Þjóðviljinn - 02.11.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.11.1949, Blaðsíða 3
Miðvikudagrir 2. nóvember 1949 ÞJÓÐVILJINN [ ÆSKULVÐSSÍÐAN MÁLGAGN ÆSKULÝÐSFYLKINfjARINNÁR 1 SAMBANDS UNGRA SÓSIALISTA i Verkalýðsæska verður að vera vel á verði TJrslit hinna nýafstöðnu kosn ínga eru máski þýðingarmeiri fyrir framtíð íslenzku þjóðar- innar, en okkur rennir grun í, enn sem komið er. Hvað, sem óliðnir tímar kunna að bera í skauti sínu, fer ekki hjá því að alþýða þessa lands, og þá einkum alþýðuæskan líti ugg- andi augum til nánustu framtíð ar. Þríflokkarnir, sem staðið hafa að stjórn Stefáns Jóhanns, eru ekki líklegir til að vinna að hagsmunum verkalýðsins í framtíðinni, frekar en þeir hafa gert að undanförnu. Það traust sem þjóðin sýndi þeim enn einu sinni við nýafstaðnar kosningar er ekki líklegt til að vekja þá til þjóðhollra starfa frekar er. áður. Það er full ástæða, og raunar lífsnauðsynlegt, fyrir verkalýðsæskuna að fylgjast vel með því, sem kann að verða gert af hálfu þessara flokka, ef hún á að geta mætt stjórnar- stefnu þeirra strax á viðeigandi hátt. Alþýðuæska þessa lands veit að hún á allt undir því að sú ríkisstjórn, sem nú tekur við vöidum, skerði ekki lifskjör hennar. Verði hún að sætta sig við það að valdhafarnir líti á hana, sem sjálfsagða féþúfu fyr ir burgeisastéttina mun ekki langt að bíða að lífskjör henn- ar verði óbærileg. Atvinnuleysi, tollar og skattaálögur, húsnæð- isleysi, dýrtíð og minnkandi kaupgeta ásamt afsali dýr- mætra landsréttinda og niður-' rifi þjóðlegrar menningar og tungu verður þá sá arfur og eignir, sem henni hlotnast í framtíðinni. íslenzk verkalýðsæska hefur á undanförnum árum ekki þurft að búa við hungur og þann skort, sem foreldrar hennar þekkja frá fyrri árum. Hún hefur getað aflað sér menntun- ar á undanförnum árum fram yfir það, sem aðrar kynslóðir hafa átt kost á að verða að- njótandi. Næg atvinna og sæmi- legt kaup hafa verið þeir traust ustu hornsteinar, sem hún hef- ur getað byggt lífsafkomu og' öryggi sitt á í framtíðinni, sem menntaðri og mikilhæfari al- þýðuæska, en áður hefur byggt þetta land. Hún vill ekki þurfa að sjá á bak þessum sjálfsögðu réttindum og lífskjörum, og hún þarf þess ekki, ef valdhafarnir eru ekki svo þröngsýnir, úr- ræðalausir og illgjarnir, að þeir af ásettu ráði svipti hana þ'ess um framtíðarmöguleikum. Núverandi ríkisstjórn, ríkis- stjórn Stefáns Jóhanns, Bjarna Ben. og Eysteins, gerði liað, sem í hennar valdi stóð til að rýra lífskjör almennings, og færa þau í það • horf, sem var fyrir stríð. Hún rændi millj. króna af launþegunum í aukn- um sköttiun, tollum, með vísi- tölubindingu, svartamarkaði og falsaðri verðlagsvísitölu ásamt fjöldamörgum öðrum kjara- skerðingum, beinum og óbein- um. Þessar ráðstafanir hafa nú þegar dregið allverulega úr þeim sæmilegu lífskjörum al- þýðunnar, sem fyrir hendi voru Eflaust verður verkafólkið enn frekar vart við þessar kjara- skerðingar, þegar tímar líða fram, nema því aðeins að það verði vel á verði, og geri í tæka !tíð ráðstafanir til að mæta iþeim og öðrum kjaraskerðing- um sem framkvæmdar verða af þríflokkunum og fylgifiskum þeirra á skipulagðan og sigur vænlegan hátt. Verkalýðsæskan verður að gera það, sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyr- ir fyrirætlanir þríflokkanna um fátækt og skort til handa al- þýðu þessa lands. Með því einu móti tryggir hún öryggi sitt sem frjáls, stórhuga og fram- sækin æska — æska framtíðar- innar. i M. J. J. Móðir lætnr í Ijési álit sitt á félags- skap ungra sósíalista Fyrir nokkru var birt greinar kom í Morgunblaðinu, þar sem ráðizt var með lúalegum að- dróttunum að Æskulýðsfylk- ingunni. Var þar meðal annars svo að orði komizt, að reyk- vískir foreldrar hefðu miklar