Þjóðviljinn - 20.01.1950, Side 6

Þjóðviljinn - 20.01.1950, Side 6
/ € ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. janúar 1950. V enusmyndin Framhald af 3. síðu. 'í klæðinu, sérlega svæflinum, iog mönnunum tveim í bak- grunninum“. Hér lýkur ,,analýsu“ listfræð- ingsins og er ekki örgrannt ;um það, að mcr finnist rök hans fremur fáskrúðug. Hvergi er gægzt inni iistaverkið sjálft. 1 rauninni hvergi leitað að meistaranum Titian í því. Held- •ur reynt að sanna, með veikum tourðum þá, að mótíf myndar- innar sé svipað öðru í öðrum myndum hans. En slíkt er ekki háttur góðra listfræðinga. í sögu myndlistarinnar ei tal að um Feneyska'kólann. Fyrsti . jöfur þess skóia, sem alvarlega eftirtekt vakti var Giovanni Bellini (ca. 1428—1516). Hann tileinkaði sér hma akademísku tradisjón 14. aldarinnar, en .endurskapaði hana í ríkara form, sem ianihélt þáu megin einkenni er síðar komu fram í verkum Giergione, Titians og ‘ Tintoretto3. Stærsta og veiga- •mesta framlag Bellinis, og um leið Feneýja skólans var á sviði lita (color). Feneyski skólinn, ólíkt hinum flóran- tínska, sem fékkst að mestu leyti við efni trúarlegs eðlis, færði sig nær jörðinni, ef svo rriætti segja, og lét sig meiru skipta umhverfi sitt, mannfólkið og það sem það að hafðist í sínu dagléga lífi. Þeir höfðu skynjað náttúruna, og um leið mátt litarins. ilustað á umræðux á : siúdenlaí élagsfundí Framhald af 3. síðu útlenda orð „pólitík" sé orðið okkur íslendingum jafn hættu- leg Grýla og t. d. orðið komm- únisti, og er þá langt jafnað. Það er ekki einleikið hvað sumir menntamenn okkar. eða svokallaðir „akademiskir borg- arar“ eru haldnir af ótta við það, sem okkur, hinum óaka- demisku, þykir varða mestu í lífi okkar, því — hvernig mál- lum okkar er stjórnað, þ. e hver[ afstaða stjórnmálamanns (Poli-j tikers) er til lífsafkomu okkar allra! Þess er einnig skemmst að minnast að einn okkar ungu prófessora og stjórnmála- manns! að auki, fannst það „hryllilegt" að börnin í Sovét- ríkjunum skyldu vera frædd /um stjórnarh$etti'> ættlands síns. Ef til vill er þessi hryliingur og ótti við „pólitik" eða stjórn- mál einhver „akademiskur" ikvilii? Þegar uppeldisfræðingur finn ur hvöt hjá sér að koma fram fyrir alþjóð og lýsa því með mörgum raunhæfum dæmum, að islenzk æska sé á miklum háskaleiðum stödd , — hlýtur þes.si spurning fyrst og fremst að vakna í huga hvers for- eidris, — er ekki eitthvað rotið við það stjórnarfar, sem leiðir af sér jafn misheppnuð uppeldis íkilyrði, sem uppeldisfræðing- urinn lýsti fyrir okkur i út- fvaipserindum sínum? þ Ah. Ef staðfæra skal verk mál ara hlýtur það að vera fyrsta sporið að heimfæra það í þann „skóla“ sem vitað er að málar- inn tilheyrði, sem haldið er að hafi málað það. I þessu til- felli Titians, og þessvegna Fen- eyjaskólans. Hvað viðvíkur „Venusmynd' þeirri sem nú gistir Rvík, hef ur slík „analýsa" ekki átt sér stað, að minnsta kosti ekki opinberlega og má merkilegt heita. Við íslendingar munum eiga að státa okkur af tveim listfræðingum. Annar sleppir sér út í „emotional“ rugl um eina þá lélegustu „collection“ sem ég hefi séð. Hinn hreyfir hvorki hönd né fót, virðist ekki koma þetta við, eða vera sammála „collega“ síniun(?). Málverk þetta, sem er hið herfilegasta, vantar allan þann kraft, glóð og grósku lit- arins, sem var svo einkennandi fyrir Feneyjaskólann. Til dæm is skarlatsrauða klæðið, sem