Þjóðviljinn - 26.02.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.02.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. febrúar 1949. PIÓÐVILJINN Ctgeíandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn *• Ritstjórar: Magnús Kjartanssoa. Sigurður Guðmundsson (áb'. Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýalngar, prentsmiðja. Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7600 (þrjár línur) Askriftarverð: kr. 12.00 & mánuðl.—LausasOluverð 60 aur. eint. Prentsmlðja Þjóðvlljans h. f. Sóslalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7810 (þrjár línur) BÆ J ARPOSTIRIN N lœiH!ni!P«liispra FySgið undanhaSdi Alþýðnsambands- stjórnarinnar eftir til fulls sigars Alþýðusambandsstjórnin er nú komin á alvarlegt undanhald fyrir kröfum verkalýðsfélaganna um afnám kaupránsins er ríkisstjórnin framdi með setningu dýrtíðar- iaganna um festingu kaupgjaldsvlsitölunnar í 300 stigum. Undanhald hennar hófst nokkru fyrir jól, þegar fram- kvæmdastjóri Alþýðusambandsins lét haf aþað eftir sér að sambandsstjórnin hefði samþykkt „mótmæli“ til ríkis- stjórnarinnar gegn dýrtíðarlögunum, og yrðu þau mót- mæli birt almenningi. I ársbyrjun 1947 lagði ríkisstjórnin tugmilljóna tolla- áiögur á almenning. Um áramótin 1948 setti hún kaupráns- iö^in er bundu kaupgjaldsvísitöluna í 300 stigum ng um síðustu áramót lagði ríkisstjórnin enn nýjar byrðar á al- menning. Kröfur verkalýðsins um leiðréttingu mála sinna urðu þá að sjálfsögðu háværari. Verkalýðssamtökin kröfð- ust þess að sambandsstjórnin skýrði frá því hvað hefði farið miili 'hennar og ríkisstjórnarinnar. Þjóðviljinn flutti þessa kröfu verkalýðsins hvað eftir annað, en Alþýðusam- bandsstjórnin þagði yfir þessu „heilaga leyndarmáli“ sínu °S „fyrstu stjórnar sem Alþýðuflokkurinn myndar á ís- landi,“ og þorði ekki að birta mótmæli sín. í þess stað hélt hún áfram að sitja á makkfundum við ríkisstjórnina. AlþýÖusambandsstjórnin komst þó ekki hjá því að það kæmi í dagsins ljós hvað hafði farið milli hennar og ríkisstjórnarinnar. I bréfi er hún sendi sarnbandsféiögun- um 23. jan. sl. kom í ljós að „mótmæli“ hennar höfðu ver- ið í því fólgin að viðurkenna kaupránið sem frair.ið var með festingu kaupgjaldsvísitölunnar í 300 stigum, ef r.kis- stjórnin fengist til að greiða samkvæmt þeirri vísitölu- hækkun er yrði yfir 319 stig — viðurkenndi þar með að launþegarnir skyldu sætta &3g við 19 stiga rán á vísitölu uppbótinni. Síðan þetta vitnaðist hefur mótmælum verkalýðsfé- laganna gegn þessu rignt yfir sambandsstjórnina og kröf- um um að hún endurskoði afstöðu sína í málinu og kref j- ist fullrar vísitöluuppbótar. Þetta eru sameiginlegar kröf- ur allra verkamanna, hverjum pólitískum flokki sem þeir fyigja. Þetta varð til þess að knýja Alþýðusambandsstjórn- ina til alvarlegs undanhalds. I bréfi er hún sendi sambands- félögunum 22. þ. m. skorar hún á þau að segja upp samn- ingum sinum, „þar sem enn hafi ekki fengizt breytingar þær á vísitölunni sem miðstjórn A.S.Í. gerði kröfur til“, — sem sé þær að verkalýðssamtökin afsali sér 19 stigum ef þau fá greitt samkvæmt vísitölu það sem hún verður umfram 319 stig! Alþýðusambandsstjórnin er enn þess sinnis að sætta sig við aðeins þriðjung þess sem verkalýð- urinn hefur verið rændur með vísitölulögunum. Þetta er alls ekki samkvæmt kröfum verkalýðsfélag- anna. Þau kref jast fullrar greiðslu samkvæmt gildandi vísi- töiu. Verkalýðssamtökin geta alls ekki sætt sig við það að fara út í verkfallsbaráttu til að kaupa sér smávægilegar bætur með því að afsala sér 19 stigum af þeirri uppbót er þau eiga skýlausan rétt á — svo ekki sé minnzt á fölsun vísitölunnar og að raunveruleg vísitala er nú á l'immta hundrað stig. Verkalýðsfélögin verða að fylgja undanhaldi Alþýðusambandsstjórnarinnar eftir og knýja fram fulla