Þjóðviljinn - 01.03.1949, Side 6

Þjóðviljinn - 01.03.1949, Side 6
6 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. marz 1949. Frá degi fil dags - Eftir ILJA EEENBÚKG - ÞRIÐJI KAFLI: ÚTKEIKNINGAR OG REIKN- INGSSKEKKJUR JglNN af kjarnorkukörlunum, próf. Oppenheimer, hótar að með því að styðja á hnapp geti hann tortímt sjötíu millj- ónum mannslífa á einum sól- arhring. Zacharías aðmíráll styður spádóm hans: „Við ráðum yfir „ýrslitavopni"," segir hann „og með því getum við eytt mann- lili, dýralífi og jurtalífi á hvaða svæði, sem okkur sýnist." En löngu áður en Zacharías aðmíráll og prófessor Oppen- heimer létu til sín heyra, sagði Hans Fritzsche rjóður af stolti: „Við ráðum yfir „leynivopni", sem mun gera okkur fært að breyta stórum svæðum af lönd- um óvinanna í eyðimörk." j^EIÐARAHÖFUNDUR í Daily News segir, að sov- étherinn sé illa vopnum búinn og að allur áróðurinn, um að „rauðliðarnir" séu einhverjir risar, muni engan blekkja — þessir risar muni detta um koll strax og ýtt sé við þeim. Árið 1911 sagði Das Reich: „Bolsévikarnir hafa ónóg vopn. Sovét-Rússland er risi á leir- fótum." FJÓRÐI KAFLI: EVRÓPA NUMIN Á BROTT gpARlSARBLAÐIÐ L’Aurore sagði nýlega: „Með því einu móti að taka höndum sarnan við hina voldugu vini vora getur Evrópa greitt hin- um austræna kommúnisma rot- högg." Það er elcki um að villast við hverja L’Aurore á, þegar blað- ið talar um „volduga ,vini.“ Það skiptir um jötur, en ekki er annað hægt en dást að stað- festu þeirra sem á garðanum standa því að fyrir fimm árum gat að lesa í Paris-Soir einum af fyrirrer.nurum L’Aurore: „Hin nýja Evrópa, sem styðst við hraust og voldugt Þýzka- land, mun tortíma hinum rúss- nesk-asíatiska marxisma." Á þingi „verjenda vestrænnar siumenningar", sem Hitler kvaddi citt sinn saman í Vín, voru strengdi'r borðar með á- letruninni: „Europa siegt!" ■—- „Evrópa sigrar!" Á þingi „Bandaríkja Evrópu", sem vinir mr. Churchills héldu nýlega í Ilaag, hrópuðu ræðumennirnir hvað eftir annað: „Evrópa sigr ar! “ FIMMTI KAFLI: UM EIGINLEIKA BLÓÐSINS NOXVILLEBLAÐIÐ Journal í Tennessee seg- ir, að „rauðliðarnir" afneiti mismunandi eiginleikum blóðs- ins, en meðan sannir Ameríku- menn séu uppi muni þeir ekki bregðast anda Jim Crow, því að þeir viti, að þeir verði að varð- veita kynstofn sinn frá að blandast öðrum óþroskaðri og öæðri kynstofnum. Menn frá Tennessee börðust í styrjöldinni gegn Þýzkalandi. Líklega hafa þeir ekki vitað það margir hvqrjir, að þeir voru að berjast við skoðana- bræður sína, því að útlistanir Knoxvilleblaðsins Journal líkj- ast engu frekar en tilvitnunum í „Mein Kampf." Nýlega dæmdi bandarískur dómstóll svertingja fyrir að gift ast hvitri konu. Þýzku kyn- þáttafíflin fangelsuðu Þjóð- verja, sem giftust konum af gyðingaættum. Hver er höfund- urinn og hver er eftirætan? Voru „Núrnberglögin" samin eftir „Jim-Crow-lögunum" eða hafa öldungadeildarmennirnir frá Mississippi setið við fót- skör Streichers? Eg eftirlæt bandarísku fulltrúunum, sem nýlega tóku þátt í að semja „Mannréttindayfirlýsinguna" að svara þeirri spurningu. SJÖTTI KAFLI: AÐRIR EIGINLEIKAR BLÓÐSINS Jojirnal of Cominerce stendur, að ef til stríðs kæmi muni renna upp dæma- lausir velgengnistímar fyrir bandarískan iðnað. Árið 1942 sagði National Zeitung: „útþensla bardaga- svæðisins hefur stuðlað að vexti iðnaðar okkar." SJÖUNDI KAFLI: UM SÁLINA gÓSlALDEMOKRATINN Jules Moch, ráðherra í stjórn fjórða lýðveldisins, lét nýlega í ijós skoðanir sínar um kommúnista og kommúnismá. Eftir að hafa lýst yfir, að hann væri stoltur af að hafa barizt í tuttugu ár gegn kommúnist- unum, sem að því er hann seg- ir, eru „ekki franskur flokkur", rcis monsieur Moch upp í hæð- ir siðfræði og heimspeki: „Kommúnisminn" sagði hann, „ er tröllauknasta tilrapn, sem nokkru sinni hefur verið gerð, til að spilla mannssálinni." Eg ætla ekki að rannsaka hina blettlausu sál monsieur Jules Moch, ég mun ckki ræða byssukúlurnar ,sem hann gæðir frönskum verkamönnum á af slíkri rausn, né þá „bróðurlegu aðstoð", sem hann þiggur af slíkri hæversku úr höndum, sem eru allt annað en fransk- ar. Eg ætla að dvelja við dálitið annað — stöðugleikann. JgJFTIR því sem Ewers, verj- andi Þriðja ríkisins, seg- ir, hafði hinn kunni melludólg- ur Horst Wessel löngu á undan monsieur Moch auðgað mann- kynið með eftirfarandi ummæl- um: „Eg skal berjast gegn kommúnismanum fram í rauð- an dauðann, af þvi að hann er djöfulleg tilraun til að spilla hinni þýzku sál.