Bjöm fer svo lofsamlegum orðum um, virðist mér ámát- legasta tákn skilningsleysis á Titian. Hér er klæðið málað með vissri rauðri málningu og þar sem birta fellur á fellingu, fer á einfaldan hátt látin hvít málning saman við þá rauðu Og þá varð ljós (!!). Þannig er myndin öll tákn sóðaskapar á meðferð lita. Slík vinnubrögð er hin frek- legasta móðgun að bendla við Titian og 'Feneyjaskólann. Má vera að myndin hafi upp runalega verið eftir Titian, en síðari tíma menn hafi málað yfir hana, um það get ég að sjálfsögðu ekki sagt Til að upp lýsa það þyrfti vélræna rann- eókn, röntgenmyndun, gegn- umlýsingu og fleira, sem feng- izt hefur með nútíma tækni og nqtað er til að staðfæra vafa- söm málverk. En sú málning sem hylur yzta borð myndarinnar í dag er ekki komin úr pensli Titi- ans og þessvegna ekki úr vinnustofu hans. Jóhannes Jóhannesson. Prastskosning í Reykfavík 5900 á kföxskrá. — Kosningaréti hafa safn- aðarmenn 15 ára og eldri Næstkomandi sunnudag verð- ur kosinn prestur fyrir Fri- kirkjuíöfnuðinn í Reykjavík. Þessir verða í kjöri: Séra Árelíus Níelssón, Eyrárbakka; Emil Björnsson, cand. theol., Reykjavík; séra Ragnar Bene- diktsson, Reykjavík, og séra Þorsteinn Björnsson, Þingeyri. Kosið verður í Fríkirkjunni og hefst kosning kl. 10 árdegis. Á kjörskrá eru um 5900 manns. Kosningarétt bafa allir safnað- armenn 15 ára og eldri. Kjör- skrá liggur frammi í verzlun Kristjáns Siggeirssonar, Láuga vegi 13. FRAMHALDSSAGA: E F T I R ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Mignon G. Eberhart\ HBBUUIIUiaiHaimHHMUIMIID 64. DAGUR. ■ ■ niniaiguH hádegisverðinn. Eg sagði honum að ég þyrfti að fá skrifaða erfðaskrá — ráðstafa eignum mínum, í sem stytztu máli en þó sem nákvæmast, aðeins á einni pappírsörk. Hann hafði engan. tíma til þess að gera sundurliðaða skrá yfir allar eignir mínar, en gat þó haft erfðaskrána nægi- lega ljósa.“ „Á eina örk?“ sagði Picot. „Já, auðvitað," sagði Eric. „Hann náði í stóra örk, og ef þér viljið vita hvers vegna, þá var það af því að ég kæri mig ekki um neitt kák. Ef blöðin eru mörg er enginn vandi að falsa sum þeirra. Nei, þökk fyrir. Um slíkt kæri ég mig ekki. Ekki ég,“ sagði Eric yfirlætislega. „Ekki svo að skilja að ég óttist nokkuð af hálfu systra minna, en ég er bara —“ hann brosti svolítið „ég er svo varkár að eðlisfari, og ég vildi tryggja konu mina sem bezt. Eins og ég tók fram, þá á allt að renna til hennar . .. . “ Hann beindi dökku köldu augunum að Róní og síðan aftur til Picots. „Eg undirskrifaði og við náðum í vitni, Magnolía undirritaði strax. Það var um klukkan þrjú til fjögur síðdegis; ég sendi eftir Turo þeg- ar er hann var kominn úr borginni. Hann undir- skrifaði fyrir kvöldverð. Eg gekk frá erfða- skránni og geymi hana enn. Meira hef ég ekki um þetta að segja. Eg fæ ekki séð að þetta komi á nokkum hátt við leit yðar að Lewis Sedley.“ Catherine sagði skyndilega: „Það vildi ég að þeim tækist að finna Lewis. Haldið þið að hann geti ennþá verið hér á næstu grösum?“ Hún leit órólega út að skógarjaðrinum og það fór hroll- ur um hana. ' „Vertu óhrædd, Catherine,“ sagði Eric hratt. Picot ætlar að láta nokkra lögregluþjóna vera hér á verði í nótt. Er ekki svo? Haldið þér ekki að réttast væri að frú Sedley hefði sérstakan vörð ?“ Picot leit brúnum augunum á Róní. Svo sagði hann kurteislega. „Þó það nú væri, herra Chat- onier; og frú Charonier sömuleiðis, ef þér óskið þess.