Þjóðviljinn - 21.12.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1949, Blaðsíða 4
4 Þ JÖÐVIL JINN Miðvikudagur 21. des. 1949. Þjóðviliinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) . Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Sósíalistafiokkurinn, Þórsgötu 1 — Siml 7510 (þrjár lsnur) Afturhaldsblöðin gera sér nú mjög tíðrætt um mála- ferli, sem undanfarið hafa farið fram í ýmsum löndum Ausrurevrópu. Er svo að sjá sem blöðin vilji telja þessi fjarlægu málaferli brýnustu vandamál íslenzku þjóðar- innar, og er það raunar engin nýung að fjarlægustu at- burðú' sem almenningur hefur engin tök á að meta og dæma af eigin raun séu notaðir til að leiða hugann frá innlendu öngþveiti og yfirvofandi kúgunaraðgerðum. Frásagnir blaðanna af málaferlum þessum eru sízt af öllu í fréttastíl. Þær líkjast öðru fremur fátæklegustu glæpareyfurum: hinir ákærðu og dómfelldu eru hreinir englar, vammlausir föðurlandsvinir, en forustumenn Austurevrópuþjóðanna eru trylltir glæpahundar sem ekki sofa rólegir nema þeir hafi nasað af blóði áður. Hér skulu ekki hafnar umræður um þessi málaferli 'Við afturhaldsblöðin. Þau eru ekki viðræðuhæf um slík mál, auk þess eru málavextir langt frá því að vera kunnir hér norður á hjara veraldar, og enn virðast innlendu vanda- málin vera svo brýn að eðlilegra virðist að láta þau sitja í fyrirrúmi. En aðeins skal minnzt á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem afturhaldsblöðin verða óð af hneykslun yfir uppkveðnum dómum. Fyrir rúmum áratug fóru fram mjög víðtæk réttar- höld í Sovétríkjunum. Réttarhöld þessi vöktu ekki minna æði í afturhaldsblöðunum en þau sem nú er mest rætt um og fúkyrðin voru ekki spöruð. En nokkrum árum síðar urðu staðreyndirnar um þessi málaferli öllum ljós. Um þá sögu má til gamans kalla íslenzkt vitni, einn fram- bjóðanda Alþýðuflokksins í síðustu kosningum, séra Sig- urð Einarsson. Árið 1942 skrifaði hann grein í tímaritið Helgafell undir fyrirsögninni „Verður Rússland sigrað.“ I greininni vekur hann athygli á því ,, að í Rússlandi er enginn austurrískur Seyss-Inquart, enginn téhkc slóvakísk- ur Henlein, enginn slóvakískur Tiso, enginn belgískur Degrelle, enginn norskur Quisling, enginn danskur Fritz Clausen, enginn franskur Petain“. Hliðstæðir sómamenn höfðu að vísu verið til í Sovétríkjunum, en þeir höfðu verið dregnir fyrir lög og dóm: „Á árunum 1937 og 1938 urðu hin miklu „hrein- gerningarmálaferli“ í Rússlandi. Þau komu eíns og skriða, hvert á fætur öðru, og heimurinn starði á þau.í ur.drandi skelí'ingu og, að því er virtist. hjartagróinni meðaumkun með gömlu og heiðarlegu bolsévíkunum, en sá ekki armað í þeim en hamslausa persónulega innbyrðis vaklabaráttu milli Stalíns og gamalla og nýrra andstæðingá hans. Það er liægara að átta sig á öllum þessum málum nú eftir á, þegar kunnugt er orðið um fimmtuherdeildarstarf nazista í ýmsum löndum. Játningar sakborninganna, sem mjög voru tortryggðar víða um iíeim, hafa fengið nýja merk- ingu síðan.“ Síðan skýrir Sigurður frá því hvernig komizt hafi ,upp um víðtækt iandráðasamsæri að undirlagi Þjóðverja og Japana og hafi mjög háttsettir menn verið við það riðnir og lýkur máli sinu með þessum oröum: „En liitt er staðreynd sem nú er orðin deginum Ijósari, að þáð var engin fimmta herdeild til í Rússlandi 1941, þegar inn- rásarherinn þurfti á henni að halda. Hún hvarf í hrein- gerningunum.“ Þessi saga hlýtur nú að vera hugstæð hverjum hugsandi manni, hverjum þeim sem getur lært af reynsl- unni og kann að draga ályktanir. KAPPAR íslendingasagnaþœttir fyrir unglinga Teikningar eftir Halldór Pétursson GLÆSILEG JÓLAGJÖF ABalútsalð BókahúS Æskunnar Kirkjnhvoli — Sími 4235 —rMil • 7. og síðasfca jólabók Prentsmiðju Austurlands h. f. PÖLSKT SYEITALIF eftir stórskáldið W. S. Reymont, í þýðingu Magnúsar Magnússonar. Bók þessi er hrífandi og skemmtileg. BÓK- MENNTAGILBI HENNAR M.4 MARKA AF ÞVf, AÐ SKALDIB HLAUT NOBELSVERÐLAUN FYRIR HANA. Prentsmiðja Austurlands h. f. hefur nú sent út allar jóiabækur sínar og þykist ekki þurfa að fyrir- verða sig fyrir þær, því að óhætt mun að fullyrða, að aldrei hafi nokkurt útgáfufyrirtæki sent frá sér svo mikið bókaúrval á jafn skömmum tíma. HINAR BÆKURNAR ERU: James Hilton: Á VÍGASLÓÐ, í þýð. Axels Thor- steinssonar, spennandi og skemmtileg bók. Sigurd Hoel: Á ÖRLAGASTUNDU. Bezta bók skáldsins. Leo Tolstoy: KREUTZERSÓNATAN, Heimsfrægt, sígilt listaverk. William Motley: LÍFIÐ ER DÝRT. Stórmerkileg bók. Metsölubók í Ameríku, Danmörku og víðar. R. H. Dana: IIETJUR HAFSINS (Rödd úr hásetaklefanuin). Frægasta bók á enska tungu um sjóferðir og siglingar meí Iangferðaseglskipum. Ilenry Thomas og Dana Lee Thomas: FBÆGAR KONUR. Ævi-þættir 16 heims- frægra kvenna, þýddar og endursagðar af Magnúsi Magnússyni ritstjóra. Fróðleg og skemmtileg bók. — Spyrjið eftir bókum frá Prentsmiðju Austurlands h. f. þegar þið komið í bóka- búðir til að kaupa bækur. Prenlsmiðja Aushirlands fci. i' : I Seyðisfirði (c. o. L. Jóbannesson, Suðurgötu 4).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.