Þjóðviljinn - 22.11.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.11.1949, Blaðsíða 5
ÞriðjudagUr 22. nóvember 194-9. ÞJÖÐVILJINN MYNDBREYTINGAR Suður í löndum er b'tið dýr, tðlutegund sem nefnist Kamel- 1 jón.Kamelljónið breytirstöðugt «m litarhátt eftir umhverfi en er þó ávalt eins í eðli sinu. . > _ .... . . Það er oft svo með flokka, félög og einstakiinga, að þar er nctuð ?vipuð aðferð í hinu maxml&g& umhverfi og Kamel- Ijónið notar í náttúrúnnár ríki. Siík hamskipti heppnast oft vel. Eitt af þeim félagsfyrirbrigðum, sem hér á iandi notar siíkar að- farir er íhaldsflokkurinn, sem hcfnir sig Sjálfstfeðisfiokk. I byrjun tuttugustu aidar þegar sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst, skipulögðu íhalds- samir kaupmenn og embættis- menn flokk sem nefndist Heima stjcrnarflokkur og náði fylgi smáborgaranna og nokkurs hluta bændastéttarinnar. Kjami flokksins vcru dansksinnaðir kaupmenn og embættismenn, sem álitu hag sínum bezt borg- ið undir danskri stjórn og danskri vemd. Nokkur hluti Heimastjóraarf.okksins reyndi þá þegar að leika hiutverk l'rjálslyndra ihaidsmanna með talsverðum árangri. Þeir menn á íslandi sem ekki kærðu sig um dönsku verndina mynduðu Sjálfstæðisflokkinn gamla sem í Vcru bæði heiðarlegir ihalds- menn og sannir framfaramenn og lýðræðissinnar. Eir.i: og kunn ugt er varð Heimastjórnarflokk urinn, i algerum minnihluta er fram liðu stundir og stefna flokksins leið algerð skipbrot 1918 þegar Island varð sjáif- stætt ríki í konungssambandi við Danmörku. Upp frá því fóru hinir görnlu fiokkar landsins að liðast í sundur. Nýir stétta- fiokkar komu til sögunnar, Framsóknarflokkurinn, sem upprunalega var lýðræðissinn- aður og framsækinn smábænda- flokkur og Alþýðuflokkurimr sem upprunalega var róttækur verkalýðsflokkur. Gamli Sjálf- stæðisfiokkurinn Jiðaðist í sund- ur, hinir róttækari kjósendur hans fylktu :rér urn nýju flokk- ana en íhaldssömustu öfl fiokks- ins leituðu samstarfs við Heima stjórnarflokkinn. Upp úr þessu var myndaður flokkur sem kall- aði sig Borgaraflokk og síðar íhaldsflokk. L-eiðtogi þes:a flokks var hihn gamli heima- stjómargarpur, hinn virðulegi konungkjörni dansksinnaði em- bættismaður, Jón Magnússon, eem á ámnum 1917—;1926 var þrisvar sinnum forsætisráð- herra. Heimastjórnarfiokkurinn og sparnaðarbandalagið sáluga, sem öilum er nú gJeymt, voru uppistaða þessa fJokks, sem kallaði sig nú ihaldsflokks, eft- ir 1924. Þessi flokkur var nákvæm- lega eins og íhaldsflckkar allra landa. Hann var á móti verka- lýðshreyfingunni og verkaiýðs- félögunum, móti samvinnu- etefnu, móti öllum félagslegum umbótum, meira að segja and- vígur nauðsyniegum verklegum framkvæmdum á stundum, en afneitaði ekki lýðræði eða al- mennum frumstæðum mannrétt indum. Tákn þessa flokks var Jón heitinn Magnússon. Hann var að ýmsu Jeýti þó mildari maður og dró engar dulur á að hann væri íbaidsmaður af Jífi óg sái, en hann hafði á sér tölu- vert menningarsnið og gætti maður og víðsýnni en margir af fylgismönnum hans, og svo heið arlegur að hann dró engar duiur á að hann væri íhaidsmaður af iifi og sál, en hann hafði á sér töluvert menningarsnið og gætti hófs. Minning hans lifir leyst frá vömm. , • Eftir dauða Jóns Magnússon- ar varð gróðamaðurinn og stór- kaupmaðurinn Jón Þorláksson leiðtogi íhaldsfiokksins. Hann var forsætisráðherra 1926— 1927 og mörgum. árum seinna var hann borgarstjóri Reykja- víkur. Hann var um margt mun þröngsýnni cg harðvítugri íhaldsmaður en Jón Magnússon og mikiu meira mótaður af sjón armiði peningamannanna, sem á stríðíárunum frá 1914—1918 höfðu komizt í ailgóðar álnir. Danaástina hafði hann hinsveg- ar gefið upp á bátinn. Á striðsárunum 1914—’18 höfðu