Þjóðviljinn - 30.09.1949, Síða 3
F&jtudagur 30. 3eptember-1949.
ÞJtoVIUINN'
. tKi.í;'.
M inningarorS),
Guðjón 1 JórLHSon fyrrv. verk-
stjóri í PiptiverksmiSjuníii er
hórfíim '6jónuin: okkar.
Fyrir úm það bil tvóimur ár-
um varð haaa fyrir heilsu-
■ bresti, < sem fljótlega ágerðist
svo að hann varð að fara í
sjúkrahús, þaðan hann ekki
, átti. afturkvæmt. Oft Vár hin
langa . sjúkrahúsvist honum
þrautasöm og erfið. En hann
tók því öllu með langlundargeði,
hugarró, og þeirri karlmennsku-
lúnd, sem honum hafði verið
gefin í svo ríkum mæli.
Guðjón starfaði samfleytt, að
fráskildum nokkrum misserum,
ura 30 ára skeið í Pípuverk-
smiðjunni h.f. hér í bænum.
Hann. var mikill dugnaðarmað-
ur, sem daglega... sameinaði
rnikil afköst og gamviakusam-
lega vinnu. Trúmennska hans
óg skyldurækni var frábær.
Enda ávann haan sér traust,
virðingu og vináttu þeirra sem
að fyrirtækinu stóðu í gegnum
árin.
Guðjón Jónsson.; Við sem
áttum þvi láni að fagna,: að eiga
þig svo lengi fyrir. samverka-.
mann og félaga, minnumst þín
nú og æfinlega raeð þakklæti og
söknuði. Minningin um þig verð
ur ávalt björt, hugljúf og kær.
Við þekktum þreklyndi þitt
og æðruleysi í erfiðri lífsbar-
áttu. Umbótavilja þinn og sam-
úð með þeim sem stóðu höllum
fæti. Við minnumst dómgreind-
ar þinnar, sem aldrei var dóm-
hvöt, en var rík af umburðar-
lyndi og málsbótum. Við mun-
um hógværð þína og hjarta-
lilýju sem svo oft yljaði okkur.
Við gleymum ekki bjarta ynni
lega brosinu þínu, sem var end-
urspeglun manngöfgi þinnar og
kærleika.
Við þökkum fyrir vináttu og
kærar minningar, sem verða í
eigu okkar til æviloka.
Vertu blessaður og sæll.
Kr. G.
*
1 dag verður til moldar bor:
inn Guðjón Jónsson, Hrauh-
teig 15, sem um langan aldur,
var kenndur við Pípuverksmiðj-
una. Guðjón var fæddur 18 okt.
1884 í Jórvík í Álftaveri Vest
ur-Skaftafellssýslu.
‘ Foreldrar hans voru Jón
Jónsson og Guðríður Klemens-
dóttir, sem þar bjuggu.
Þar ólst Guðjón upp og dvald
ist þar eystra til 1912, en þá
fluttist hann hingað suður.
Fyrstu árin vann hann,. sem
daglaunamaður á Eyrinni, en
'1917 hóf hann vinnu í Pípuverk
smiðjunni og vann þar meðan
hanum entust kraftar til.
. Guðjón var kvæntur Stein-
unni Þorkelsdóttur ættaðri úr
Skaftafellsaýslu ðg eignuðust
þau Í0 börn; .sex af þeim eru
enn á lífi og öll uppkomin.
Fyrir rúmum tveim árum
tók Guðjón sjúkleika, sem svifti
liann kröftum. og fótavist og
bjó honum aldurtila. Hann and
aðist 23. sept’ember 1949. Þetta
er í fæstum orðum sú -gamal-
kunna skýrsla sem gefin' er
þegar samferðamennirnir falla
í valinn.
Við svona skýrslu er ekkert
að athuga, ea í raunmni gefur.
,hún. oklcur enga heildaxmynd.
, Kannske er það stærsta og veg-
legasta hlulverk mannsins, að,
kýnnast manninum og ekki. sízt
vegna þess, að sú kynning neyð
ir mann til.að kynnast sjálfum
sér um leið, en þar troða marg
ir ókunna stigu.
Kynhi mÍQ af Guðjóni voru-
aðeins um 10 síðustu ár hans,
,en inér ef hann mjög mianis-
stæður.
