Þjóðviljinn - 04.12.1949, Blaðsíða 4
4
ÞJOÐVILJINN
Sunnudagtir 4. des. 1949
ÞlÓÐVILIINN Útgefandi: Bamelningarflokkur alþýðn — SósíaUstaílokkurinn Ritstjórar: Magnúa Kjartanseon (áb.), SlgnrBur GuðmundsBon Fréttarltatjórl: Jón Bjarnaaou BiaBam.: Arl KArason, Magnú* Toríi Ölafcscn, Jócu Ársaaon Auglýsingastjórl: Jónstelnn Haraldsson Rítstjóm, efgrelðsla, augiýslngar, prentsmfBja: Skóisvörðn- rtig 19 — Bizni 7500 (þrjár linur) IskriftarverO: kr. 12.00 & mócuSl — Lausasöluverð B0 aur. sisL Prentsmlðja Þjóðviljan* h.í.
SAstaUstaflokkurLun, Þórsgðtu 1 — Slmi 7510 (þrjfir linur)
Sameinuð alþýða gegn
auðmöngurunum
7. þing Sósíalistaflokksins iagði sem kunnugt er megin-
áherziu á það að nú sem aldrei fyrr væri alþýðu landsins
nauðsynlegt að standa saman, láta ekki raunveruiegan ogj
ímyndaðan skoðanamun skyggja á hina sjálfsögðu og eðli-j
legu samstöðu, heldur fylkja liði sameiginlega til sóknar ogl
varnar í þeirri alvarlegu kreppu sem framundan er. Þessi
stefna hafði þegar komið til framkvæmda með tilboði þing-
flokks Sósíalistaflokksins til formanns Framsóknar um
sameiginiegt átak til að koma á vinstristjórn í landinu. Hún
er einnig færð yfir á grundvöll dægurbaráttunnar með
þeirri yfirlýsingu stjórnmálaályktunarinnar að ,,við bæjar-
stjómarkosningarnar verði á hverjum stað athugaðir aílir
möguleikar til samfylkingar aiþýðunnar gegn afturhald-
inu.“ Sósíalistafiokkurinn beitir sér þannig af aiefli fyrir
samvinnu aiþýðustéttanna um ríkisstjóm og um stjóm
bæjarfélaga.
Viðbrögð Aiþýðublaðsins og Tímans, sem telja sig
máipípur verulegs hluta alþýðustéttanna, voru í fyrstu
nckkuð hikandi. En í gær hafa blöð þessi fengið málið og
gera bæði að umræðuefni í forustugreinum þing Sósíalista-
flokksins og stefnuyfirlýsingar þess. Forustugreinar þessar
eru að efni til algerlega samhljóða og gætu verið skrifaðar
af sama maimi, enda er enginn ágreiningur milli eysteins-
klíkunnar og alþýðublaðsklíkunnar. Efni forustugreinamia
er aðeins eitt samfellt óp: Moskva, Moskva, kommúnistar,
kommúnistar. Blöð þessi spúa enn sem fyrr eitri sundur-
lyndis og forheimskunar jfir lesendur sína.
En sósíalistar munu ekki verða uppnæmir yfir þessum
viðbrögðum. Þeir hafa aldrei ímyndað sér að hægt væri að
tala af alvöru og einlægni við Stefán Pétursson og Þórarinn
Þórarinsson, þessa launuðu sundrungarpostula auðborgár-
anna í Reykjavík. Og það eru ekki þessir menn og klíkur
þeirra sem taka ákvörðun um það hvort alþýðustéttirnar
þoka sér samaa í öflugt bandalag, heldur fólkið sjálft.
