Þjóðviljinn - 31.01.1950, Síða 4

Þjóðviljinn - 31.01.1950, Síða 4
Þriðjudagur 31. janúar 1950. % ÞJÓÐVILJINN ÓÐVILIINN Útgeíandl; Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokkurinn Kitstjórar: Hagnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: 'Arl Kárason, Hagnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingaetjórl: Jónsteinn Haraldsson Kitstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19 — Slmi 7500 (þrjár linur) Áskriítarverðf kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósfa'istaflokknrtnn, Þórsgötn 1 — Síml 7510 (þrjár Iinur) Burt með sundurlyndÉsfjandann! í bæjarstjórnarkosningiinuin í fyrradag beindist at- hygli manna umfram aílt að tveim stöðum, þar sem úr- slitaorustur voru háðai* miili sósíalista og afturhaldsins: Reykjavík og Norðfirði, Á Norðfirði fóru sósíalistar með stjóm síðasta kjör- , tímabil, en það er eini staðuricn á landinu þar sem sósral- istar hafa stjórnað einir Og borið einir ábyrgð.á fram- kvæmdunum. I þessum kosningnm ætlaði afturhaMið sér að hnekkja yfirráðum sósíalista, afturhaldsliðið allt skreið saman í bróðurlegri einingd, og samkvæmt úrslitum síð- ustu kosninga átti sfturhaldið að fá hreinan meirihluta. En það fór á aðra leið. Sósíalistar tmnu glæsilegasta sigur kosnmgabaráttunnar og einhvem mesta sigur sem um getur í íslenzkri stjórnmálasögu, fengo tvöfalt fleiri bæjarfull- trúa en afturhaldsliðið! Eru þessi úrslit einstæð trausts- yfirlýsmg til Sósíalistaflokksins — og munu verða þjóðinni dæmi þess að sá flokkur bregzt ekki trausti sem honum er sýnt. , Úrslitin í Reykjavík urðu á a.Srahmd, hér vann íhalds- flokkurinn stóran sigur. Ástæðuraar til þess eru ýmsar, en fyrst og fremst sú að meginröksemd Ihaldsins, sú að ef það missti meirihlutann tæki glundroðinn einn við, luglaði dómgreind verulegs hluta bæjarbúa. Sú röksemd var færð íhaldinu að gjöf af ráðamönnum Alþýðuflokksins og Fi’amsóknar, þegar þeir neituðu öllu gamstarfi við Sósíalistaflokkinn, en slík samvinna, sameiginlegur listi, sameiginleg bæjannálastefnuskrá og sainkomulag um.vaj hæfra manna í framkvæmdastjóm bæjarins, hefði gert glundroðakenninguna að engu og tryggt fall Ihaldsins. Það er neitun Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins við samvinnutilboði sósíalista sem færði íhaldlrtu sigurinn í Reykjavík, og er það ekki í fyrsta s:nn sem ráðamenn þessara flokka vinna slík þjónustuverk andstæð hagsmun- um fylgismanna sinna. íhaldið heldur meirihlutar.um í Reykjavík. Sósíalista- flokkurinn getur ekki ásakað sig um að hann ’hafi ekkl brýnt fyrir almenningi afleiðingar slíkra yfirráða. Hlu heilli hafa vamaðarorð hans ekki náð til nægilega rnargra; nú verða þau að sannast af þungbærri reynelu kreppu, atvinnuleysis og fátæktar. Þess mun ekki Iangt að b'ða að þúsundir alþýðumanna sem létu glepiast af áróðri íhaldsins fái að reyna hverjar afleiðingar lítill kross á kjörseðli getur haft. Ihaidið heldur völdunum I Reykjavík. Þúsundir raun- verulegra íhaldsandstæðinga kusu íhaldið, eingöngu vegna þess glundroðaáróðuis sem ráðamenn Alþýðuflokksins og Framsóknar færðu íhaldinu upp í henduraar. Ályktunin af þeirri staðreynd verðúx ein og aðeins ein: Það verður að kcma í veg fyrir áframhaldandi sundrungu vinstri aflanna. Alþýðan verður að hætía'að skemmta auðstéttinni með inn- byrðis ósamlyndi, sem veikir styrk hennar