Þjóðviljinn - 01.03.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1949, Blaðsíða 4
4 WÓÐVLLJI-NN Þriðjudagur 1. marz 1949. Utgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb*. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Toríi Ólafason, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- stíg 19 — Simi 7500 (þrjái Unu •) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði.—LausasCluverð 50 aur. eint. Frentsmiðja Þjóðrtljans h. f. SÓBiailst.aflokkurlmi, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur) Svik FrantsákiiarfEðkksins Reykjavíkurvald Framsóknarflokksins, það málalið sem unir sér hvað bezt í nánustu sambúð við auðstéttina, hefur unnið algejan sigur á miðstjórnarfundi flokksins, eins og sjá má af ályktunum þeim sem miðstjórnin hefur sent frá sér. Mun ályktun hennar um „utanríkis- og örygg- ismál“ þó vekja mestan óhug, hún er vottur um alger svik Framsóknarflokksins við þjóð sína, svik sem eru þeim mun óhugnanlegri sem ýmsir Framsóknarmenn hafa áður tekið skelegga afstöðu gegn þátttöku íslands í hernaðar- bandalagi \'3sturveldanna, og ber þar fyrst og fremst að nefna unga Framsóknarmenn, sem haldið hafa á lofti þeim hugsjónum sem mótuðu stefnu flokksins fyrir 20 árum. Ályktun flokksins hefst á venjulegu þvaðri um sam- stöðu með engilsaxneskum þjóðum, þá er því lýst yfir að árásarkerfi Bandaríkjanna „stuðli að \'erndun friðar og eflingu lýðræðis, en vinni gegn yfirgangi og ofbeldi“!! og síðan segir orðrétt: „Hins vegar ályktar flokkurinn að lýsa yfir því, að hann telur Islendinga af augljósum ástæðum eigi geta bun i izt í slík samtök, nema tryggt sé að þeir þurfi ekki að hafa hér her né leyfa neins konar hernaðarlegar bækistöðvar erlendra þjóða í Iandi sínu né landhelgi, nema ráðizt hafi verið á landið, eða árás á þao sé yfirvofandi. — Á þessum grundvelli og að þessu tilskildu telur flokkurinn eðlilegc, að íslendingar hafi samvinnu við önnur lýðræðisríki uiri sameiginleg öryggismál.“ Umbúðalaust merkir þessi ályktun: 1) Framsóknarflokkurinn er fylgjandi því að íslend- ingar gangi í hernaðarbandalag það sem bandaríska auð- valdið er nú að reyna að koma á laggirnar. 2) Þátttakan á að vera bundin því skilyrði að hér verði ekki hér né hernaðnrlegar(!) bækistöðvar nema ráðizt hafi verið á landið eða árás „sé yfirvofandi“!! I Ályktun þessi er að efni til alveg samhljóða samþykkt íhaldsins, sem Tíminn hefur þó áður talið mjög „loðna“(!), aðeins orðalagið er annað og engu betra. Flokkurinn virö- ist vera samþykkur því að Bandaríkin fái hér bækistöðvar á friðáftímum, aðeins ef þær eru ekki taldar „hernaðarleg- :ir.“ í viðbót við Keflavíkurstöðina, gætu þá risið upp stöðv- ar t. d. á Reykjavíkurflugvalli og í Hvalfirði án þess að Framsóknarflokkurinn hefði nokkuð við það að athuga. Síðan má bæta við 'her og hernaðarleguni bækistöðvum ef árás er talin yfirvofandi. Væntanlega eiga Bandaríkin að á.kveða hvenær svo stendur á, en eins og öllum er kunn- ugt prédikar Morgunblaðið nú daglega að árás Sovétrixj- anna á ísland sé yfirvofandi alveg á næstunni! Þessi ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins er sönnun þess að þeim flokki er í engu treystandi, stjórn hans er í höndum reykvískra afturhaldskurfa sem ganga erinda peningamannanna og hafa engin raunwruleg, líf- ræn tengsl við alþýðu sveitanna. Iiún er mikið áfall fyrir þá Frarnsóknarmenn sem vonað hafa að flokkur þeirra bæri gæfu til að skipa sér um málstað íslends og hún gef- ur ömurlega mynd af þeim ,,vinstri“ mönnum í forustu flokksins sem aldrei virðast þreytast á að beygja sig, jhvað sem í húfi er. Loðnu yfirlýsingarnar. Þær tiðkast núna loðnu yfirlýs ingarnar varðandi sjálfstæðis- mál þessai’ar þjóðar. Miðstjórn Framsóknarflokksins hefur fet- að í fótspor annarrar borgara- legrar stjórnmálaforustu