Guðjón var greindur í bezta
lagi og rýninn á tilveruna,
skemmtinn, glaðvær og sífellt
með spaugsyrði á reiðum hönd-
um.
Slík skapgerð er gott vega-
nesti 10 bama föður.
Eg þekki ekki heimiii Guð-
jóns en veit af sögn, að fyrir
börnum sinum háði hann bar-
áttu eftir beztu getu. Sjálfsagt
hefur hlutverk móðurinnar þar
ekki minnu ráðið, en yfir það
vill karlkyninu oft sjást, þó
slíkt úrættist nú heidur.
En glaðværð og spaugsyrði
Guðjóns voru engin gríma til
að halda raunveruleikanum ut-
an gátta. Hann viidi kanna eðli
hlutanna og var ekkert hræddur'
við mennina, jafnvel þó hann
væri í fastri vinnu, en oft þarf
;ekki stærri hlut en það til, að
menn gangi með lífið í lúkunum
og verði ofsahræddir um að nú
komi einhver og taki þetta af
þeim og því sé nauð3ynlegt að
að skipa sér ,í þann arra, sem
hafi hemil á vinnandi fólki.
Einn vinur Guðjóns hefur
sagt mér, ,að hann hafi sagt
sér það, að fyrst eftir.að hann
kom suður, hafi hann kosið
'með þeim sem teljast „máttar-
stoðir þjóðféiagsins", en brátt
hafi hann farið að hugsa úm
hvort hann væri þar á réttri
leið. Þetta leiddi til þess að
hann skipti um set og skip-
aði sér við hlið hins vinnandi
fólks og stóð þar. þar til yfir
iauk, í hinum róttækasta armi
verkalýðsins.
Hann var einn af stofnend-
um . Pöntunaffélags verka-
manna og Kron og gegndi þar
trunaðarstörfum...
Eftir að hann að no.fninu lét
af verkstjórn í Pípuverksmiðj-
unni, gekk hann strax í Iðju
félag verksmiðjufólks -og sat
þar í stjófn og trúnaðarráði.
„Eg þarf eklíi að. ganga í Iðju
sagði hahn Við mig, „en mig.
langar 'ekkerf rtil áð 3tanda út-
an við samtök þess fóíks, sem
ég vinn með og stendur vörð
um minn hag.“
Veraldarsagan er að mestu
saga þeirra, sem. kölluð eru
stórmenni og enginn neitar hæfi
iéikum þeirra, en þó er það
svo að fegurstu dæmin þar eru
uifl menn, sem vildu samstarf
og samvinnu til heilla bæði sér
og öðrum.
Guðjón á engin stór spor eft
ir skó, sem voru smíðaðir rang-
lega stórir, en ástvinum hans
| og félögum má vera það yl-
ríkari hugsun, að úr sporum
hans draup hvorki blóð, mann-
hatur né grimmd.
Hann talaði aldrei um mót-
herja sína sem .vertú menn, en
hann sá að velferð sín og ann-
arra gat ekki legið í því, að
hver og einn reyndi að eyða
orku sinni í það, að stela lífs
möguleikunum hver frá öðrum.
Guðjón neitaði því með bliki
í augunum, að mennirnir ættu
að brjóta hvern annan undir
sig, heldur ættu þéir að brjóta
•undir sig heiminn í félagi, gera
hann bjartari og fegurri og
hækka með því gengi sjálfs
síns. Gengi mannsins, en ekki'
gjaldmiðilsins, vildi hann að
réði.
„Mér er persónulega vel við
marga mína.- mótherja", sagði
hann einu sinni, „en þó verður
maður í fyllstu alvöru að gera
þeim það ljóst að þeir séu á
rangri leið, því lífið krefst þess
og ég held að okkur sé óhsétt
að bera merkið fram í þessa
átt, því með því einu getum
við minnst þeirra föllnu, sem
ruddu leiðina, þeirra sem falla
— og rísa.
HaUdór Pétursson.
