Þjóðviljinn - 03.07.1949, Blaðsíða 6
fcJÓÐVILJTNN
Sunnudagnr
3. júlí 1949
REYKJAVÍKURSÍNINGIN um sögu
og samtíð bæjarins
Óskað samvinnu og aðstoðar bæjarbúa
Nefndin, sem sér um undirbúning Reykjavíkursýningar-
innar, hefur nú lokið við það að mestu að raða hinni fyrirhuguð'u
sýnlngu niður í húsakynni hennar í Þjóðmynjasafninu. Þar verð-
ur sýningin haldin, væntanlega snemma á næsta hausti. Sýn-
ingunni verður raðað niður eftír starfsgreinum og þáttum bæj-t
ftdítsins og reynt eftir föngum að sýna annarsvegar merkustu
þættina í þróunarsögu bæjarins og hinsvegar höfuðatriði bæjar-
lífsins og starfsins eins og það er nú, í atvinnumálum, mennta-
máium, kirkjumálum, listum, byggingarmálum o. s. frv.
«>
55. DAOUR.
EVELYN WAUGH:
KEISARARIKID AZANIA
ASM. JONSSON
þýddi.
Undirbúningur undir sumar
greinar sýningarinnar eru vel á
veg komnar, en annar nokkuð
skemur. Unnið hefur verið að
,því undanfarið að komast á ný
í samband við alla aðila, sem
upphaflega var skrifað um
þátttöku, áður en fresta þurfi
sýningunni vegna þess að henni
brást það húsnæði, sem henni
var upphaflega ætlað.
Það eru vinsamleg tilmæli
nefndarinnar að allir þessir að-
ilar greiði fyrir undirbúningi
Eitt
ár
Framhald af bls. 3.
asta auðhrings heims, sem
hefur neytt valds síns til
að lækka verð íslenzkra af-
urða æ ofan í æ þannig að
•ríkisstjómin hefur meira að
segja orðið að betla 44 millj.
króna til að losna við hluta
þeirra. Þetta skipulagða verð
hrun hefur verið notað sem
tilefni til að festa Island í
„skuldafeni“, þannig að ríkis
stjórnin hefur á einu ári
þegið 65 milljónir króna og
Islendingar þar með orðið
bágstaddasta þjóð Evrópu.
Svo lágt hefur verið lotið
að hlutleysi íslendinga og
yfirráðaréttur yfir ættjörð
sinni var metið til jafns við
16 milljóna króna mútur.
Þetta fé þefur að langmestu
leyti verið ,,etið upp“ á þessu
eina ári. Framundan er vax-
andi kverkatak auðhrings-
ins, spádómurinn um að
framlag Islands hafi „ekki. .
mikla þýðingu" að loknu
næsta ári og gengislækkun.
Og hvað tekur síðan við þeg-
ar „marsjallhjálpinni“ lýkur
1953 og öllu hefur verið
fargað sem er mútuvirði?
4
Marsjallsamningurinn er
ársgamall í dag. Það má
segja honum upp hvenær
sem er. En til þess þarf nýja
ríkisstjórn á íslandi.
4
'vryj-ó
s (j
niiiiiiiiviiiiniiiiiiiiiiinmiiHiiiiiiiif^
ligyur leiðin
RimiiHSiiHiiiminimiimmiiiiiniiu
j sýningarinnar eftir föngum og
(flýti honum og hafi um þetta
samband við nefndina. Nefndin
og framkvæmdastjóri hennar
mun fúslega ræða þessi mál við
aðilja og veita allar nauðsynleg
ar upplýsingar um sýninguna.
Nefndin væntir þess, að sýn-
ingin -geti ekki einungis verið
fjölhliða og fróðleg sýning á
sögu og samtíð bæjarins held-
ur einnig skemmtilegur og að-
laðandi samkomustaður fyrir
bæjarmenn og gesti þeirra, þar
sem þeir geti kynnt sér og not-
ið þess að skoða í næði það sem
sýnt er.
Sýningarnefndin vill nú beina
þeim vinsamlegu tilmælumum
til bæjarmanna, einstaklinga og
fyrirtækja, að þeir aðstoði hana
með upplýsingum um þessi at-
riði:
Bendi á eða láni eða lofi að
gera eftirmynd af merkum
myndum, sem snerta Reykja-1
víkursögu og hafa ekki verið
birtar áður. Hér er átt við
mannamyndir og staða og heim-
ila, myndir af bátum, skipum,
vinnubrögðum og verkfærum,
teikningar, ljósmyndir og kvik-
myndir.
Bendi á sama hátt á merka
gripi eða áhöld, sem sýningar-
hæf væru, og haft. hafa gildi
fyrir bæinn í heild, eða fyrir
einstaka merkismenn og fyrir-
tæki.
Gamall og sérkennilegur
klæðnaður, vefnaður, búsáhöld
og innanstokksmunir, sjóklæði
veiðarfæri, verkfæri, hljóðfæri
merkar bækur, handrit, bréf og
kort og ýmisléþ;t þessháttar
kemur einnig .til greina að því
leyti sem sýningarnefndin eða
hjálparnefndir hennar í ein-
stökum greinum hafa ekki að-
gang að þessu annarstaðar.
Nefndin hefur nú þegar safnað
ýmsu slíku eða fengið loforð
fyrir því, en vill gera sitt til
þess að ekkert þurfi að vera út-
undan, sem fáanlegt er, og
mætti verða sýningunni til bóta
og bænum og bæjarbúum til
fróðleiks og sóma.
Um þessi efni eru menn beðn-
ir að snúa sér til framkvæmd-
arstjóra sýningarinnar, Sigurð-
ar H. Egilssonar, sem hefur
skrifstofu í Ingólfshvoli og er
til viðtals kl. 4-6 alla virka
daga nema laugardaga. Arki-
tekt sýningarinnar er Þór Sand-
holt. 1 sýningarnefndinni eiga
sæti: Ásgeir Hjartarson, bóka-
vörður, Einar Erlendsson, húsa-
meistari, Haraldur Pétursson,
husvörður, Jóhann Hafstein,
alþingismaður, Sigurður Úall-
dórsson, trésmíðameis.tari, frú
Soffía óiafsdóttir og Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason, sem er formað-
ur nefndarinnar.
Þegar síðasta vítamíninu hafði verið rennt
niður, stóð Bóaz barón á fætur ,til að mæla fyrir
minni heiðursgestanna. Ræðu hans var tekið með
miklum fögnuði, og síðan þýdd á ensku:
„Yðar háting, heiðruðu herrar og frúr! 1 kvöld
hlotnast mér sá heiður og sá gleði, að bjóða með
útbreiddum bróðurfaðmi Porch etatsráðsfrú og
ungfrú Tin velkomnar hingað. Þessar konur eru
þekktar í öllu hinu fræga landi Evrópu, fyrir
hina alræmdu grimmd sína við dýr. Við Azaníar
erum gömul og stolt menningarþjóð, en þó eigum
við eftir að læra mikið af hvíta fólkinu í norðri.
Við erum líka grimmir við dýr á okkar alþýðlega
hátt“ .... Hér leyfði innanríkisráðherrann sér
©furlítinn útúrdúr, sem var lýsing á lítilsháttar
viðureign hans sjálfs með öxi við villisvín, ,,en
það eru stóru þjóðirnar í vestri og norðri, og þá
sérstaklega hinir virðulegu fulltrúar þéirra, sem
staddir eru hér í kvöld, sem við lítum til sem
eðlilegrar fyrirmyndar á vegi framfaranna. Herr-
ar mínir og frúr! Við verðum að fylgjast með tim-
anum, við verðum að vera verulega hugkvæm
í dýramisþyrmingum — það er boðskapur hins
nýja tíma, sem gestir vorir flytja oss hér (
kvöld. Leyfist mér því að lokum að lyfta glasi
mínu, og biðja ykkur öll að taka undir þá ósk
mína, að þær megi ná hárri elli og ala fjölmörg
börn.“
Skálin var drukkin, og menn settust aftur.
Sessunautar Bóazar óskuðu honum til hamingju
með velheppnaða ræðu. Auðsjáanlega var ekki
ætlazt til svarræðu, og það kom sér einstaklega
vel, því þó etatsráðsfrúnni yrði sjaldan orðvant,
mundi henni samt hafa veitzt mjög örðugt, að
þakka á viðeigandi hátt fyrir þessa ágætu ræðu.
Seth hafði auðsjáanlega ekki heyrt aukatekið
orð af ræðunni, hann var sokkinn niður í hugsan-
ir um mjög fjarskyld efni. Porch etatsráðsfrú
reyndi nokkrum sinnum að vekja umræður.