Og víst er um það ao bændurnir sem' kjósa Fram-
sóknarflokkinn sem vinstriflokk og alþýðumennimir sem
kjósa Alþýðuflokkinn í þeirri trú að hann sé einnig vinstri-
flokkur, þeir telja sér ekki hag í því að alþýðustéttimar
séu sundraðar á sama tíma og auðmannastéttin er í einni
öflugri fylkingu. Almenningur í landinu gerir sér það full-
vel ljóst að framundan eru geigvænlegir tímar; kreppa, at-
vinnuleysi, árásir á efnahagslegt og stjórnmálaíegt frelsi
almennings, ef svo verður fram haldið sem nú stefnir. Al-
þýðan skilur það fullvel að auðmannastéttin mmi ekkert
víla fyrir sér í því ragna vrökkri sem hún er nú að leiða yfir
þjóð sína vitandi vits og í ósjálfræði. Hún lætur sér aðeins
segjast við eitt: vald alþýðusamtakanna, styrk alþýðustétt-
anna. Þess vegna er samfylking þeirra stétta nú öllu öðru
mikilvægari.
Þetta skilur verulegur hluti af kjósendum Framsóknar
og Ajþýðuflokksins og samfylkingarhugsjónin bergmálar
í hug þeirra. Einnig það er skýringin á hinum trylltu ópum
klíkuritstjóranna. Þeir finna að hlutverk þeirra, sundrung-
in, forheimskunin, verður erfitt í framkvæmd á næstunni.
Alþýðan veit að sameinuð megnar hún flest, en sundruð
fær hún ekki staðizt árásir auðmangaranna í Raykjavík og
leiguþýja þeirra.
maður, sem virðir iýðrœði, haga
sér eftir því.“ ■
Reykjavíkursýningin.
í dag er síðasti dagur sýningar
innar. 1 kvöld skemmta börn úr
barnaskólunum i bænum.
Salfið á götunum og
skórnir okkar
Hér er umícvörtun, sem allt
af kemur á hverjum vetri,
þegar hált er á götunum: ,,...
Eg skil ekki annað en að fyrir-
byggja megi hálkuna með ein-
hverri betri aðferð en þeirri,
að strá salti á hana... Við
eigum í sannleika sagt alls
ekki að sætta okkur við þenn-
an saltmokstur, því að hann
hefur í för með sér eyðilegg-
ingu fyrir skóna okkar. Salt-
ið síast inn í leðrið, og þeg-
ar svo skórnir þorna, þá verða
eftir hvítar skellur, sem seint
eða aldrei hverfa með öllu...
Vilja nú ekki hinir vísu verk-
fræðingar eða efnafræðingar
reyna að finna einhverja nýja
aðferð til að berjast við hálk-
una, svo að skórnir okkar séu
ekki undirlagðir skemmdum í
hvert sinn sejn við förum út
fyrir hússins dyr... — K.G.“
□
Var Karl í Ásbyrgi?
Hér er fyrirspurn, sem snert-
ir nýja útgáfu á ljóðum Krist-
jáns Fjallaskálds: „Skyldi
Kari Isfeld hafa verið í Ás-
byrgi 28. júní 1942, þegar
Benedikt frá Hofteigi hélt þar
’ ræðu á 100 ára afmæli Krist-
jáns Jónssonar Fjallaskálds ?
— Nú gefur Karl út úrval af
ljóðum Kristjáns á vegum
Menningarsjóðs og Þjóðvina-
félagsins, og ritar formála
með útgáfunni. En það er und
arlegt við þennan formála, að
maður kannast þar við sumt
úr ræðu Benedikts, en þeirrar
ræðu munu flestir, er við-
staddir voru, minnast lengi...
Nema þeir séu svona andlegn
skyldir Karl ísfeld og Bene-
dikt frá Hofteigi, að eitt mál
flytji báðir? — Einn, sem var
í Ásbyrgi.“
□
Þegar póstmenn voru
látnir vinna.
Mér hefur borizt bréf þar
sem rætt er um það ranglæti,
sem póstmenn og símamenn
urðu fyrir 1. desember, að
þeir voru látnir vinna allan
daginn. I bréfinu segir meða-1-
annars: ,,. . Þessi fádæma
ráðstöfun Hlíðdals er ekki
eingöngu móðgun við þessar
tvær stéttir, heldur er hún
líka nróðgun við alla íslenzku
þjóðina og fullveldishugsjó’i
hennar... Enda væri sæmra
fyrir þennan embættismann ab
minnast fullveldisins á annan
hátt en að halda undirmönnum
sínum við vinnu, sem óþörf er,
og auka þannig vinnuskyldu
þeirra.
