Þjóðviljinn - 22.06.1949, Page 6

Þjóðviljinn - 22.06.1949, Page 6
1 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur .32. júní 1949. EVELYN WÁÚGH : 47. DAGUR. KEISARARIKID AZANIA ASM. JONSSON þýddl. Var sannkölluð hetja dágsins,;JPlöggihí vörii, festJ,? sem hann — eins og stóð í hinu prúðmannlega afsvari hans — starfaði aðallega innan enska safnaðarins á staðnum sem þegar var fullkunnugt um þessar fyrirætlanir og hafði gert sínar ráð- stafanir viðvíkjandi þeim, og mundu þessvegna ekki líða neitt tjón við þessar nýju aðgerðir keis- arans. Hinsvegar óskaði hann hans heilagleika velgengni í hinni drengilegu baráttu hans fyrir varðveizlu hreinleika heimilislífsins. Hann hvatti hann til að biðja fyrir sér, og bennti honum á, að hann ætti sjálfur í flóknum brösum við Fram- faraflokkinn, sem hótaði að rífa dómkirkjuna hans til grunna. Hann vildi því ekki auka á ring- ulreiðina með því að blanda inn í það öðrum deilumálum, hversu ágæt sem þau annars: kynnu að vera. ' *,» n-joV, Einn árangur fundarins var, að hans heilag- leiki samdi hirðisbréf í glæsilegum kirkjustíl, og sendi afrit þess í allar áttir með hraðboðum. Ef kirkjan hefði haft sterk ítök meðal íbúanna, hefði hátíðin verið dæmd til að mistakast fulikomlega, en, eins og áður er getið, þá var kristnun lands- jns mjög ófullkomin, og meiri hluti íbúanna varð- veitti enn þá hin eldri trúarbrögð innra með sér, og stefnu Seths barst að lokum hjálp úr ólikleg- ustu átt — nefnilega íbúum þorpanna. Þessi gangur málanna var eingöngu að þakka hæfni manna til að laga sig eftir kringumstæð- unum. Á hinum myrku dögum, þegar fordómar fólks hans umkringdu hann úr öllum áttum, og jafnvel Basil gekk svo langt að geta þess, að skynsamlegast væri að fresta hátíðahöldunum, fann keisarinn í bókunum, sem hann fékk mánað- arlega frá Evrópu nokkrar mjög áberandi og ó- tvíræðar rússneskar auglýsingamyndir. 1 fyrst- unni virtist algjörlega óframkvæmanlegt að prenta eftir þeim — prentsmiðja Couriers gat ekki prentað myndir. Seth var að hugsa um að láta þræla teikna myndirnar, þegar hr. Youkoum- ian uppgötvaði, að fyrir nokkrum árum síðau hefði einhver framtaksamur auðkýfingur gefið ameríska baptistaskólanum litprentunartæki, í þeim tilgangi að kenna hinum innfæddu lit- prentimariðnina. Tækin höfðu lifað endalok þess- ara tilrauna af, og hr. Youkoumian keypti þau af prestinum og seldi Nýsköpunarráðinu þau með sæmilegum hagnaði. Nú var dubbaður upp listamaður úr armensku nýlendunni, sem tók að sér, samkvæmt fyrirskipunum hr. Youkoum- ians, að útfæra tillögur Seths í einstökum atrið- um. Árangur allra þessara umbrota birtist að lokum almenningi í gríðarstóru plaggi'í sterkum litum ■— einkar heppilegu til að koma ólæsu fólki í skilning um blessun fæðingatakmarkana. Þetta var að ýmsu leiti stórbrotnasti sigur Ný- sköpunarráðsins til þessa, og hr. Youkoumian upp um alla Debra-Dowa borg, þau voru límd á veggi hvers einasta salernis meðfram járnbraut- arlínunni milli höfuðborgarinnar og strandarinn- ar, þau voru send inn í hálendið til allra undh’- konunganna og klínt upp í kofa hvers einasta höfðingja, þau voru hengd upp í fangelsunum og hermannaskálunum og límd á gálgatrén, og hvar sem þau voru fest upp þyrptust þegar að þeim hópar áhugasamra og undrandi Azaníubúa. Plaggið sýndi tvo ólíka heima. Öðru megin var sýndur andstyggilegur og sóðalegur sírákofi, og allt í kring um hann börn á öllum aldri, þjáð af öllum hugsanlegum sjúkdómum; krypplingar, vansköpuð, blind, hitaveikissjúk og brjáluð. Við tóman pottinn sat faðirinn á hækjum sér, úttaug- aður og ellihrumur fyrir aldur fram, af heimilis- áhyggjum og brauðstriti, og gegnum dyrnar sá inn í kofann, þar sem móðirin, upptærð af oftíð- um barnsburðum og hnýtt og skökk af þindar- lausu striti, horfði örvæntingar-augum á allt of lítinn matarskammt, sem átti að nægja allri f jöl- skyldxmni. Hinumegin á myndinni sást inn í bjarta dagstofu með borði og stólum. Móðirin, sem var bæði ung og fögur, sat í þægilegum hægindastól og borðaði hrátt kjötstykki, en mað- ur hennar reykti í friðsæld úr langri arabískri vatnspípu, (sem var tákn þjóðfélagslegrar vel- megunar um allt landið), en á milli þeirra sat stórt og heilsulegt barn og las í blaði. Á miðri myndinni, á milli þessara mynda, voru stórar og nákvæmar teikningar af nýjustu og öruggustu getnaðarvörnum, ásamt þessum orðum á sakuyu: HVORT HEIMILIÐ VELUR ÞÚ? Myndin vakti alstaðar óskipta athygli. Um alla eyna kinkaði fólk svörtum kollum, svartar hendur bentu og svartar tungur skelltu í góm við oddsorfnar tennur. Það var hvergi nokkur minnsti vafi um áhrifamátt nýja og litskrúðuga plaggsins. fullkomna málverkabókin komin Fyrsta 25 mynclir prentaðar í eðlilegnm litum Hrein opinberun íyrir þá, sem dá íslenzka nátiúru og meta einhvers íslenzka listmenningu. 30 myndir og icikninga? í svöriu. Saga listamannsins eítir Gunnlaiig Schevmg ©g Bjama GaBnrnndssoj! (£. ensku). Flótíi unclan eldgosi. Þeir, sem gerast áskriíendur að öllum þrem bókunum, bók Ásgríms, Jóns Stefánssonar greiða aðeins 125 kr. fyrir hverja bók. og Kjarvals Békaútsala ritföng h.f Bœkur Áskriftarskrifstofa og afgreiðsla Veghúsástíg 5 (áður Smjörlíkisg. Smári) Sími 1651. RMS9Þ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.