Vaxandi biaðaút-
gáfa sósíalista
Á undanförnum árum hafa
sósíalistar víðsvegar um land
tekið frumkvæði að útgáfu
bæja- eða héraðsblaða. Koma
sum reglulega út én önnur ó-
reglulega. Hafa blöð þessi ver-
ið mjög vel séð af alþýðu
manna, .enda borið vitni um
mikið og fórnfúst starf, því að
við mikla erfiðleika er oft að
etja, einkum þar sem sækja
þarf prentun til annarra staða.
VIKUBLÖÐ, sem sósíalistar
gefa út, eru þessi:
BALDUR á ísafirði,
MJÖLNIR. á Siglufirði,
VERKAMAÐURINN á Akur
eyri,
EYJABLAÐIÐ í Vestmanná
eyjum.
BLÖÐ, sem koma út rrián-
aðarlega eða óreglúleta eru:
DÖGUN á Akranesi,
RÖÐULL í Borgarnesi,
NEISTI í Hafnarfirði,
SKAFTFELLINGUR í Vest-
ur-Skaftafellssýslu,
KEILIR í Gulibringu- og
Kjósarsýslu,
ÁRBLIK í Neskaupstað
(fjölritað), -
ÞINGEY í Suour-Þingeyjar-
sýslu. - •
í Árnessýsiu eru sósíalistar
að undirbúa nýtt sýslublað.
Enginn .annar flokkur en Sós-
íalistaflokkurinn getur sýnt
fram á slíkt frumkvæði með-
lima sinna, enda er hann eini
vaxandi flokkurinn.
Minnkandi tsfisksala
Framhald af 1. síðu.
við að stjórnin skýri frá þeim
fyrir kosningar.
Marshallstofnunin átti, sem
kunnugt er, samkvæmt loforð-
um ríkisstjómarinnar að
tryggja markaði fyrir afurðir
hinna ýmsu lánda. Eini tilgang
urinn, sem ríkisstjórnin reyndi
að verja inngöngu sína í „Efna-
hagssamvinnu“ Marshallland-
anna með, var að nú tækist að
tryggja Islandi markaði. Nú
kemur í ljós að þetta eru „sam
starfslöndin“ að svíkja. Þau
áuka vægðarlaust útgerð sína
og fást ekk'i til að híiðra neitt
til fyrir hag.smunum íslendinga,
enda er hagsmimakröfum ís-
lendinga af hálfu þessarar ríkis
stjómar framfylgt af slíkum
aumingja- og undirlægjuhætti,
að ekki er við því að búast að
kaldrifjaðar auðmannastjórair
Marshalllandanna taki tillit til
þeirra. Ríkisstjórain hefur gert
þá reginvitleysu í þessum mark
aðsmálum að slíta viðskiptasam
böndin við Sovétríkin sam-
kvæmt kröfu. Bandaríkjanna og
þarmeð stefnt markaðsmál-
um frámtíðarinnar í stórhættu.
Með MarsháHþólitíkinhi 'er ríkis
stjórnin -því að stofna. lífsaf-
komu íslendinga í voða, að leiða
yfir þjóðina markaðsvandræði,
kreppu og atvinnuleysi fyrir-
stríðsáranna.
Sósíalistaflokkurinn Varaði
eins eftirminnilega og hægt
var við því hvert þessi Marsh-
allpólitík leiddi, og það áður en
ríkisstjórnin undirskrifaði samn
inginn við Bandaríkin 3. júlí
1948. Hefði ríkisstjórnin verið
að hugsa um hagsmuni íslend-
inga, hefði 'hún því átt að
staldra við á glötunarbraut
sinni.
I útvarpsumræðunum 15. okt.
1947 varaði Einar Olgeirsson
fyrir hönd Sósíalistaflokksins
‘ ríkisstjómina við því að sleppa
jtækifærinu til að semja við
lAustur-Evrópulöndin til margra
|ára, þá strax það haust. Sagði
hann þá m. a.:
„Nú liafa ríkin þar, sem
kimnagt er komið á hjá sér á-
ætlunarbúskap. þaiinig að þau
eru nú í HAUST að gera samn
inga sín á milli og við aðra um
innkáupin næstu 3—5 ár.
Island getur gert slika samn-
lnga, ef það gerir þá nú þegar
og tr.vgrgt þannig kreppulausa
örugga markaði með föstu
verði til margra ára og þessi
iönd liafa undanfarin ár greitt
hæst verð fyrir vöru okkar.