□
Hefði átt að strengja
heit um endurbætur.
„Það hefði verið sæmra fyr-
ir hann að heita að minnast
fullveldis Islands. með því að
heita að bæta skipulag póst og
sípj.a, eða rréttarai::is3gt fylgj-
ast betur með því, sem hann á
að stjórna. Eða þá hitt að
stiga á stokk og strengja heit
að endurbæta hið gamla póst-
hús í Reykjavík, eða byggja
nýtt. — Að svo stöddu skal
það aðeins tekið fram, að þessi
ráðstöfun Hlíðdals verður or-
sök þess, að póst- og símamál
verða á næstunni betur gagn-
rýnd í blöðum en verið hefur.
— Þ.“
□
RIKISSKCP:
Hekla fór frá Reykjavik um há
degi í gær austur um land í hring
ferð. Esja fór frá Reykjavík kl.
21.00 i gærkvöld vestur um land
í hringferð. Herðubreið fer frá R-
vík á morgun til Breiðafjarðar og
Vestfjarða. Skjaldbreið er á Húna
flóa á suðurleið. Þyrill er á leið-
inni frá Englandi til Reykjavíkur.
Skipadeild S.l.S.
Arnarfell leggst að bryggju kl.
10 sunnudagsmorgun. Hvassafell
fór frá Keflavík í fyrrakvöld á-
leiðis til Póllands.
JE Ili ARSSON&ZOfiGA:
Húsmæðraféiag Reykjavíkur held
ur fund annað kvöld kl. 8.30 í
Borgartúni 7.
11.00 Messa í Hall
grímskirkju (séra
Sigurjón Árnason)
15.15 Útvarp til Is
lendinga érlendis.
15.45 Miðdegistón-
leikar. 18.30 Barnatimi (Þorsteinn
Ö. Stephensen). 19.30 Tónleikar.
20.20 Einleikur á fiðlu (Þorvaldur
Steingrimsson). 20.40 Erindi:
Fyrsti barnaskóli í Reykjavik. (Ár
mann Halldórsson skólastjóri).
21.05 Tónleikar: Sönglög við texta
eftir Hannes Hafstein. 21.15 Upp-
lestur: Kvæði eftir Hannes Haf-
stein (Jakob Hafstein les). 22.05
Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Út-
varpið á morgun: 18.30 Islenzku-
kennsla; I. •— 19.00 Þýzkukennsla;
II. 19.25 Þingfréttir. —. Tónleikar.
20.30 Útvarpshljómsveitin: Islenzk
alþýðulög. 20.45 Um daginn og veg
inn (Árni G. Eylands stjórnarráðs
fulltrúi). 21.05 Tónleikar. • ;21.59
Siórinn og sjávarlífið (Ástvaldur
Eydal lincensiat). 22.10 Létt lög.
22.30 Dagskrárlok.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
í Reykjavík heidur fund mánudag
inn 5. nóv. kl, 8.30 i Tjarnarcafé.
Til skemmtunar: Einsöngur: (Guð
mundur Jónsson) upplestur o. fl.
Helgidagslasknir: Þórður Þórar-
son, Miklubraut 46. — Sími 4655.
Sjötug er í dag Þóra Guðmunds-
dóttir frá Unaðsdal, nú til heimil-
is að Skipasundi 4.
Foldin kom til Grimsby á föstu
dag. Lingestroom er í Amsterdam.
Dómkirkjan.
Messa kl. 11 f. h.
— Séra Jón Auð-
uns. — Mesga kl.
5 e. h. — Séra
Bjarni Jónsson. —
Laugarnespresíakall. Messa kl. 2
e. h. — Séra Garðar Svavarsson.
Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. —
Fríkirkjan. Messa kl. 5 e. h. —
Séra Sigurbjörn Einarsson. Ungl-
ingafélagsfundur kl. 11 f. h'. ---
Nesprestakall. Messa í kapellu há-
skólans kl. 5, sr. Jón Thórarensen.
— Fólk er beðið að athuga breytt
an messutíma. — Guðsþjónusta á
vegum guðfræðideildar háskólans,
verður í kapeliu háskólans í dag
kl. 2 e. h. Prófessor, dr. C. J.
