Þjóðviljinn - 04.12.1949, Síða 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 4. des. 1949
vmrcnHmmHHMHmiuMraB FRAMHALDSSAvaA: "
BRGÐARHRINGURINN
EFTIR
Mignon G. Eherhart
35. DAGUE.
við Róní. Um okkur á ég við. Þetta var allt
afráðið svo fljótt — hjónabandið o.s.frv. Ég
get ekki talað mikið nú, Róní, ég verð svo fljótt
þreyttur. Ég verð því að reyna að vera fáorður.“
' Hann sagði um „okkur“ — það var þá ekki
tim skelfingar næturinnar, sem hann ætlaði að
tala. Hún hugsaði hratt en skýrt. Eric hlaut
að hafa verið skýrt f-rá því, að tilraun hefði
verið gerð til þess að gera hana grunsamlega.
Hann vildi vernda hana; hann mundi vita —
eða fara nærri um — hver mundi hafa skrifað
bréfið. Honum var kunnugt um hringinn, og
þegar hann fengi einnig að vita af bréfinu,
mundi honum verða Ijóst, að kaldrifjuð áætlun
stæði að baki þessara atburða. Það ,mundi æsa
hann og reita hann til reiði, en hún varð að
láta skeika að sköpuðu. Til allrar gæfu hafði
honum ekki orðið meint af að heyra fregnina
um morðið á Yarrow dómara.
„Já, Eric,“ sagði hún hratt.
„Ég ver ðekki lengi. Þú ert eiginkonan mín.
Ég kvæntist þér og gaf þér nafn mitt. Eg hef
arfleitt þig að eignum mínum ,ef ég skyldi deyja
á undan þér.“
„Það kemur ekki til þess. Þér batnar.“
Það brá fyrir einkennilegum gremjusvip á
andliti Erics, augnaráðið varð flöktandi. En
hann sagði í flýti: „Já, áreiðanlega. En ég ætl-
áði að fara að segja þér, að ég krefst endur-
gjalds frá þér, m. a„' að þú sért mér trú.“
„Eric!“
„Bíddu við. Ég þykist- þekkja þig nokkuð
vel. Ég gaf þér nánar gætur áður en — jæja,
hvað um það. Hann þagnaði, venti og tók annan
bóg. Með þeim, sem eru lengi veikir og þjást
mikið, þroskast einskonar sjötta skilningarvit.
Þeir verða afarglöggir á fólk. Ég átti tal viðl
Stuart í morgun, eins og ég sagði. Ef mér!
skjátlast ekki því meira, þá var eitthváð ann-
arlegt í málrómi hans og augum, þegar hann
minntist á þig.“
Róní settist aftur. upp í rúminu og roðnaðj.
Eric sagði kuldalega: „Ég sé miklu betur en
álitið er. Ég vil aðeins minna þig á, að þú ert
mín lögleg eiginkona. Þú gekkst að eiga mig
fyrir fjórum dögum.“
Það var hljótt í herberginu. Ljósrák skein
á slitið gólfteppið með blómamunstrinu, og kast-
aði dimmum skugga á bak við mahónifataskáp-
inn. Það var ekki hægt að átta sig á augnaráði
Erics. Ókunnur maður, sem hún hafði gifzt.
Allt í einu sagði hún: „Elskarðu mig, Eric?“
Skenimtiklúbburinn
„EITTHVAÐ FYRIR ALLA“
heldur
KflBflRETTSÝNINeU
fyrir almenning í Skátaheimilinu við Snorrabraut,
í dag kl. 3 e. h. stundvíslega.
Fjölbreytt skemmtiskrá
Aðgöngumiðar seldir við innganginn.
Húsið opnað kl. 2.30 — Borð ekki tekin frá.
E. F. A.
Fé!agslíf
ássaeziidKgai!
Skemmtifund heldur Glímufé-
lagið Ánnanr. í samkomusal
Mjólkurstöðvarinnar sunnud. 4.
des., hefst á félagsvist kl. 8.
Skemmtiatriði: Tríó leikur (Óli
Gaukur — Hallur og Steinþór),
Uxadans (Kátir félagar). Dans,
bæði gömlii og þeir nýju.
Skemmtinefndin.
Faríuglar!
Fundur verður haldin i Mál-
fundadeildinni mánudaginn 5.
des., i Breiðfirðingabúð (uppi)
kl. 8,30. Stjórnin. .
