Þjóðviljinn - 01.05.1949, Blaðsíða 3
iiiiimmmiiiimmiiiimmiiiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiimimiimiimiiimimmiiiiiiimmi
Sunnudagur 1. maí 1949.
iiAaiáwi
3
Gengislækkun
Forustumenn auðstéttar-
innar ijúka nú vart svo
sundur skoltum að þeir
minnist ekki á gengíslældi'un.
Það bjargráð heíur raunar
skipað öndvegi í hugskoti
þeirra um margra ára slceið,
en hefur nú loks ger/.t svo
fyrirferðarmikið aö það hefur
byggt út öllum öðrum liugs-
unum. Það er á allra vitorði
að verkbann útgerðarauð-
vaidsins, sem liafði af þjóð-
inni á þriðja milljónatug
króna var fyrst og freinst
til þess framkvæmt, að
leggja áher/.lu á kröfuna um
gengislækkun. Ráðamenn
$jálfstæðisflokksins virðast
nú allir hafa hresst svo upp
á hugrekki sitt að þeir þora
að mæla með gengislækkun
opinberlega, en ráðamenn
lijáflokkanna beggja eru
hins vegar enn hræddir við
orðið þótt þeir fallist fús-
lega á verknaðinn, sem í
því felst.
★
Forsprakkar aðstoðar-
íhaldsins hafa æ ofan í æ
lýst því yfir að þeir teldu
gengislækkun „algera neyð-
arráðstöfun“. Slíkar yfir-
lýsingar eru þó vissulega
engin trygging þess að Al-
þýðuflokkurinn muni snúast
gegn væntanlegri gengis-
lækkun. Það er eins og góð-
ur maður hefur sagt: Saga
Alþýðuflokksins er saga
stöðugra neyðarráðstafana,
sem forsprakkarnir hafa
sætt sig við „gegn vilja
sínum“! Og raunar er það
orðliengilsháttur einn og
fyrirsláttur þegar aðstoðar-
íhaldsmennirnir eru að
fjargviðrast gegn gengis-
lækkun, því það er
gengislækkun, sífelld og
stanzlaus gengislækkun, sem
fyrsta stjórn Alþýöuflokks-
ins hefur verið að fram-
kvæma undanfarin tvö ár.
★
Einn ötulasti stuðnings-
maður ríkisstjórnarinnar og
einn helzti ráðamaður Sjálf-
stæðisflokksins, Björn Ól-
afsson, er ekkert feiminn
við að viðurlcenna þessa
staðreynd. í ræðu á Alþingi
s. 1. mánudag komst hann
þannig að orði:
„Söluskatturinn (6%),
sem lagður er á allan inn-
flutning á innkaupsverð var-
anna ásamt tollum að
viðbættuin 10%, samsvarar
10—13% hækkun á inn-
kaupsverð vefnaðarvara,
fatnaðar og skófatnaðar.
Við þetta bætist svo 3%
söluskattur í smásölu, sem
samsvarar um 5% á inn-
kaupsverð. Söluskatturinn
verður þá samtals 15—18% á
innkaupsverði þessara vara.
Tollaliækkun 1947 var
65% af verðtolli og 200%
á þungatolk og samsvarar
20—35% af innkaupsverði
varanna. Söluskatturinn og
tollahækkur.in samanlagt á
ofangreindum vörum, nemur
hvorki meira né minna en
35—50% af innkaupsverði
varanna. Þetta samsvarar
því, að framkvæmd hafi ver-
ið 35—50% gengislækkun
gagnvart þeim vörum, sem
að ofan eru nefndar og er
stærsti neyzluvöruflokkur
almennings“.
★
Þessi hreinskilnislega
yfirlýsing stjórnarliðans
Björns Ólafssonar gefur þó
engan veginn tæmandi mynd
af því hversu stórvægileg sú
gengislækkun er, sem fyrsta
stjórn Alþýðuílokksins lief-
ur framkvæmt undanfarin
ár. Mikill hluti af álögum
þeim, sem samþykktar hafa
verið er ótalinn, og auk þess
hefur vöruskortur og ó-
stjórn skapað mjög víðtæk-
an svartan markað, en til-
vera hans samsvarar að
sjálfsögðu mjög verulegri
gengislækkun. Þannig er
óliætt- að fuliyrða að gengis-
lækkun sú, sem framkvæmd
iiefur verið á rúmum tveim
árum nemi y.fir 50% á
stærsta neyzluvöruflokki al-
mennings, en Stórvægilegri
gengislækkun mun erfitt að
liugsa sér, einkum þegar í
hlut á fyrsta stjórn þess
flokks sem telur það í orði
eitt brýnasta verkefni sitt að
berjast gegn gengisfellingu!
★
Björu Ölafsson má eiga
það að hann kemur til dyr-
anna eins og' hann er klædd
ur og viðurkennir staðreynd-
ir, á sama tíma og Alþýðu-
flokksbroddarnir ástunda
hina eilífu iðju sína að
blekkja, falsa og ljúga. Geng
islækkun er ekki gengislækk-
un ef hún er kölluð eitthvað
annað, segja þeir. Við hlið
slíkra manna er Björn þessi
vissulega ímynd hreinleika
og heiðarleika. Hitt er ann-
að mál hvort aðferð hans er
vel til þess fallin að auka
hróður þeirra stjórnarhátta
sem hann ann. Það er auð-
veldara að teyma þá sem
blindaðir eru ofan í foraðið
en hina sem sjá.
