Þjóðviljinn - 22.09.1949, Side 8
20 skip á leiðinni með 10 þús. funnur
„öneur eins sildarskorpa virðist ekki hafa komið sl 5 ár“
Siglufirði í gærkvald. Frá fréttaritara Þjóðviljaiis.
Um 20 skip með samtals 10 þús. tunnur eru nú á leiðinni til lands. Hvert
einasta skip er á veiðum var í dag mun haía fengið síld, sum allt upp í 100G
mál. Síldin veiðist nú á Grímseyjarsundi og eru skip sem fóru út um miðjau
dag í dag nú á leiðinni til lands, önnur eins síldaiskorpa virðist ekki hafa
komið síðastliðin 5 ár.
Síldarsöltunarstöðvarnar sem voru hættar eru nú að byrja aftur og í nóti
er fyrirsjáanlegur mjög míkill skortur á kveníólki til að verka síldina.
Tvö skip sem voru hætt veiðum eru nú að búa sig á veiðar og munu faia
út á morgun. Frá Akureyri eru öll skip farin á veiðar að undanteknum þrem.
Sférfelldar verihækkanir erlendis
Eornvönir, vefnaðarvörur, kjöt, kaffi, máimar og fjöldi
annara vara hækkar í gengislækkiinarlöudumim
Gengislækkunin sem Bretland og 24 önnur lönd hafa
framkvæmt að boði Bandaríkjamanna hefur þegar leitt til
stórfelldra verðhækkana á ýmsum helztu neyzluvörum og
hráefnum í fjölda þessara landa. Hækkunin nær ekki að-
eins til svonefndra dollaravara, heldur einnig til vara, sem
framleiddar eru utan Bandaríkjanna og annarra landa, sem
halda óbreyttu gengi.
-Strax á mánudag hófst brask
ið í London með vörur, sem
vitað var að myndu hækka í
verði. Á k#rtéri voru seldar
þriggja mánaða- birgðir af
f jölda matvara. Búizt er við að
Maó Tsetúng lýsir yfir stofnnn
aijiýUis í Kía
Maó Tsetúng, aðalritari Kommúnistafiokks Kína, setti
í gær í Peiping ráðgjafarþing, skípað fulltrúum allra iýð-
ræðisflokka, f jöldasamtaka og þjóðerna í Kínaveldi. I setn-
ingarræðunni lýsti hann yfir stofnun nýs rílds, lýðveidis
alþýðunnar, í þeim hlutum Kína, sem frelsaðir hafa verið
undan oki Kuomintang.
kjöt, svínaflesk, ostur, feiti og
sápa hækki fyrst i verði en sið-
ar kaffi, og kakac. Argentina
tilkynnti hækkun á kjctvarðinu
um nærri 20%. Fullvist er, að
tóbak hækkai- í vsrði.
Verðhækkun á þacrnull og ull
mun hafa í íör rnec sér hækkað
verð á vefnaðarvörum. Ástr-
öisk ull hækkaði allt að 15%
í verði i London í íyrradag,
þótt Ástralía sé eitt af þeim
löndum sem lækkað hafa
gengið. Egypnk cg bandarísk
baðmull hækkaði um 20%. f
London, j Lvjpnrannahöf n cg
öðrum hölytboigum gengis-
lækkunalanda hamstrar peninga
fólk vefnaðarvörur í stórum
stíl.
OBrazilía hefur ákveðið að
halda óbreyttu dollaragengi og
hækka kaffi í verði til allra
ianda, sem kaupa það fyrir
Framhald á 6. síðu.
Emfl Jónsson fagnar
gengislækkumnni.
Boðor sfórfetEdor verðhœkk*
anir og engor róðsfafanir fiE
oð koma í veg fyrir þœr
Maó sagði, að alþýða Kína
undir forystu kommúnista-
flokksins hefði nú rekið af hönd
um sér bæði innlenda og er-
lenda kúgara. Þjóðin myndi nú
vinna kappsamlega að því að
byggja upp sína eigin siðmenn-
ingu og hamingju og leita sam
starfs við alla, sem stefna að
friði og framförum og þá fyrst
og fremst Sovétríkin. Ráðgjaf-
arsamkoman í Peiping á að
taka ákvörðun um myndun sam
steypustjórnar í Kína og fyrir-
komulag almennra kosninga.
