Þjóðviljinn - 26.02.1949, Side 5

Þjóðviljinn - 26.02.1949, Side 5
Laugardagur 26. febrúar 1949. ÞJÓÐVILJINN 5 Erindi fiutf á Þjóðviijahátíð 18. febr. 1949 Háttvirta samkoma! Skammdegismyrkrið grúfir yfir Islandi og þcumuský ófrið- arins yfir gjörvollum hinum gamla heimi. Utanríkisráðherra Islands, Stefán Jóhann Stefánsson, gekk á fund sendiræðismanns Bandarikjanna, hr. Bertels E. Kuniholm, og tjáði honura að tvísýnt þætti um hernaðar- gengi Breta og ef illa færi fyrir þeim óttaðist hann að Þjóðverjar kynnu að gera inn- rás í ísland. Hann bað ræð- ismanninn að grennslast um hversu stjórn Bandaríkjanna mundi bregðast við ef A’þingi óskaði að þau tækju að sér hervernd á Islandi. Bandaríkin taka stórt skreí sér til verndar Ræðismaðurinn lét, sem vænta mátti, ekki dragast úr uga Ameríkuhers. Þá var ekki lengur eftir neinu að bíða, herinn kom 7. júlí. Tveim dögum síðar var Al- þingi hvatt til fundar, for- ingjavald stjórnarflokkanna þriggja lét það samþykkja, samning um bandaríska her- vernd. Um þessa atburði segir Cor- dell Hull í endurminningum sínum: „I Norður-Atlanzhafi ‘lókum vér stórt skref til verndar vor sjálfra með því að senda her- námslið til íslands í júlíbyrjun til að leysa af brezka herinn þar“. I samningunum um hina am- erísku hervernd á Islandi var meðal annars tekið fram, að herinn ætti að hverfa úr landi þegar ófriðnum lyki. ísland útvirki Bandaríkjanna Sumarið 1945 lauk ófríðn- tíðindi meðal annars vegna j girni, vel væri hugsaniegt að „i.u: i.i..: hagsmunir okkar og hagsmunir hömlu að gæta sky'.du sinnar, j um mikla. Dráttur varð þó á og á aðfangadag jóla, 24. des.' að Bandaríkjaherinn á íslandi 1940 flutti hann utanríkisráð- herra Bandaríkjanna herra Cordell Hull orðsendingu Stefáns Jóh. Stefánssonar. Frá þessum atburðum hefur Hull skýrt í endurminningum sínum, hann lætur þess getið, að ráðuneyti lians hafi þá þeg- ar verið búið að athuga stöðu íslands, bæði landfræðilega og stjórnarfarslega, með það fyr- ir augum hvaða þýðingu iand- ið gæti haft fyrir Banda'ákin. Átjánda janúar 1941 kvaðst Hull hafa svarað Stefáni, tjáð honum samúð sína og að stjórn Bandaríkjanna mundi fylgjast af náinni athygli með sam- bandi landanna en vildi ekki takast á hendur skuldbinding- ar sem stæði. Síðan segir hann orðrétt: „Vér vildum liaMa algeru atliafnafrelsi svo \ér gætum á árangursríkan hátt mæí'j hverj um þeim aðstæðum snertandi hagsmuni vora, er upp kynnu að koma“. Ef til vill finnst einhverjum þetta svar utanríkisráðherrans kuldalegt, en á hvern hátt ann an gat hann svarað sem trúr og dyggur fulltrúi sinnar vold- ugu þjóðar? Hans hlutverk var að gæta hagsmuna þjóðar sinn- ar, og því hlutverld reyndist hann trúr. Stefán Jóliann fékk sent frá Bandaríkjunum það eina svar sem hann gat vænzt. Innihaldið var: hagsmunir Bandarík janna; umbúðirnar: kurteisi; vörumerkið: samúð. Næstu mánuðina athugar ut- anríkismálaráðuneyti Bandaríkj anna hernaðarþýðingu Islands gaumgæfilega, og í júnímánuði er því orðið. Ijóst að hagámun- um þeirra er betur borgið ef ísland njóti verndar, hins vold Island hefur oft verið svikið í tryggðum, og þunga dóma hafa þeir fengið, sem sviku það á Sturlungaöld, og um þá sem sviku í baráttunni gegn Dönum sagði Jón Ólafsson með ofurþunga: ,,Vei þeim fólum, sem frelsi vort svíkja“, en það er trúa mín að aldrei hafi ísland verið svo greipilega svikið sem 5. okt. 1946, er Keflavíkursamningurinn var samþykktur á Alþingi. Grundvöllurinn er gagnkvæm að- stoð — tilgangur- inn öryggi Nú skulum við venda okkar kvæði í kross. Það er ekki all- langt síðan nokkrar þjóðir í Vestur-Evrópu, eða nánar til- eru þess, að