Þjóðviljinn - 04.01.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.01.1950, Blaðsíða 8
Samviimntryggingar greiða 5% í arð aí ársiðgjöldum hverrar tryggmgar Samvinnutryssin"ar haía ákveðið að úthluta arði af starf- semi bruna- og bifreiðatryggingadeiida stofnunarinnar á árinu 1950. Nemur arðurinn 5% af upphæð ársifgjalds hverrar vá- tryggingar. Þessi arðsúthi'utun er áætluð samtals um 200 þúsund krónur. R.étt til arðs eiga allir trygg ingartakar, sem endurnýja vá- tryggingar sínar hjá Samvinnu tryggingum á árinu 1950, og verður arðurinn dreginn frá upphæð ’iðgjalda. á endurnýjun- arkvittunum. Slík arðsúthlutun sem þessi er alger nýjung í vátrygging- arstarfsemi hér á landi. Stafar hún af því, að Sámvinnutrygg- ingar eru reknar á samvinnu- grundvelli, þeir sem tryggja hjá stofnuninnj eru eigendur •hennar og þeir og aðeins þeir fá arð þahn, sem verður af | starfsemínni. Þessi arðsúthiutun er um- fram þann afslátt sem veittur er af iðgjöldum bifreiðatrygg'- inga, ef tryggingartakar hafa ekki vaidið bótaskyldu vissan tíma. Sá aföláttur hjá Sam- vinnutryggingum nemur 10% eftir eitt ár og 25% eftir þrjú ár án tjóns, sem bakar bóta- skyldu. Þótt menn því eigi ekki rétt á slíkum afslætti, þá fá þeir arðinn, svo framarlega sem þ'eir endurnýja vátrygg- ingar sínar á þessu ári. Þeir Erlendur Einarsson, fcrstjóri Samvinnutrygginga og Guðmundur Ásmundsson, lögfræðingur þeirra, skýrðu hlaðamönnum í gær frá starf- seminni. Samvinnutryggingar hófu starfsemi sína hér á landi 1. september 1946, en slík starfsemi er ekki ný af nál- inni, elzta samvinnutrygginga- félag, brezka félagið var stofn að 1868. Til að undirbúa stofn- un íslenzku samvinnutrygging- anna var fenginn ráðunautur sænsku samvinnutrygginganna og eru íslenzku samvinnutrygg ingarnar mjög sniðnar að sænskri fyrirmynd. Vöxtur íslenzku samvinnu- trygginganna sést bezt á því að fyrsta starfsárið, 1946, voru iðgjöld trygginganna 684 þús. 721 kr. og árið eftir 3 millj. 88 þús. kr., en s.l. ár um 6 millj. kr. og hafa því tvöfaid- azt á tveim árum. 29. desember s.l. hafði bruna tryggingadeild Samvinnutrygg- inga gefið út 10.000 bruna- tryggingarskir.teini. Frá því er Samvinnutrygg- ingar tóku til starfa, hafa hin- ar ýmsu deildir stofnunarinnar gefið út samtals yfir 25.000 tryggingarskírteini. Listi sésíalista á Akureyri Frá fréttaritara. Þjóðviijans á Akureyri í gærkvöld: Framboðslisti Sósíalistaflokks ins á Akureyri við bæjarstjórn- arkosningarnar hefur verið á- kveðinn og eru 10 efstu sætin þannig skipuð: 1. Elísabet Ei- ríksdóttir, 2. Tryggvi Helgason, 3. Björn Jónsson. 4. Jón Ingi- marsson, 5. Eyjólfur Árnason, 6. Öskar Gíslason, 7. Jóhannes Jósefsson, 8. Guðmundur Snorrason, 9. Guðrún Guðvarð- ardóttir, 10. Lórens Halldórs- son. Genpr Hriflu- Jéitas í þlÓÐVIUINN Indénesíulýðveid- ið viðurkennt Ríkisstjórn • Isiands hefur vei-tt lýðveldinu Bandaríkjum Indónesíu viðurkenningu sína, og hefur forseti íslands sent dr. Soekarno forseta Banda- ríkja Indónesíu, heillaóskir í tilefni af stofnun lýðveldisins. Stjérnarskipti á ítalíu Miðstjórn kaþólska flokksins á ítalíu hefur krafizt þess, að