VíkÍRgnr
Fundur annað kvöld, mánu-
dag, kl. 8 i loftsal G.T.-liússins.
Inntaka nýrra fílaga. Að fund-
inum loknum 1:1. 9, liefsi af-
mælisfagnaður í tilefni af 45
ára afmæli stúkxqyiaT með sam-
eiginlegri lj-af|i$rykkju.
Skemmtunin sett E.B. Minni
Víkings. K. G. Eánardæíur
syngja. Upplestur Jón Snari.
Söngur. 28 manna kór. DANS.
Félagar fjölmennið á fundinn
með nýja innsækjendur og tak-
ið með ykkur gesti á afmælis-
fagnaðinn, aðrir templarar vel-
komnir. Nefndin.
Skáldið og s kipskötturinn-
Tveim dögum eftir að
ríkisútvarpið birti sepi aðal-
frétt síðdegis andlát skips-
kattarins Símonar, flutti
sama menningarstofnun full
veldisræðu Tómasar skálds
Guðmundssonar, haldna i
samkvæmi reykvískra
menntamanna. Skipsköttur.
inn Símon var eins og út-
varpshlustendum er kunn-
ugt einn merkasti liðsoddur
brezka heimsveldisins, hafði
sloppið nauðuglega undan
kínverskum kommúnistum á
freigátunni Amethyst, en
lét lífið vegna loftslags-
breytingar og gamalla sára.
Afkomendur hans eiga til
minja tvö heiðursmerki sem
afrekskötturinn hafði hlotið
fyrir vasklega framgöngu,
og er önnur kennd við
Diekens. Tómas Guðmunds-
son er hinsvegar skáldlegur
liðsoddur reykvískrar borg-
arastéttar, hefur öðrum bet-
ur túlkað lifsviðhorf hennar
og siðgæði — og gerir enn.
Mega útvarpshlustendur
vera þakklátir fyrir það að
hafa með tveggja daga
millibili fengið að kynnast
á mjög lærdómsríkan hátt
imynd hins aldna brezka
heimsveldis og skáldfulltrúa
auðstéttarinnar í Reykjavík.
★
Að vonum hafa báðir þess
ir atburðir, lát Símonar og
ræða Tómasar, haft mjög
mikil áhrif. Hvert orð þess
síðarnefnda í menntamanna-
veizlunni á Hótel Borg var
fest á óforgengilegaa stál-
þráð, enda befði það verið
óbærileg missa, ef eitthvert
þeirra hefði glatazt. Áhrifa
ríkasta menningar-tofnun
ríkisins kom ræðunni síðan
fyrir almenningseyru á af-
mæli ísl. fullveldis, og annað
efni er ófundið sem betur
hefði fallið við boðskap
dómsmálaráðherrans næst á
undan. Svo fullkomlega túlk
aði skáldið lífsviðhorf auð-
borgaranna að Morgun-
blaðið birti á forsiðu feit-
letraða rammagrein um
þessa „snilldarræðu um hið
akademiska frelsi. Benti
liann (þ.e. Tómas) m.a. á
hversu herfilega það hug-
tak væri misnotað og hvatti
islenzka menntameim til
þess að standa á verði um
frelsi og sjálfstæði lands og
þjóðar. Vakti ræða hans
mikla athygli frjálslyndra
manna.“ í gær birtir blaðið
síðan útdrátt úr þeim köfl-
um ræðunnar sem nálguðust
það að vera prenthæfir og
ritstjórinn skrifar um hana
sérstaka forustugrein. Skáld
ið þarf því vissulega ekki að
kvarta um vanmat andlegra
samherja sinna.
★
Eg er sammála ritstjóra
Morgunblaðsins Sigurði
Bjamasyni frá Vigur, þeim
sem hélt ræðuna 1. desem-
ber 1945, um það að ræða
Tómasar var snilldarræða
og ekki síður um hitt að hún
hefur vakið mikla athygli
frjálslyndra manna. Hins
vegar eru sumir ósammála
okkur Sigurði um snilldina
og langar mig til aö: rekja
það atriði örlítið nánar. Svo
sem Ijóðafólki er kunnugt
fékk Tómas Guðmundsson
heimsókn síðla árs 1942,
eftir að nazistar höfðu ráð-
izt á Sovétríkin, og hefur
órt um þá heimsókn eftir-
minnilegt ljóð:
„Frá gullnu víni, ljúfum
perluleik
við ljóð og draum, frá rós
sem angar bleik,
þú hrekkur upp með and-
fælum og hlustar.