Reutersfréttastofan hafði það
í gær eftir beztu heimildum í
London, að brezka stjórnin
hefði ákveðið að viðurkenna
stjórn kommúnista í Kína de
facto (þ. e. hafa við hana
stjómmálasamband en ekki full
gildan sendiherra) strax og
hún hefur verið mynduð. Á
ráðstefnu utanríkisráðherra
Vesturveldanna í Washington
var ákveðið að Frakkland og
Bandaríkin skyldu sigla í kjöl-
far Breta.
Meðal fuiltrúa á þingi SÞ
voru í gær mikiar bollalegging-
ar um, hvemig fara myndi ef
sendinefnd frá stjórninni í
Peiping gerði tilkall til setu á
þinginu í stað fulltrúa Kuomin
tangstjómarinnar.
Emil Jónsson viðskipta-
málaráðherra Alþýðuflokks-
ins hélt í gærkvöld útvarps-
ræðu um gengislækkunina.
Ráðherrann hélt ekki ræð-
una til að skýra fyrir þjóð-
inni það geigvænlega áfall
sem hún hefur orðið fyrir
hann flutti ekki hinar siend-
urteknu röksemdir Alþýðu-
blaðsins um afleiðingar geng
islækkunar fyrir lífskjör al-
mennings, hann skýrði ekk-
ert frá því hverjar ráðstaf-
anir Alþýðuflokksráðherrarn
ir hefðu hugsað sér að gera
til að tryggja lífskjör ís-
lenzkrar alþýðu.
ÞVERT Á MÓTI!
Ráðherrann sagði: „Stöðv
un og atvinmileysi hefnr ver
ið afstýrt án þess að lífskjör
almennings verði skert svo ,
nokkru nemar“!
Maður skyldi ætla að ráð-
herrann hefði verið að flytja
þjóð sinni einstæð gleðitíð-
indi.
Þá skýrði hann svo frá að
hveiti myndi hækka stórlega
i verði, ennfremur hrísgrjón,
baunir, smjörlíki, vélar og
varahlutir, áburður, rekstrar
vömr, fóðurbætir, olíur, jára
stál o. s. frv. o. s. frv. Slík-
ar verðhækkanir telur ráð-
herrann auðsjáanlega ekki
skipta nokkru máli — þær
eiga ekkert skylt við glæpi!
Afsök-un ráðherrans fyrir
ÞJÓÐVILIINH
— Framboð Sosíalistaflokksins í
Ciillbringu- og Kjósarsýslu
Franahald af 1. síðu.
fötin og önnur blöð hlutu a* feta í íótspor þess, það var krafa
samkeppnÍBnar.
Það var Finnbogi Eútur Valdimarsson sem tók við ritsfjóra
AlþýSnblaðsins 29. okt. 1933, það var hann sem markaði tímamót
í sögu ísl. blaðamennsku.
Árið 1934 var efnt til kcsninga. Flokkarnir bjuggust til at-
lögn eins og gengur. í þessari kosningabaráttu vakti blaðamennska
Finnboga Ráis sérstaka athygli, hann tók forustuna í baráttcnni,
það var blað hans sem að verulegu leyti réði því um hvað var
deitt í þeirri kosningahrið.
Skömmu fyrir kosningamar gaf Alþýðuflokkurinn út kosn-
ingastefnuskrá. Hún hlaut nafnið „íslenzk fjögra ára áætlun 1335-
1939". Þessi kosningasteínuskrá vakti geysi athygli, hún var
. hliðstæður atbnrður við þá byltingu sem orðið hafði í blaða-
mennsku eftir að Finnbogi Rútur gerðist ritstjóri.
Efnislega var það eitt sem vakti athygli öðru fremur í kosn-
ingastefnuskráxmi, þaS var hugtakið „Planökonómi" — áætlcn-
arbúskapur. Fyrsta sinni í ísl. stjórnmálasögu var þetta hugtak
skýrt í fáum iýósum dráttum. í fyrsta sinni voru lagðar fram
meitiaðar tillögur um það hvernig ætti að framkvæma áætlunar-
búskap á íslandi á byrjunarstigi, áætlunin var miðuð við fjögur
ár.
