Þjóðviljinn - 06.06.1949, Síða 4
3
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagar 6. tuai 1949.
PIÓÐVIUINN
Otgfefandí: Bamelningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurlnn
Bltatjórat: Magnúa Kjartansson. Sigurður GuSmundsson (&b)<,
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaöam.: Xrl Kárason, Magnúa Torfl Ótaíason. Jónas Árnason.
Ritstjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prsntsmiöja. Skólavörðn-
■tíg 33 — Sími 7500 (þrjár línu r)'
Áskrií'arverð: kr. 12.00 á mánuöi. — LausaaðluvarS 50 aur. slnt.
PrentsmlBja ’ÞjóBviyaua tu £,
SósialistanckkurJnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur)
Dýrtíðarstjórnin lýsir sjálfri sér
Almenningi er efiaust ekki sérlega minnisstæður „mál-
efnasamningur“ núverandi ríkisstjórnar, hann var ekki til
<þess fallinn að grópast fast í hug manna, fullur af hinum
alkunnu hálfyrðum „eftir því sem frékast er unnt“, „eftir
megni“ og „eftir því sem kringumstæður leyfa“. Þó var í
honum eitt atriði afdráttarlaust, ríkisstjórnin leit á það
sem meginhlutverk sitt, að berjast gegn dýrtíð og verð-
bólgu. „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að vinna að því
af alefli, að stöðva liækkun dýrtíðar og framleiðslukostn-
aðar og athuga möguleika á lækkun hennar!“
★
Þetta meginstefnumál rikisstjórnarinnar var síðan boð-
að af einstæðu harðfylgi í málgögnum hennar. Allt, sem
ríkisstjórnin gerði var „ráðstafanir gegn dýrtíð og verð-
bólgu“ eða ,,dýrtíðarráðstafanir“. Seinna orðið virtist brátt
meira sannmæli, því öllum almenningi var ómögulegt að
skilja annað en að allar aðgerðir stjórnarinnar \*æru við
það sniðnar, að magna dýrtíðina og auka verðbólguna.
Tollar og óbeinir skattar hafa verið þrefaldaðir í tíð fyrstu
stjórnar Alþýðuflokksins, og hingað til hafa menn haldið
að það héti verðbólga. Á sama tíma hafa tekjur laun-
þega verið rýrðar stórlega með kaupránslögum og stórum
minni atvinnu, og það hafa menn til þessa haldið að væri
öruggur vottur vaxandi dýrtíðar. En stjórnarblöðin halda
fast við sinn keip; þetta voru aðeins byrðar og fórnir,
sem þjóðin varð að taka á sig til að „stöðva hækkun dýr-
tíðar og framleiðslukostnaðar“, eins og komist \-ar að
orði í ,,málefnasamningnum“! Stjórnarblöðin og yfirboð-
arar þeirra hafa aldrei viðurkennt að verðlag færi hækk-
andi í landinu, þvert á móti berðist ríkisstjórnin hinni
góðu baráttu við að halda því í skef jum og við sérstaklega
hátíðleg tækifæri var því meira að segja haldið fram, að
verðlag hefði verið lækkað!
★
En síðan, rúmum tveimur árum eftir að „málefna-
samningurinn“ var birtur og eftir rúmlega t\’Jggja ára
góða baráttu, til að framkvæma ákvæði hanS, um að
„stöðva hækkun dýrtíðar, og framleiðslukostnaðar“ kemur
fram á Alþingi, stutt og yfirlætislaus greinargerð fyrir
frumvarpi, um hækkun tóbaks. Sú greinargerð, mun ef-
laust grópast fastar í hug manna en „málefnasamningur-
inn“ forðum tíð, en hún hljóðar Svo í öllu látleysi sínu:
„Verðlag hefur farið stöðugt hækkandi almennt í
landinu undanfarið, og er eðlilegt, að verðlag á tóbaks-
vörum, sem rikissjóður nýtur hagnaðar af, fylgist með.
Til þess þarf að rýmka lagaákvæðin um álagningu tóbaks-
einkasölunnar, og er það gert með frumvarpi þessu.“
Það er enginn bumbusláttur í kring um þessa greinar-
gerð eins og „málefnasamninginn" forðum, og þó rennur
manni næstum til rifja uppgjafartónninn. Og þegar þess
er gætt, að t. d. sígarettupakkinn kostaði í janúar 1947,
áður en ríkisstjórnin tók við, kr. 3,60, en á nú að hækka
upp í kr. 5,75, þá er greinargerðin yfirlýsing um að verð-
lag hafi almennt hækkað um 'hvorki meira né minna en
60% í tíð fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins! Öllu átakan-
le^ri yfirlýsingu um uppgjöf hrunstjórnarinnar er ekki
hægt að hugsa sér.
EINAESSON & ZO.ÉGA:
Foldin er væntanleg til Hull á
föstudagsmorgun, fermir þar sama
dag. Spaarnestroom er væntanleg-
ur til Amsterdam á föstud. Lingo-
stroom er í Færeyjum, væntanleg-
ur til Reykjavíkur eftir helgina.
Það vantar bremstir.