áhyggjur af bömum sínum í þeim félagsskap. Eg sem þetta rita er tals- vert kunnug mörgum þessara ungmenna og störfum þeirra. Flærð og hræsn! íhaldsíns Kosningunum er lokið. Kjós- endurnir, þjóðin sjálf, hefur cpinberað vilja sinn og skoðan- ir á þjóðmálum, að svo miklu leyti, sem hún hafði vit tii og var sjálfráð gerða sinna vegna blekkinga afturhaldsins. Auð- mæmaklíkunni hefur tekizt að brjála dómgreind mikils hluta þjóðarinnar með áróðri sínum. Stór hluti alþýðu þessa lands hefur látið blekkjast af hræsni og lygum fjandmanna sinna 'burgeisastéttarinnar. Hún hef- ur enn einusinni gefið þeim kost á að troða á hagsmunum fjöldans, en fylla vasa auð- manna því fé, sem þeir ræna af starfsorku verkalýðsins. Is- lenzk alþýða virðist enn svo sinnulítil um hagsmunamál sín og tilveruréitt, sem heild, að stór hluti hennar hefur greitt þeim flokki atkvæði, sem rænt hafa hana tugum milljóna kr. vissi að voru og hafa verið í ’ nokkur og getur nokkur sokkið mörg ár þeirra hættulegustu dýpra í falsi? andstæðingar. Menn, sem. Morgunblaðið og forustumenn Ihaldsins hafa svívirt og sakfellt með öllum þeim ókvæðisorðum, sem til eru á íslenzkri tungu, voru eltir af kosningasmölum íhaldsins og grátbeðnir um að gefa því nú atkvæði því rnikið iægi við. $jálfstæðisflokkurinn þyrfti að fá meirihluta á Alþingi. (Ihald- ið vildi n.l. fá aðstöðu til að ræaa ennþá meiru en nokkru sinni áður úr vasá vérkalýðs- ins). Menn, sem íhaldið hefur sví- virt í mörg ár, menn, sem voru boðnir niður oð Alþingishúsi 30. marz s.l. til þess að trylltir Heim dellingar fengju að svala sér á þeim með kylfubarsmíð, og sem síðan voru blindaðir með tára- gasi, menn, sem voru fangels- Mennirnir, sem íhaldið hefur af fremsta megni reynt að gera ærulausa í augum þjóðarinnar, mennirnir, sem það hefur kúg- að og beitt ofbeldi, féflett og smánað, þessir menn eru nú allt í einu orðnir lífsbjargar- von íhaldisins, þeim átti að veitast sú virðing að fá að greiða því atkvæði, gera það enn voldugra, svo það gæti að kosniagum liðnum með auknum árangri ráðist á þessa sömu „góðu kjósendur", barið þá, blindað þá, varpað þeim sak lausum í fangelsi, rænt eignum Get ég af fyllstu sannfæringu sagt, að eftir því sem ég kynn- ist betur félagsskap þessum, lít ég með æ meiri virðingu og að- dáun til æskufólksins, sem hann skipar. Síðastliðið missiri hefur margt af því — stúlkur jafnt sem piltar — varið frístundum sínum til að koma sér upp skála miklum til útivista og íþróttaiðkana. Hefur það sýnt þann dugnað og framtakssemi við byggingu þessa, að til fyrir- myndar er. Umhverfi skálans er fagurt og friðsælt, og benda likur til að þarna verði í framtíðinni skógi vaxinn dalur, því mikii á- herzla er lögð á að planta þar ýmsum trjátegundum. Þar sem leiðin liggur til skálans er yfir brattan háls að fara, og þykir okkur sem fullorðin erum því dálítið erfitt að komast þangað. En það er líka táknrænt fyrir hina frjálsu og stórhuga al- þýðuæsku þessa lands, að hún hræðist ekki þá örðugleika sem framundan kunna að vera, heldur leggur ótrauð og örugg á brattann — og sigrar. Við lestur áðurnefndrar Morg unblaðsgreinar brá fyrir í hugtif mér annari mynd af reykvisk um æskulýð, sem sé Heimaall- ardrengjunum sem ; raðað var upp við vegg Alþingishússins 30. marz sl. með kylfu í hönd áf þeim verðmætum, sem hún hefur unnið þjóðinni með stritil aðir alsaklausir, já jafnvel hald sínu, og sem hún átti sjálf heimtingu á að fá að njóta. Hún hefur gefið þeim flokkum atkvæði, sem rænt hafa hana landinu og selt það í hendur erlends hervalds. Sú spurning hlýtur að vakna hjá hverjum hugsandi mamii, eftir úrslit þessara kosninga hversu Iangt þeir menn og flokkar geta gengið, er staðið hafa að þeirri óheilla stjórn, sem undanfarið hefur setið við