og mótað afstöðu sína til íslenzkr- ar þátttöku í hernaðarbandalagi með þanniglagaðri ályktun, að engu er líkara en hún hafi verið dregin uppúr brjóstvasanum á sérstökum sendimanni frá her- málaráðuneytinu í Washington. Hin nýja lína landsölumanna birtist þarna jafnvel ennþá ber- legar en í samsvarandi ályktun íhaldsins. Jú, það vantar sosum ekki, að miðstjórn Framsóknar- flokksins er andvíg herstöðv- um og hersetu á Islandi. Henni þykir bara rétt að gera þann fyrirvara í samþykktinni, að andstaða hennar gegn slík- um viðbúnaði telst ekki í gildi, ef árás á landið er yfirvofandi. * Sama tóbakið. „Stefna beri að því að hér sé engin herseta á friðartím;im, og ekki herskylda," sagði íhaldið. Þetta cr allt sama tóbakið. Eða hvenær er árás á landið ekki yfirvofandi samkvæmt málflutn ingi manna þeirra, sem nú fara með æðstu völd í íslenzku stjórn málalífi? Spyrjið Bjarna Bene- diktsson utanríkisráðherra. Hann hefur vissulega ekki spar að þjóðinni aðvaranir um þá á- rásarhættu sem linnulaust vofir yfir landinu. — Veit þá ekki miðstjórn Framsóknarflokksins, að einn lítill pakki, sem dettur í Reykjavikurhöfn, getur falið í sér fyllstu ástæðu til að Is- lendingar gangi í hernaðar- bandalag? Og hver mundi mót- mæla herstöðvum hér, þegar veðurathugunarbelgir yfir Kefla víkurflugvelli taka á sig gerfi austrænna njósnaflugvéla ? Því- næst fréttist um tékkneska vís- indamenn, sem hafa fengið sér göngutúr útá Seltjarnarnes; — og getur þá nokkur heilvita maður andmælt nauðsyn þess, að íslenzk æska læri vísindalegt manndráp. í viðjum herskyldunn ar ? ★ Því ekki úníform strax? Nei, þessi miðstjórnarálykt- un Framsóknarflokksins blekkir engan Iiugsandi mann, fi-ekaren samsvarandi ályktun íhalds og aðstoðaiúhalds. Dag eftir dag eru málgögn ríkísstjórnarinnar yfirfull af allrahanda ægilegum gróusögum, sem hafa þann til- gang einan að æra þjóðina útí þá villu, að vopnuð árás vofi yfir landinu. Svo kemur mið- stjórn Framsóknarflokksins og segist vera andvíg þátttöku í liernaðarbandalagi, — nema siík árás vofi yfir! — Það er beinlínis furðulegt, að Eysteinn skuli ekki hafa mætt á fund- inum í Edduhúsinu sl. laugar- dag, íklæddur bandarískum gen erálsbúningi. * Samræmið — Harmonían. Öllum ætti nú að vera orðið nægilega ljóst, hvernig aftur- haldið ætlar sér að svíkja þjóð- ina til þátttöku í því hernaðar- bandalagi, sem kann að tákna endalok Islandsbyggðir. Milli hinna loðnu yfirlýsinga, sem forustumenn stjórnarflokkanna láta samþykkja á fundum sín- um, og áróðurs þess, sem mál- gögn þeirra reka, er hið fyllsta samræmi. Blekkingarnar harm- ónera hver við aðra. En þess ber og að gæta, að afstaða for- ustumannanna segir ekki nema að litlu leyti til um vilja allra liinna mörgu óbreyttu flokks- manna. Styrkur hins íslenzka málstaðar og þeirrar hreyfing- ar, sem um hann hefur risið, er sá, að í öllum stjórnarflokk unum finnast einlægir ættjarðar vinir, sem vilja standa vörð um landsréttindi. Á þetta ekki hvað sízt við um Fram- sóknarflokkinn. Því varla munu menn einsog t. d. Pálmi Hannes son rektor, sem fyrir tveim mán uðum stóð í ræðustóli á stúdenta f-undinum í Listamannaskálan- um og flutti af djörfung og drengskap hin dýpstu rök Is- lands gegn útlendum málstað, varla munu slíkir menn innan Framsóknarflokksins hafa lagt blessun sína yfir hina lævíslega orðuðu blekkingarályktun í Edduhúsinu síðastliðinn laugar dag. ir ★ HÖFNIN: Goðafoss kom í fyrradag frá Hull. Hermóður fór norður i fyrradag. Reykjafoss kom í fyrra- dag. Franskur togari, sem hér hef- ur verið til viðgerðar, fór í fyrra- dag. Garðar Þorsteinsson og Helga fcll komu frá útlöndun? í fyrradag. Tveir franskir togarar komu í fyrrinótt, annar bilaður. Keflvik- ingur kom í fyrrinótt. Marz var lagt á Kleppsvík í gær. Enskur togari kom hingað í gær vegna vél bilunar. 