Þjóðviljinn - 29.01.1950, Page 4

Þjóðviljinn - 29.01.1950, Page 4
ÞJÓÐVILJINN Sunaudagur 29. janúar 195fl plÓÐVILIINN Otgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Préttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingastjöri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- fitig 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Áflkriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur, eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósíaiistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Súni 7510 (þrj&r Ifnur) ? BiTURT VOPN I HENDI ÞÉB Hvernig hefðu bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík farið, ef Mosið hefði verið viku eftir 30. xnarz 1949? Hver Reykvíkingur, sem svarar þeirri spurningu í alvöru og einlægni kæmist að sömu niðurstöðu: Reiðialdan gegn svívirðilegu framferði þríflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, hefði skollið yfir þá sem almennt fylgishrun, skilningur fólksins á því, sem þessir flokkar gerðu innan .veggja Alþingis, er þeir of- urseldu ísland og ísiendinga hernaðar-.pg stríðsæsingabandalagi Bandaríkjaauðvaldsins og andstyggð á f^amferði þeirra gagnvart friðsömuxn borgurum á Austurvelli hefði rúið þá flokka fylgi, en aukið að sama skapi fylgi eina flokksins, sem barðist heill og ó- skiptur gegn smán og niðurlægingu þjóðarintiar, Sósíalistaflokks- ins. Flokkar, sem byggja líf sitt og tilveru á því að blekkja fólkið, er lyftir þeim í valdasess, telja víst að mikill þorri fólks gleymi ó- hæfuverkum þeirra, eins og t. d. atburðunum 30. marz, áður en næst verða kosningar. Áxóðursmoldviðri er þyrlað framan í kjós- endur, athygli þeirra beint að algerum aukaatriðum, eitthvert mál blásið upp sem auðvelt er að tengja tilfinningum fólks, og her- fylking þríflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, AlþýðuflÖkksins og Eramsóknarflokksins, sem í seinni tíð hefur hvað eftir annað skriðið saman til óhæfuverka og blygðunarlausra árása gegn al- þýðu manna, þrískiptir sér og læzt berjast innbyrðis í því skyni, að blekkja fólkið til fylgis við sig enn á ný, gleymandi samsekt og jamábyrgð Bjarna Ben., Stefáns Jóhanns, Eysteins og flokka þeirra um hin verstu verk gegn vinnandi fólki þessa lands. En sá dagur rís, að blekkingin fellur af fólkinu eins og álaga- hamur. Sefjandi tónlist áróðursins snertir það ekki lengur, augu h\'ers alþýðumanns ljúkast upp og hann sér óvini sína, hvar þeir eru og hverjir þeir eru, hvað þeir eru aumkunarlega vesælir, fáir og magnlausir, sviptir lýðskrumsspjörunum. Þann dag finnur aí- þýðan, að hún er voldug og sterk, að hún á þetta land, en ekki hinn arðsjúgandi afætulýður óvina hennar, að hún hvorki þarf né má láta sér lynda að vera hornreka þjóðfélagsins, að það er einmitt alþýðufólkið, sem eitt-er þess megnugt að stjórna þannig að fá- tækt og neyð verði útrýmt, en öllum þegnum tryggð góð kjör. 'Sá dagur er nœr en margan grunar, dagsbrún alþýðuvalda á íslandi. Hvern kosningadag getur alþýðan gert að stórum áfanga á leið til sigurs, einnig daginn í dag. Eitt er líkt með þessum sunnudegi og 30. marz í fyrra. Foringjar þríflokkanna, Sjálf- stæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Fi-amsóknarflokksins, hafa boðað friðsama borgara á vissa staði hér í bænum, kjörstaði, og ekki sparað fagurgala og áheit til fylgis. Þeir kvöddu líka fólk saman t Reykjavík 30. marz. Og annað er líka hliðstætt. Ætlun þríflokkanna, eftir þessar kosningar er sú að gera svívirðilega, blygðunarlausa árás á alþýðu Reykjavíkur og alþýðu alls landsins. Ráðast á lífskjör hennar með öllum hugsanlegum ráðum og þrýsta alþýðuheimilunum niður á eymdarstig sárrar fátæktar og atvinnu- leysis. Þcir réðust líka á fólkið 30. marz. / dag á fólkið vopn í hendi sér, vopn, sem getur unnið aftur- haldinu þann geyg,- að það geti ekki framkvæmt árásina á lífs- kjör alþýðunnar, sem þríflokkarnir ætla að gera eftir kosningarm- ár, ef þær fara þeim í hag. I dag getur fólkið, sem vopnlaust og misþyrmt kreppti hnefa gegn lögreglukylfum þríflokkanna 