Þjóðviljinn - 04.01.1950, Síða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1950, Síða 3
Miðvikudagur 4. janúar 1950. ÞJÓÐVILJINN HróSmar SigurSsson: Nýjustu tónverk Hallgríms Helgason ar og Eitt af beztu núlifandi skáld- um okkar hefur í einu ljóði sínu lýst þeim hugblæ, sem greip hann, þegar hann á styrj- aldarárunum vildi hverfa heim í huganum með því að hlusta á íslenzka útvarpið. Og þegar kveðjan sem hann fékk þaðan var aðallega Straussvalsar, fór- ust honum orð á þessa leið: Heldur er sætur hljómur sá handan af nyrztu ströndum, þar sem þó rymur Rán í þrá rammaukin ljóð á söndum meðan kaldrifjuð Kötlugjá kastar til himins bröndum. Sú tónlist, sem hann heyrði íslenzka útvarpið flytja, túlkaði ekki það Island sem hann þekkti og unni. Aðrar kveðjur voru honum mætari frá þeirri þjóð, sem er fædd við eld og ísa. Við getum notið í hófi Strauss valsa, Fostersöngva og annarr- ar léttrar, fagurrar tónlistar, sem íslenzka útvarpið flytur okkiu" í tíma og ótíma. En ef íslenzka þjóðin á einhvern tíma að finna sjálfa sig í þess um efnum, mun slík tónlist ekki fullnægja henni. Islenzk tónlist verður að eignast eitt- hvað af anda Eddukvæða og Njálu, ef hún á að vera sjálfri sér samkvæm. Þetta hefur Hall grímur Helgason gert sér ljóst. Sumar eftir sumar hefur hann lagt land undir fót og ferðast um margar afskekktustu byggð ir landsins til að hlusta eftir þeim tónum liðinna kynslóða, sem enn blunda í brjóstum þjóð arinnar, og með því hefur hon- um tekizt að bjarga frá ryki aldanna mörgum dýrustu perl- unum meðal íslenzkra þjóðlaga. Á þessum ferðum sínum lét hann ekkert tækifæri ónotað til að fræða þjóðina um íslenzka tónlist bæði með fyrirlestrum og hljómleikum, sem hann flutti við fátækleg ytri skilyrði fyrir áheyrendur, sem ef til vill aldrei áður höfðu séð hand leikna fiðlu. Á slíkum stundum opnaði hann mörgum, þakklát- um áheyrendum nýjan og betri heim. Þetta fómfúsa og óeigin- gjarna starf Hallgríms, sem aldrei verður metið að verðleik um, opnaði augu fjölda fólks fyrir^gildi þjóðlegrar tórilistár, enda hefur hann Öðrum fremur skilið þá staðreynd, að öll list er dauðadæmd, ef hún verður aðeins eign örfárra útvaldra, en ekki fólksins. Þetta sjónar- mið ræddi hann bæði í útvarps- erindum sínum og í hinum mörgu, snjöllu greinum, sem hann skrifaði um tónlist í tímarit íslenzkra tónlistar- manna, Tónlistina, en það tíma rit hvíldi algerlega á honum meðan það kom út, enda hvarf það gjörsamlega af sjónarsvið- inu, þegar hans naut ekki leng ur við. i Síðastliðin tvö ár hefur verið fremur hljótt um nafn Hall- gríms. En hann hefur samt ekki setið auðum liöndum. , Hann hefur dvalið suður í Ziir- lick og haldið þar áfram tónlist arnámi því, sem hann varð að hætta við á styrjaldarárunum. Og á síðastliðnu vori lauk hann þar háskólaprófi í kontra- punkti og öðrum tónlistarfræð- um. Nokkru síðar lauk hann diplómprófi sem kennari í fiðlu leik eftir helmingi styttri undir búningstíma en venjulegt er. I áþján, en hafði þó alltaf mátt vetur heldur hann áfram námi til að rísa aftur á fætur síung þeim hvílir tign íslenzkrar nátt úru. Hver getur til dæmis hlust að á mótettuna ,,Svo elskaði guð auman heim“, án þess að skynja lífsvonina, sem aldrei yfirgaf þjóðina og átti sinn þátt í að fleyta henni gegnum dimmustu aldimar, þegar hún kveinaði undan hallæri, drep- sóttum, eldgosum og erlendri við sama skóla og leggur nú stund á kór og hljómsveitar- stjórn. Þá hefur hann einnig kynnt íslenzka tónlist og flutt erindi um land og þjóð. Jafn- hliða sínu umfangsmikla námi hefur hann samið fjölda nýrra tónverka. Nokkur þessara verka hafa nú verið prentuð og langar mig að geta þeirra dá- lítið nánar. Sónata fyrir píanó nr. 2 er stórt verk, fullar 20 síður. Að- alstef verksins er íslenzka þjóð lagið „Gimbillinn mælti og grét við stekkinn.“ Verk þetta hefur höfundur spilað í útvarpið einu sinni í fyrra vetur. íslenzknr dans fyrir píanó er allstórt verk. Stefið í verkinu er íslenzka kvæðalagið „Sumri hallar, hausta fer.