Þjóðviljinn - 09.10.1949, Side 8

Þjóðviljinn - 09.10.1949, Side 8
MIN NISBLAÐ handa almenningi: Ríkisstjórnin lifir ó ófengmu Fyrir kosningarnar 1937 sagði Vísir með hlemmistóru letri á forsíðu 19. júlí 1937. „Rauðliðar lifa á áfeng- inu. Húsmæður! Áfengi fæst en ekki ávextir. Tóbak fæst en ýmsar algengustu vefnaff- arvörur vantar. En þettá er vegna þess að tóbak og á- fengi er drýgsti eyðslueyrir rauðu ríkisstjórnarinnar. Ef Sjálfstæðismenn komast til valda, munu þeir gera verzl- unina heilbrigða. Þá verður ekki skaðlegur óþarfi lát- inn sitja fyrir nauðsynleg- um vörum heimilanna. Hús- mæður! Kjósið Sjálfstæðis- menn á þing og hvetjið heim ilisfóik ykkar til að gera það einnig.“ Fyrir kosningarnar 1946 birti Tíminn margar greinar um áfengismálin og sagði m. a. 21. maí það ár: „Það er verðbólgustefna ríksstjórnarinnar, sem er undirrót hinnar stórauknu áfengisnautnar. Vegna verð bólgunnar verður stjórnin líka að gera sitt ítrasta til að auka vínsöluna, því að annars kemst ríkið í greiðslu þrot. Þannig verður þjóðin nú að búa við ríkisstjórn, sem stuðlar að aukinni drykkjuskaparspillingu á allan hátt. — Fyrsta og þýð ingarmesta skrefið í barátt- unni gegn drykkjuskapar- ómenningunni er því að knýja fram stjórnarskipti og stefnubreytingu í fjár- málunum. Aðeins á þeim grundvelli, að tekin sé upp barátta gegn verðbólgunni og ríkið þannig gert óháð- ara áfengisgróðanum, er liægt að heyja sigursæia baráttu gegn áfengisdrykkj- unni. Sérhver sá, er vill vinna gegc drykkjuskapar- ómenningunni, verður því að forðast að veita stjórn- inni og .stjórnarstefnunni stuðning í kosningunum 30. júní.“ ★ Nú hafa þeir verið saman í stjórn í hálft fjórða ár „rauðu flokkarnir“ frá 1937 og íhaldið. Efndirnar í þess um málum hafa orðið þær að þrátt fyrir sífelldan skort á brýnustu neyzluvörum, hefur tóbak og áfengi ævin- lega verið yfirfljótanlegt. Tóbak hefur verið hækkað um 64,3% af núverandi stjórn og brennivínið um 75%, til að auka fjárhags- legar afleiðingar eiturnotk- unarinnar. BRENMIÍNS GRÓÐINN hefur aukizt um 135% í tíð núverandi stjórn ar og BRENNIVlNSNEYZL AN um 50%. Án hins ó- hemjulega eitursölugróða væri ríkisstjórnin fyrir löngu gjaldþrota, enda hef- ur hún orðið að ssekja pen- inga daglega til áfengis- verzlunarinnar! Sósíalistaflokkursnn heldur stjórn- málafund á Stokkseyri n. k. ; þriðjudagskvöld Næstkomandi þriðjudag 11. okt. heldur Sósíaiistaflokliur- inn opinberan stjórnmálafund í samkomuhúsinu á Stokkseyri. Fund'urinn hefst kl. 8,30 síðdegis. Á fundinum mæta GUÐ- MUNDXTE VIGFÚSSON, efsti maður á framboðslista Sósíal- istaflokksins t Árnessýslu, MAGNÚS KJARTANSSON, ritstjóri og EINAR OLGEIRS- SON, alpngismaður. Mikill áhugi og sóknarhugur er nú ríkjandi meðal sósíalista og annarra stjórnarandstæð- inga í Árnessýslu. Þarf ekki að efa að Árnesingar fjölmenni á stjórnmálafund Sósíalistaflokks ins á þriðjudagian. „Sap mannsandans" eftir Agúst H, Bjarnason Komið er út upphaf annarrar útgáfu af stórvirki