De Gasperi, forsætisráðherra flokksins, biðist lausnar fyrir núverandi stjórn sína fyrir 10. þ. m. og myndi annaðhvort hreina flokksstjórn eða sam- steypustjórn með nýja stefnu- skrá. De Gasperi hefur fallizt á kröfuna og ætiar að hafa nýju stjórnina fullmyndaða, er hann biðst lausnar fyrir þá, sem nú situr . Bandaríkjaþing kemur saman Bandaríkjaþing kemur saman í dag og gefur Truman þá hina hefðbundnu skýrslu forsetans um „ástand sambandsríkj- anna“. - Einangrunarsinnar í flokki republikana hafa við orð að gera á þessu þingi harða hríð að samstftrfinu við demo- krata í utanríkismálum. Búist er við deilum um afstöðuna til Kína og upphæð fjárveiting- anna til Marshalláætlunarinn- ar og hervæðingar A.-banda- lagsins. ÍHALDIÐ L0FAÐI ÍHALDIÐ ..... ? Hvar er hin „fullkomna fisksölumiðsföð? Árið 1942 þann 8. janúar fluttu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins eftirfarandi tillögu á fundi bæjarstjórn- ar: „Bæjarstjórn ákveður að verja ágóðanum af útgerð Þórs s. 1. vetur, er var tæp- ar 200.000 kr., til að koma upp fullkominni fisksölumið- stöð fyrir bæinn og ályktar að kjósa þriggja manna nefnd, til þess, ásamt íveim mönnum, sem fisksalar til- nefna, að gera tillögur til bæjarstjómarinnar um fyrir- komulag Iiennar og tilhögun fisksölunn^i; í bænum.“ Tillagan var samþykkt og nefnd kosin 5. febrúar sama ár. Síðan hefur málinu marg oft verið hreyft í bæjarst jórn og oftar enn einu sinni verið samþykktar tillögur um að hrinda því í framkvæmd, og þar við situr. •fc Alþýðublaðið skýrir frá þvr að Alþýðuflokkurinn og „Fram sókna,rmenn“ á Selfossi liafi ákveðið að hafa sameiginlegan lista við hreppsnefndarkosning- arnar. Menn taki eftir hinu yfirlætislausa orði „Framsókn- armenn“, því að bak við það dylst hin alkunna Selfosshreyf- ing, fylgismenn Jónasar i'rá Hriflu! Enda er það svo að Alþýðuílokkurinn og „Fram- sóknarmenn“ bjóða fram í sýslunefnd Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra!! Margt gerist nú með ólík- indum í stjórnmálum Iandsins. Alþýðuflokkurinn hefur að verðleikum hlotið viðurnefnið aðstoðaríhald, og þó átti hann enn eftir lokaskrefið. Jónas frá Hriflu og fylgismenn hans eru sem kunnugt er orðnir aftur- haldsmenn svörtustu tegundar og hampa skoðunum sem hafa á sér æ fasistiskara svipmót. Þeir líta á Framsóknarflokkinn sem eldrauðan flokk og íhalds- flokkinn telja þeir ískyggilega bleikan. En í Alþýðuflokkrium fundu þeir loks þá förunauta sein til áttu skyldleika hjart- ans! Hvenær ætli Hriflujónas gangi sjálfur í Alþýðuflokkinn ? Kveikt í kössíum Slökkviliðið var kvaft að húsinu nr. 2 við Grettisgötu kl. 22.21 í gærkvöld. Hafði kviknað þar í kössum inni í porti. Er port þetta að jafnaði lokað, en í þetta sinn hafci gieymzt að loka því og er sennilegt að krakkar hafi farið þangað inn cg kveikt í köss- unum. Eldurinn var strax slökktur og engar teljandi skemmdir urðu. Dóbhud í réttarofsóknamáluR- iim vegna 1 marz frestað þar tií eftir kosninpr! Málið hefur nú verið dregiS í níu mánuði af otta við kjásendur Skömmu eftir Alþingiskosningarnar, eða 8. nóvember, fyrirskipaði Bjarni Benediktsson réttar- ofsóknir