ltaiipgreiðálu samkvæmt gildandi vísitölu, eða grunnkaups- hækkanir til jafns við launaskerðingu vísitolulaganna. Nýr maður í húsa- kynnum blaðsins. Lítill patti, 11 ára, hefur fengið sérstakan áhuga á því, sem gerist hér í húsakynnum blaðsins. Hann kemur á öllum tímum dags og stundum líka á kvöldin til að kynna sér málin. í fyrstu hélt ég, að hann ætlaði að verða blaðamaður. „Nei, al- deilis ékki,“ svaraði hann og horfði á mig meðaumkunarfull- ur. Hver kærði sig um að vera bara venjulegur blaðamaður ? Hann ætlar að verða ritstjóri. — Þetta er hressilegur náungi, mátulega hortugur, ef því er að skipta, þekkir ekki feimni frek- aren reyndustu heimsborgarar. Eg hygg að hjá honum megi finna flest það, sem öðru frem- ur einkennir reykvíska stráka í dag. Má mikið vera, ef hann hefur ekki einhverntíma kastað snjókúlu í hattinn á sjálfum Víkverja. * Forvitni I prentsmiðj- unni. Langtímum saman unir hann sér niðrí prentsmiðju, spyrjandi hversvegna þetta eða hitt sé haft svona en ekki hinsegin. Prentararnir kyarta ósjaldan um að hann sé forvitinn. En þeir fyrirgefa það samt oftast nær á þeim grundvelli, að Edison var lika forvitinn. — Svo tekur hann sprettinn upp stigana til áð athuga hvaða dellu ég sé nú að skrifa í Bæjarpóstinn. Hann ber svo grálega litla virð- ingu fyrir venjulegum blaða- mönnum. Kannski reyni ég svo að komast innundir hjá honum með því að bjóðast til að birta einhverjar uppástungur hans varðandi fyrirkomulag tilver- unnar. En hann gengst ekki upp við neinum slíkum sleikju- skap. Nema þá ég vildi reyna að útvega alminlegu fólki lengra jólafrí, og kannski líka lengra páskafrí? Mér skilst, að jóla- frí og páskafrí þyrftu helzt að mætast einhversstaðar á miðri leið. ★ „Gam’i skröggur“. Þó slettist aldrei neitt veru- lega uppá vinskapinn. •—■ Jú, þegar hann kallar mig gamla skrögg, þá slettist uppá vin- skapinn. „Ertu í vondu skapi nuna, gamli skröggur ?“ segir hann, er ég læt í ljós litla á- nægju yfir því, hvernig hann er búinn að tæta til á borðinu hjá mér. Siðan hóta ég honum ei- lífri útskúfun frá skrifstofunni í hegningarskyni fyrir nafn- giftina. Og með það sama breyt ir hann um taktik, friðmælist: „Nei, elsku vinur“, segir hann. ,,Þú ert ekkert gamall skrögg- ur; þú ert ungur skröggur.“ Spyr síðan, hvort ég hafi ekki tímarit Náttúrufræðingafélags- ins. En ég hef því miður ekki annað en tímarit Verkfræðinga félagsins. — Hann sökkvir sér niðrí grein um eimtúrbinustöð- ina við Elliðaár eftir Steingrím Jónsson rafmagnsstjóra; — og það ríkir aftur ró á skrifstof- unni. Þetta er auðsæilega hin á- gætasta grein. * Grunaður um skróp. Það er sama, á hvað tima dags maður spyr hann, hvort ekki sé bráðum kominn skólatími hjá honum; hann kveðst alltaf vera búinn að ljúka af sínum skyldu- störfum á þeim vettvangi. Mað- ur getur ekki að því gert að gruna hann um skróp. Samt segist hann aldrei fara niður- fyrir 9,8 í lestri; og kunnugir fullyrða, að staða hans í bekkn um sé venjulegast í námunda við númer eitt. Eg skil þetta ekki. En kannski er þar að finna skýringuna, að hann láti aldrei framhjá sér fara neitt af því sem birtist í bókmenntum af tagi áðurnefndra timarita nátt- úrufræðinga og verkfræðinga. Að minnsta kosti hló hann mik- ið, þegar í ljós kom, að ég vissi ekki uppá meter vegarlengdina til tunglsins. ★ Iðrun. Það mætti skrifa miklu meira um þennan mátulega hoi'tuga Reykjavíkurstrák, en rúmlítill Bæjarpóstur verður hér að láta staðar numið. — Og líklega hefði 6g aldrei átt að segja þessa sögu. Eða hver mundi vilja vera i sporum mínum í dag, þegar sjálf söguhetjan kemur með tilheyrandi fyrir- litningarsvip og segir: „Getur enginn alminlegur maður fengið að vera í friði fyrir dellunni úr þér, gamli skröggur?