“ „Róní!“ Eric leit upp undrandi. „Eg held ekki að Róní þurfi varðmann. Ó, ég skil — það er vegna þess sem fyrir kom í nótt. Eg hafði gleymt því. En ég held að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því. Eldingunni slær aldrei tvisvar niður í sama stað.“ Stuart stóð snöggt á fætur. Það var reiðisvip- ur á honum. ,,Eg ætla að fara að ganga frá b^n- um,“ mælti hann ögrandi röddu. Eric leit undr- andi upp og Catherine hrökk við og sagði: „Guð minn góður. Hvað er að, Stuart? Mér varð svo hverft við að ég hrökk í kút.“ „Alls ekki. neitt“, sagði Stuart. „Ekki aririáð en það, að við borð lá að kona þín væri myrt í nótt, Eric. Ef einhver þarf að hafa um sig vörð er það fyrst og fremst hún.“ „Þekkið þér nokkuð til báta, frú Chatonier?“ sagði Picot. „Eg býst við að svo sé.“ „Hvað, já — dálítið,“ sagði Róní. Það varð stutt þögn. Hún veitti því eftirtekt að Stuart gaf Picot nánar gætur. Catherine horfði líka á hann með athygli, þó að hún léti sem svo væri ekki. Hún gaut til hans'hornauga. Eric athugaði gaum- gæfilega handfangið á blævængnum. Róní fannst ákaflega erfitt að skýra mál sitt, en gat þó enga ástæðu fundið til þess. Hún sagði: „Þegar ég var lítil dvaldi ég oft við ströndina í leyfunum. Eg kann nógu mikið til þess að halda mig í miðjum bátnum, ef ég er í kanó; ég býst við að ég gæti ráðið við lítinn seglbát, ef á lægi I sæmilegu veðri. Það er allt og sumt. Allir kunna á árabát,“ „Hm-m“, sagði Picot blíðlega og góðlátlega. Catherine sagði hvasslega: „Þetta er það sem þér spurðuð mig um og ég svaraði alveg eins. Allir geta farið með árabát.“ „Já,“ sagði Picot. Mergurinn málsins er sá að við þurfum að leysa úr imdarlegri gátu. Hún minnir mig á gátuna um refinn og gæsirnar þrjár. Munið þið eftir henni? Maður nokkur átti þrjár gæsir og tóu. Hann þurfti að koma þeim öllum yfir á, en báturinn var svo lítill að hann tók ekki nema manninn, refinn og eina gæsina í einu. Nú þorði hann ekki að skilja refinn og gæs eftir á bakkanum á meðan hann væri að sækja hinar tvær. Það endaði því með því að hann fór yfir með refinn og eina gæsina, skildi svo gæsina eftir en tók refinn með sér til baka ög sótti næstu gæs og eins þá þriðju. Refurinn var þannlg aldrei látinn vera einn hjá gæs. Eric strauk blævængnum yfir andlitið og geisp- aði. En um leið brá fyrir á andliti hans þessum fjarræna, hugsandi svip sem Róní var farin að þekkja; svip sem virtist langt frá tíma og um- hverfi — kominn að landamærum annars heims, ískaldur og ógnumhlaðinn. Picot hélt áfram: „Gátan sem fyrir okkur liggur er nokkuð lik. Árabáturinn var ekki nema einn. En þó reri dómarihri ura borð í skútuna, morðinginn reri um borð í skútuna, frú Chatonier reri um borð í skútuna, Buff Scott reri um borð í skútuna. Enginn nema Lewis Sedley —og það er alls ekki fullvíst — reri í land frá skútunni. Aftur varð þögn. Þá sagði Eric ólundarlega: „Eg kem ekki auga á neitt sameiginlegt þessu tvennu.“ „Ekki það?“ sagði Picot. „Nú — jæja, köllum morðingjann refinn og frú Chatonier og Yarrow dómara gæsimar." „Eg er engu nær“, sagði Eric. „Nú — auðvitað kemur það ekki eins út — þáð er ranghverfan, okkar lausri er öfug við hina. Refurinn var skilinn eftir éinri* með gæs. Það getur því verið að Yarrów dómafi hafi órðið morðingjanum samferða rim borð. En það er þó ÐAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.