30. marz, svarað hóggunum. Hvert atkvæði, sem Sósíalistaflokknum er greitt í dag, er hnefahögg framan í óbótamenn afturhaldsins, nægilegaTnörg geta þau lamað óþokkafyrirætlanir þess. Reylcvíkingar! Munið í dag, að kjörseðillinn er biturt vopn í hendi; Feitið því til varnar alþýðuheimilunum, til sóknar gegn Eátækt, kúgun og afturhaldi. [BÆ J AUPOSTERIN M " 'JBBlSfllllliBiliiIBÍ Um uppgötvun Suðurpóisins. Dr. Sigurður Þórarinsson skxáfar: — „Á hinum margum- talaða umræðufundi Stúdenta- félags Reykjavíkur um andlegt frelsi nefndi Tómas skáld Guð- mundsson það sem dæmi tun óskammfeilni og ágengni Rússa, að þeir teldu sig hafa uppgötvað Suðurpólinn. Eg man ekki betur en að próf- essor Gylfi vitnaði í þessi um- mæli Tómasar í sinni fyrstu ræðu, enda þótt það innskot standi ekki í ræðunni eins og hún birtist í Alþýðublaðinu. Án þess að geta fært á það fullar sönnur þykir mér mjög líklegt að hér muni eitthvað hafa rugl- azt í kolli þessara heiðursmanna eða heimildarmanna þeirra. Suðurpóllinn var nefnilega raunverulega uppgötvaður þeg- ar af Forngrikkjum, um leið og þeir komust að því að jörðin væri hnöttur og svo iangt aftur held ég að Rússarnir séu ekki farnir að seilast um uppgötv- anir. Hitt mun líldegast, að Rúss amir hafi haldið því fram, að þeip hafi fyrstir fundið Suður- skautslandið (Antarctis), en þessum hugtökum er oft ruglað saman, t. d. talað um Suður- skautsleiðangra þótt aðeins sé átt við leiðangra til Suður- skáutslandsins. Nú geri ég ráð fyrir að bæði Tómas og Gylfi og ýmsir áheyrendur þeirra telji það skipta litlu hvort Rúss ar telji sig hafa fundið Suður- skautið eða Suðurskautslandið fyrstir manna, hvorttveggja muni jafn fráleitt. □ Fabian von Beíliagslmusen. „En raunverúlega er það svo, | að hin áreiðanlegustu fræðslurit ! vestan járntjalds, eins og t. d. Encyclopædia Britannica, upp- j lýsa að rússneskur landkönn- : uður, Fabian von Bellings- hausen liafi fyrstur manna fundið Suðurskautslandið (Ant- arctis). Hann var sendur í leið- angur til suðurhafa 1819 af Alexander I. Rússakeisara og tóku tvö 500 lesta skip, Vostok og Mirni, þátt í leiðangrinum. Þessi Ieiðangur tók tvö ár. Þ. 22. jan. 1821 fann Bellingshaus- en fyrstur manna land sunnan. heimskautsbaugsins, það var sú ey, sem skýrð var Eyja Péturs I., og nú er eign Norð- manna. Viku síðar sá hann meg inland _ Suðurskautslandsins, þann hluta þess, sem enn heit- ir Land Alexanders I. og ligg- ur suður af Grahamslandi. □ Gefið keisaranum það sem keisarans er. „Það má vera, að rússneskir kennslubókahöfundar hafi gerzt nokkuð djarftækir til upp finninga og funda sem öðrum hafa verið eignaðir. Eg er ekki fróður um það mál, og hverju getur maður ekki trúað upp á Rússana? Eg hef lesið það í Morgunblaðinu að þeir séu af- leitt fólk. En þar sem við erum allir svo upplýstir og réttsýnir hérna megin tjaldsins geri ég ráð fyrir, að bæði Tómas og Gylfi séu mér sammála um að halda beri í heiðri hina gömlu reglu: Gefið keisaranum það sem keisarans er, og það jafn- vel þótt keisarinn sé Alexanaer I. Rússakeisari. S. Þ.“ □ Beynsla braggabúa af húsaleigunefnd. O. skrifar: „ .... Eg þurfti að fá húsnæði yegna þess að ég var á götunni “L947 og fór ég til húsaleigunefndar, og fékk ég úthiutað hermannaskála, sem ég hef svo búið í síðan með fjölskyldu minni. Her- mannaskálinn.var þaanig útlits, þegar mér var afhentur hann, að það var bara- járaskrakkur- inn, flestar niður brotnar og léleg útihurð. Þurfti ég að sjálfsögðu að leggja mikið fé í skálann til að geta búið í hon- um. Eg vil geta þess að Reykja víkurbær sá um raflögnina. En nú í vetur þurfti ég að flytja héðan, vegna atvinnu mianar, og þarafleiðandi sagði .ég skál- anum lausum hjá húsaleigu- nefnd. □ Húsalexga ofau á ailt. Þeir komu heim og virtu inn- réttinguna en þeir virtu hana þriðjungi lægra heldur en hún hafði ‘ kostað mig. fyrir utan mína vinnu. En þegar ég svo fór til þeirra til að vitja um peningana, þá tjá þeir mér að mér beri að borga húsaieigu, sem sé 100,00 krónur á mánuði, frá því að ég hafi fengið skál- ann. Nú langar mig til að vita hvaða rétt þeir hafa til slíkra hluta, og ennfrehmr..hvert þessir peningar renna. Og fyrir hvað við eigum að borga húsaleigu? Var raflögnin svona dýr? Eða er verið að safna x sjóð fyrir okkur braggabúa. ? Við þessu langar mig, og sennilega flesta braggabúa, að fá svar sem fyrst. — 0.