Þjóðviljinn - 06.12.1949, Page 4

Þjóðviljinn - 06.12.1949, Page 4
4 ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 4. des* 1949 PIÓÐVILJINN ÚtgafaBdl: Bameinlngarflokkor alþýOu — BósiaUataflokkurlnn Bitstjórar: Magnús Kjartansaon (áb.), BigurSur GuSmundsaon Fréttari t»t 16ri: Jön Bjarnason BlaSam.: Arl K&rason, Magnús Torfl Úlalsson, Jönaa Ámason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsaon Bltstjðrn, afgreiSala, auglýsingar, prentsmlSja: BkólavðrOu- st&g U — Bimi 7600 (þrj&r linur) 2skrlftarrsrS: kr. 12.00 & m&nuSl — LausasóluvazS 60 aur. aint PrentsmlSja PJóOvUjacj buf. BMaBataiaakkurlnn, ÞórsgStu 1 — Slml 791« (þrj&r Hnur) I Sjómenn eiga að stjórna Það er alkunna að togarasjómenn eru almennt mjög óánægðir með gildandi kjarasamninga. Sú þriggja árs- fjórðunga reynsla, sem fengin er af þessum samningum hefur leitt það í ljós að nú verða togarasjómenn að inna af hendi meiri vinnu fyrir talsvert lægra kaup en samkvæmt eldri samningum, er gilt höfðu s.l. 7 ár og þóttu orðnir úr- eltir og sjómönnum óhagstæðir á ým-sa lund. — Þeim sem fylgzt höfðu með gangi mála við samningana í fyrravetur kom vissulega ekki á óvart sú reynsla sem fengin er af þeim nú, og er því ekki úr vegi þegar velja skal að nýju félagsstjóm fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur að rif ja þetta upp í nokkrum dráttum. Sjómönnum er það enn í fersku minni að núgild- andi kjarasamningar eru raunverulega ekki samþykktir af þeim, heldur sviknir hreinlega inn á þá af núverandi stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur, þeim Sigurjóni, Sæmundi og Co. Sáttatillögur þær, er greitt var atkvæði um og sam- þykktar að nafninu til 26. marz, voru svo sem kunnugt er bornar fram fyrirvaralaust og án þess að sjómönnum væri gefinn nokkur kostur á að kynna sér þær. Nefnd sjómanna úr baknefndinni var beinlínis synjað um að fá að kynna sér þær, af ótta við að hún gæti þá komið réttum og tímabærum upplýsingum til sjómannanna um innihald sáttatillagnanna. En þetta þótti þeim Sigurjóni, Sæmundi og Co. ekki nóg. Þeir béinlínis gerðu allt til að blekkja sjómennina með vill- andi og röngum upplýsingum varðandi efni tillagnanna. Svo langt gekk refskák þeirra í hinni fyrirvaralausu atkvæða- greiðslu, að margir sjómenn, einkum í Hafnarfirði voru látnir standa í þeirri meiningu, að sáttatillögurnar sem stjóm S.R. var að gylla væru tillögur baknefndarinnar. Kórónuna settu þeir Sigurjón og Co. á skömm þessa al!a með því að rugla saman og telja í einu lagi atkvæðin úr Hafnarfirði og Reykjavík og pína tillöguna þannig í ^gegn með rúmlega 50 atkv. meirihluta. — Þar með var hundsað- ur meirihluta-vilji Reykjavíkursjómanna, sem vitað var að felldu tillöguna fyrir sitt leyti, því þeir höfðu, þrátt fyrir slæma aðstöðu, betri skilyrði til að varast 'blekkingar for- ystunnar heldur en hafnfirzku sjómennirnir m r * Á þennan hátt fengu útgerðarmenn og þeir Sigurjón og Co. vilja sínum framgengt gegn vilja sjómanna. Reynslan af gildandi samningum ’liefur sýnt sjómönn- um hverjir hafa hagnazt á svona vinnubi’ögðum. Þess vegna em sjómenn ákveðnir í því nú við stjórnarkjörið að fá endi bundinn á slík vinnubrögð, með því að gefa núver- andi landkrabbastjórn frí og setja menn úr eigin hópi í staðinn. Allur þorri starfandi sjómanna harmar þá ódöngun sem komizt hefur í Sjómannafélag Reykjavíkur á seinni árum, vegna þess að forysta félagsins hefur látið pólifíska þröngsýni og flokkspólitísk tillit sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum sjómanna. Núverandi forysta félagsins hefur glatað tiltrú 'starfandi sjómanna, um það efast enginn, en hún rígheldur sér í völdum með þeirri sérstöku tegund „vestræns lýðræðis" sem Alþýð^flokkurinn berst fyrir og igerir fámennum „landher", flokksklíku Alþýðuflokksins fært að halda félaginu niðri í ófremdarástandi. Bergmálið í SundhöUinni hefur versnað. : • B • i • &« a « n ts a■£ a « s aai B. skrifar: .......