en tókst að
fá þá lausa.
J920 voru Sacco, skósmiður og
verkfallsleiðtogi, og Vanz-
etti, fisksali og kunnur ræðu-
maður af útifundur, handtekn-
ir og sakaðir um morð. Þeir
voru dæmdir til dauða. Voldug
hreyfing varð um allan heim
þeim til varnar og tókst í sjö
ár að hindra aftöku þessara
verkalýðsleiðtoga. En banda-
rísk stjórnarvöld hugðu á
hefnd. Þegar varnarhreyfingin
dvínaöi voru þeir sendir í raf-
magnsstólinn 1927. Upton Sin-
clair ritaði um málið eina af
beztu skáldsögum sinum,
Boston.
j^949. Hú þegar tólf bandarísk
ir verkalýðsleiðtogar og
kommúnistar biða dóms virðast
Bandarikjayfirvöld þó hafa lært
það mikið, að ekki þýði að
saka menn eins og William
Fostei', Eugene Dennis og fé-
laga þeirra um morð, rán og
aðra slíka glæpi. Eini „glæpur"
þeirra er að vera leiðtogar
kommúnista. Tilgangurinn er
sýnilega sá að finna tylliástæðu
til að banna bandaríska komm-
únistaflokkinn, og tekst sjálf-
sagt að’fá einhvern málamynda
dóm. Verjendur kommúnista
hafa lagt fram mótmæli gegn
því live einlitur kviðdómur sá
er sem dæma á í máli þeirra.
En réttarhöldin verða enn einn
prófsteinn á „skoðanafrelsi" það
sem nú ríkir i Bandaríkjunum,
og Alþýðufiokkinn og Sjálfstæð
isflokkinn dreymir um að taka
til fýrirmyndar hér á landi.
Louis Mromfield
160. DAGLR.
STUNMIM
færu saman burt úr þessari bölvuðu borg sem
hann hataði snögglega, skynsemilaust og með
nærri sefasjúkum ákafa. Ánægja og hamingja
átti heima annarsstaðar, hvar sem var utan við
borgarmörkin. Og undrandi varð hann þess var
að í fyrsta sinni á ævinni hugleiddi hann ham-
ingjuna.
Þá tók hann eftir myndinni af Rósu Dugan á
gljáandi skrifborðinu og minntist Jim Towner,
Fanneyjar og flækjunnar sem hann var kominn
í. „Aldrei frá því ég losnaði við Vernu Hostetter
hef ég flækt mér svo í líf annars fólks,“ hugsaði
hann.. ,,En nú virtist allt skýrara og ekki eins
ískyggilegt. Hann hugsaði: „Kannski var það
ckki Jim Towner sem ég sá fara inn í húsið.
Kannski var það Jim Towner og konan einhver
önnur en Rósa Dugan. Kannski var það allt ann-
að hús. Eg hef dregið ályktanir eins og tauga-
veikluð kona. Bezt að halda kollinum köldum.“
Þá var mjúklega drepið á dyr og rödd sagði:
, Bíllinn er til, hr. Melbourn."
Hann leit á skrifborðið og sá að þar var ekk-
ert nema mynd af Rósu Dugan með fyrirsögn-
inni: „Fræg næturklúbbsöngkona kyrkt í íbúð
sinni á Murray Hill.“ Hann hafði ekki komið
neinu í verk þennan klukkutíman sem hann var
búinn að sitja í skrifstofunni. Bréfið til hljóm-
sveitarinnar var ósamið líka bréfið um hraðbát-
inn. Hann hafði ekki einu sinni hringt á ritar-
ann. Og hann hugsaði: „Þetta hefur aldrei kom-
ið fyrir mig áður. Eg hlýt að vera að fara í
hundana.“
2.
Hann borðaði með Elsmorehjónunum í dag-
stofu þeirra, en gluggar hennar vissu út að hinni
löngu götugjá Madison Avenue. Melbourn sat á
móti Nancy Elsmore og athugaði hana snortinn
eins konar töfrum, hugsandi um hve fögur hún
var, en altekinn einhverjum óþægindum sem
hann skildi ekki og gat því ekki losnað við. Þau
töluðu um ferðina og veðrið en þó mest um borg-
ina, er virtist vekja lafði Elsmore ótta. Loks
þegar að salatinu kom skildi Melbourn hvað
truflaði hann. Hann sat andspænis gamalli konu
sem virtist ekki hafa elzt, með fagurt andlit, en
það virtist alveg tómt þegar það hefði átt að
rýna svipbrigðj og fjör. Það var fáránlegt og
fáránleiki þess töfraði hann og kom honum til að
líta á hana án þess hún vissi að hánn væri að
því. Andlit hennar var miklu unglegra en á-
liyggjufullt andlit Fanneyjar, og samt var það
gamalt og þreytulegt á einhvern óskiljanlegan
hátt. Það voru augun sem komu upp um aldur-
inn, loks sá hann það. Stundum voru glampandi
dökku augun þreytt og þrungin lífsreynslu. Hún
var eins og vaxbrúða sem öðlazt hefur líf. Hugs-
un var vart meiri í henni en vaxbrúðu, en henni
virtist gefin sú list að þóknast karlmönnum og
það fram á þennan dag. Hann skildi að hún hlaut
að hafa eytt allri ævi sinni í að bera oflof á
karlmenn, friða þá og hugga, og þegar honum
varð hugsað til Fanneyjar fannst honum þessi
hæfileiki hlyti að vera ein mesta guðsgjöf sem
konum hlotnaðist, hennar vegna og karlmann-
anna. Það var það sem karlmenn þráðu að lok-
um meira en allt annað, meira en fagran líkama
og Ijómandi gáfur eða innilegan félagsskap.
Hann skildi hvers vegna Sir John dáði hana og
leit til hennar eins og þau væru nýtrúlofuð en
ekki konan hans, roskin, eftir margra ára sam-
búð. Samstundis minntíst hann Ruby og smurða
k
brauðsins og vínsins á borði með blómavasa hjá
og hann varð glaðari og öruggari en hann hafði
verið mánuðum saman.
IIIIII(IU;]IIMIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIItllEIIIIIIIIIIIIlllllllllIIIIII
Bogmennirnir
IJnglingasaga um Hróa hött og
félaga hans — eftir
— GEOFREY TREASE —
Norður á bóginn.
Líkar silfurlitum rósavefnaði á föl-
bláum grunni báru greinar Sherwood
skógar við vetrarhimininn yfir höfði
hans. Fugl lét til sín heyra einhvers
staðar úr fjarska, söngur hans ómaði,
eins og áður fyrr — áður en, áður en....
Dikon tók til höfuðsins. Hann sár-
verkjaði, strauk um það höndum,
reyndi að rifja upp fyrir sér eitthvað.
Var hann dauður? Og himnaríkið —■
var þetta þá allt og sumt.
„Senn fer þú að hressast.“ Það var
rödd LitlaATóns. Hann birtist uppi á
himninum og laut niður að sveinin-
um, bros færðist yfir hið stórskorna,
ástúðlega andlit.
Dikon reis upþ við dogg. „Hvað hef-
ur komið fyrir? Hvar erum við?“
„í Sherwoodskógi aftur — sem
stendur. Nokkrum félögum okkai-
tókst að ryðjast gegnum lið óvin-
DAVÍÐ