Þjóðviljinn - 04.01.1950, Side 5

Þjóðviljinn - 04.01.1950, Side 5
.Miðvikudagnr 4. jatiúar 1950. ÞJÖÐVIL JINN 5 Ásmundur Sigurðsson: Síðari grein kosningar sameinaðs verið á Alþingis. dagskrá HVERS VEGNA HEFUR ÞJOÐIN rr\ 'r" FENGIÐ IHALOSSTJORN? ‘ StjóinaEmynidiimiiii Þetta sem hér hefur verið lýst var þó aðeins fyrirboði þess er síðar kom, er tilraun- ir hófust um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Flestir muna boðskap for- seta íslands er hann taldi óhjá kvæmilegt að skipa stjórn ef ekki tækist stjórnarmyndun fyrir mánaðarmótin nóv.-des. Sósíalistaflokkurinn bauð Frámsókn og Alþýðuflokknum þegar samstarf um myndun yinstri stjórnar, til að leysa vandamál þjóðfélagsins á þeim grundvelli er kosningarnarj sýndu að meirihluti þjóðarinn- ar vildi. En hvernig eru svo undir- tektir þessara „frjálslyndu vinstri flokka“. iBezt mun að láta formann Framsóknarflokksins segja frá, svo góðir kjósgndur flokks ins efist ekki um að rétt sé frá skýrt. I viðtali við Tímann 23. nóv. a.l. segir hann svo um stjórn- .armyndunartilraun sína. „Framsóknarflokkurinn spurðist fyrir um það hjá Al- þýðuflokkmim, hvort sá flokk- ur rnyndi vilja tveggja flokka- stjórn með Framsóknarflokkn- um nú þegar, þannig að Framsóknarflokkurinn hefði stjórnarfosustu, en til mála kærai að þess yrði farið á leit Við Sjálfstæðisflokkinn að hann veitti stjórninni hlutieysi eða stuðning. Alþýðuflokkur- inn kvaðst ekki geta svarað því á þessu stigi málsins, hvort hann tæki þátt í þeirri stjórn- armyndun, m. a. vegna þess að hann taldi óumflýjanlegt að tryggja fyrirfram meiri hluta fylgi á Alþingi við lausn þeirra vandamála, er mest kalla að, og tók það fram um leið, að hann mundi ekki taka þátt í stjórnarmyndun með stuðningi Kommúnista. Að fengnum þessum svör- um Alþýðuflokksins lá það því fyrir, að ekki væri hægt að mynda þá tveggja flokka stjórn, sem um var rætt að svo stöddu.“ Svo fór um sjóferð þá. „Kommúnista var óþarft að raefna“ segir Hermann Jónas- son litlu síðar í sömu grein vegna þess að Alþýðufl. ekki vildi einu sinni þiggja stuðning Sósíalistaflokksins við stjórn, sem hann myndaði með Fram- sókn. Og hvað var það svo sem Framsókn ætlaði að ná með tilraun sinni til stjórnarmynd- unar. Um það segir formaður flokksins í sama viðtali: „Það sem Framsóknarflokk- urinn lagði megináherzlu á í áambandi við stjórnarmyndun- artilrauh þá, sem ég gerði var að tryggja framgang þeirra mála, sem hann barðist fyrir og gaf kjósenóum loforð um áð beita sér fyrir. Við gerðum það ekki ein- vörðungu af þeirri ástæðu, heldur einnig af þeirri sann- færingu, að ekki sé hægt að gefa ráðstafanir til bjargar framleiðslunni nema þessi inál okkar nái -amþyltki á Alþingi og heáðarleg ^ramkvæmd þeirra sé tryggð. Annars unir fólkið hinum ráðstöfununum ekki“. ÍHver er svo aðferðin sem Framsckn notar til a* tryggja framgang þeirra mála sem flokkurinn lagði megináherzlu á og hafði gefið kjósendum loforð um að berjast fyrir? Að ferðin var, að spyrjast fyrir um það hjá Alþýðuflokknum hvort hann myndi vilja mynda minnihluta stjórn með Fram- sókn, ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði góða bárnið og veitti henni hlutleysi eða stuðning. Þannig átti að tryggja fram- gang þeirra mála, sem ollu svo miklum ágreiningi í fyrrv. rík isstjórn að kostaði stjórnar slit, þingrof og nýjar kosning- ar á óheppilegum tíma. Ó, þú heilaga einfeldni! En við Sósíalistaflokkinn var ekki þörf að ræða. Þótt fyrir lægi tilboð frá honum um stjórnarmyndun, og allt stjórn artímabil fyrrv. stjórnar hafi hann stutt Framsókn í þinginu í baráttunni fyrir framgangi þessara sömu mála, og jafn framt hefur hann flutt tillög- ur um enn þá öruggari ráðstaf anir til lausnar okkar vanda- málum. Tillögur, sem öll stjórn arþrenningin hefur verið sam- mála um að þegja í hel. Kosningamar sköpuðu mogulsiba til aS koma þessum málum íram. 