og íærir auðmannastéttinni sigur í stað ósigurs. Allir reykvískir íhaldsandstæðingar verða að hrekja sundurlyndisfjandann út í yztu myrkur og standa saman í þeim hörðu átökum sem nú eru framundan. Sósíalistaflokkunnn lagði áherfclu á nána samstöðu -Vinstri aflanna fyrir kósningar, og1 kosningarnar hafa sann- jið hina óhjákvæmilegn nauösyn þeirrai-ýstefpM- Barattunni BIIAUI'0ST1III\\ Um fet, áströlsk pund o. fl. slíkt. Sjómaður einn hefur beðið mig fyrir eftirfarandi vinsam- leg tilmæli til blaðanna: „Gæt- uð þið ekki vanið ykkur á að greina fjarlægðir samkvæmt því lengdarmáli sem tíðkast hér á íslandi? Þegar þið t. d. segið frá þvi hvað þessi eða hin flug- vélin hafði farið hátt, þá skal það alltaf tilgreint í fetum. Væri það ofverkið ykkar að snara fetatölunni yfir í metratölu, svo að hver lesandi um sig þurfi ekki að fara að reikna út til samræmingar við það lengdar- mál sem hann hefur átt að venj ast? .......Þó er þetta hirðu leysi ykkar kannske ennþá bagalegra, þegar þið talið um erlenda mynt. Þá er stundum bókstaflega ómögulegt fyrir les endurna að vera með á nótun- um, að mirmsta kosti er ég hræddur um að ísl. almenningur skilji ekki vel hvað átt er við, þegar taiað er t. d. um áströlsk pund, en slíkt hefur oftar en einu sinni, svo að ég viti til, verið gert í blöðum hér.“ □ Vatn í benzíninu? Ég gekk um daginn framhjá kunningja minum einum, þar sem hann stóð hjá bilnum sín- um og var að athuga mótorinn í honum, — og kunningi minn sagði: „Þú ættir að nefna það í blaðinu, hvort benzínstöðvarn ar gætu gefið nokkra skýringu á þessu vatni sem svo mjög er farið að láta á sér bera i benzíninu.“----„Er vatn í benz íninu?“ sagði ég og var hissa. „Ja, vatn eða ekki vatn,“ sagði maðurinn, „Það er að minnsta kosti einhver vökvi sem ekki á þar að vera.- Ef þú trúir þessu ekki, þá skaltu spyrja bílstjór- ana og heyra hvað þeir hafa að segja um vélabilanimar sem þetta hefur valdið upp á síð- kastið.“ — □ ’■ - Vill „CharIeston“ og þessháttar dansa. Loks er bréíakafli frá „kát- um ka’Ii.“ Hann skrifar: ,,.... Eg er mikill vinur gömlu dans airna, og fagna því að ákveðin félög og samtök manna skuli vilja halda þeim við .......En það eru til fleiri gamlir dansar en skottis, marzúrka, ræll og þessháttar. Hvað er t. d um alla fjörugu dansana sem voru vinsælir fyrir 15—20 árum? Eða eru menn ef til vill búnir að gleyma „Charleston“ og því tímabili sem hann tilheyrði? Hvemig væri að skemmtifélögin hefðu slíka dansa á dagskrá annað álagið? .„... Eg vil biðja bæjarpóstinn að koma þessari bppástungu minni á framfæri, og jafnframt vonast ég til þess að hún verði tek- in til vinsamlegrar athugunar. — Kátur karl.“ □ Þegar aðeins fæst flak- aður fiskur. Húsmóðir skrifar: „Kæri bæj arpóstur. — Mér fellur yfirleitt vel við fisksalann minn, þetta er hjálpsamur maður og reynir að veita hverjum úrlausn eftir fremstu getu .... Það er bara eitt i sambandi við fyrirtæki hans, sem ég get ekki látið mér lynda, sem sé þetta: Það kemur of oft fyrir að hann hefur ekki til sölu nýjan fisk, nema flakað an. Flakaður er fiskurinn miklu dýrari en óflakaður, en flestar munum við húsmæðurnar hins- vegar ekki telja eftir okkur að gera sjálfar á honum þessa að- gerð, ef nauðsynlegt þykir. Við mundum því í flestum tilfelium heldur kjósa óflakaðan fisk. .. □ Gildir tirn marga aðra. „.... Þegar nóg er til af fiski, þá er raunar ekkert við þvi að segja, þó að eitthvað af honum sé flakað áður en hann er boðinn til sölu, maður getur þá alltaf valið úr, og þvi ber ekki að neita að mörgum okkar þykir sjálfsagt gott að losna við að flaka, ef þær ætla t. d. að steikja fiskinn. En sé litið um fisk, þá finnst mér ótækt að hann sé allur seldur flakaður, og maður sé þann- ig neyddur til ?