★
Yfirlýsing Björns Ólafs-
sonar átti að vera röksemd
fyrir áframhaldandi gengis-
lækkun: Þið hafið alltaf ver
ið að Iækka gengið því ekki
að gera það enn og í þetta
skiptið hreinlega og umbúða-
laust! Og Björn Ölafsson
veit vel hvað hann er að
fara fram á. Gengislækkun
er að sjálfsögðu ekkert bjarg
ráð fyrir þjóðarheildina, hún
eykur hvorki framleiðsluna
né verðmæti hennar, þorsk-
unum fjölgar ekki fyrir henn
ar skuld né heldur eykst
fituprósentan í síldinni. Eina
afleiðing hennar er sú að
launþegar þurfa að leggja
fram fleiri krónur fyrir að-
fluttar neyzluvörur sínar og
bera þess vegna minna úr
býtum fyrir kaup sitt. Hluti
þeirra af þjóðartekjunum
minnkar en hluti auðstéttar
innar vex. Gengislækkun er
aðeins ein aðferð af mörgiim
til að ganga á hlut Iaun-
þega, herbragð í stéttabar-
áttunni. Þegar spekingarnir
á þingi þykjast vera áð deila
um liagfræði, hvort sé betra
verðhjöðnun eða gengislækk
un eða eitthvað þriðja, er
það aðeins pex um markmið;
tilgangurinn er einn og hinn
sami, að auka herfagn pen-
ingavaldsins í stéttabarátt-
unni.
★
Það er þetta sem liinn
hreinskilni afturhaldsseggur
Björn Ólafsson afhjúpaði á
mánudaginn var á svo listi-
legan hátt. Hann svipti grím
unni af loddurunum í Alþýðu
flokknum, sem í orði þykjast
berjast gegn gengislækkun
og halda því meira að segja
stundum fram að allar þeirra
athafnir miðist við það eitt
að koma í veg fyrir gengis-
lækkun, en í rauninni
hafa framkvæmt yfir 50%
gengislækkun á stærsta
neyzluvöruflokki almennings.
Hánn telur sig hafa efni á
því að vera hreinskilinn.
Hann sækir fylgi sitt til
heildsalastéttarinnar einnar
og fasistískra sálufélaga
hennar og þarf ekki að tanna
nafn alþýðunnar í hverri
setningu. Og hann leyfir sér
stundum þann munað að
spotta loddarana sem verða
að mæla þvert um hug og
ljúga til um ailar gerðir sín-
ar. Slíkir inenn njóta nefni-
lega fyrirlitningar allra, ekki
sízt þeirra sem þeir þjóna.
~k
Fyrsta stjórn Alþýðu-
flokljsins hefur framkvæmt
yfir 50% gengislækkun á
æviskeiði sínu, en fengið að
kalla hana öðru nafni til
þessa. Nú berja ráðamenn
auðstéttarinnar hins vegar í
borðið og heimta opinbera
gengislækkun, skráða geng-
isfellingu. Alþýðuflokks-
broddarnir þykjast vera and-
snúnir lienni, en þeir eru sem
kunnugt er einnig andsnúnir
tollum og nefsköttum, launa
lækkunuin, atvinnuskorti og
kjararýrnun alþýðunnar yf-
irleitt! Enginn efast víst um
að þeir muni halda áfram að
berjast gegn „skoðunum“
sínum, tukta sjálfa sig eins
og meinlætamaður sem kaup-
ir sér sælu annars heirns með
pyndingum þessa. Gengis-
lækkun er eins vís og dauð-
inn ef „andstaða“ Alþýðu-
flokksins ein saman kæmi til.
GENGISLÆKKUN:
FjölmenniS í kröfugöngu verkalýSsfélaganna
dag og á fundinn i Lœkjargöfu
i
til hafnfirskrar alþýðu
Frá fulltrúaráði verkalýðsíélaganna í Hafnarfirði, Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar og Iðnnemafélagi
Hafnarfjarðar
HAFNFIRZK ALÞÝÐA!
1. maí er dagur verkalýðsi-ns um allan heim, við þennan dag eru tengdar margar helgustu minn-
ingar baráttusögu verkalýðshreyfingarinnar og þennan dag hefur íslenzk alþýða fylkt liði síðan 1922.
Nú þegar hafnfirzk alþýða stendur sameinuð að þessum degi, minnist og fagnar unnum sigrum,
dregur lærdóm af reynslu liðinna ára og safnar kröftum til nýrra átaka í baráttunni fyrir velferðar-
málum sínum, skorum við á verkalýðinn í bænum að sýna einingu og mátt sinn með virkri þáttíöku í
kröfugöngu, útifundi og öðrum hátíðahöldum dagsins.
Heitum því á þessum degi að gera sigur alþýðusamtakanna — sigur verkalýðsins — sem mestan.
Fulltrúar
Borgþór Sigfússon,
Sigurrós Sveinsdóttir,
Helgi J. Jónsson,
Pálmi Jónsson,
'Guðrún Nikulásdóttir,
Sigríður Erlendsdóttir,
'Þóroddur Gissurarson,
Ari Benjamínsson,
Þorsteinn Auðunsson,
Pétur Óskarsson,
verkalýðsfélaganna:
Magnús Guðjónsson,
Sigurður I. Sigurðsson,
Bjarni Erlendsson,
Ólafur Jónsson,
Kristinn Guðmundsson,
Hermann Guðmundsson.
f.h. Starfsmannafél. Hafnarfj:
■Kristján Dýrfjörð.
f.h. Iðnnemafélags Hafnarfj.:
Sigurður Árnason.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll**l||||lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll1llilllllll
= IIIIIIIIIIIHIIIIIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHilllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIHI