Þjóðviljinn - 14.08.1949, Síða 3

Þjóðviljinn - 14.08.1949, Síða 3
Suanuclagur 14. ágúst 1949. ÞJÖÐVltJINN rrr 8 fjrj Eg fann um daginn í fór- um mínum gamalt eintak af Anbejderblaðinu, málgagni norska Verkamannaflokks- ins. Blaðið var frá fyrsta á- gúst 1947 og ástæðan til þess. að það var ekki löngu farið í gjatkistuna var sú að í því var viðtal við Stef- án Jóhimn Stéfánsson, for- sætisráðherra. Hver ér ég, áð ég týni gullkornum þess ‘ágæta manns? Viðtalið átti ung og lagleg stúlka sem Arbejderblaðið sendi hingað vegna Snorrahátíðarinnar, og í upphafi viðtalsins kynn ir hún forsætisráðherra ís- lands með þessum orðum: „Það var einlkar greinilegt að forsætisráðherrann er geysilega vinsæll, og að því leyti er það ekki rétt sem haft er eftir íslendingi í ann- arri grein í blaðinu í dag: Á íslandi eru hvorki til mik- ilmenni né smámenni. ís- lenzkur stúdent sem bauð mér upp í dans á stúdenta- dansleik eyddi meira að segja öllum dansinum í að sannfæra mig Umþáð hversu einstakt mikilínenni forsæt- isráðherrann væri.:“ Öllu eftirminnilegri lýsing á hinum einstæðu vinsæld- um mikilmennisins Stefáns Jóhanns Stefánssonár mim vart hugsanleg. Ung og glæsileg norsk stúlka hittir íslenzikan stúdent á dans- leik. Þar er glaumur og gleði, lífsf jör og blóðhiti. íslenzki stúdentinn býður norsku blómarósinni upp í dáns og eftir öllum venjulegmn mann legum reglum að dæma virð ast aðstæðumar bjóða heim litlu, elskulegu,, æsku- teitu ævintýri. En þá gerist undrið. Ungi íslenzki stúd- entinn tekur ekki eftir glauminum og gleðinni, dauf um eyrum hlustar hann á hljóðfallið og hann veitir enga athygli fégurð og ynd- ’isþoklka stúlkunnar sem hann spennir örmum. En þó er hiti í blóði hans. Undrandi heyrir irnga stúlkan hvernig af vörum hans fossar ástríðu þnmgin ástarjátning — til forsætisráðherra íslands. Stefán Jóhann Stefánsson á hug íslenzka stúdentsins all- an, lífsfjör hans og blóð- hita, allur dansinn líður og stúlkan heyrir aðeins einn texta við hið ameríska djass lag sém- sjómar fótaburði dansendanna: Stefán Jóhann Stefánsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Stefán Jóhann SEefánssón — þetta einstaka mikiímenni. Að dansinum loknum fylgir islenzki stúd- enthm norsku blómarósinni til bprðs, hneygir sig fyrir henni með fjarrænu . augna- ráði og gengur burt með . upphafinn - sselusvip í aíid- litsdráttmn og líkamsburð- um, sælusvip sem er allsend- is fjarskyldur jarðneskum kenndum. Ungu stúlkunni finnst hún hafa lifað krafta- . verk, og hún skrifar i blað sitt lýsingu á vinsældum hins einstæða mikilmennis sem hefur slík tök á .aeSjku landsins að jafnvel þegar hún sveiflar sér í dansi' hugs ar hún þó aðeins ; um- eitt, Stefán Jóhann. Stefánsson, forsætisráðherra íslands. ★ Síðan líða tvö ár„ Mikil- menni íslands býður heim vinum sinum af Norðurlönd um til að sýna þeim riki sitt og veldi. Heimboðið nær há- marki sínu. með glæsilegum útifundi á Arnarhóli, þar sem íbúar Reykjavíkur hylla mikilmenni sitt og æska Reykjavíkur hafnar dansi það kvöldið til að vera sem næst þeim manni sem á hug hennar allan. Það er ein- stæður atburður. Daginn eft ir tekur íslenzkur blaðamað- ur sétr penna í þönd af lotn- ingu við fyrirmynd ; sína í lífi og dauða, réttum tveim- ur árum eftir kraftaverkið á stúdentadaiisleiknum. Hann- es á horninu skrifar 23. júlí: „Eg varð áþreifanlega var við það hjá gestunum öllum, hve mikils traust Alþýður flokkurinn og Alþýðusam- tökin hér njóta á Norður- löndum. Það er að sjálf- sögðu vegna starfs þess sem þessi samtök hafa leyst af höndum á tiltölulega skömm um tíma, en það er einnig vegna þess álits, sem for- maður Alþýðuflokksins nýt- ur meðal forustumanna al- þýðuhreyfingarinnar á Norð urlöndiun; en hann hefur eins og kunnugt er um margra ára skeið tekið þátt í samstarfinu og ætíð verið í fremstu röð. Er það gæfa Alþýðuflokksins að ■ njóta svo góðs forustumanns.