„Það er Sundhöllin, sem mig langar að tala um. Hún var nýlega opnuð eftir viðgerðina, sem staðið hafði frá því í júlí. Þessi langa viðgerð bar samt ekki þann á- rangur, sem búast hefði mátt við, því að þarna gleymdist að lagfæra það, sem helzt af öllu þurfti lagfæringar við, og á ég hér við bergmálið í laugar- salnum. Bergmálið var slæmt áður, en núna, eftir að búið er að þétta veggina með máln- ingu, hefur það versnað um allan helming, svo að varla heyrast lengur orðaskil, þegar taiað er saman. Það fyrsta, sem hefði þurft að gera, var að klæða veggina innan ipsð plötum sem „hefta“ hljóðið, ;ein angrunarplötum. □ Hvernig er hægt að kenna þarna? „Sagt er, að ekki hafi feng- izt innflutningsleyfi fyrir efni til slíkra framkvæmda, en þetta er samt ekki hægt að taka sem frambærilega afsökun, því að kostnaðurinn við kaup á slíku efni er svo hverfandi lítill, — það, sem þarna þurfti til, gat varla kostað meira en einn lúx- usbíll, en til innflutnings á þess konar ,,nauðsynjum“ virðist alltaf vera nógur gjaideyrir .. í öllum samkvæmissölum er það talið höfuðatriði, að ein- angra þannig veggina, að ekk- ert bergmál heyrist. En í Sund höllinni, þar sem öll sund- kennsla skólanna fer fram, er það ekki talið nauðsynlegt. Mér er óskiljanlegt, hvernig hægt er að kenna í öllum þessum há- vaða. Og hvernig fer starfsfólx ið að því að hafast við í öll- um þessum glymjanda 8 stund ir á dag? ...... Þar við bæc- ist, að þessi hávaði hlýtur að draga úr aðsókn, sérstaklega að því er snertir fullorðið fólk. □ Skellur komnar á nýja málninguna. „......Þegar maður svo horfir upp í loftið í laugarsaln um, og reyndar víðar, þá sér maður, að komnar eru skellur á það. Það eru komnar skellur á nýmálað lofíið. Hvernig stend ur á þessu? Er ekki nýafstaðin viðgerð, sem hefur staðið yfir i marga mánuði? Hvernig stend ur á því, að ekki var áður gert við þakið, með því að setja plötur á það, en hætt við þessa blessaða tjöru' sem ekkert dug- ar? — B.“ □ Hættan af vinnupöll- unum umhverfis hús Sveins Egilssonar. Maður nokknr, sem vinnur skammt frá hinu nýja húsi Sveins Egilssonar á mótum Laugavegar og Hverfisgötu, hefur beðið mig fyrir eftirfai’- andi tilmæli: Eg vil mæl ast til þess að meira öryggis verði gætt í frágangi vinnupall anna, sem verið hafa umhverfis þetta hús Sveins Egilssonar núna seinustu árin. Eg hef veitt því athygli, að ef eitthvað hvess ir í veðri, þá losna margar fjal ir og önnur stykki á pöllum þessum og falla niður á gang- stéttina. Er í rauninni mesta mildi, að ekki skuli hafa orðið nein slys af þessu ennþá. Verði hinsvegar sama ástand látið baldast, þá hlýtur að því að reka, að þarna verði slys. Og geri einhverntíma verulegt hvíissviðri, þá kæmi mér ekki á óvart þótt pallarnir hryndu allir niður eins og þeir leggja sig.....Þessa aðvörun þótt- ist ég skyldugur til að setja á framfæri opinberlega. — Dd.