gegn 25 Islendingum vegna atburðanna 30. niarz. Voru í þeim hópi engir þeirra maima sem ábyrgð báru á atburðunum og tmnið liöfðu óhæfuverk, heldur þeir sem orðið höfðu fyrir kylf- urn hvítliðanna og gasi lögreglunnar. Það var athyglisvert að Bjarni Benediktsson fyrirskipaði ekki réttarofsóknir sínar fyrr en sjö mánuðum eftir að hin aikunna „rannsókn“ hafði verið framkvæmd — hálfum mánuði eftir alþingis- kosningarnar. Það voru 10.000 vitni að atburðun- um 30. marz og Bjarni taldi ekki árennilegt að ganga í berhögg við vitneskju þeirra fyrir aiþing- iskosningar. Hins vegar taldi hann sér ekki fært að draga málið lengur þegar kosningum liafði lok- ið stórslysalaust. En þegar fréttin barst um að réttarofsóknir hefðu verið fyrirskipaðar vakti hón þegar mikla reiði meðal alls þorra landsmanna. Bjarni varð því skelfdur á ný. Hann lét draga að afhenda verj- endum hinna ákærðu málskjölin, og hafa þau loks verið afhent nó, tveim mánuðum eftir að réttar- ofsóknin var fyrirskipuð! I skipunarbréfinu er lögfræðingunum tilkynnt að þeim beri að skila vörn fyrir 28. janóar — dag- inn fyrir kosningar! Þannig hefur verið- frá því gengið að dómarnir verða ekki kveðnir upp fyrr en að kosningunum loknum. Gefa þessi vinnubrögð öll mjög góða mynd af ótta Bjarna Benediktssonar við almenning, og þeirri^tró sem hann hefur sjálfur á málstað sínum. í húsi láns Þorsleinss®Et- ar opirt til fösía- dðgskvölds Málverkasýnjngm í íþrétta- húsl Jóns Þorsteinsscnar við Lindargötu verður framlengd ti! n.k. föstndagskvölds, en áður haffti verið ákveðið a& henni yrði iokið í gærkvöld. Var þessi ákvörðun tekin Nfjar brautir í síldarrann- sóknum Dr. Herrnann Einarsson skýrir frá athyglis- verðum niðurstöðum síldarrannsóknanna á síðastliðnu ári Á fundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags í fyrrakvöld flutti dr. Hermaim Einarsson ntjög fróðíegt erindi um síldar- rannsóknir á síðasttiönu ári. Fjallaði erindið að mestum hluta um rannsólmir dr. Her- mann; á aðgreiningu síldar- stofna sunnlenzku síldarinnar, sumargotssíld og vetrargots- síld, og endurbætur á aðferð við aldursgreiningu síldar. Aldursgreiningin, sem er ákaf- lega mikilvæg til úrlausnar jafnt fræðilegra sem hagnýtra viðfangsefna, hefur aðallega verið byggð á athugunum á vegna skólabarna, en kennsla hefst í skólunum á morgun (fimmtud.). Aðgangur að sýn- ingunni þessa fáu daga verður þó ekki bundinn við skólafólk- ið eitt, heldur er aðgangur öll- um frjáls. , hreistri og kynþroskaákvörðun um. En dr. Hermann hsfur unnið að endurbótum á þeirri aðferð að ákveða aldur síldar eftir kvörnum hennar, og er niðurstaða hans, byggð á at- hugunum 7336 sílda, að mun. betra reynist að ákveða aldur- eftir kvörnum en hreistri. Þá taldi dr,. Hermann að rannsóknir á síldargengd við Suðurland á liðna árinu færi auknar líkur að tilgátu hans er hann skýrði frá fyrir áii síðan, að síldin fylgdi þar hlýja. Atlanzhafisjónum, sem streym, ir inn í Faxaflóa, mjög mis- munandi að magni. Verður nánar. skýr.t frá þess um athyglisverðu rannsóknum hér í blaðinu innan skamms.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.