“ ★ Það leynir sér ekki að að- dáun Hannesar á hominu leikur við sömu hitagráðu og hrifning íslenzka stúdentsins á ballinu forðum, enda hef- ur hyllingin á Arnarhóli komið honum í sérstæða stemmingu. En það er rétt að veita því athygli að norska blómarósin lýsti á sinni eftirminnilega hátt vin sældum Stefáus Jóhanns .Stefánssonar á Islandi en hinn íslenzki Hannes á hom inu bindur sig einvörðungu að Hannes á horninu telur sig ekki þurfa að lýsa því fjuir Islendingum sem þeir þekkja manna bezt af eigin raun, heldur boðar þann fögnuð að frægð hins ís- lenzka mikilmennis hafi nú borizt’úm öíl Norðuriönd, bg má því vænta að einnig æsku menn þar gleymi senn til- finningu sinni fyrir kvenleg- um yndisþokka vegna um- hugsunar um forsætisráð herra íslands. Kannski á hann eftir að breyta dans- menningu alls heimsins, of- an á allt annað. ★ Þessar línur vom ekki rit- aðar í þeim tilangi einum að votta forsætisráðherra Is- lands aðdáun og hrifningu enda verður ekki lengra komizt én í þeim heitu lýs- ingum annarra aðdáenda sem hér hafa verið raktar. Hins vegar var ætlunin að benda á það að til eru þeir menn hér á landi sem ekki virðast dá forsætisráðherr- ann sem skyldi eða er að minnsta kosti mjög ósýnt um að sýna aðdáun sína í verki. Þessi menn eru sam- herjar hans meðal ráða- manna Alþýðuflokksins. Sú einstaklega ruddalega með- ferð sem þetta mikilmenni íslands var látið sæta við síðustu kosningar þegar hann var flæmdur úr kjör- dæmi sínu, úr tengslum við aðdáendur sina, og látinn fljóta á þing á bókstaf kosn- ingalaganna einum saman, l.if ir enn sem viðkvæmur blett- ur í hugskoti allra íslend- inga. Slík hneysa má ekki endurtaka sig. Mikilmenni Islands hlýtur að verða í kjöri í Reykjavík við næstu kosningar og bjóða þar fram mikilleik sinn og þá stefnu sem ríkisstjórn hans hefur framfylgt til hags- bóta fyrir land og þjóð. Enda verður ekki séð að Alþýðu- iflokkurinn ' eigi glæsilegri kost en að bjóða stærsta og þýðingarmesta kjördæmi landsins upp á hið „geysi- lega vinsæla“, „ein&taka mik ilmenni", „gæfu Alþýðu- flokksins“. Sjá ekki ráða- mennirnir fyrir sér hvernig allir dansleikir bæjarins munu leysast upp í áróðurs samkomur fyrir Alþýðuflokk inn, hvemig æskumenn Reykjavíkur munu hvísla í eyru ástmeyja sinna með dillandi hljómfalli: Því gleymdist ei frá Gjögri vestra að Gerpi austanlands, að Stefán Jóhann Stefáns- við hrifninguna utau land- steinanua. Hann talar um son er stolta nafnið hans. traust Alþýðuflokksins „á Norðurlöndum" og álit for- J Jf r mannsins „meðal forustú-. tfTJUULA maiina alþýðuhreyfingarinn- ' % Q ar á Norð,urlöndum,“ Þetta. , . . .. stafar. að sjálfsögðu. af því. ■ : £ . . . . ; i ■ »"nriw»nw ... miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | SKÁK I E Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson Undanfarið hef ég haft skemmtilega skákbók til lestr- ar. Það er ævisaga ameríska taflmeistarans Frank Marshalls ásamt 140 af beztu skákum hans og heitir Mý 'fifty Years of Chess. Marshall var skákkóngur Bandaríkjanna 1909-’36 og þátt takandi á flestum stórþingum frá því um aldamót. Hann var einn þeirra fimm, sem fyrstir voru