völd, í því að svíkja og svívirða hagsmuni og réttindi þjóðarinn- ar áður en hún tekur í taumana og gerir þá áhrifalausa í þjóð- málunum. En það var líka annað sem mig langaði til að minnast á í sambandi við nýafstaðnar kosn ingar. Mig langar til að vekja athygli ykkar á, hvernig hinar stoltu hetjur í „flokki allra stétta“, $jálfstæðisflokknum, skriðu fyrir hverjum einasta kjósanda í Reykjavík, og báðu grátklökkir „háttvirta kjósend- ur“ að veita sér lið í þeim á- tökum, sem framundan voru. íhaldið kom ekki aðeins í biðils- buxunum til þeirra, sem það taldi líklega kjósendur, heldur óg einnig til þeirra, sem það • '■'■ ■ og mannorði, selt land þeirra og fótumtroðið frumstæðustu hjálm á höfði, viðbúnum til ið í fangelsi svo vikum skifti vegna þess eins að þeir vildu ekki skipa sér í raðir landráða- manna, allir þessir menn og margir aðrir fengu nú fyrir kosningar kurteisleg bréf, þar sem þeim var boðið virðingar- fyllst að gerast meðlimir í ,,Landsmá!afélaginu“ Vörður. Þeir, sem áður fengu nafnbót- ina „trylltur kommúnistaskríll", „ofbeldisseggir kommúnista", „Moskvuagentar", „fimmtuher- deildarmenn" og annað enn verra, voru nú kallaðir „kjós- andi góður“. Það var engu lík- ara en $jálfstæðisfl. teldi það mennsku alþýðumannsins í réttiadi þeirra. Það getur engum blandazt hugur um að annaðhvort hafa íhaldsmenn ruglazt fyrir kosn- ingar, og er það í fullu sam- ræmi við andlegt ástand sumra þeirra manna, sem þeir hafa tekið við fyrirskipunum frá í Bandaríkjunum, eða þá að þeir hafa orðið yfir sig hræddir vegna þess dóms, er þeir ótt- uðust að þjóðin felldi yfir þeim við kosningarnar. Hvorugt er gott. Hið fyrra sýnir að bessir menn eru al- gjörlega óstarfhæfir, hið síðara að þeir óttast afleiðingar sinna eigin verka, ef þjóðin fengi ráð- rúm til að vega þau og meta og dæma þá síðan að verðleik- um. Þessvegna reyndu þeir af hræsni að notfæra sér góð- þess að berja á saklausum með- borgurum sínum þegar kallið jkæmi. Og kallið köm sanhar- lega. Þessi „prúðu“ ungmenni þustu fram á vígvöllinn sem óðir væru og lömdu allt sem fyrir þeim varð — jafnvel böm. og gamalmenni. jEg veit ekki hvort Morgun- blaðið telur hollara æsku þessa lands: þjálfun í kylfubaremíð eða skógrækt, en ég ber oft saman í huga mér, annarsveg- ar hið kurteisa og prúða æsku- fólk í dalnum, sem svalar at- hafnaþrá sinni við hollar íþrótt ir og nytsöm störf, og hinsveg- ar — dollarabömin úr Heim- dalli, sem sitja við drabb og drykkju á „fínu“ böllunum 1 Holstein. Undarlegt, ef foreldrar þeirra síðarnefndu hafa aldrei afr þeim áhyggjur. Móðir. nú sinn mesta heiður að bjóða þessum sömu mönnum að ger- ast meðlimir í félagssamtökum, sem töldust til flokksins, og kosningasmalarnir rifust um það hver gæti orðið fyrstur til að færa þessum áður fordæmdu sálum fagnaðarerindið, og bjóða þeim vist í ríki hinna réttlátu, þ.e.a.s. í $jálfstæðisfl. „flokki allra stétta“. $jálfstæðisfl„ þessi risavaxni sníkill á íslenzka þjóðfélags- líkamanum, kom nú í flærð og hræsni til höfuð fjandmanna sinna og bað þá að varðveita sig gegn þeim sjálfum! Hefur þeirri von að einhver kynni að vera svo vorkunnlátur í garð þessara ólánsmanna, að hann setti strik yfir fyrrum framin afbrot þeirra og gæfi þeim at- kvæði í Jxeirri trú að þeir kynnu að veitaet slíks trausts verðugir einhverntíma. Það voru of margir, sem létu blekkjast. Sennilegast cr að þjóðin eigi eftir að súpa seyðið af trúgirni þessara kjós- enda, sem létu afætur þjóðfé- lagsins blekkja sig þegar mest reið á að þeir hefðu óbrjálaða dómgreind. M.J.J. iiiiiiiiuuuiiumiiiiiinuiiiiiiiiiiiiiuit liggur leiðin iiiimiiiuiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuuiiuiix Ctbreiðið I'Jóðviljann ]

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.