Sumir menn eru í vissum skiln
ingi bremsulausir. Þeir gerast t.
d. sekir um óheppilegt asna-
strik, en í stað þess að láta sér
segjast, þegar á þetta er bent,
álpast þeir í þráa sínum áfram
á sömu braut, og lenda að lok-
um útí skurði almenns athlægis.
Nærtækt dæmi má nefna þessu
til sönnunar: Valtý Stefánssyr.i
varð á sú skyssa síðastliðinn
þriðjudag að birta í blaði sínu
fimbulfáránlegar lygasögur um
hátíðahöldin 1. maí. Og reyk-
vískur almenningur, sem hefur
húmorískan sans, gat ekki stillt
sig um að hlæja. Valtýr Stef-
ánsson er hinsvegar illa búinn
þessum sansi (sem og raunar
fleiri sönsum), og hann hefur
— þrátt fyrir fjölda vinsam-
legra ábendinga — endurtekið
sömu fáránlegu lygarnar á
hverjum degi alla vikuna, með
þeim afleiðingum, að nú er ekki
bara hlegið, heldur skelli-
hlegið að honum. — Þannig er
Valtýr Stefánsson í þessum
skilningi bremsulaus einsog bil-
aður gamliford.
*
staðreynd, sem öllum er ljós ..
— En eins og menn vita, var
það í byrjun loforð núv. ríkis-
stjórnar, að halda dýrtíð í skefj
um, og þá náttúrlega að hafa
helzt hemil á verðlagi helztu
neyzluvara........
'k
Nýr, tilfmEtanlegur
nefskattur.
..... En hvað gerist svo?
Jú, verð á algengustu neyzluvör
um hefur farið síhækkandi,
ýmist beint eða óbeint, og tó-
bak t. d. hefur hækkað í verði
upp úr öllu valdi, seinast núna
um mánaðamótin, þegar síga-
rettur hækkuðu t. d. úr kr. 5.00
í kr. 5,75 pr. pakka. Tóbaks-
reykingamenn brúka mest síga-
rettur, og mun láta nærri að
flestir reyki einn pakka á dag
.... Geta menn af þessu séð,
hvað þessi nýi nefskattur krata
stjórnarinnar er tilfinnanlegur
fyrir allan almenning . . Þetta
er máske smávægilegt atriði
móts við margt annað á hinu
stóra syndaregistri ríkisstjórn-
arinnar, en smávægilegu atriðin
verða líka munuð við næstu
EIMSKIÍ:
Brúarfoss kom til Reykjavíkur
í fyrradag 4.5. frá Antwerpen.
Dettifoss fór frá Reykjavík 3.5. til
London og Hull. Fjallfoss er í Ant
werpen. Goðafoss fór frá N. Y.
29.4. til Reykjavíkur. Reykjafoss
fór frá Kph. 30.4. er væntanlegur
til Reykjavíkur árdegis í dag 6.5.
Selfoss er í Borgarnesi. Tröllafoss
fór frá Reykjavík 3.5. til Halifax
og N. Y. Vatnajökull fór frá Vest-
mannaeyjum 30.4. til New Castle-
on-Tyne. Laura Dan kom til R-
vikur 1.5. frá Antwerpen.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni, sími 7911.
Næturlæknir er i Læknavarðstof
unni, sími 8030.
19.30 Þingfréttir.
20.20 Skíðaþáttur
(Georg Lúðvíkss.).
20.30 Útvarpssag-
an: „Catalína" eft-
ir Somerset Maug-
ham; III. lestur (Andrés Björnss.).
21.00 Strokkvartett útvarpsins:
Kvartett í Es-dúr eftir Mendels-
sohn. 21.15 Frá útlöndum (Jón
Magnússon fréttastjóri). 21.30
Tónleikar. 21.35 Sagnaþættir eftir
Bólu-Hjálmar (Gils Guðmundsson
ritstjóri fiytur). 22.05 Vinsæl lög.
£2.30 Dagskrárlok.
Leiðréttlng. 1 grein um garð-
yrkju eftir Sigurð Sveinsson er
birtist í kvennasíðu Þjóðviljans
í gær er prer.tvilla í 5. línu. Þar
stendur vetrarauðn en átti að vera
vetrarúðun.
Undirskrift páfans,
Eg veit ekki hversu lengi Val
týr hyggst halda áfram þessum
kjánaskap. Minnsta kosti sjást
þess énnþá engin merki að
draga muni úr ferðinni, því sein
ast í gærmorgun birtir hann
grein með sömu fullyrðingun-
um um, að einungis -1300 manns
hafi verið í hinni vSldugu kröfu
göngu Fulltrúaráðsins. Og til
að sannfæringarkraftur greinar
innar skuli í engu bregðast,
skrifar Valtýr nafn sitt fullum
stöfum undir hana, einsog þar
sé fólgið sama vald og í nafni
páfans, sem getur skipað þegn-
um sínum að trúa nákvæmlega
hverjú sem vera skal, af því
hann er, fyrir náð almáttugs
guðs, óskeikull í sínum dómum.