það er ekki hlut- gengt í siíkt bandalag, eð’: málsins samkvæmt. ísland hef- ur engan her og naumast er til sá Islendingur sem í al- vöru lætur sér til hugar koma að það skeri upp herör. Það getur því ekki gerzt aðili ao varnarbandalagi á grundvelli gagnkvæmrar aðstoðar, því hlýtur að verða boðið í _þátt- tökuna á áður óþekktum grund- velli, og satt að segja er alveg vandalaust að sjá hver sá grund völlur er. Það er ekki verið að bjóða okkur í varnarbandalag, heldur biðja um bær herstöðvar, sem ekki fengust 1945 Óyggjandi heimildir eru fyr- Bandarikjanna færu í þessu til- felli saman og væru viðskipt- in þá eðlileg. Við skulum setja dæmið upp á þann hátt sem formælendum þandalagsins er hagkvæmast. Við skulum gera ráð fyrir að vóndlr menn austur í Moskvu fari með hernaði í vesturveg. með það fyrir augum að leggja undir sig sjálfa Ameríku. Ger- um ráð fyrir varnarlausu Is- landi. Mundu Rússar þá ekki tylla fæti á hólmann á leið sinni vestur? Sannast að segja finnst mér það býsna furðu- leg hugmynd að Rússar le'gg- ist í hernað til þess að leggja undir sig Ameríku og hafi við- komu á Islandi, en látum það svo vera, en í öllum þessum bollaleggingum má ekki gleyma þeirri staðreynd, að hinir siyngustu herfræðingar Breta ir, að þegar árið 1941 gerði 0g Bandaríkjamanna, telja með utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna sér ljóst að Island var æskilegur, ef til vill nauðsyn- legur liður í hernaðarkerfi Bandaríkjannaj Þessi skoðun kom þó berlegast fram í her- iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiuumii Eftir Sigfús Signrhjartarson uiiimuiuuiUiiiuumiuummuiimuummmmiuuiuumumuimiiiumii tæki saman pjönkur sínar og færi úr landi, og á haustmán- uðunum tóku að berast orð- sendingar milli utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna og ut- anríkisráðuneytis Islands, en nú var frumkvæðið ekki Is lands megin, eins og 1940, orð- sendingarnar bárust vestur um haf. — Bandaríkin fórn þess á leit að fá þrjár lierstöðvar á íslandi, Keflavikurflugvöllinn, Fossvog og Hvalfjörð, til 99 ára. Hernaðarsérfræðingar þeirra höfðu geiú það endan- lega upp við sig að til þess að „geta mætt hverjum þeim aðstæðum snertandi hagsmuni Bandaríkjanna cr upp kynnu að koma“, „á árangursríkan hátt“, þyrftu þeir að gera Is- land að útvirki í hernaðar- kerfi sínu. íslenzkum stjórnmálamönn- um þótti sér nokkur vandi á höndum er þessi orðsending barst. Eftir margháttaðar bolla leggingar var henni svarað. Svarið var loðið nei. Hin miklu svik Alþingiskosningar fóru í hönd. Allir frambjóðendur, að undanskildum einum, Jónasi Jónssyni, sóru og sárt við lögðu, að þeir mundu aldrei gjalda jáyroi við að láta þuml- ung af íslenzku landi í hendur erlends ríkis. Brynjaðir þessum svardögum settust fimmtíu og einn þingmaður á þingbekk haustið 1946, og hið sama haust greiddi 31 þeirra ásamt þeim, sem ekki sór, atkvæði með Keflavíkursamningnum. Bandaríkin höfðu stigið stórt spor í áttina að því markmiði að gera ísland að varanlegum reit í hernaðarkerfi sínu. tekið, Hollendingar, Belgir, Luxemburgarar, Frakkar og Bretar, hófu umræður um að mynda varnarbandalag. Varnarbandalag er vissulega ekki nýtt hugtak, og því auð- velt að gera sér grein xyrir hvað í því felst. Gundvöllur slíks bandalags er ætíð sá, að tveir eða fleiri aðilar bindast samtökum um gagnkvæma að- stoð, ef á einn þeirra er ráð- izt; þeir einir eru því hlut- gengir í slíkt bandalag scm geta komið við nokkrum vörn um af eigin rammleik. Tilgang- ur slíkra bandalaga er hinsveg ar sá, að draga úr árásar hættu á einstaka þátttakendur og þá alla sameiginlega. Sjálfsagt er að