Bleeker frá Amsterdam mun pré-
dika en Ásmundur Guðmundsson
prófessor þjóna fyrir altari og
endursegja meginefni prédikunar-
innar á ísienzku. Kirkjukór Nes-
sóknar, undir stjórn Jóns Isleifs-
sonar söngstjóra, annast sönginn.
Næturaksíur í nótt annast Litla
bílstöðin. — Sími 1380. Aðra nótt
annast B.S.R. næturaksturinn. —
Sími 1720.
í gær voru
gefin saman í
hjónaband ung
frú Guðrúa
Kjartansd. og
I-Iannes Þórólfs
son, lögregluþjónn. Heimili ungu
hjónanna verður á Öldugötu 41.
— 1 gær voru gefin saman í hjóna
hand af séra Bjarna Jónssyni,
ungfrú Kristjana Kristjánsdóttir
og Willy Black Nielsen, hárskeri
Hólavalíagötu 11. — 1 gær voru
gefin saman í hjónaband af séra
Sigurbirni Einarssyni, ungfrú Þor-
björg Lýðsdóttir og Kristján Jón
Benónýsson. Heimili þeirra er á
Holtsgötu 14.
Leiðrétting.
1 ræðu Ólafs Halldórssonar, sem
birt var í blaðinu í gær, hefur
slæðzt inn prentvilla' í 9. 1. a. n.
Rétt eT setningin þannig: „Þeir
eiga að sjá um það, að fulltrúar
þeirra fari að vilja þeirra i stór-
málum, (letuxtn:. hér). eða -rvilti af>
þingi elia, og mun þá hver þing-
Silfurbrúðkaup eiga í dag hjónin
Elísabet Magnúsdóttir og Helgi
Jónsson, Grettisgötu 43.
Herbergisgjöf til Hallveigarstaða.
Meyvant Ó. Hallgrímsson, Grund-
arstíg 17 hefur gefið Hallveigar-
stöðum 10 þúsund kr. til minning-
ar um móður sina Vigdisi Erlends
dóttur frá Breiðabólstað. Fjár-
öflunarnefndin, þakkar hjartan-
lega þessa rausnarlegu gjöf.
Munið Bazar Hringsins á mánu-
dag kl. 1.30 hjá Andrési Andrés-
syni Laugaveg 3 uppi.
Blaðamannafélag Islands heldur
fund á Hótel Borg kl. 4 o. h. í
dag.
Fyrirlestur um Ivar Aasen, Cand.
mag. Hallvard Mageröy sendikenn
ari flytur fyrirlestur i I. kennslu-
stofu háskólans um hinn kunna
norska fræðimann og skald Ivar
Aasen, miðvikudaginn 7; desember
kl. 8 e. h. Öllum er heimill aðgang
ur.
Nýlega opinber
uðu trúlofun sína,
ungfrú Unnur Ein
arsd. frá Skafta-
felli í Öræfum og
Ólafur Magnússon,
húsasmiður, Hafnarfirði. — Ný-
lega hafa opinbera'ð trúlofun sína,
Súsanna ICristjánsdóttir Njálsgötu
30 Reykjavjk og Magnús Bjarna-
son, Suðurgötu 13 Hafnaríiröi.
Stafabók barnanna.
Blaðinu hefur borizt Stafabók
barnanna. Er þetta myndskreytt
stafabók prentuð í litum og hin
vandaðasta að frágangi. Hver staf
ur stafrófsins hefúr sína síðu í
bókinni. Þá er og vísa um hvérn
staf, og fylgir Mikki Mús mynd
hverri síðu. Á forsíðu kversins
er stór litmynd af börnum i jeppa.
Má gera ráð fyrir að bók þessi
verði vinsæl meðal yngstu lesend-
anna, enda stöðugt vaxandi eftir-
spurn eftir snotrum stafa-,
mynda- og vísnabókum.
Bókasafan Alliance Francaise, er
opið á'Ásvallagötu 69. Alla þriðju-
dagá kI.-3—S5 siðd., :fimöitudagá- -kl.
5—7 og laugardaga 8—5. ; :