“ Eg þarf ekki að bæta öðru við en því, að það var „Horst Wessel-söngurinn", sem SS- mennirnir sungu, þegar þeir voru að skjóta franska komm- únista — mennina, sem monsie- ur Jules Moch segir nú, að séu „ekki franskir". (Framhald í næsta blaði). Louis Bromfield 170. DAGUR. STUNMPIR Hann sagðist vilja að hún símaði eða sendi boð til félaga sinna um að koma honum til hjálpar vegna þess að hinir hundingjarnir sætu fyrir honum úti. „Já,“ ságði hún hryssingslega. „Eg hef séð þá,“ og síðan: „Hvað verður um mig þegar hinir þorpararnir frétta um það sem ég hef gert?“ Hann fór að fullvissa hana með ákefð um það að félagar hans myndu vernda hana og hún hlustaði kuldalega, horfði á hann með fyrirlitn- ingu og á meðan var hún að hugsa um hvernig hún ætlaði að leysa úr öllum þessum hnútum og sleppa sjálf heilu og höldnu. Hann fór að gráta og hún fann til skyndi- legrar norrænnar fyrirlitningar á öllum móður- sýkisköstum og svo sagði hann: „Ef þeir ná mér, þá skal ég ná þér fyrst, gamla . .. .“ Hún leit kuldalega á hann og sagði: „Suma kvenmenn geturðu kannski barið og sloppið frá því þó að þessi hafi klórað þig, en ég get að minnsta kosti séð um mig sjálf. Eg gæti brotið bvert bein í þessum vesala, litla skrokki þínum, ræfils, aumingja . .. . “ Henni var sama þótt hún væri nefnd klúr- um nöfnum því að hún hafði vanizt því frá barnæsku, en hún gat ekki þolað að smá volandi rotturæfill gerði sig breiðan við hana. Hún þekkti kumpána af hans tagi. Hann myndi ekki hika við' að stinga hníf í bakið á manni ef hann héldi að hann slyppi með það en hann þorði ekki að leggja í heiðarleg slagsmál. Hann var hræddur við allt og reyndi að gera sig breiðan til þess að sýna að hann væri ekki hræddur. Og allt í einu fékk ráðagerðin sem hún hafði verið að glíma við í kollinum, á sig mynd og fullkomnaðist. Hún gæti komið því þannig fyrir að félagar Tónýs og Dabba Spítalavínks og jafn- vel lögreglan myndu allir halda að hún væri á þeirra bandi. Það var svo einfalt. Hana langaði til að hlæja en gat það ekki, því að hlátur hennar gæti vakið grun hjá honum. Sá eini sem færi illa útúr því væri Tóný og það var engin von um hann hvort sem var. Og hún sagði: „Jæja þá. Hvað viltu að ég geri?“ Ilann bað hana um bréfmiða og blýant og þeg- ar hún kom með það hripaði hann upp með erfiöismunum og skrifaði utaná það: „Mister Alassio" og heimilisfang í Jeralemo Stræti I Brooklyn og sagði: „Láttu einhvern koma þessu til skila .... og það í snatri, skilurðu ?“ „Já, og hvað fæ ég fyrir það?“ Hann lofaði henni öllu, peningum, vernd, við- skiptum og jafnvel skartgripum sem kom henni til að hlæja, og þegar hann hætti sagði hún: „Jæja þá. Farðu upp aftur og feldu þig.“ Hann leit aftur á hana með hræðslusvip. „Þú ætlar að gera það í snatri, er það ekki?“ Hún glotti til hans og sagði: „Svei mér þá. I snatri,“ og þegar hann fór út um dyrnar stóð hún enn glottandi og horfði á eftir honum. Hún hataði svona vesalar rottur. Henni líkaði vel við háa hnarreista Svía, sem skulfu ekki og nötruðu og grétu eins og börn en tóku því sem að höndum bar án þess að lyppast niður. En Svíarnir voru bara aldrei bardagamenn. Þeir unnu fyrir sér. Þegar hann var farinn fór hún aftur út að glugganum og gægðist gegnum hrímaða rúðuna. iiimimiimiiiiiiiimiiiMiimiimmiiiiiimiiiiiiiiMiiiiiiiiii Bogmennirnir IJnglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE — „Hvert er hægt að fara með hann?“ „Það er klaustur í Kirkjuhlíð mílu vegar héðan. Nunnurnar munu skjóta yfir hann skjólshúsi. En féð, sem lagt er til höfuðs honum og okk- ur?“ „Við verðum að hætta á það. Að öðrum kosti missum við hann. Við getum sagt, að hann sé ferðalangur, sem ræningjar hafi leikið illa. Þ:er þekkja hann ekki.“ Stundu síðar var hinn meðvitundar- lausi útlagi borinn inn um klaustur- hliðið — hann átti ekki fyrir höiuium að fara lifandi sömu leið út aftur. TIL FJALLA. Hrói rumskaði í rúmi sínu í gesta- herberginu. Sótthitinn var horfinn, og hann rámaði í margt það, sem sagt hafði verið inni hjá honum, meðan hann lá fárveikur og barðist við dauð- ann. Nunnurnar höfðu staðið í þeirri trú, að hann lægi í óráði — en hann hafði komizt á snoðir um sitt af hverju. DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.