Ágúst- ar H. Bjarnasonar prófessors, „Sögu mamvsandans“. í þessari annarri útgáfu er verkið ritað upp að nýju og í samhengi og stórum aukið og breytt. Þegar prófessor Ágúst kom heim frá heimspekinámi fyrir nær því hálfri öld hóf hann þeg ar að kanna og rita um sögu mannsandans. Hann gaf út hverja bókina af annarri, Aust- urlönd, Hellas, Vesturlönd, 19. öldin. Urðu þessar bækur fiest- um öðrum bókum vinsælli af al- þýðu manna á sínum tíma og eru nú orðnar mjög sjaldgæfar. Þær bækur sem nú eru komn ar út eru „Forsaga manns og menningar“ og „Austurlönd". Útgefanái er Hlaðbúð. Aðalfifldur Æ, F. I. yerðflr t Þórskaffi annað kvöld kl. 8,30 Aðalfundur Æskulýðsfylking arinnar sem féli niffur siðastlið- ið fimmtudagskvöld, vegna þess að fundarhúsið brást verð ur í Þórskaffi næstkomandi mánudagskvöid kl. 8,30. Fundarefni vérður eins og áður var ákveðið: Venjuleg að- alfundarstörf, Helgi Hóseasson segir frá Ungverjalandi, síðan verður kvikmyndasýning. Ungir sósíalistar! Fjöimenn- ið á aðalíundinn og mætiff stundvíslega í Þórskaffi kl. 8,30. Uiigir sósíalistar, sem ekki eru innan samtakanna, geta sótt um upptöku í Æskulýðs- fylkinguua á fundinum. Forstöðumaður berklaranasókfla S.Þ. í heimsékn á íslandi Forstöðumaður berklaramn- sóknarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, dr. Carroil E. Paímer, kom hingað til landsins flug- leiðis s.l. miðvikudag. Hann tók sér aftur far vesíur um haf á föstudag. Stofnuu sú (Berk’arannsókn- arstofnun Samcmucu þjóð- anna), er dr. Palmer veitir for- stöðu, var stofnsett snemma á þessu ári og starfar nú sem stendur í Kaupmannahöfn. Er aðalverksvið hennar að vinna úr berklarannsóknum þeim, sem á undanförnum árum hafa far- ið fram á vegum Sameinuðu Framhald á 4. síðu. Móðurmálssjóðar Björns Jónssonar ! Lofti Guðmandssyrii veftt verðla&sia í þetta siim Stjórn minniiigarsjóðs Björns Jónssonar, Móðurmáls- sjóðsins, hefur á fundi sínum 8. okt., fæðingardegi Björns Jónssonar, ákveðlð að veita hr. Uofti Guðmundssyni, blaða manni við Alþýffublaðið, verð- laun úr sjóðnum. Minningarsjóður Björtis Jóns sonar var stofnaður, sumpart með gjöfum á árunum 1913 og 1914 og sumpart með gjöfum og tiilögum um áramótin 1942 -—1943. Tilgangur sjóðsins er að verðlauna mann, sem hsfur c.ð- alstarf sitt við blað eða tíma- rit og hefur að dómi sjóðsstjórii arinnar, undanfarin ár ritc.ð svó góðan stíl og vandað i=- lenzkt mál, að sérstakrar við- urkenningar sé vert. Verðlaun unum skal að jafnaði varið til utanfarar. Verðlaimum var í fyrsta skipti úthlutað árið 1946, á 100 ára fæðingardegi Björns Jónssonar. þióÐyiuiNii Kjánalegur skripaleikur Heimdallar og F.UJ. Undanfarna daga hafa f»rustumenn Heimdalls og F.U.J. leikið einn sinn kjána legásta skrípaleik. í siðustu viku sendu ung- kratar hinum pólitísku æsku lýðsfélögninum boð um sam- * eiginlegan útifund. Þegar fulltrúar félaganna fóru að ræða um þennan fund höfðu fulltrúar Heimdalls og F.U. J. í frammi hina furðuleg- ustu tilburði