Þjóðviljinn - 04.01.1950, Side 6

Þjóðviljinn - 04.01.1950, Side 6
e Þ JÓÐVIL JIJSTN Miðvikudagur 4. janúar 1950. V þessu korti sést Formósa og suðausturhluti meginlands Kína. Floti Kúómintang sem hefur bækistöð á eynni reynir að halda uppi hafnbanni á Sjanghai (efst á kortinu) og aðrar hafnarborgir á meginlandinu. Flugher Kúómintang hefur gert árásir á Fúsjá gegn Formósa. Þessar aðgerðir Kúómlntang byggjast algeriega á banda- rískri aðstoð. Formósa og Bandörikin W^YP.IR fimm mánuðum gaf utanrikisráðuneyti Banda- ríkjanna út svonefnda, hvít- bók, safn opinberra skjala, þar sem það var sannað með skýrslum sendiherra, herfor- ingja og annarra opinberra sendimanna, að Kúómintang- stjórnin kínverska er svo höt uð af kínversku þjóðinni fyrir kúgun, dugleysi og spillingu, að þrátt fyrir milljarða dollara bandaríska hernaðaraðstoð voru herir hennar sigraðir og hún hrakin úr einni bráða- birgðahöfuðborg til annarrar af kínverska alþýðuhernum, er var búinn þeim einum vopn- um, sem hann tók herfangi, fyrst af Japönum og síðar Kúómintang. Eftir að hafa stimplað Kúómintangstjórnina svona rækilega sem úrhrak mannkynsins og einskis góðs maklega, er nu Bandaríkja- stjórn í þann veginn að leggja við það vald sitt og orðstír, að þessi spillta einræðisklíka fái enn um stund að kúga sex milljónir Kínverja á eynni For mósa og torvelda samgöngur á sjó við nokkrar helztu hafn- arborgir á meginlandi Kína. * NNARS sést á öllu, að það er ekki dálæti á Kúómin- tangklíkunni, sem fyrst og fremst hefur komið Bandaríkja stjórn til að leggja út í nýtt Kínaævintýri áður en hún hef ur náð sér eftir ófarirnar, sem hún beið í því síðasta. Banda- ríkin láta stjórnast af ein- skærum heimsvalda- og yfir- gangssjónarmiðum, þau sækj- ast eftir hernaðaraðstöðu á Formósa. Bandaríska herráðið var til skamms tíma þeirrar skoðunar, að frá hernaðarlegu sjónarmiði mættu Bandaríkin vel við því að missa öll ítök S Kína að Förmósa meðtaldri, því að sunnan hennar á Filipps eyjum hafa Bandaríkin kúgað herstöðvar til 99 ára útúr landsmönnum og eyna Okin- awa norður af Formósa hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að leggja undir sig. En málaleit- anir frá Sjang Kaisék á For- mósa og McArthur hernáms- stjóra í Japan virðast hafa komið yfirherráðinu á aðra skoð un. Vonir Sjang Kaiséks um að fá að stíga fæti á megin- land Kína á ný eru bundnar við, að honum og öðrum stríðs- æsingamönnjim takizt að hrinda af stað þriðju heims- styrjöldinni sem fyrst og For- mósa er ákjósanlegasta árásar stöðin gegn meginlandi Kína. Bandaríslcir ráðamenn eru hinsvegar allt annað en vissir um, að stuðningur við Kúómin tang sé vænlegasta leiðin til að varðveita bandaríska hern- aðaraðstöðu á Formósa. Hins- vegar hvarflar auðsjáanlega aldrei að þeim, að neitt sé at- hugavert við það, að Bandarík- in fari með kinverskt land eins og sína eign; eða að íbúar For mósa hafi minnsta rétt til að ákveða örlög sín sjálfir. Taft öldungadeildarmaður, annar á- hrifamesti foringi republikana, vill að Bandaríkjafloti verði sendur til að hernema For- mósa en er óráðinn í, hvort heppilegra sé að styðja Kúó- mintang eða setja upp aðra bandaríska leppstjórn á cynni. Öldungadeildarmaðurinn Nolan Framhald á 7. síðu. FRAMHALDSSAGA:™""' H S ■ V . * ■ ■ 1 «• [■ EFTIB Mignon G. Eherhart S 52. D.4GUR. ■ ■ um líkir. Hún rétti úr sér og hristi höfuðið en var ennþá náföl. Enginn hafði séð Lewis. Að Stuart undantekn- um hafði enginn orðið var við nokkurn mann. Stuart, sem hafði gert viðvart, hafði einkenni- lega sögu að segja. ,,Eg var í herbergi mínu,“ sagði hann. ,,Eg hafði slökkt en það var svo heitt að ég gat ekki sofið. Eg lá á litlum bekk rétt fyrir innan franska gluggann. Þá sá ég mann ganga fyrir —“ „Hvern?“ æpti Turo. „Eg veit það ekki“, sagði Stuart. „Eg var jafnvel ekki viss um nema mér hefði missýnzt; það var koldimmt, og ég sá engan. Eg var glað- vaknaður og áleit að bezt væri að eiga ekkert á hættu. Eg vissi að lögregluþjónar voru á verði. Eg hljóp þvi út og kallaði til lögregluþjónsins, sem var á verði framan við húsið. Hann blés í flautu sína til þess að vekja fólkið og gera lög- regluþjóninum, sem var á bak við húsið viðvart. Eg hljóp eftir svölunum hérna megin. Hlerarnir voru ekki fyrir hérna: Eg kallaði á Róní, en ég sá engan. Hann hlýtur að hafa hypjað sig, þeg- ar hann heyrði í lögregluflautunni." Það var Mimi, sem orðaði spurninguna, sem var efst í allra hugum. „Hvers vegna ætlaði Lewis að reyna að myrða Róní?