Þjóðviljinn - 11.09.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.09.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Sunnudagnr 11. september 1940 " FRAMHALDSSAGA: HOS STORMSINS EFTIR bíignon G. Eberhart Speanandi ASTAJISAGA. — IK 31. DAGUR. dóm. Eg er ekki að reyna að hræða þig Jim. Eg ■vil ekki að þú verðir hengdur fyrir morðið á Hermione.“ „Eg myrti hana ekki,“ sagði Jim. „Gott og vel; ég trúi þér. En — Nonie — þetta var áfall fyrir mig. Við skulum ekki tala um það núna — ég býst við að hvorugt ykkar hafi getað að þessu gert. En... við verðum að hugsa.“ Jim vætti varirnar, leit örvæntingarfullu augna ráði á Nonie og sagði: „En brúðkaupið —“ Árelía sagði fyrir aftan þau: „Auðvitað fer brúðkaupið fram á tilsettum tíma.“ Ekkert þeirra vissi að hún stóð þarna rétt fyrir inn- an dyrnar. Ljósbjarminn frá lampanum náði ekki út í hornin á herberginu, og Arelía leit draugalega út, þar sem hún stóð þarna í dauf litum kjól með fölt andlit. Eldur brann úr aug- um hennar. Hún sagði við Jim: „Eg trúði þér *“■ Jim. Eg sagði að það gæti ekki verið að þú hefð- ir myrt Hermione. En ef þú getur komið svona fram við Roy, bezta vin þinn, þá er þér trúandi til alls. Eg krefsf þess, vegna Nonie, vegna Roys, að brúðkaupið fari fram.“ Jim gekk í áttina til hennar, en hún bandaði honum frá sér, og í svipnum var eitthvað sem líktist hatri. „Þetta er ófyrirgefanlegt, Jim, og ég fyrir- gef þér það aidrei. Það er að segja,“ hún flýtti sér að leiðrétta sig, „þú hefur reynt að koma í veg fyrir brúðkaup Roys og Nonie, þú hefur reynt að taka konuna frá bezta vini þínum. En ég skal sjá um að þér takist það ekki.“ Jim sagði seinlega: „Þú getur ekki neytt Nonie til að giftast neinum, sem hún vill ekki giftast. Við elskum hvort annað —“ „Elskið hvort annað!“ hrópaði Árelía hæðn- islega. „Þú veizt ekki hvað ástin er, ef þú get- ur fengið af þér að svíkjast svona aftan að vini þínum.“ Hún snéri sér að Nonie með glampandi J augu. „Segðu honum það, Nonie. Segðu honum að þú ætlir að giftast Roy. Segðu honum, að þú verðir hamingjusöm eiginkona í þessu húsi. Segðu honum að þú viljir ekki sjá hann fram- ar — hann“, hrópaði Árelía, „mann sem er — morðingi." „Nei, Árelía,“ byrjaði Jim, en Árelía snéri sér til hans og greip fram í fyrir honum óð af reiði. „EG HEYRÐI allt sem þú sagðir um nóttina, þegar þú komst hingað eftir moi'ð Hermiöne. Þú hafðir hótað að drepa Hermione. Nonie og Roy heyrðu þig segja að þú gætir drepið hana. Eg ætla að segja lögreglunni frá því.“ Lögreglunni. Wells majór hafði sagt, að það hlyti að vera stúlka bak við þetta; að það yki á líkurnar gegn Jim, ef hann langaði að kvæn- ast. Nonie hrópaði: „Nei, nei, Árelía. Það gerirðu ekki. Ó, Árelia, mér þykir þetta svo leiðinlegt. Eg —“ „Leiðinlegt,“ hrópaði Árelía. „Það bætir lít- ið úr skák að þykja það leiðinlegt." Hún leit reiðilega á Jim og bætti við: „Ef þú elskar Nonie í raun og veru, þá ættirðu að skammast þín fyrir að biðja hana að giftast þér, þegar gálginn vofir yfir þér.“ Hún tók andann á lofti og hrópaði: „Þú hótaðir Hermione! Þú sagðist Happdrætti í. R. býður yður Isskáp Þvotíavé! og Baihft-rðfirncigttseidðvél fyrir aðeins 2 krónur Dregið 8. okléker næstka-mandi 'i TLÖGUR FRÁ BRETLAN8! Gegn nauðsynlegum Ieyfum útvegum vér frá umbjóðendum vorum, SmitJis Motpr Accesories, í Bretlandi „Ethylene GIycol“ frostlög, er inniheldur sömu eiginleika og hinn þekkti „Zerex“ frostlögur, er vér höfum haft undanfarin ár. Frostlögurinn er til afgreiðslu strax. Leitið því tiiboða hið allra fyrsta. Friðrik Rertelsen & £o. h.f. Hafnarhvoli. — Sími 6620. Ragnheiður Pálsdóttir 28. ágúst 1870 — 2. september 1949 Ragnheiður Pálsdóttir var jarðsett frá kapellunni í Foss- vogi s.l. fimmtudag. Hún and- aðist á Elliheimilinu Grund þann 2. þ. m. Ragnheiður fæddist að Prests bakka á Síðu 28. ágúst 1870. Faðir hennar var er. Páll, f. 4. okt. 1836, sonur Páls prófasts Pálssonar í Hörgsdal, f. 17. maí 1797. Kona Páls prófasts var Guðríður, f. 1. okt. 1809, Jónsdóttir hreppstjóra á Kirkjj bæjarklaustri. Báðar þessar ættir eru alkunnar. Móðir Ragn heiðar var fyrri kona sr. Páls, |Guðrún, f. 31. des. 1831, Þor- steinsdóttir lögregluþjóns í Reykjavík Bjamasonar. Albróð- ir Ragnheiðar er Páll, kennari á Reyðarfirði. Síðari