Alia þessa samningamögu-
leiká, alla þessa markaði i Sov-
étrikjunum, Tékkóslóvakíu og
öðrum löndum þar eystra er nú
ríkisstjórnin að eyðiteggja, lik-
lega með þeím afieiðingum aö
þeir að fullu giatist fslandi og
ýmsar þessara þjóða fari jafn-
vel sjálfar að gera út hingað
nöjrður í stórum stfl:“
Ríkisstjómin skeytti engu
um viðvaranirnar. Henni. var
það þvert á móti áhugamál að
eyðileggja viðskiptin austur á
bóginn, sem nýsköpunarstjórn-
in hafði skapað. Ríkisstjórnin
veifaði ísfisksamningnum við
Þýzkaland þann vetur framan í
þjóðina, til þess að reyna að
sætta hana við eyðileggingu.
Austur-Evrópumarkaðanna,
Sósíalistaflokkurinn varaði þá
við því að láta blekkjast af
framtíðardraumum um öryggi
Þýzkalandsmarkaðsins. I út-
varpsræðu við eldhúsumræðurn
ar í marz 1948 sagði Eiaar
Olgeirsson éftirfarandi um end-
urbyggingu þýzka togaraflot-
ans og þýzku ísfisksamning-
ana:
„Vlðreisn þýzka togaiaflot-
ans, sem ákveðin var í Frank-
furt, er stríðsyfirlýsing gegn
sjávarútvegi fslendinga. Það sem
nú er undirbúið í Vestur-Þýzka
landi, er ránsherferð á fiski-
mið fslendinga. Og það eru eng
ilsaxnesku veldin sem stjórna
henni.
Við eigum að fá að selja físk
inn til Þýzkalands, meðan
hungraðir Þjóðverjar eru að
byggja upp fiskveiðifiotaim
gegn okkur. Síðan fáum við
sparkið, — eftir 2—3 ár.“
Þettá virðist nú vera að koma
fram. íhaldið, Alþýðuflokkur-
inn og Framsókn sameinuðust
um að svíkja ísland undir efna-
hagseinveldi Marshalllandanna.
Þessum ríkjum þótti gott að
nota Islendifiga, meðan sultur-
inn svarf að þeim. Nú eru þeir
að gefa okkur sparkið að laun-
um.
Og það eina, sem landráða-
stjórnin biður þá um, er að
fresta sparkinu frarn yfir kosn-
ingar, svo heimska og gjald-
þrot verzlunarstefnu hennar
verði ekki þjóðinni augljós.
Ætlar ríkisstjórn-
in að stöðva »
bifreiðarnar? 1
Framhald af 8. síðu.
hlutum til bifreiða undanfarin
ár, svo af þeim ástæðum er
öryggi í umíérðamálum vorum
í alvarlegri hættu, en nú um.
skeið hafa nefndir hlutir alis
ekki verið fáanlegir, þótt upp-
iýst sé að birgðir af þessjim
vörum eru til í - landinu, en
ríkisstjórnin neitar um yfir-
færslu.
Það er ekki nóg að þessi
ríkisstjórn sem allra ríki3-
stjórna hefur gengið lengst í
því að skerða í ríkum mæli
atvinniunöguleika bifreiðastjóra
með-niðurskurði verklegra fram
kvæmda ráðist siðan á stéttina
með óheyrilegum tollum, skött-
um, höftum og allskonar órétt-
' læti, heldur ætlar þessi ríkis-
stjórn að enda sitt ömurlega
valdaskeið með því að svifta
atvinnubifreiðastjóra atvinnu
sinri með því að stöðva tæki
þeirra vegna þess að hún neifc-
ar um yfirfærslu á vörum sem
vörugeysnsluhúsin eru full af.
Það er ekki ófyrirsynju að
íslenzka þjóðin fellir þungan
dóm yfir þessari ríkisstjórn,
þegar tækifæri gefst til að gera
upp við hana, og það er ekki
hvað sízt ástæða fyrir stétt
atvinnubifreiðastjóra að f.ylgj-
i ast með og taka þátt í því upp-
I gjöri.
Atviunubifreiðastjóri.
I