Annars er ekki ástæða til
frekari orðalenginga um þetta
mál. -Nema hvað rétt er 'að
skjóta þeirri vinsamlegu vís-
bendingu til valdamanna íhalds
ins, að oft var þörf en nú er
nauðsyn á haldgóðum bremsum
— helzt glussabremsum —
handa stjórnanda Morgunblaðs-
ins.
★
Tóbak er ein helzta
neyzluvaran.
Reykingamaður skrifar: „Það
er nú einu sinni svo, að Islend-
ingar hafa vanizt á að reykja,
og ekki gott við því að gera
héðan af. Sennilega lætur nærri
að allt að því 70% ísl. karl-
manna séu með þessu marki
brenndir. Og stór hluti hinna
notar a. m. k. neftóbak.....
Þannig er tóbakið ein af helztu
neyzluvörum þjóðarinnar eins
og bent hefur verið á. Þetta er
kosningar. — Reykingamaður.
★
Nauðsyn brýtur lög.
Það hefur borizt bréf, þar
sem látin er í ljós mikil óá-
nægja út af því, að garðeigend-
ur skuli aftur vera farnir að
nota mikið húsdýraáburð hér
innanbæjar, þvert ofan í settar
reglur., Sennii. er ekki gott við
þessu að gera. Það ríkir Alþýðu
flokkshallæri í landinu, og inn-
flutningur lítill, einnig hvað
tilbúinn áburð snertir. En eitt-
hvað verður að bera á blettina,
— og nauðsyn brýtur lög.
II Ö F N I N:
Þórólfur fór á veiðar í gær. Hall
veig FróSadóttir liom af veiðum og
fór áleiðis til útlanda. Eiliðaey var
tekin í slipp. Þrir fææreyskir og
einn hollenskur togari fóru héöan
í gær.
EIKISSKIP:
Esja fer frá Reykjavík í kvöld
vestur um land i hringferð. Hekla
er á Austfjörðum á norðurleið.
Herðubreið fer frá Reykjavík um
hádegi í dag tii Vestfjarða með við
komu í Stykkishólmi og Flatey.
Skjaldbreið var á Húnaflóa í gær
á norðurleið. Þyrill er í Faxaflóa.
Oddur fer frá Rgykjavík í Uag til
Hornafjarðar.
ISFISKSALAN:
Gylfi seldi 5053 vættir fyrir 11048
pund, 4. þ. m. i Fleetwood. Mótor-
skipið Goðaborg seldi 4. þ. m. í Ab-
erdeen, 1280 vættir fyrir 3494 pund.
Pólstjarnan seldi 2. þ. m. í Aber-
deen, 3893 kits fyrir 9944 pund.
Geysir fer í kvöld
til Kaliforrru. Verð
ur þar 3 vikur til
viðgerðar. Hekla er
í Reykjavík. I gær
fóru flugvélar Loftleiða til Akur-
eyrar, Bildudals og Patreksfjarðar
(sjúkraflug), og austur í Grafning.
----- Gullfaxi kom frá Kph. og Osló
kl. 9.30 í gærkvöld.
Iönskólaalbúmin 1948 eru tilbúin
og verða afhent í skrifstofu Iðn-
nemasambandsins, að Hverfisgötu
21 í kvöld kl. 8.30. Þeir sem enxx
hafa ekki greitt albúmin, eru beðn
ir aö greiða þau við móttöku,-
Bekkjarráð Iðnskólans 1948.
Hjónunum Guð-
rúnu Rafnsdóttur
og Eggert Þor-
bjarnarsyni Lang-
holtsveg 33. fædd-
ist.19 marka dóttir
í fyrradag, miðvikudaginh 4. maí.
Uiigbarnavcrnd Líknar, Templ-
arasundi 3f er opin þriðjudaga og
föstudaga kl. 3.15—4 e. h.
Múrarafélag Reykjavíkur heldur
fuxid í Baðstofu Iðnaðarmanna u.
k. föstudag 6. maí klukkan 8.30
síðdegis. Dagskrá: Rætt um upp-
sögn samninga og kaupgjaldsmál.
Fclagar mætið vel og réttstundis.
Stjórnin.
Söfniix: Landsfcókasafnið er opið
kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka
claga nema laugardaga, þá kl. 10—
12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 1
—7 alla virka daga. Þjóðminjasafn-
iff'kl. 1—3 þi'iðjudaga, fimmtudaga
cg sunnudaga. Listasafn Einara
Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu-
dögum. Bæjai-bókasafnið er op-
ið alla vii'ka daga kl. 10—10, út-
lán þá frá kl. 2, nema á laugar-
dögum en þá er safnið opið kl.
10—4 og útlán kl. 1—4.
Dr. Jens Hald vei-ður ásamt Al-
freð lækni Gíslasyni til viðtals
í dag og á moi'gun kl. 5.30------
6.30 í upplýsinga og hjálparskrif-
stofu Áfengisvarnarnefndar
Reykjavikur í Templai'ahöllinni,
Fríkirkjuveg 11. Mun hann gefa
leiðbeiningar og upplýsingar þeim
sem til hans leita vegna áfengis-
bölsins. ! •