“ ir ATHYGLI lesenda skal vakin á því, að á morgun mun Bæj- arpósturinn birta bréf, þar sem Isleifur Högnason, 1 forstjóri KRON gerir.grein fyrir tilhög- un þeirri sem kaupfélagið hef- ur á úthlutun afgreiðslunúm- era. I Hjónunum Hildi {, Björnsd. og Að- s'""” k' — alsteini Michelsen, æJI Bergþórug'öt.u 53, Ér t fæddist 18 marka ^ sonur 18. febrúar. „Vi5 straumana," kvikmynd Stangaveiðifélags Reykjavíkur, verður frumsýnd í Gamla Bió kl. 1.30 e. h. á morgun. — Myndin er tekin af Kjartani Ó. Bjarnasyni, og er í eðlilegum litum. / Beikrit: Wynyard II Ö F N I N : Kári kom af veiðum í gær og fór áleiðis til útlanda í gærkvöld. Venus kom hingaö inn, með bilað stýri, í gær. Egill Skallagrimsson kom af veiðum síðdegis í gær. Einarsson Æ Zoega: Foldin er í Reykjavík. Linge- stroom fór frá Hull siðdegis á fimmtudag áleiðis til Reykjavíkur með viðkomu í Færeyjum. Reykja- nes er í Grikklandi. RIKISSKIP: Esja er á Austfjörðum á norð- urleið. Hekla er í Álaborg. Herðu breið fer frá Reykjavík í kvöld til Vestfjarða. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í kvöld til Breiðafjarö- ar. Súðin er i Genova. Þyrill er á leið frá Danmörku til Rotterdam. Hermóður fer f^á Reykjavík kvöld til Húnaflóa. Skopmyndasýnlngin í sýningar- sal Ásmundar Sveinssonar við Freyjugötu er opin daglega kl. 14—22.00 19.25 Tónleikar Samsöngur. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Út- varpstríóið: Ein- leikur og tríó. 20.45 „Sumarsólhvörf" eftir Browne (Leikendur: Arndís Björnsdóttir, Regína Þórð- ardóttir, Klemenz Jónsson, Herdís Þorvaldsdótttir og Anna Guðmunds dóttir. — Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen). 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. — 22.05 Fassíusálmar. 22.15 Danslög (plötur). 24.00 Dag- skiárlok. Nýlega opinberuðu trúlofun sína, ung frú Hildigunnur Sveinsdóttir ritari, Mávahlið 39 og Guðm. Björgvins- son, rafvirkjanemi, Efstasundi 9. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína, Ragna Guömundsdóttir frá Isafirði og Pétur Jónsson, Akur- braut 22, Akranesi. Geysir fer til N. Y. kl. 8 n. k. sunnu- dagsmorgun. Gull- faxi fer til Prest- víkur og Kbh. n. k. þriðjudag. Hekla er í Reykja- vík. Ekkert jnnanlandsflug í gær. í dag verða. gefin saman í hjónab. af séra Árna Sigurðss., ungfrú Dómbild ur Á Gúðmunds dóttir og Árni Valdimarsson. Heim ili brúðhjónanna verður í. Drápu- hlíð 2. Dómkirkjan. Guðsþjónustur á morgun: Kl. 11 f. h. — Séra Jón Auð uns. Kl. 5 e. h. Séra Bjaimi Jónss. (Altarisganga). — Hallgrímskirkja. Guðsþjónustur á morgun: Kl. 11 f. h. ■— Séra Sig- urjón Árnason. Kl. 5 e. h. -----• Séra Jakob Jónsson (Ræðuefni: Eigum vér að sækja kirkju?) Barnaguðsþjónusta kl. 1.30 e. h. — Séra Sigurjón Árnason. Sam- koma kl. 8.30 e. h. á morgun. Kristi leg skólasamtök annast samkom- una. Laugarneskirkja, Messa kl. 2 e. h. á morgun, séra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h., séra Garðar Svavarsson, FriklrUjan. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. á morgun. Messa kl. 2 e. h. — Séra Árni Sigurðsson. Nespresta lcall. Messa kl. 2 á morgun í kapell unni í Fossvogi. Séra Jón Thorar- ensen. Ba-zar heldur kvennadeild Dóm- kirkjunnar föstudaginn 11. marz í húsi K. F. U. M. og K. Nefndin óskar að þcir sem vildu stuðla að góðum árangri bazarsins komi gjöfum til frú Áslaugar Ágústsd. og frú Bentínu Hallgrímsson og frú Dagnýjar Auðuns fyrir 9, marz, ,eða hús K. F. U. M. þann 10. þ. m. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Volpone kl. 8 á sunnudagskvöld. Næturakstur í nótt annast B.S.R. — Sími 1720. Naeturvörður er í Laugavegsapó- teki. — Sími 1616. Forseti íslands, hr. Sveinn Björnsson liggur enn rúmfastur. Hann er á batavegi, en mun ' þó liggja rúmfastur enn um hríð. Veðurspáin í gærkvÖld: Suð- vestan átt. Hvassviðri með morgninum. Éljagangur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.