smáskipaeigendur og búð- arhokrarar Reykjavíkur komizt að raun um það, að það gat borgað sig skrambi vei að hafa viðskipti við Englendinga. Þess vegna fór Danaástin stöðugt að fjara út meir og meir. Þó var Morgunblaðið, aðalbiað íhalds- flokksins, lengi vel svo dansk- sinnað að það var kallað danski Moggi. Það var ekki fyrr en kringum 1930 að það skipti svo um tón að menn fóru að kalla það euslta Mogga. Annars voru innanlandsmál- in mörgum góðum skipaeigend- um, verzlunareigendum,, húsa- Jeiguokrurum og lóðaeigendum þungt áhyggjuefni um þetta Jeyti vegna. þess hve bolsarnir heimtuðu hátt kaup, en það var nafnið á verkalýðeleiðtoguni í þá daga. Ihaldsfiokkurinn hafði raun- verulega verið skipulagður sem brimgarður á móti verkalýðsfé- lögunum og fór í þá daga ekki í felur með fjandskap sinn á vinnandi stéttum þjóðfélagsins og barðist meira að segja með feikna hatri á móti nauðsyn- legri félagsmálalöggjöf, t. d. vökulögunum. En flokkurinn hafði iitla gæfu af þröngsýni sinni. Jón Þorláksson þótti seinheppinn foringi, og það ráð var tekið að láta hann hverfa ofurlítið í skuggann fyrir öðrum mönnum honum víðsýnni. Einkum bar á þessu eftir 1929 þegar síðustu leifar gamla Sjálfstæðisflokks- ins með hinn vinsæla þjóðfrels- ismann Sigurð Eggerz í broddi fylkingar höfðu gengið inn í I- haldsflokkinn. Þá tók flokkur- inn upp nafnið Sjálfstæðisflokk- ur. Otgerðarmennirnir, sem höfðu fyrrt og fremst skipti við England, sáu að Danahollustan tiiheyrði fortiðinni. Það var þá Sem Moggi hætti að vera danski Moggi og fuiltrúar útgerðar- mannanna, einkum Thorsættar- innar, sem margir kannast við, þóttust vera orðnfr Jíberalir. Jón Þoriáksson undi þessu stórilla að taJið er, og þegar öld ur nazismans bárust hingað til iands frá Þýzkalandi, gerðist Jón Þorláksson nokkurs konar vemdari nazistanna í íslenzka íhaldsflokknum. Er þetta hlut- ur, sem ekki tjáir að mæla móti. Meira að segja við bæjarstjórn- arkosningar í Reykjavík hafði Sjálfstæðisfiokkurinn svokall- að kosningabandalag við ís- lenzku nazistana. Var Jón Þor- láteson einn af höfuðmönnun- um i þeirri samvinnu. Eftir kosn ingarnar þakkaði Jón Þorláks- son nazistunum fyrir góða sam- vinnu og nazistarnir Jóni. Tjáir ekki að mæla móti þessu, því fjöldi manns í Reykjavík man þetta ennþá. Jón heitinn Þor- iáksson kaliaði þá íslenzku naz- istana, flokksbræður qvisling- anna norsku, unga menn með hreinar hugranir. Þá var Morgunblaðið svo þýzksinnað að sumir kölluðu það þýzka Mogga. Á þessu öliu varð nokkur breytingeftirdauða Jóns Þorlákssonar. Ólafur Thors, sem nú tók við forystu í flokknum, sá töiuvert vel hvern ig taflið í heimspólitikinni mundi fara. Hann kærði sig lít- ið um nazistana og fór að reyna að leita samstarfs við Fram- sóknarflokkinn og Alþýðuflokk- inn. Svo kom stríðiö og hernám- ið. Millistríðstíminn hafði verið hálfgert mæðutimabil. Slitrótt en markviss framsókn alþýðu til sjávar og sveita hafði gert burgeisastéttinni erfitt fyrir innanlands. Heimskreppan hafði gert markaðina ótrygga viða um héim. Margir sem höfðu verið máttarstólpar þjóðfélageins fyrst eftir 1918 voru annað hvort komnir á hausinn eða orðnir að lágkúruJegum smá- bröskurum, sem tórðu fyrir náð bankavaldsins. Meira að segja Thorsættin lifði á náð banka- valdsins. Kveldúifur var nefni- lega á hausnum, og sumir vildu meira að segja láta gera hann upp. Mannleg tregða hafði að vísu gert það að verkum að í- haJdsflokkurinn var enn stærsti flokkur landsins, en þó hafði hann alitaf verið í minni hluta og oítast í stjórnarandstöðu síðan 1927. Svo kom stríðið. Ölafur Thors var þá nýlega orð- inn undirráðherra Hermanns Jónassonar, þávérandi forsætis- ráðherra í þjóðstjórn þeirri :em mynduð var rétt áður