1 ÍFISKSALAN : 26. f. m. seldi mótorskipið Björn Jónsson, 809 kits fyrir 2721 pund í Fleetwood. RlItlSSKIP: Esja var á Kópaskeri í gærmorg un á norðui'leið. Hekla er í Ála- borg. I-Ierðubreið er á Vestfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið var í Stykkishólmi í gærmorgun á leið til Króksfjarðarness og Flatcyjar. Súðin er í Genova. Þyrill er i Hull. Hermóður lá á Aðalvílt í gær á norðurleið. 'Þ'' ÍSÍí-HP Einarsson & Zoega: Foldin er í Reykjavík. Lingest- room fór væntanlega frá Færeyj- um í gærkvöld til Rvíkur. Reykja- nes er á förum frá Grikklandi. EIMSKIP: Brúárfoss cr í Rvik. Dettifoss fór frá Rvík 26. 2. til Grimsby. Fjall- foss fór frá Halifax 22. 2. til Rvík- ur. Goðafoss kom til Rvíkur 26. 2. frá Hull. Lagarfoss fór frá Rvík 25. 2. til Leith, Gautaborgar og Kaupmannahafnar. Reykjafoss kom til Rvíkur 27. 2. frá Hull. Sel- foss kom til Antwerpen 26. 2. frá Immingham. Tröllafoss fór frá Rvík 16. 2. til Halifax. Horsa fór frá Skagaströnd 28. 2. til Rvikur. Vatnajökull er í Vestmannaeyjum. Katla kom til N. Y. 25. 2., fer það an væntanlega 2. 3. til Rvíkur. JMæturiæfcntr er 1 læfcnavarðsto'f- unni, Austurbæjarskólanum. —* Simi 50301 18.00 Barnatími: Fr.amhaldssaga (frú Solveig Péturs dóttir). 18.30 Dönskukennsla. — 19.00 Ensku- kennsla. 20.20 Ayarp frá Rauóa krossi Islands (Bjarni Jónsson læknir). 20.30 Tónleikar Tónlistar- skólans: Trió i G-dúr eftir Mozart (Wilhelm Lanzky-Otto, Björn Ólafsson og dr. Heinz Edelstein). 20.50 Erindi: Loftslagsbreytingar á jörðinni; VI. Enn um loftslags- breytingu síðustu áratuga (di\ Sig urður Þórarinsson). 21.15 Kirkju- tónlist (plötur). 21.30 Upplestur: Úr blöðmn Laufeyjar Valdimars- dóttur (frú Ólöf Nordal les). 22.15 Endurteknir tónleikar: „Appollo Musagetes" eftir Strawinsky (plöt ur). Gullfaxi fór í morg un til Prestvíkur og Kaupmanna- hafnar með 29 far- þega. Væntanlegur hingað á morgun. — Geysir fór til New York kl. 10 á sunnudagsmorgun^ með 17 far- þega. Flaug Geysir beint til New York, án viðkomu, og lenti þar kl. 12 á miðnætti eftir íslenzkum tima. Ekki var ílogið innanlands í gær vegna snjóþyngsla á flug- völlum. Hjónunum Sigríði Guðjónsdóttur og Hauki Guðjóns- syni, Sólvallagötu 31., fæddist dóttir (14 ’/2 mörk) í 27. febrúar. — Hjónunum Jónsdóttur og Einari Braga Sigurðssyni, Vestmannaeyj- um, fæddist sonur (ekki dóttir eins og hér hefur ranglega verið hermt áður) þann 12. febrúar. fyrradag, Kristinu t gær upplýsir Mánudagsblaðið skringilegt uppá- tæki tékkneskra . logregl utnanna, Þeir Hggja seni só í leyni á þjóðvegununi og stöðva blfreiðar „til að athuga, hvort far jiegar séu hreinir.“ — Hingaðtil hef ég lialdið að pólitílð fyrir aust an járntjöld beittl skammbyssum cn ekki þvottapokum gagnvart friðsönium almenningi. Nýlega voru gefin saman í hjonaband, ung- frú Sólveig Eng ilbertsdóttir frá Súðavík og Hjálmar Karlsson sjómaður frá Djúpavogi. Heimili brúðhjónanna er á Baldursgötu 3 í Reykjavik. — Nýlega voru gefin saman í hjóna- band í kaþóisku kirkjunni, ung- frú Erla Guðmundsdóttir ,og Leo Iloffmann, starfsmaður á Kefla- víkurflugvelli. Syrpa, 1. tbl. þessa árgangs, er komin út. í heftinu eru þessar greinar m. a.: Land hins blessaða friðar, eftir Aðal- björgu Sigui-ðardóttur. Húsgögn og híbýli ,eftir Helga Hallgrímsson. Matthías — frá rómantík til raun- sæisstefnu eftir dr. Björn Sigfús- son. Kaflar úr ferðasögu, eftir Guð rúnu Sveinsdóttur. Karladálkur. Menning — ómenning? Bækur. Heímilisritið, febrúarheftið 1949, er komið út. Efni: Blá gluggatjöld, smásaga eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson. Sally bjargar málinu, smásaga eftir Lister. Dularfulla höfðingjasetrið, smásaga eftir Batzac. Hvað er kynvilla?, grein úr Magazine Digest, o. m. fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.