'Til þess að gera það enn þá ljósara, hve fjarstæð þessi vinnubrögð eru skal bent á þá breytingu sem af kosningun um leiddi innan þings. Fyrir kosningar höfðu Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn meirihluta í báðum deildum en sökum innri klofn- ings í Alþýðuflokknum tókst að fá samþykkt í neðri deild ýms mál sem Sós. og Fram- sókn stóðu saman um með að- stoð vissra inamna úr Alþýðu- flokknum, sem. í þeim tilfellutn greiddu atkvæði á móti aftur-j haldsklíkunni, sem flokknum í stjórnar. Þannig var t.d. um verzlunar frumvarp Framsóknar, sem jafnframt var eitt stærsta á- takamál innan fyrrv. stjórnar og eitt aðaláróðursefni Fram- sóknar í kosningunum. Hins vegar var efri deild þannig skipuð, að þar gátu íhaldið og Alþýðuflokkurinn drepið hvert mál í félagi, og svo fór m. a. um þetta máí. Nú hefur orðið sú breyting á efri deild að Framsókn og Sós. hafa fengið þar hreinan meirihluta og geta því algjörlega ráðið framgangi mála þar. I neðri deild er afstaðan svipuð og áður ef litið er á heildarstyrk flokkanna, því sá maður úr Alþýðuflokknum, sem t. d. studdi fyrrnefnt frumvarp sit- ur þar enn. Og í sameinuðu þingi hafa þessir tveir flokkar helming atkvræða og miklar líkur voru til að samkomulagi hefði mátt ná við þá menn úr Alþýðuflokknum sem opinber- ast hafa verið í andstöðu við flokksstjórnina um stuðning eða hlutleysi við vinstri stjórn. Hvort var nú líklegra til árang urs að taka tilboði Sósíalistafl. reyna a. m. k að ná samning- um við hann, og þá jafnframt þá menn úr Alþýðuflokknum er líklegastir voru til sam- starfs, eða sú leið sem Fram- sókn fór að spyrjast fyrir hjá íhaldsklíku þeirri sem Alþýðu- flokknum stjórnar, hvort hann vilji mynda minnihluta stjórn, sem síðan bæði Sjálfstæðis- flokkinn vinsamlega um stuðn ing eða hlutleysi. Dettur for- ingjum Frams. virkilega í hug að svona tilraun sé tekin al- variega af sæmilega viti born- um kjósendum flofeksins. „Kommúnisla Vas óþaríi að mefe”’3 segir formaður Framr. jrcgm ar hann er nýbúinn að geía yi irlýsingu um það að „það sem Framsóknarflokkurinn lagði megináherzlu á var að tryggja framgang þeirra mála sem hann barðist fyrir og gaf kjósendum loforð um að beita sér fyrir.“ Ekki þarf að skýra að hér er átt við Sósíal istaflokkinn. . Hver eru svö þessi mál ? Samvæmt lýsingu Framsóknar eru þau hvorkil meira né minna en það, að taka möguleikana til óheil- brigðrar auðsöfnunar af þeim sem forréttindi hafa á því sviði. Þ. e. að leysa vanda- mál, sem ekki verða leyst án opinbers stríðs vií alla fjár- plógsstarfseini, sem viðgengst í þjóðfélaginu og sigurs í því stríði. Þegar Framsókn segir jafn- framt að kommúnista sé ó- þarfi að nefna í því sambandi, þá er það yfirlýsing um að flokkurinn telur sig hafa efni á að hafna allri samvinnu við þá 14.000 kjósendur, er greiddu Sósíalist^tflokknum at- kvæði í síðustu kosningum. , 0: rjC 1 , Til þess að vinna sigur í stríðinú við fjárþíógsmennina og fjárplógsstarfsemina i landinu þarf ekki stuðning hins róttækari hluta verkalýðsins millistéttar, menntamanna, sjó manna og bænda, sem samtals nemur 20% kjósenda í landinu. Nei. Þetta stríð á að heyja með því að mynda. minnihluta- stjórn með hægrimönnum Al- þýðuflokksins og biðja Sjálf- stæðisflokkinn vinsamlega um stuðning eða hlutleysi. Hver tekur það trúanlegt að alvara fylgi hinum róttæku skrifum, og orðum, þegar orð og athafnir eru í þvílíkri hróp andi mótsetningu hvort við annað. Kosning í uSarmkis- neíndir Hér er þó ekki nema hálf- sögð ‘sagan af því hve Fram- sóknarflokkurinn hefur sýnt alveg frábæra lagni í að af- sala sér þeim völdum og á- hrifum, sem kösningarnar færðu honum, í herídur þeirra andstæðinga .er ;htmn sleit sam vinnu við á riðs.