Þjóðviljinn - 04.09.1949, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.09.1949, Blaðsíða 1
14. árgangur. Laugardagur 3. sept. 1949. 194. tölublað. ýþ Á hinum nýja lýðsskrums- spretti sín'um hefur Alþýðublað ið reynt að afla flokki sínum púlitískra verðíeika í sambandi við hækkun þá sem ákveSin hef ur verið á verðgrundvelli land- búnaðarafurða. Nemur hækkun- in 2,5%. I undirnefndinni sem á að ákveða þennan grundvöll áttu sæti „frá neytendum“ þeir Sæmundur Ólafsson sem „full- trúi sjómannafélags Reykjavík- ur“, Einar Gíslason sem „full- trúi Landssambands iðnaðar- manna“ og bórður Gíslason sem „fulltrúi Alþýðusambands- itis“. Þeir þremenningarnir i báru fram tillögu um að verð- grundvöllurinn iækkaði um 8%. Bændafulltrúarniir þrír sem í nefndinni voru lögðu hins veg- ar til að gi'undvöllurinn hækk- aði um 18%- Hagstofustjórinn úrskurðaði síðan hina endan- legu niðurstöðu sem einskonar meðaltal þessara mjög svo sundurleitu tiilagna! 'fc Alþýðublaðið heldur því mjög á loft hversu vel hinir þrír „neytendaful!trúar“ hafi haldið á liagsmunum al- mennings þótt Jæir hafi orðið að láta í minni pokann að lok- um vegna ofríkis bændafulitrú- anna. Sú kenning rekst þó illi- lega á þá staðreynd að verð- lagsgrundvöllurina var því að- eins endurskoðaður og hækkað- ur að honum var sagt upp. Og það voru ekki bændafuiltrúarn- ir sem sögðu honum upp, held- ur neytendafúlltrúarnir, hinir skeleggu þremenningar! Og þeir sögðu honum upp á sein- ustu stundu þegar sýnt þótti að engin uppsögn bærist frá bændafulltrúumum! Árangurinn varð hins vegar sá sem að of- an greinir, 2,5% hækkun á neyzluvörum almennings. Þokka legar kjarabætur það! Hér skal ekki um það dæmt hvort hækltun þessi er róttlæt- anleg, eða ekki. Verðlagsgrund- völlurinn virðist svífa algerlega í iáusu lofti, eins og hinar mjög svo sundurleitu tillögur sýna, og allt fyrirkomulag þessara mála er fáránlegt. Hitt er ljóst að ábyrgðin af þessari verð- hækkun sem er í samræmi við alla þróun dýrtíðarmálanna undanfarið hálft þriðja ár, fell- ur óskert á ríkisstjórnin og( stefnu hennar. I tíð fyrstu Stjórnar Alþýðuflokksins hefur ekki gengið á öðrú en eilífum verðhækkunum, ár frá ári og mánuð eftir mánuð. Það eru efndir stjórnarinnar á hátið- legasta loforði hennar: að vinna bug á verðbólgunni. A- byrgðin af því verður ekki um- flúln þótt Alþýðublaðið reyni á fávíslegan hátt að þyrla ryki í augu fólks. EIGNAKONNUNARHNEYKSLIÐ Auðmemúnir fengu 11 mánaða frest til að fela millj sínar, en smáeipamenn fá enn einn Alþýðuflskattmn Eignakönnunin tilkynnt í febrúar 1947 — samþykkt í maí — nefnd skipuð í ágúst—framkvæmdir hafnar um áramót — skatfurinn lagður á tveim árum seinna! Sfr »*■ **n Undanfarið hafa ýmsir borgarar bæjarhis feagið íii- kynningar um nvjiui skatt — eignalíönnunarskatt! Er hann árangur af eignakönnuninni alræmdu, mjög sérstæð- ur árangur. Fjölmargir láglaunamenn hafa fengið skatt þennan á þeirri forsendu að þeim hafi tekizt að afia sér einhverra eigna með striti langrar ævi. Margir eru álíærðir um skattsvik, þó eina sök þeirra sé að hafa ekki kunnað að telja fram. Hins vegar munu stórgróðamenuirnir, milij- ónararnir, lítt hafa kveinkað sér undan þessum nýja skatti. Þjóðviljinn snéri sér í gær til Nikulásar Eimarssonar, skrifstofustjóra framtalsnefndar, og spurðist fyrir um þennam nýja skatt. Skýrði hann svo frá að eignakömmnar- nefnd hefði nú lokið störfum sínum. Hins vegar kvaðst hann ekki geta gefið upplýsingar um hvei ju mikil heildar- upphæð skattsins yrði, þar sem reglurnar urn skaftgrcitól- ur af uppliæðum hærri en 45 þúsimd væru enn ekk-i ú-| kveðnar. Átti að ákveða þær með lögum írá Alþingi í vor, en frunivarpið var fellt víð fyrstu umræðu! I þeim tiifellum hefur því aðeins verið send út tSlkynning um heildarupp- hæð þá sem skattskyld er taiin. Lagði skrifstofustjórinn áherziu á að þeir sem teldu ástæðu til að kæra yfir skatt- Æ. F. R. Félagar ailir í skáiann, far- ið verður frá Þórsgötn 1 ki. 2 í dag. ‘ „Nú verður heimurlnn máí- aður grænn“. — Sakkur sýnir „lysiina“. Skálasfjórn. Deildafínndii verður í öllum