lcallaðir stórmeistarar skákarinnar. Rússakeisari léði þeim nafnbótina hátíðlega að loknu skákþinginu í St. Péturs- borg 1914, en þar var röðin þessi: 1. Lasker, 2. Capablanca, 3. Aljechin, 4. Tarrasch 5. Marshall. Hæsta tindinum náði Marsh- all aldrei, því að hgnn stóðst hvorki Lasker né Capablanca í einvígjum. Til þess skorti hann þunga. En á skákþingum var Marshall eins og stormsveipur þegar honum tókst upp. Beztu skákir hans eru kitlandi fjör- ugar og leiftrandi af kombína- sjónum, snjöllustu leikir hans svo ótrúlegir, að maður held- ur þá prentvillur. Eg stenzt ekki þá freistingu að gefa lesendum skákdálksins örlítinn keim af þessum skák- um og tek dag þá skák sem er frægasti leikur Marshalis — leikurinn sem kom áhorfendum til að þekja skákborðið gullpen ingum. Þannig var teflt og þannig voru áhorfendur árið 1912! FRÖNSK VÖRN Breslau 1912 S. Lewitzky F.J. Marshall. Skýringarnar eru eftir Marsh all sjálfan. 1. d2—d4 e7—e6 2. e2—e4 d~—d5 3. Rbl—c3 c7—co Þessa vörn notaði ég öðru hverju um nokkurra ára skeið, þar til mér fannst hún orðin fullmikið rannsökuð. 4. Rgl—f3 Rb8—cG 5. e4xd5 e6xd5 6. Bfl—e2 Bf8—e7 7. 0—0 Rg8—f6 8. Bcl—g5 d4xc5 er betra. Hvítur teflir byrjunina elcki sérlega vel og svartur nær fljótt góðri stöðu. 8.-------- 0—0 9. d4xc5 Bc8—e6 10. Rf3—d4 Be7xca 11. Rd4xe6 Þetta er heldur ekki gott. Svörtu peðin styrkjast og svart ur fær opna f-línu. Hafi hvítur vonazt eftir að ná sér niðri á e-peðinu, verður hann fyrir von brigðum. 11. ------------------ f7xe6 12. Be2—g4 Dd8—d6 13. Bg4—h3 Ha8—e8 14. Ddl—d2 Ehn veikur leikur. 14. a2-a3 var betra. 14,------- Be5—b4 Nú verður eitthvað að taka til bragðs gegn d5—d4. ... : 15.. BgöxfS Hf8xf6 16,- Hal-s-dl. • • u - Dd6—cá Losar sig við hótunina Rc3—• e4 og vekur sína eigin hótun d5—d4 á ný. 17. Dd2—e2 ! Leppunin er óþægileg,; hvítur leitar undanbragða og finnur konibínasjón sein virðist léiða til uppskipta á hagkvæman hátt. Hann hefði getað varizt lengur með 17. a3 Bxc3 18. Dxc3 Dxc3 19. bxc3, enda þótt ljóst sé að hvítur tapi að lok- um. 17. ---------------- Bb4xc3 18. b2xc3 Dc5xc3 19. Hdlxd5 Vinnur peðið aftur en tapar skákinni. 19. ------ Rc6—d4 20. De2—h5 j Þessi leikur er hluti af kom- bínasjóninni. Ef De5 þá Rf3, gxf3, Hg6f og vinnur. 20. ------- He8—f 8! Betra en g7—g6, Dh5—e5 21. Hd5—e5 J Hvítur hefur sennilega treyst á Hc5 og sézt yfir svarið Hxf2! 21. Hf6—h6 22. Dh5—g5 Tapar fallega, en Dg4 Rf3 er ekki glæsilegt heldur. 22..---------------- Hh6xh3 23. He5—c5 Örvænting — en sjáið hvað nú skeður '23.---- Dc3—g3!!! Fallegasti leikur sem ég hef leikið á ævinni. Á þrjá vegu er hægt að drepa drottninguna og leiða allir til glötunar: I 24. hxg3 Re2 mát II 24. fxg3 Re2f og mát í næsta leik III 24. Dxg3 Re2f 25. Khl Rxg3f 26, Kgl Rxf 1 og hefur manni meir en hvítur. Hvítur gafst því upp. Bretar kaupa timbur af Rússum Tilkýnnt var í London í i fyrrakvöld, að samingar hefðu tekizt imi kaup 250.000 tonna af timbri frá Rússlandi og hefst afskipun þegar í stað. Er þetta tíundi hluti af timburþörf Breta. Þá imdirbýr brezka verzlun- armálaráðuneytið samninga til langs tíma um sykurkaup við sykurframleiðslulönd innan brezka heimsveldisins. Er ætl- un Breta að gera sig óháða dollaralöndum um sykurkaup. Vopnasölubann afnumið Öryggisráð SÞ samþykkti i gær,' að aflétta bahni, á söl’u vöpna- til Arabaríkjanna og Israelsríkis. Ráðið leysti '- jáfn- : fraint Ralp Bunche frá'störfnm c sem sáttasemjara - í Palestinu. • A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.