ú,.. lionu sumri. Áður cr. bingi lauk fyrir jólin átti a5 kjósa nokkrar fimm manna nefndir, sem þing ið kýs hlutfallskosningu. Samkvæmt flokkaskipun | þingsins átti Sjálfstæðisflokk- j urinn að fá í hverja nefnd tvo j menn, Framsókn tvo og Sós. j einn, en Alþýðufl. engann. Ef Sjálfst.fl. og Alþýðufl. bæru fram sameiginlegan lista mundi Sjálfstæðisflokkurinn fá tvo, Framsókn eiiin, Sós. einn og Alþ.fl. einn. Þó mátti engan mann vanta úr sam- steypunni til þess að fyrirtæk- ið heppnaðist. Þ. e. að ,taka mann af Framsókn harida Al- þýðufl. og skapa þannig sam- steypunni meirihluta vald í þessum stofnunum öllum.. En þessar stofnanir voru: Mennta málaráð, Útvarpsráð, Trygg- ingaráð og Landskjörstjórn. Fimrn sinnutn hafa þessar Fjórum sinnum var þeim frestað samkvæmt úrskurði forseta, vegna þess að einn Sjá.lfstæðismaður var forfallað ur frá að sækja þingfund. Fjórum tækifærum sleppti Framsókn til að halda þeim rétti, þeim völdum og áhrifum sem alþingiskosningarnar höfðu tvíínælalaust fært flokkn um. Hér var ekki um það að ræða áð á néinn hátt væri gengið á rétt Sjálfstæðisflokks ins þótt ekki hefði verið beðið vikum saman' eftir einum manni úr þeirra hópi. Sá flokk ur hélt sínum rétti hvort sem var. Hér var forseti sam. þings að bíða eftir því einu að Sjálf- stæðisfl. gæti tekið handa Al- þýðufl. mann, sem Framsókn átti með réttu í fjórum þýð- ingar miklum stofnunum. Hvaða hlunnindi Alþýðuflokk- urinn fær í staðinn hjá Sjálf- stæðisfl,- hefur ekkivverið op- inberað. En hver sém þau verða, þá es* Framsókn látin greiða ándvirðið fyrir fram. Hver trúir því, að þeirat flokki sé alvara með að vinna stríðið á hendur fjárplógsstarf seminni í landinu, sem þetta lætur bjóða sér, eftir kosninga sigur, sem fært hefur honum stóraukið áhrifavald í hendur. Ihfildsstfémra ei verk Framsóknai Er þá kominn tími til að svara þ&irri spurningu, sem er fyrirsögn jþessarar geinar. Enda liggur svarið ljóst fyrir þeim er bezt hafa haft aðstöðu til að fylgjast með þróun þes3 ara mála. Framsókn stofnaði til kosninga af því hún bjóst við að græða á andstöðunni við íhaldið. Framsókn vann sigur og fékk þaí tækifæri setu um var beðið til að koma sín- um málum fram. En þegar sá sigur er feng- inn, keppist fiokkurinn bein- línis við að afsaia sér þeim möguleikum til áhrifa sem kosningarnar höfðu fært hon- um. Þegar formaður Framsóku ar gerir tilraun til stjórnar- myndunar, þá lýsir hann þvi yfir, að ekki þurfi að nefna samvinnu við þann flokk sem óhjákvæmilegt væri þó fyrir Framsókn að haía samstarf við, ef hún ætlar að fram- kvæma, þótt ekki ' væri nema tíunda hluta af öilum sínum lcosningaloforðum. Ástæðan er því augljós. Framsókn hefur ekkert meint annað en að blekkja- vinstri sinnaða kjós- endur til fylgis með því að gala um frjálslynda umbóta- pólitík, sem flokknum dettur ekki í hug að vilja fram- kvæma. Kosningasigurinn sem flckkurinn vann var honum ó- happ því vegna þess sigurs er nú ekki hægt að dylja innrætið En afleiðingin af gerðum Framsóknar í þessum málum öllum er hrein íhaldsstjórn í líndinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.