deildum Sósíal- istafélags Réykjavíkur á mámi. daginn, kl. 8,30, á venjulegom stöðum. inum kæmu kæranum á framfæri fyrir 16. september. Samkvæmt þessu er þannig ekki vitað enn hverjar verða tekjur ríkissjóðs af hinni frægu eignakönnun. Hinsvegar gefur þetta tilefni til að rifja upp sögu málsins í stórum drátt- um. Eignakönnunin átti að sögn ríkisstjórnarinnar að vera ráð- stöfun til að leggja byrðamar á þá ríku, hún átti að sýna réttlæti stjórnarinnar, hvernig hún deildi fórnunum eftir efn- um og ástæðum. Og raunar varð framkvæmdin á sinn hátt skýr mynd af þessari viðleitni ríkisstjórnarinnar. Vinnubrögð- in voru á þessa leið: 1 febrúar 1947 gaf ríkis- stjórnin yfirlýsingu um að eignakönnun yrði fram- kvæmd. í maí 1947 voru lögin um eignakönnunina samþykkt. I ágúst 1947 var skipuð nefnd til að framkvæma eignakönnunarlögin. Um áramótin 1947-’48 var framkvæmdin hafin! í ágúst 1949 er skatturinn svo lagður á. Auðmennirnir höfðu þannig 11 mánaða frest til að kornu eignum sínum sem haganleg- ast fyrir — og sá frestur var hagnýttur út í yztu æsar. Stór gróðamennimir og braskaram- ir höfðu ótal smugur til að komast undan ákvæðum eigna- könnunarlaganna, og þegar til framkvæmdanna kom varð þess ’ ekki var,t að þeir kveinkuðu sér. Hins vegar kom eignakönn- unin hart niður á lágtekju fólki sem hvorki hafði kunnáttu né aðstæður né löngun til að fylgja fordæmi gróðamannanna. Það er þetta fólk fyrst og fremst sem nú fær að kenna á eigna- könnunarskattinum, enda eru aðstæður þess aðrar og verri en þegar eignakönnunin var framkvæmd. Mikið af þessum skatti stafar af vankunnáttu fólks á þeim flóknu lögum og reglum sem nú umlykja allt. Þjóðhagslega hafði eigna- könnunin mjög alvarleg áhrif. Allir sem tök höfðu á reyndu að festa fé sitt, með þeim af- leiðingum að lánsfjárkreppa og verðlag á fasteignum, vöru- lagerum og öðru slíku stór- hækkaði. Allstaðar erlendis þar sem eignakönnun hefur verið fram- kvæmd var það gert fyrirvara- laust. Hér var auðmönnunum hins vegar gefinn 11 mánaða fyrirvari. Þeir munu allir hafa sloppið stórslysalítið, en almenn ingur, venjulegt fólk, sem tek- izt hafði að safna sér smávægi legum eignum fær nú að súpa seyðið af því hvernig fyrsta stjórn Alþýðuflokksins fer að leggja byrðamar á þá ríku. Á þjóðhátíðardegi Pólverja, 22. júlí í sumar, var vígður mikill fjöldi nýrra mannvirkja, og hátíðahöldin öll báru glæsilegan vott um þann árangur sem náðst hefur við upp- bygginguna í Póllandi eftir stríðið. Þessi jámbrautarbrú átti upphaflega að vígjast þann dag, en verkamennirnir fóru svo langt fram úr áætlun við smíði hennar, að vígslan fór fram einum og hálfum mánuði fyrir þjóðhátíðardaginn. Þýzka kirkjan nazistahreiður Fréttaritari Reuters í Berlín segir, að liðsforingjar í kirkjumáladeild bandarísku hemámsstjómarinnar í Þýzka- landi hafi í skýrslu til McCloy hemámsstjóra bent á, að evangelísk lútherska kirkjan, fjölmennasta kirkjudeild. Þýzkalands, sé „fjarri því að vera nazistahreinsuð“. Kirkjumáladeild hemáms- stjórnarinnar er sögð mjög ó- ánægð með nýja embættisveit- ingu Otto Dibelíusar biskups í Brandenburg og hefur lagt til að nánar gætur verði hafðar á atferlí bisikupsins. Dibelíus hefur gert að persónulegum aðstoðarmanni sínum séra Wolf gang Gunter Dietrich, sem var meðlimur nazistaflokksins 1933 —1945, var meðlimur storm- sveita nazista og hinnar þjóð- emissinnuðu þýzku kristindóms hreyfingar. Liðsforingi í her- námsstjórnimii hefur látið svo ummælt: „Ferill Dietrich hefði aðeins að einu leyti getað verið verri, hann hefði getað verið meðlimur SS-sveitanna“. Kirkju máladeild bandarísku hernáms- stjórnarinnar segir í skýrslu sinni, að full ástæða sé til að fylgjast vel með aliri starfsemi evangelísk lútersku kirkjunnar. Dibelíus biskup var gagn- rýndur mjög í blöðum á sovct- hernámssvæðinu er hann í hirð isbréfi um hvítasunnu líkti stefnunni á sovétsvæðinu við aðfarir nazista. Blöðin bentu á að nazistablöð eins og „Der Angriff“ höfðu á sínum tíma vitnað með milkilli velþóknun í stólræður Dibelíusar,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.