“ Smalastúlkan er einsöngslag með píanóundirleik við kvæði eftir Matthías Jochumsson. Nú afhjúpast ljósin er einn- ig einssöngslag með pianóundir leik. Textinn er eftir Jón Helga son. Siglir dýra súðin mín er kór- verk fyrir blandaðan kór við kvæði eftir Einar Benediktsson. Gróa laukur og lilja er mót- etta fyrir blandaðan kór. Text- inn er eitt erindi úr kvæði, sem Guðmundur Friðjónsson orti um föður sinn. Svo elskaði guð auman heim er mótetta fyrir blandaðan kór við samnefnt þjóðlag, sem fyrst birtist í sálmabók Guðbrands Hólabiskups. Textinn er úr sömu bók og er hann eftir Ólaf Jónsson, prest á Söndum í Dýra firði. Móðir mín er kórlag fyrir blandaðan kór við fyrsta erind- ið úr samnefndu kvæði eftir Einar Benediktsson. Lag þetta kom út fyrir um það bil hálfu öðrú ári, en vegria þéss að hér er um að ræða.eitt af fegurstu verkum tónskáldsins, get ég ekki stillt mig um að geta þess hér með. Hallgrimur Helgason hefur alltaf verið sérstæður meðal íslenzkra tónskálda. Verk hans eru ekki neinar dægurflugur, sem við lærum fyrirhafnarlaust í dag og gleymum jafn fyrir- hafnarlaust á morgun. Þau eru þrungin dramatískum krafti og hrífa hug okkar því meir, sem við kynnumst þeim nánar, unz þau eru orðin óaðskiljanlegur hluti af okkur sjálfum. I þessu eiga þau sammerkt við það bezta í bókmenntum okkar. Líf og sága íslenzku þjóðarinn ar óma í tónum þeirra og yfir íhaldsins og ódrepándi. Islenzkur vorblær með fossánlð og birkiangan andar til okkar frá laginu „Smalastúlkan.“ Og í laginu „Móðir mín“ finnum við fögn- uð þess manns, sem „nú er kom- inn af hafi“ reiðubúinn til að vinna þjóð sinni og fósturjörð það gott, sem hann megnar. Eg get ekki látið hjá líða í þessu sambandi að minnast á það ófremdarástand, sem mér finnst ríkja í tónlistarmál- um íslendinga. Við höfum hér ríkisútvarp með útvarpskór og útvarpshljómsveit, sem hvort- tveggja mun kosta allmikið fé á okkar mælikvarða. En í öllu því tónaflóði, sem útvarpið hellir yfir okkur fróma hlust- endur, er 15 mínútum — segi og skrifa 15 mínútum — á viku hverri varið til flutnings á íslenzkri tónlist. Nú kynni einhver að halda að íslenzk tónlist Væri ekki meiri að vöxtum en svo, að henni væru gerð sæmileg skil á þessum til ætlaða tíma. En þvi fer fjarri. Á norrænu tónlistarmóti, sem haldið var í Osló í fyrra sumar voru flutt verk eftir 7 íslenzk tónskáld, og þó voru það ekki öll tónskáld á íslandi. Islenzk tónskáld eiga í fórum sínum fjölda verka, sem aldrei hafa litið dagsins ljós. Og meðan tónskáldin lepja dauðann úr skel, og vei'k þeirra fúna í skrifborðsskúffunum, höfum við útvarpshljómsveit og útvarpskór sem rembast við að flytja erlend tónvei'k, sem flest er hægt að fá á plötum flutt af miklu fullkomnari kórurii og hljómsveitum en við höfum á að skipa. Ekki er annað hægt að segjg, en að furðu lítil þjóð- rækni stjórni þessum málum, þegar eitt glæsilegasta kórverk sem samið hefur verið af ís- lendingi, „Móðir mín“, hefur nú fengizt á bókamarkaði í hálft annað ár án þess, að á stæða þætti til að okkar ís- lenzki útvarpskór tæki það til meðferðar. Fyrirlitning for- ráðamanna ríkisútvarpsins á íslenzkri tónlist virðist vera svo takmarkalaus, að íslenzk tunga á ekki orð til að lýsa því. Og þegar íslenzk tónskáld bindast samtökum til þess að fá sanngjarna borgun fyrir list sína, keppast íslenzk blöð ásamt íslenzkum gamanleikur ★ Alþýðuflokkurinn hefur nú birf framboðslista sinre við bæjarstjórnarkosningarnar og eru á honum alger dauðamerki. Jón Axel trónar enn í efsta sæti, þrátt fyrir harða and- stöðu innan flokksins, og á það sér athyglisverða skýringu, sem síðar mun vikið að. í öðru sæti, þar sem Jón heitinn Blöndal var vic síðustu kosn- ingar, er nú Magnús Ástmars- son, og gefur sá mannamunur góða mynd? af þróun flokksins. I þriðja sæti, þar sem áður var Jóhanna Egilsdóttir, er nú Benedikt Gröndal, einn