kona sr. Páls var Steinunn Eiríksdóttir, bónda í Hlíð í Skaftártungu. Af, því hjónabandi eru Sveinn, býr í Vogum og Geir, hér í Reykja- vík. Sr. Páll faðir Ragnheiðar vígðist aðstoðarprestuv til föð- ur síns að Prestsbakka 1861 Varð prestur að Stafafelli í' Lóni 1877 og fékk Þingmúla- og' Hallormsstaðaprestakali 1881] og sat í Þingmúla. Hann var snnálaður gáfumaður og gat sér mikinn orðstír að kenna mállausum og heyrnalausum og sarndi hann bækur, sém út voru gefnar um það efni. Hann átti tvívegis sæti á Aiþingi. Sr. Páll druknaði í Grímsá í Skriðdal 4. okt. 1890. Ragnheiður giftist 20. maíl 1891 Jóni Isleifssyni frá Arn-| hólsstöðum í Skiiðdal. Jón var fæddur á Sómastöðum í Reyð- arfirði 6. apríl 1864. Þau Ragn- lieiður hófu búskap á Víðilæk í Skriðdal og bjuggu síðar að Arnhólsstöðum og Hryggstekk og mörg ár að Þingmúla. Þau hjón fluttust til Eskifjarðar ár- ið 1907. Framan af fékkst Jón við barnakennslu á vetrum en vegavinnu á sumrum, en aðal- ctarf hans varð vegavinna. Hann var verkstjóri við hana um eða yfir fjörutíu ár. Því starfi gegndi hann á meðan kraftarnir leyfðu. Hann lézt á Eskifirði 20. maí 1942, réttu ári eftir að þau hjón héldu há- tíðlegt gullbrúðkaup sitt. Ævisaga hvers einstaklings er með tvennu rnóti. Sú saga, sem við þekkjum dálítið til, er saman tekin af röð ytri atburða og kynnum okkar af viðkom- andi einstaklingi. Þar eru aðal- drættirnir mótaðir af því, sem heimurinn snýr að persónunni. Hin ævisagan gerist meira hið innra með hverjum einum, Þar eru höfuðdrættimir viðhorf ein- staklingsins sjálfs til lífsins og tilverunnar, og þar geta sömu atburðir og gerast í hinni ævi- sögunni, tekið á sig allt aðra mynd en við sjáum. Þá sögu er enginn fær um að segja nema sjálfur hver. Það hafa margir gert og sumir snilldarlega. Af slíkum ævisögum sjáum við, að líf hvers einstaklings er verald- arsaga út af fyrir sig. Þótt um- gerðin um ævi margra virðist úr sama viði skorin, eru mynd- irnar sín með hverju móti. Sú mynd, sem við þekkjum af Ragnheiði Pálsdóttur mótast af sterkum dráttum. — Það sem lífið rétti henni var stór- brotið. Miklir harmar og raun, ir, en einnig gæfa og gleði T ríku mæli. Glæsileg, gjafvaxta.. mær missti hún föður sinn með sviplegum hætti. Sá atburour var henni jafnskýr í liuga alla ævi, en við föðurinn voru einnig tengdar unaðslegar æskuminn- ingar. Ragnheiði var ekki gjarnt að láta mikið bera á sínum til- finningum, en þeir, sem heyrðu hana segja frá þessu hvoru- tveggja gleyma því ekki. Einnig í heimilislífi Ragri- heiðar voru andstæðurnar sterk ar. Annars vegar giftusamleg sambúð við góðan mann og heimilisgleði með uppvaxandi, myndarlegum börnum. — Hins vegar þungar sorgir og veik- indi. Unga dótthm, Guðríður, drukknaði 9 ára gömul í Geit- dalsá, þverá, sem rennur í Grímsá, sem faðir Ragnheiðar fórst í. Skriðdalur bjó henni þannig sára harma, en þó------- eða er það þessvegna — hygg ég að Þingmúli hafi verið henni allra staða hugfólgnastur. Önn- •ur dóttir, Pálína, en þær Guð- ríður voru tvíburar, lézt upp- komin. Yngsti sonur þeirra Ragnheiðar og Jóns náði fulh orðinsaldri en var lengstum veikur og þarfnaðist stöðugrar umhyggju og alúðar, en al- kunna er hversu þau börn, sem mest þarf fyrir að hafa, verða móðurinnj ástfólgin. Hann and aðist árið 1925. Páll, elzti son- urinn, sem bar föðurnafn Ragu- lieiðar, var gáfumaður miki'.I jog hvers manns hugljúfi. Hann f ékkst við verzlunarstörf á Norðfirði og Eskifirði, bjó síð- an í Reykjavik og að Krossum á Snæfellsnesi, en þaðan var kona hans, Stefanía Asmunds- dóttir. Hann lézt eftir Iangvar- andi veikindi árið 1938. Fráfall lians fékk mikið á Ragnheiði, sem þá var komin fast að sjö- tugu. Allt um þetta er ekki hægt að segja annað en Ragnheiður ætti miklu barnaláni að fagna. Eftir að sonur hennar, Arn- finnur, sem nú er skólastjóri Austurhæjarskólans í Reykja- vík, kom heim frá námí í Þýzka landi, 1923, kvæntur þýzkii konu, Cliarlotte, settist hann að á Eskifirði og var þá að meiru og minna leyti sameig- inlegt heimili hans og foreldr- anna. Þar voru einnig dæturn- ar, Nikólína, ljósmóðir á Eski- firði, var einnig mest í foreldra húsum og þó að hún ætti sitt eigið heimiii á Eskifirði, munu Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.