“ ★ Bæjarpóstuiinn vill minna les- endur sína á að kjósa snemma í dag. x-c EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Reykjavík kl. 20.00 í gærkvöld 28.1. til' Akúreyr- ar. Dettifoss kom til Rotterdam 27.1. fer þaðan 30.1. til Antverpen, Hull, Leith og Reykjavíkur. Fjall- foss fer frá Reykjavík 30.1. til Leith, Fredrikstad og Menstad í Noregi. Goðafoss kom til Reykja víkur 17.1. frá Hull. Lagarfoss fer frá Kaupmannahöfn 28.—29.1. til Álaborgar og Reykjavíkur. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá N. Y. 23.1. til Reykjavíkur. Vatna- jökull kom til Hamborgar 19.1. Beykvíkingar! Hringkonur selja í dag merki tii ágóða fyrir barna- spítalasjóðinn. Merkin verða seld við alla kjörstaðina. Kjartan Ó. Bjarnason sýnir í Skemmuglugganum myndir úr ís- lenzkum litkvikmyndum, er sýna á í Nýja Bíó næstkomandi þriðjur dag. Nánar verður sagt frá sýning um þessum í næsta blaði. & EINARSSON & ZOfiGA H.F. Foldin var væntanlega til Grims by í gær, fór þaðan síðdegis i gær til Amsterdam. Lingestroom er á leið frá Færeyjum. EIMSKIFAF. BEYKJAVIKUB: Katla er á Eyjafirði S K I P S. I. S. Arnarfell er í Abo í Finnlandi. Hvassafell er x Álaborg. B IKISS KIP: Hekla var á Akureyri í gær á vesturleið. Esja er í Reykjavík og fer þaðan næstkomandi þriðjudag vestur um land til Akureyrar. Herðubreið var á Hornafirði í gær á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suðurieið. Þyrill er í Reykjavík. Skaftfellingur -á að fara frá Vestmannaeyjum á morg un til Reykjavíkur. 11.00 Messa í Hall grímskirkju (séra Sigurjón Árnason). 15.15 Útvarp til ís lendinga erlendis: lendinga erlendis: Fréttir. — Erindi (Thorolf Smith blgðamað ur). 15.45 Miðdegistónleik ar. 18.30 Bárnatími (Hildur Kal- man): a) Dregið um verðlaun í sönglagagetrauninni á nýársdag. b) Fréttatími bamanna. c) Uppiest úr: „Þegjandadalur," saga eftir Huldu (Róbert Arnfinnsson les). 19.30 Tónleikar: „Rake’s Pro- gress,“ danssýningariög eftir Ga- vin Gordon (plötur). 22.20 Samleik ur á klarinett og píanó: Sónata eftir Staníórd (Egill JónsSon bg dr. Urbantschitsch). 20.35 Eriirdi: Steinunn Egilsdóttir húsfreyja á Spóastöðum (séra Sigurður Einars son). 20.55 Tónleikar (plötur). 21.05 Upplestur: „Máttur jarðar," bókarkafli eftir Jón Björnsson. 21.30 Tónleikar: „Rósariddarinn" svita eftir Richaxd Strauss (plöt ur). 22.05 Danslög (plötur) — og kosningafréttir. Dagskrárlok á óvissum tíma. Utvarpið á morgun: 18.30 fslenzkukennsla; I. fl. — 19.00 Þýzk'ukehnsla; II. fl. .19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Út- varpshljómsveitin: Þjóðlög frá ýmsum lönadum. 20.45 Um daginn og veginn (Baldur Pálmason). 21.05 Einsöngur: L. Tibhett syngur (plötur). 21.20 Erindi: Hæfileika- próf (Ása Jónsdóttir kennari). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.50 Lög og réttur (Ólafur Jóhanness. próf- essor). 22.10 Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Næturakstur í nótt óg aðra nótt annast Litia bílstöðin. — Sími 1380. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. — Sími 1760. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni. — Simi 5030. Helgidagslæknir: Guðmundur Eyjólfsson, Úthlíð 3. — Sími 80285. HVAR átt þú a2 kjósa? Kjósendur! Athugið auglýsinguna um skipt- ingu bæjarins í kjör- svæði. Hún er á 3. síðu Kjörstaðir voru ákveðnir samkværat manntali haustið 1948 og leiðrétt- ingum (ílutningstilkynn- ingum) til febrúaríoka 1949. Þetta eru þeir beðn ir að athuga, sem skipt hafa um heimilisfang síð an í febrúarlok 1949; kjörstaðurinn fer eftir heimilisfangi á kjör- skránni. — Auglýsing frá kosningaskrifstofu Sósíalistaflokksins er á 2. síðu. Að kjósa hjáflokkana er sama ©g kjósa íhaldið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.