í sambandi við fundinn. Fulltrúi íhaldsæskunnar kvaðst setja það að skilyrði fyrir þátttöku ^ð aldurstak- mark yrði 35 ár. Því neitaði fulltrúi aðstoðaríhaldsæsk- unuar harðlega, ásamt full- trúa ungra Framsóknar manna. Um þetta pexuðu þeir á barnalegasta hátt og sikrifuðu svo æsingagreinar hvorir um aðra í blöðin. Loks kom. þar að atkvæða greiðsla fór fram. Tillaga íhald,sæskunnar um 35 ár var felld með atkv. fulltrúa F.U.J. og ungra Framsókn- armanna. Sömuleiðis var felld tillaga íhaldsæskunnar um 25 ára aldurstakmark, Framsóknarfulltrúinn sagði nei, íhaldsfulltrúinn já, en fulltrúar Æ.F.R. og F.U.J. sátu hjá Atkvæðagreiðsla þessi var hinsvegar skrípaleikur frá upphafi, þar sem fuiltrúi Heimdalls lýsti yfir því strax að hann myndi ekki sætta sig við úrslit atkvæffa greiðslunnar ef hún yrði móti hans vilja!! Fulltrúi Æskulýðsfylking arinnar kvaðst geta sætt sig við öll þessi aldurstakmörk, og var Æskulýðsfylkingin reiðubúin til þátttöku í fund inum hvert aldurstakmarkið sem hefði verið, en þegar atkvæðagreiðsiu var lokið lýsti fulltrúi F.U.J. yfir því að grundvöllur undir sameig inlegan fund væri ekki til þar sem eitt félagið neitaði að vera með. — Allur þessi skrípaleiknr íhaldsæskunnar og aðstoðaríhaldsæskunnar er af því einu sprottinn að fulltrúar þessara féiaga treysta hvorki mönnum sín- um né málstað á opinberum vettv'angi. Svo rífast þeir og kenna hvor öðrum um, þótt sannleikurimt sé sá, að bæffi ihöldin eru jafnfegin að þurfa ekki að standa fyrir máli sínu á opinbemm úti- fundi. Merkjasala í dag til styrktar skátafélagsskapnum Skátamir hér í Reykjavík og víðsveg- ar út um land hafa í dag hina árlegu merkjasölu sína, til styrktar skátafélags- skapcum. Merkin kosta 5 krónnr og 2 krónur. I skátafélögunum starfa svo sem kunn- ugt er, stúlkur og | drengir, aðallega á ) aldrinum 8—18 ára, og þó mest 8—16 ára. Skátafélögum fer fjölg andi og aðsókn að fé- lögunum vex stöðugt. Til dæmis hér í Reykjavík., er að- streymið svo mikið að varla er hægt að veita þeim fjölda vðtöku. Skátaheimilið- í Rvík er að vísu stórt, en samt er j þar fullskipað og ekki nægi- jlegt rúm fyrir alia starfsem- I ina. En húsnæði kostar mikið I fé, hvort sem það er tekið á ieigu, eða halda þarf við her- mannaskálum, eins og Skáta- heimilinu í Reykjavík., sem ekki getur talizt húsnæði til frambúðar. Auk þess þurfa skátarnir á miklu fé að halda til kaupa á ýmsum áhöldum, til nota við inni- og útistörf. Skátastúlkur á ferðalagi. Stjómarkieppan í Frakklandi Framhald af 1. síðu. kjör til handa verkalýðnum. Einnig er það talið hafa úr- slitaþýðingu til úrbóta á efna- hagsástandi landsins að komið verði á eðlilegu sambandi vfö alþýðuríkin í Austurevrópu. Þegar blaðamenn spurðu Maurice Thorez um álit hans á útlitinu í þjóðmálunum, sagði hann: „Sú stjórn, sem ekki nýtur stuðnings verkalýðsins, hlýtur alltaf ao verða óhæf til að bjarga franska rikLnu út úr yfirstandandi vanda.“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.