Það var Finnbogi Bútur sem mótaði þessa áætlun og setti
hana í form, en Vilmtwdur Jónsson samdi hið fyrsta uppkast
hennar. ,
Það var skemmst frá að segja að í kosningunum 1934 vann
Alþýðuflokkurinn stór sigur, það var blaðamennsku Finnboga
Rúts og fjögra ára áætlunin sem stærstan þáttinn átti í þeim
sigri.
i
Svo liðu stundir fram.
Það kom brátt í ljós að forustu Alþýðuflokksins skorti bæði
hugrekki og heilindi til að framfylgja þeirri djörfu og raunhæfu
stefnu, sem boðuð var í Alþýðublaðinu og fjögra ára áætluninni.
Finnbogi Rútur hélt uppi merkinu í Alþýðublaðinu, cn skuggi
forustunnar hvíldi yfir öllu starfi og áróðri flokksins, þessvegna
snérist kosningasigurinn 1934 í herfilegan ósigur í kosningunum
1937. I»að varð æ berara hve forusta Alþýðuflokksins var gjör-
samlega ófær til að frainkvæma þá djörfu og viturlegu stefnu
sem Finnbogi Rútur mótaði og á gamlársdag 1938 var hann í síð-
asta sinni á ritstjórnarskrifstofu Alþýðublaðsins, hann átti ekki
samleið með klíku þeirri sem stjórnaði Alþýðuflokknum. Leiðir
hafa ekki legið saman síðan og munu aldrei framar gera það, því
einlæg og djörf barátta fyrir sósíalisma og fyrir raunhæfum um-
bóíum á kjörum liins vinnandi fjölda getur ekki átt samleið
með svikastarfsemi Alþýðuflokbskiíkunnar.
Finnbogi Rútur verður í kjöri fyrir sósíalista og aðra frjáls-
lynda vinstrisinnaða menn í Gullbringu- og Kjósarsýslu við kosn-
ingar þær sem nú fara í hönd, ég veit að skoðanir hans á stjórn-
máJam, eins og skoðanir mínar eru óbreyttar frá samstarfsár-
um ckkar 1934 - ’37. Kann tekur nú upp merkið á ný, hefur bar-
áttuna á grundvelli þeirrar stefnu sem hann mótaði í kosningun-
um 1934 en forusíumenn Alþýðuflokksins sviku.
Eg býð Finnboga Rút hjartanlega velkominn til starfs á
vettvangi stjómmálanna á ný, ég skora á sérhvern sósíaiista
í Gullbringíi- og Kjósarsýslu að gera allt sem í hans valdi stendur
til að tryggja honum þingsæti.
SÓSÍALISTAR í GULLBRINGU- OG KJÓSARSÝSLU, í
NAFNI FLOKKSSTJÓRNARINNAR SKORA EG Á YKKUR
AÐ LEGGJA YKKUR ALLA FRAM í KOSNINGABARÁTT-
UNNI, GERIÐ SIGUR FINNBOGA RÚTS GLÆSILEGAN,
TRYGGIÐ HONUM ÞINGSÆTI.
gengislækkuninni var sú að
stjómin hefði einskorðað við
skipti sin við Bretland og
sterlingssvæðið — einmitt
það atriði sem sósíalistar
hafa gagnrýnt frá upphafi
og sýnt fram á að myndi
hafa hinar alvarlegustu af-
leiðingar, eins og nú er kom-
ið í ljós, þó meira muni síð-
ar koma með svona stjómar
stefnu.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
1 síðari hluta ræðu sinnar
gaf Emil Jónsson svo fyrir-
heit um nýja gengislækkun.
eftir kosningar. „Vandamál
sjávarútvegsins eru jafn ó-
leyst eftir sem áður,“ sagði
hann. Það mun ekki standa
á hinum fagnandi gengis-
lækkunarráðherra að leysa
þau í samræmi við hagsmuni
stéttar sinnar, útgerðarauð-
valdsins.