minnast þess í þessu sambandi að það er ekki siður að mynda árásar- eða sóknarbandalög, það hljóm ar illa, en ekki eru þess fá dæmi, að varnarbandalag hafi í reyndinni orðið árásarbanda- lag, enda ætíð handhægt að gripa til þeirrar herfræðilegu kenningar, að sókn sé bezta vörnin. Málum kom þar brátt að nauðsyn þótti til bera að gera þessi samtök Vestur-Evr- ópuþjóðanna víðtækari, og þær umræður hófust, sem enn fara fram um Atlanzhafsbandalag og Bandaríkin tóku forustuna í sínar hendur. Fullvíst þykxr að Islandi verði boðin þátttaka í þessu bandalagi. ísland er ekki hlutgengt í varnarbandalagi Það eru vissulega tíðindi að talað skuli um að Island verði stöðvabeiðninni 1945. Með Keflavíkursamningnum 1946 fengu þau þá lausn á því máli, sem þau létu sér lynda í biii, en það væri fjarstæða ein að láta sér til hugar koma, að Bandaríkin hefðu þar með fall- ið frá ósk sinni um varanleg- ar og ódulbúnar herstöðvar á Islandi. Þegar þessar staðreyndir eru athugaðar verður ljóst, að það er ekki verið að ráðgera að bjóða okkur þátttöku í varnar bandalagi, heldur er farið fram á 'að við ljáum land vort — Island — sem reit á hernað- arskákborði, sem Bandaríkin eru að smíða. Á þennan reit á að setja „peðið framan við kónginn“. Það er ameríska her- menn til varnar hinu ameríska auðvaldi. Það er verið as biðja um þær herstöðvar á Isianai, sem ekki fengust 1945. En okkur er sagt að héi eigi enginn her að vu'-a né herstöðvar á friðartímum. Er nú ekki fulllangt gengið, að halda því fram við fuUorðna menn með fullu viti, að við getum verið í liervarnabanda- lagi á hervarna, eða hernaoar- bandalagi án hers. Her og her- stöðvar, er sjálfsögð og eðlileg afleiðing af þátttöku í varnar- bandalagi, en sá her og þær herstöðvar verða ameriskar, þær verða settar til þess að gæta hagsmuna Bandaríkjanna á „árangursríkan liátt“. Fara hagsmunir íslands og Banda- ríkjanna saman? Vissulega er rétt að athuga aðili að varnarbandalagi, Það þetta mál með fyllstu sann- öllu útilokað að hægt sé að halda eylandi með hervaldi, nema tryggð séu yfirráð að- liggjandi hafa. Þessi ráð hafa Rússar ekki, það er alkunn staðreynd, að Bretar og Banda- ríkin eru einráð á Atlanzhafi, Það er þvú, samkvæmt áliti þeirra eigin herfræðinga, úti- lokað að Rússar gætu hernum- ið og haldið Islandi, nema þeir nái yfirráðum yfir Norður- Atlanzhafi, en enginn býst við að svo verði í fyrirsjáanlegri framtíð. Ég heíd því að aliir hugsandi menn ættu að geta verið sammála um að hætta á austrænni árás er ekki mikil, ef við búum í landi okkar án her- verndar framandi þjóða. Þáíttaka varnar- bandalags kallar yfir okkur árásar- hættu Þá er að líta á málið frá annarri hlið, gera ráð fyrir að við værum orðnir bátitak- endur í varnarbandalagi, og til stríðs kæmi milli austurs og vesturs. Óumdeilanlega vær- um við þá orðnir hernaðaraðili með vestrinu móti austrinu, vissulega hlyti þá að vera hér her og herstöðvar. Undir slík- um kringumstæðum væri rúss- nesk árás á ísland ekki að- eins sennileg, heldur. óumflýj- anleg, þeir hlytu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að eyðileggja þær herstöðvar, sem hér yrðu reistar, enda þótt þeir teldu sér hvorki hagkvæmt né mögulegt að ná tökum á landinu. Ég hef áður sýnt fram á að eðli málsins samkvæmt, er- urn við eltki hlutgengir til þátt- töku í varnarbandalagi, en af- leiðingin af því sem ég nú hef sagt er sú, að þar sem þátttaka í varnarbandalagi ætíð miðar að því að draga úr hugsan- legri árásarhættu, þá mundi þátttaka okkar í Atlanzhafs- bandalagi kalla yfir okkur á- Framh. á 7- síðrt

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.