“ □ Umferðariögregíunni • þakkað. Maður nokkur, sem býr við Miklubraut, bað mig í haust fyrir tilmæli þess efnis, að um- ferðarlögreglan gæfi meiri gæt- ur að akstri á Lönguhlíð og Miklubraut, því að þar stafaöi stöðug hætta af óstjórnleguin hraða og glannaskap þeirra, sem bifreiðum stjórna. Nú hef- ur maður þessi aftur beðið mig fyrir orðsendingu til umferðaf- lögreglunnar, að þessu sinni vill hann færa henni beztu þakkir fyrir þáð, hve vel hún brást við tilmælum hans. Siðan þau birt- ust, hafa ágætir lögregluþjónar komið á götur þessar til að hafa hemil á umferðinni í há- deginu og á öðrum tímum dagsins, þegar hún er mest. Breiðfirðlng'afélagið heldur félagsfund í Breiðfirð.ingabúð j kvöld, söngur og dáiis á eftir. k xfsniöfpas. :' | ■ Skipun ráðunqytis Ólafs Thors fer fram á ríkisráðsfundi fyrir hádegi í dag. (Frá forsetaritara) Nýlega ' voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Svavarss., ung- frú Anna Pálmadóttir (Einarssonar land- námsstjóra) og Guðmundur Guð- mundsson bifreiðarstjóri. Heim- ili þeirra verður að Skipasundi 8. 0 / Samtíðin, 10. hefti þessa ár- gangs, er kom- in út. I heftinu er þetta efni m. a.: Islenzkt ríkisleikhús; Sumarkvéðja, kvæði eftir Auðunn Br. Sveinsson; Eg byrjaði að teikna þriggja ára gam all, samtal við Halldór Pétursson listmálara; Á háhesti, eftir Loft Guðmundsson; Belgjagerðin h. f. 15 ára; Austræn þjóð með vest- ræn sjónarmið; Biðraðir eftir Sonju B. Helgason; Nýjar norsk- ar bækur; Ensk listaverk á ís- lenzku; Nýjar amerískar bækur. yy' 18.00 Framhalds- saga barnanna: „Fljóti hreinninn" eftir Per Wester- lund; II. lestur (Stefán Jónsson námsstjóri). 18.30 Dönskukennsla; II. 19.00 Enskukennsla; I. 1925 Þingfréttir — Tónleikar. 20.20 Tónleikar: „Saga hermannsins tónverk eftir Strawinsky (plötur) 20.45 Erindi: Yísindalegt þjóðfé- lag; síðari hluti (Gylfi Þ. Gísla- son prófessor). 21.15 Tónleikar (plötur). 22.10 Vinsæl lög (plöt- ur). 22.30 Dagskrárlok. ( Bókasafan AUiance Francaise, er opið á Ásvallagötu 69. Alla þriðju- daga kl. 3—5 síðd., fimmtudaga ki. 5-—7 og laugardaga 3—5. Næturakstur annast Hreyfill — Sími 6633. EIMSKIP: Brúarfoss kom til Amsterdam 5.12., fer þaðan til Kotterdam, Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Kaupmanna- hafnar 5.12. frá Bergen. Dettifoss fór frá Reykjavík 3.12, vestur og norður, lestar frosinn fisk. Goða- íoss fór frá Reykjavík 29.11. til Gdynja 4.12., kom til Kaupmanna- hafnar 5.12. Selfoss kom til Reykjavíkur 3.12. Tröllafoss kom til New York 19.11. frá Reykja- vík. Vatnaiökull kom til Reykja- víkur 4.12. frá Leith. RÍKISSKIP: Hckla er á Austfjörðum á nörð- urleið. Esja er á Akureyri. Herðu breið fór frá Reykjavik í gær- kvöld til Breiðafjarðar og Vest- fjarða. Skjaldbreið kom til Reykjavíkur seint í gærkvöld að vestan og norðan. Þyrill var vænt snlegur til Reykjavíkur j morgun frá Englandi. Helgi fer frá Reykjavík í kvöld til Vestmanna- eyja. EINABSSON&ZOfiGA: Foldin er í Grimsby, fermir i 'Hull á miðvikudag. Lingestroom er í Amsterdam. SKIPADEILD S. 1. S. Arnarfell er í Reykjavík. Hvassafell fór frá Keflavík 2. desember áleiðis til Gdynia. Hafnarbíó: Hitler — líís eða liðiirn Þegar maður hefur séð þessa mynd, er sú spurning ofarlega í huganum, hvort ekki mætfi stofna til verulegrar verzluti- ar milli Reykjavíkur og Holly- tvood. Reykvíkingar flytji út gæja til þess að framleiða kyikmyndir, en fái í staðinn dýr mæta dali. Yrði að þessu land- hreinsun og gróði í Reykjavík, en liðsauki í Hallywood, og ætti að verða almenn lukka með skiptin. M. a. gætu kvik- myndahússgestir Reykjavíkur vænzt öllu skárri mynda að vestan en þeirrar, sem sýnd er nú í Hafnarbíó. Efni hennar er annars það, að tveir gangsterar eru gerðir út fyrir milljón dali til þess að drepa Hitler. Auðvitað tekst það, því að ekkert er ómátt- ugt amerískum dölum og bóf- um, þegar þeir leggja saman. Þessi fagnaðarboðskapur myndarinnar er þó ékki höfuð- einkenni hennar, heldur hitt, hvað hún er innilega vitlaus og leiðinleg. Einkunn: 2. ' “ pB,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.