„Þetta var ákaflega vingjarnleg ræða, en ég
held, að hann misskilji að verulegu leiti starf
okkar. — — Það er ákaflega gaman að sjá þjóð
yðar í sínu eðlilega umhverfi. Viljið þér ekki
segja mér hver er hver? — Hafið þér afnumið
alveg klæðnað innfæddra?"
En svörin, sem hún fékk voru úti á þekju.
Að lokum sagði hún: „Það er ákaflega merki-
leg fréttin um Achon frænda yðar“. Keisarinn
kinkaði kolli. „Eg vona sannarléga, að þeir nái
honum úr klaustrinu. Mér finnst algjörlega til-
gangslaust að lifa lífinu þar. Menn verða svo
innhverfir á þvi að hugsa sí og æ um sálina —
finnst yður það ekki? Það var alveg rétt af
jarlinum — hvaðan sem hann er nú — að fara
að sækja hann“.
En Seth hafði ekki heyrt eitt orð af ræðu
hennar.
16. marz.
Gat ekki sofnað fyrr en seint um eftirmiðd.
Reyndi að síma í sendir., en ekkert svar. Reyndi
að ná tali af hr. Seal. Var sagt hann væri uppt.
Ekkert bólar á tösku Söru. Hún þarf að fá allt
lánað hjá mér. Reyndi árangursl. að kyrsetja
keis. í kvöld. Gekk um borgina. Mjög margt fólk,
en ekkert unnið. Auðsjáanl. eitthvað í ólagi með
peningana. Sá mann berja úlfalda, ætlaði að kæra
hann ,en fann engan lögregluþjón. Hef það orðið
á tilf. að við eyðum tímanum til einskis hér.
Þrátt fyrir svolitla aðkenningu af trúvillu, var
klaustur heilags Markúsar miðstöð trúarlífsins í
Azaníu. Fyrir ævalöngu höfðu nestoriskir trú-
boðar frá Mesopotamíu byggt þar kirkju, og
þegar Amurath mikli gerði kristindóminn að
ríkistrúarbrögðum, voru gömlu byggingarnar
stækkaðar, og söfnuður innfæddra tók við þeim.
Því var trúað almennt, að litla áin, sem rann
gegnum landareignina, væri í rauninni Kedrons-
lækurinn, sem hefði verið veitt þangað neðanjarð-
ar, og eftirspurn á vatni úr honum var ákaflega
mikil, og þótti gefast vel við allskonar húðsjúk-
dómum og þrálátum bólum. Að frátöldum öðrum
kostagripum af svolítið vafasamari uppruna,
gat hér líka að líta stein Davíðs. Hann hafði verið
höggvinn út úr höfðinu á Golíat sáluga, (þetta
var heljarmikið bjarg, feikna umfangsmikið). Þá
var þar líka grein af ófrjóva fíkjutrénu, rifið,
sem Eva var sköpuð úr, og trékross, sem hafði
fallið fyrirvaralaust af himnum ofan um hádegis-
bilið á föstudaginn langa fyrir nokkrum árum
síðan. Aftur á móti voru byggingarnar ekki lík-
legar til að vekja hrifningu gestanna. Þar voru
engin bogagöng eða viðtalsstofur eða borðsalir
með hvelfdu þaki. Klaustrið samanstóð af einum
stórum leirkofa ,umkringdum nokkrum minni
leirkofum. Eina steinbyggingin þar var kirkjan,
sem Amurath mikli hafð vígt heilögum Markúsi.
Hún sást í margra mílna fjarlægð, þar sem hún
stóð á undurfögrum velli, sem var eins og nokk-
urskonar pallur í hinum mikla fjallgarði, sem
hófst upp yfir Wanda-láglendið. Þessari flöt
skipti Kedron-lækurinn í tvennt, en á þessum
tíma árs var hann eins og mjótt silfurband, þar
sem hann skoppaði í ótal glitrandi smáfossum
niður sléttuna, þar sem hann sameinaðist straum-
lygnu Izolfljótinu nokkuð þúsund metrum neðar.
Hér og þar voru stórir hraungrýtisklettar. Fjalls-
hlíðin var full af dularfullum liellum, þangað
sem hýenur komu á nóttunni, og grófu upp þau
lík, sem voru flutt þangað úr öllum áttum keis-
araríkisins, samkvæmt gömlum og góðum sið,
og hér, á þessari lielgu jörð áttu þau að bíða
lúðurhljómsins á dómsdegi.
DAVÍÐ