en striðið skall á, og undi Ölafur stórilla sínum hlut. En stríðið breytti öllu. Með hernáminu flóðu peningarnir inn i landið, fyrirtækin þutu upp eins og gorkúlur og nýríkir braskarar veltu sér í peningum. Hin kot- ungslega borgarastétt vorrar köldu eyju varð í fyrsta sinn að virkilegri auðmannastétt, sam- bandið við Ameríku varð mjög náið. Nú varð Morgunblaðið ameríslti Moggi. Sambandið við Danmöriru varð að engú og Is- land varð Jýðveldi. íhajdsflokk- urinn tók enn myndbreytingu, aðdáunin á öskuröpum Hitlers var úr sögunni, og skyndilega varð SjáJfstæðisflokkurinn H- beral og léði lið málum sem hann. áður hafði barizt á móti. Mogg- inn hætti rneira að segja um skeið að tala illa um Rússa og kveina sér undan illsku íslenzku bolsanna. Það var engu líkara. en Ólafur Thors og félagar hans hefðu breytt um sálarlíf. I bili varð Sjálfstæðisfiokkur- inn forystuflokkur landsins. Ól- Framhald «. 7. síðu Sumarferðalag tí! Noregs Þetta er ekki ferðasaga, því eg hef aldrei til Noregs kom- ið — því miður. En mig lang- ar til að hefja máls á málefni, sem alloft hefur komið í huga mér. Það er mjög að færast í vöxt, að skipulagðar séu hóp- ferðir á sumrin, til gagns og skemmtunar þeim, er eiga þess kost að létta sér upp. Er það einkum Ferðafélagið og Ferða- skrifstofa ríkisins, er staðið hafa að þeim ferðum. Þær hafa fært mörgum yndi og hressingu eins og slíkar ferðir gera jafn- an, og þær hafa opnað augu margra fyrir fegurð og tign Islands. En þó að það sé að sjálf- sögðu mest um vert fyrir okk- ur að kynnast okkar eigin landi, er óneitanlega mjög gam- an og fróðlegt að sjá fleiri lönd. Nú vill svo vel til, að eitt af (allra fegurstu löndum jarðarinnar er nágrannaland okkar, og þar býr einmitt sú þjóð, sem að öllum öðrum þjóð- um ólöstuðum er áreiðanlega skemmtilegast fvrir okkur að heimsækja.. Og þetta land er Noregur Fyrir sérhvern sæmilega upp lýstan íslending er það ævin- jtýri líkast að korna á sögu- Istaði hér heima, og sama máli Igegnir um sögustaði þá í Nor- , egi, sem merkastir eru í ís- lenzkum bókmenntum. Þá er og alþekkt Irin frábæra gestrisni Norðmanna og vin- áttuþel þeirra í garð okkar Is- lendinga. Nú er mikið rætt og ritað um norræna samvinnu. En ég held, að fátt yrði til að auka meir bróðurhug þjóðanna en að aiþýða landanna hefði tækifæri til slíkra heimsókna. Mér hefur dottið í hug að reynandi væri að gera tilraun á næsta sumri í þessa átt. Væri þá heppiiegast, að Ferðaskrif- stofa • ríkisins stæði fyrir fram- kvæmdum. Yrði fengið gott skip til fararinnar (Esja eða. Hekla) og safnað áskriftum að fari með góðum fyrirvara. Ferðafólkið gæti gist í skipinu að mestu eða öllu leyti, og yrði því lítil eyðsla á erlendum gjaldéyri. Þegar til Noregs kæmi, þyrfti að fá góðan hafn- sögumann (eða fleiri eftir at- vikum), þvi að siglt yrði innan skerja og inn á firði, en sú sigling er að mestu eins og inni í höfn og einhver hin fegursta í öllum heimi. Að sjálfsögðu þyrfti alstaðar að fá norska. leiðsögumenn. ;Eg geri ráð fyrir, að einkum yrði Iieimsóttar Vestanfjalls- byggðirnar og siglt inn í firð- ina í Harðangri, Sogni, Firða- fylki og á Mæri. En til mála gæti komið að fara víðar, jafn- vel til Norður-Noregs. Sérstaka áherzlu vil ég Framlia’d á 7. siSu. . I T jarnarbió: | F--- | Eg bjóst satt að segja við jvitleysu, þegar ég fór inn. En ,ég var eins og karlinn í tungl- inu þegar ég kom út. I Auglýsingabisnessinn er mik- ill atvinnuvegur í U. S. A. Ekk- ert gefur manni sannari mynd jaf þeirri starfsemi, en þessi skemmtilega mynd. I Þessa mynd ætti að sýna á Reykjavíkursýningunni. Húh j myndi dýpka skilning fólksins á því sem þar fer fram. Gnstator.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.