h'und- tryggasti bandaríkjadindillinn á íslandi, en Jóhönnu hefur verið ýtt niður í fjórða sæti. Þar var áður Helgi Sæmunds- son, en sá eilífi vonbiðilL þjós- endanna fær nú að lafa í 10. sæti. Að öðru leyti mun það vekja athygli að Soffía Ing- varsdóttir er ekki á listanum. ■Alþýðuflokkskonur höfðu kraf- ist þess að hún yrði í öðru sæti, en þegar það fékkst ekki dró Soffía sig í hlé í reiði. Muriu Alþýðuflokkskonur ekki hafa mikinn hug á að leggja sig í framkróka í kosningabar- áttunni. Svo sem kunnugt er buðu sósíalistar Alþýðuflokknum samvinnu í kosningabaráttunni. Alþýíuflokksbroddarnir höfðu ekki fyrir því að Ieggja tU- um við að gera þá viðleitni hlægilega. Á slíku menningar- stigi stöndum við á því herr- ans ári 1949. Þetta þarf að breytast. íslenzk tónskáld verða að krefjast þess skil- yrðislaust, að íslenzk tónlist skipi öndvegissess í ríkisút- varpinu og bæði útvarpshljóm- sveit og útvarpskór verði tek- in í þjónustu hennar. Sama má segja um Þjóðleikhúsið, sem nú á að fara að opna og symfóníuhljómsveitina, sem nú er í uppsiglingu. Allár þessar stofnanir verða að vinna sam- an að eflingu íslenkrar tón- listar, ef þær vilja ekki bregð- ast því hlutverki að teljast ís lenzkar menningarstofnanir. Og mikill " skaði væri það ís- lenzku þjóðinni, ef hún fengi ekki að xxjótá starfskrafta og hæfileika Halígríms Helgason- ar eftir að hann hefur náð meira valdi á töframáli tón- anna en ef til vill nokkrum Is- lendingi hefur auðnazt. Von- andi ber þjóðin gæfu til þess að skapa honum viðunandi starfsskilyrði. Það hefur því miður oft verið ógæfa íslenzku þjóðarinnar, að liún hefur ekki kunnað að meta sína beztu menn fyrr en um seinan. Slíkt má ekki henda hana á miðxá 20. öldinni. Hveragei'ði, 30. 12. 1949. ■ Hróðmar Sigurðsson 3 boðið undir dóm óbreyttra flokksmanna og svöruðu því ekki einu sinni. Hins vegar lýsti Stefán Jóhann yfir því á fundi í flokksfélaginu a S Alþýðuflokkurinn myndi enga samvinnu hafa við sósíalista, hvorki í kosningunum né í bæjarstjórn eftir kosningar. Það gaf þá auga leið við hverja sá flokkur ætlaði að hafa samvinriu. Sú samvinna hefur þegar ■verið bundin fastmælum. Ihald ið veit að það er búið a* tapa meirihlutanum í bæjarstjórn, það er í meira en 2000 at- kvæða minnihluta meðal kjós- endanna, og úrslit Alþingis- kosninganna sýndu að sósíal- istar hafa unnið þann mun sem meirihlutinn veltur á. Þess vegna hefur þegar verið samið \ið aðstoðaríhaldið, og samn- ingurinn er á þá leið að Jón Axel heitir auðmjúkri þjónkun gegn því að verða fastráðinn framkvæmdastjóri bæjarútgerð arinnar. Var gengið frá hinni formlegu hlið þessa máls á bæjarstjórnarfundi sem kallað- ur var saman í skyndi rnilli jóla og nýárs. Þetta er síðan ástæðan til þess að Jón Axel trónar enn i efsta sæti listans, það er samkvæmt fyrirskipun frá íhaldinu, því samningurinn er einmitt bundinn við persónu Jóns Axels og starf hans! Alþýðublaðið rif jaði það upp fyrir skömmu að það hefði komið út í 30 ár. Það hefðu einhverntínxa þótt lýgisögur öðrum meiri að Alþýðuflokkur inn og Alþýðublaðið yrðu ein- ustu haldreipi íhaldsins þegar meirihlutinn brysti. Þó er sú ömurlega þróun nú orðin stað- reynd. Stjórnarkosning í Sjómanna félagi Keykjavíkur stendur nú yfir daglega í skrifstofu félags ins í Alþýðuhúsinu við Hverfis götu. Mennirnir sem sjómennirnir stilla til stjórnarkjörs eru I neðstu sætum listans til hvers starfs. Kjörseðillinn lítur því þannig út þegar fulltrúar sjó- manna hafa verið rétt kjörnir: Formaður: 1, Sigurjón A. Ólafsson. 2. Erlendur Ólafsson. X 3. Guðmundur Pétursson. Varaformaður: 1. Ólafur Friðriksson. 2. Sigurgeir Halldórsson. X 3. Hilmar Jónsson. Kitari: 1. Garðar Jónsson. 2. Gunnar Jóhannsson. X 3. Einar Guðmundsson. Féhirðir: 1. Sæmundur ólafsson. 2. Jón Gíslason. X3. Jón Halldórsson. Varaféhirðir: 1. Valdimar Gíslason. 2. Sigurður Ishólm. X3L Hregrviður Daníelsson,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.