“ sagði hún. Svo bætti hún við: „Sástu hann myrða dómar- ann, Róni? Hefurðu þagað yfir einhverju. Ein- hverju sem gæti sannað sök á Lewis?“ Allir litu á Róní. „Þetta getur ekki hafa verið Lewis“, sagði hún. „Það er engin ástæða —“ „Jæja þá. Hafi það ekki verið Lewis, hver hefur það þá verið?“ sagði Mimi. Elsku Róní. Eg vona að þú sért ekki að gefa í skyn að það hafi verið eitthvert okkar, sem kom hingað inn með opinn hníf í hendi!“ Hún rak upp hvell- an hlátur. Hláturinn skall eins og boði á þögnina. Allir voru kynlega hljóðir og skelfdir. Turo varð til þess að rjúfa þögnina. Hann strauk löngum, sinaberum fingrunum gegnum dökka hárið á sér og sagði glaðlega, að öll svefnherbergin opn- uðust út á svalirnar. Enginn varð til þess að taka undir við hann. „Góði Turo.“ Mimi fór aft- ur að hlægja: Alveg rétt, Turo. Varst þú á ferð- inni?“ Guð minn góður, nei!“ hrópaði Turo. Stuart greip fram í og sagði snöggt: „Róní verður að fá lögregluvemd. Það sýnir þessi hnífur bezt, hvað sem með honum hefur átt að gera —“ Buff greip fram í; hann var fölur mjög. „Það var ekki Róní sem Lewis ætlaði að ná til. Hann hefur ætlað að hitta mig. Eg hef alltaf búið í þessu herbergi." „Það er alveg satt,“ sagði Blanche. „Alltaf — þar til nú“. , „Við eyðum timanum,‘‘r sagði einn lögreglu- þjónanna. „Hann getur ekki verið kominn langt frá húsinu. Komið þið.“ Þá var klukkan um þrjú. Það var koldimmt, lágskýjað og kæfandi loft. Róní var inni í her- bergi Erics það sem eftir var nætur. Hún lá þar á legubekk, svefnlaus og þreytuleg. Blanche var alltaf að fara og koma með fréttir. „ÞaS hefur verið leitað í öllu húsinu. Hann er ekki hér.“ „Helztu að hann mundi standa kyrr? Bjóstu við því?,“ sagði Eric gremjulega; hann spurði Róní spjörunum úr, sagði að hún hefði átt að hringja bjöllunni. (Mér datt það bara ekki í hug,“ sagði Róní þreytulega), spurði hvort hún, væri viss um að þetta hefði ekki verið martröð. „En hvað þá um hnífinn," sagði Mimi sem hlustaði og geispaði. „Eg fer aftur í rúmið.“ Blanche fór út líka. Það var eftir þetta, sem Róní gat átt orðaskipti við Eric, en þó ekki nema slitrótt og óviðunandi. Hann var glað- vakandi og hlustaði eftir hverju hljóði að utan, og ræddi um afturkomu Lewis. „Hann er vitlaus að halda sig hér til þess eins að reyna að fá tækifæri til að ná í Buff eða Catherine," sagði hann. Hann er greinilega orðinn svo ruglaður, að hættulegt verður að teljast. „Eric.“ Róní stóð upp, gekk að rúminu og settist á stokkinn. „Eric, en ef það hefði ekki verið Lewis.“ „Þvaður. Segðu ekki aðra eins vitleysu. Auð- vitað var það Lewis. Hnífurinn er aUgljós sönn- un þess.“ „Catherine var ekki viss. Hún treysti sér ekki til að fullyrða um það.“ „Það er sama. Eg er viss.“ „Eric. Eg þarf að tala við þig. Viltu — viltu hlusta á mig?“ Hann hristi ábreiðuna gremjulega. „Drottinn minn. Það er svo heitt,“ sagði hann. „Nú, jæja, hvað er það sem þú þarft að tala um?“ „Eric,“ sagði hún. „Það er einhver hér sem er mér —“ hún þvingaði sig til að halda áfram, þó að hún sæi óþolinmæðina í dökku, glampandi augunum, sem hvíldu á henni, „sem er mér fjandsamlegur.“ „Sem er þér hvað?“ „Fjandsamlegur,“ sagði Róní. „Líklega af því að ég er gift þér.“ „Gerðu þig ekki hlægilega. Sæktu mér vatn að drekka, ef þú vilt vera svo góð. Það er þama á borðinu." „En það er satt, Eric. Fyrst var það giftingar- hringurinn minn — og svo þetta tilræði við mig. Auk þess —“ „Róní, ætlarðu að gefa mér að drekka?“ Hún stóð á fætur, gekk að borðinu og hellti vatni í glas. „Þakka þér fyrir,“ sagði hann. „Þú átt líklega við, að giftingarhringurinn hafi verið látinn í káetuna til þess að reyna að koma þér í bölvun. Það er þétta og ekkert ann- að, sem þú átt við. Ekki satt? En það er hrein BAV 1 Ð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.