Og sjá! Það hefur hent,
sem kveiðstu mest:
Hér hýsir þú í stofu _þhmi
gest,
sem óvænt kom og köldum
hrolli gustar."
Gestur Tómasar Guðmunds-
sonar var veruleikinn, og
fyrstu viðbrögð skáldsins
voru að spyrja: „Er ekiti
tími til að leggja á flótta? ‘
En hann svarar umsvifa-
laust spurningu sinni neit-
andi:
„Of seint, of seint! Þig
elta augu hans.
Þú ert á valdi hins dapra
komumanns.
Þú lokar þig ei framar
einan inni.
Því gluggar þinir opnast
upp á gátt.
Við augum þínum blas;r
kalt og grátt
þitt land, þín veröld, séð
í fyrsta sinni.“
Og í kvæðisjok gengur skáld
ið veruleikanum á hönd,
samlagast veruleikanum, en
sá sem áður orti um „fagra
veröld, vín og sól“ er orðinn
sjálfa síu gestur.
Tómas Guðmundsson var
ekki sá eini sem fékk heim-
sókn 1942. Öll borgarastétt-
in íslenzka fékk slíka heim-
sókn, því einnig þá var Tóm
as skáldfulltrúi stéttar sinn-
ar. Áhrif þeirrar heimsókn-
ar eru nú orðin söguleg
staðreynd, þátttaka borgara
stéttarinnar í nýsköpuninni
verða síðasta jákvæða afrek
hennar.
★
Síðan kom hræðslan og
vonleysið, Keflavikursamn
ingur, Marsjallsamningur,
Atlanzhafsbandalag. Og
skáldið sem spurði þegar
1942: „Er ekki tími til að
leggja á flótta?“ tók nú
til fótanna ásamt stétt sinni.
Og þó hafði hann áður sagt
þann sannleika að flóttinn
væri vonlaus:
„Of seint, of seint! Þig
elta augu hans.
Þú ert á valdi hins dapca
komumanns.“
Hin fagra veröld gullins víns
og angandi rósar sem hann
hvarf frá var ekki lengur
til, ekki einu sinni sem vera
leiki draumsins. Eftir var
aoeins tóm sem reynt var
að fylla með því að semja
fátækleg gamanyrði handa
veizlugestum Sjálfstæðis-
hússins. Og nú er skeiðið
á enda runnið. Á afmælis-
degi íslenzks fullveldis, þess
fullveldis sem í upphafi var
sjálft líf borgarastéttarinr-
ar stóð skáld hennar frammi
fyrir þjóð sinni eins og
þriðja flokks gamanleikari
og flutti fjmdni sem: var að
verðmæti í öfugu hlutfalli
við peningagildi þeirra
drykkjarfanga sem voru
helzta inntak ræðunnar.
Ekki éinu sinni töfrar orös
og stíls. sem áður voru óvið
jafnanlegir eiginleikar
þessa skálds, . eru nú
tiltækir. Og að lokum
náði ræðan tragískri reisn
þegar Tómas sagði að and-
leg verðmæti væru öllum
efnislegum verðmætum æðri
— því þyrfti þjóðin nú á
andlegri marsjallhjálp að
halda, „þó ekki væri nema
um eina eða tvær hugsjón-
ir.“
★
Víst var þetta snilldar-
ræða, eins og Sigurður
Bjarnason komst réttilega
að orði. Hún túlkaði á full-
gildan hátt hugsjónir auð-
borgaranna, siðgæði þeirra
og andlega reisn. Hverjum
manni hlýtur að verða hug
fólgin myndin af þessu
skáldi sem nú er jafnvel
svipt „söknuði alls þess, er
var og keínur ei framar.“
Það er myndin af íslenzkri
auðborgarastétt; á sama
hátt og skipsköttrinn Símon
sem kínverskir alþýðumenn
hröktu af Jangtsefljóti, er
ímynd þess heimsauðvalds
sem getur ekki einu sinni
miðlað einu ísienzku skáldi
þeirri andlegu marsjallhjálp
um eina eða tvær hugsjón-
ir sem hjartað þráir.
A
• MIIHMIIIIIIIt!