ð kaupa hann á miklu dýrara verði en annars þyrfti að vera. .... Þetta hefði ég sem sé vilj- að benaa fisksalanum minum á, og þó hefði ég ekki farið að skrifa um það opinberlega nema af því að ég veit — af frásögn um annarra húsmæðra — að sama gildir um marga aðra fisk sala. — Húsmóðir." ★ ISFISKSSALAN Þann 26. þ. m. seldi Svaibakúr 3806 kits fyrir 12626 pund. Þ. 27. þ. m. seldi Skúli Magnússon 3245 kits fyrir 9894'pund. SKIPADEILD S.Í.S.: M. s. Arnarfell er í Abo í Finn- iandi. M. s. Hvassafell er i Ála- borg. RÍKISSKH’: Hekla er i Reykjavík. Esja er i Reykjavík og fer i kvöld vestur um iand til Akureyrar. Herðubreið var á Fáskrúðsfirði í gær. Skjald- breið er i Reykjavík og fer á morgun til Snæfellsneshafna, Gils- fjarðar og^ Flateyjar. Þyrill er i Reykjavík. Skaftfellingur á að fara frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. EIXARSSON & ZOÉGA H.F. Foldin fór frá Grimsby í gær mánudag', áleiðis til Ámsterdam. Lingestroom er á leið frá Færeyj- um til Amsterdam. EIMSKIP: Brúarfoss kom til Akureyrar í fyrrinótt 30. þ. m. frá Reykjavík. Dettiíoss kom til Reykjavíkur Dettifoss kom til Rotterdam 27. þ. m. fer þaðan væntanlega 30. þ. m. til Antwerpen. Fjallfoss fór frá Reykjavík í gærkvöld til Leith, Fredrikstad og Menstad í Noregi. Goðafoss kom til Reykjavíkur 17. þ. m. frá Hull. Lagarfoss kom til Álaborgar 29. þ m. frá Kaupmanna höfn. Selfoss er i Reykjavík. Tröllafoss fór frá New York 23. þ. m. til Reykjavíkur. Vatnajökull kom til Hamborgar 19. þ. m. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni. — Sími 5030. 18.00 Framhalds- saga barnanna: Úr sögunni um Árna »g Berit eftir Ant- on Mohr; III. (Ste- • fán Jpnsson náms- stjóri). 18.30 Dönskukennsla; H. fl. — 19.00 Enskukennsla; I. fl. 19.25 Þingfréttir. ■— Tónleikar. 20.20 Tónleikar: Samleikur á fiðlu og píanó (Rut Hermsnns og Wil- helm Lanskyi-Otto): Sónata i A- dúr eftir César Franck. 20.50 Er- indi: Lækning áfengissjúklinga (Árni Óla ritstjóri). 21.25 Mál- fundur í útj^rpsáál: Umræður um stjórnarsln ármálið. Fundarstjóri: Vilhjálmur Þ. Gislason. 22.10 Vin- sæl lög (j)lötur).. 22.3® Dagskrár- lok. S. 1. laugardag voru gefin sám- an í hjónaband af séra Kristni Stefánss. ung- frú Ingigerður Karlsdóttir, Hverfisgötu 51, Hafn- arfirði og Njáll Haraldsson, Lang- holtsvegi 41, Reykjavík. Heimili ungu hjónanna verður að Hverf- isgötu 49, Hafnarfirði. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Vilborg Jóhannsdóttir og Gunnar Sigurjónsson, cand. theol. Þórsgötu 4. Nýlega' hafa opin- berað trúlof un sína, ungfrú Edith Riegel frá Lúbeck og Jón Níelssoh, Helgafelli, Mosfells sveit. Næturakstur í nótt annast B.S.R. *mi 1720. , Næturvörður er í Reykjavílcur- apóteki. — Sími 1760, Heilsuvernd, timarit Náttúru lækningafél. Is- lands, 3. hefti 1949, er nýkom- ið út, fjölbreytt ög vandað að efni og frá- gangi. Úr efnisinnihaldi má nefna þetta: Græni 'k?össinh í Sviss (Jónas læknir KriStjánsson). Leið út úr ógöngum, hugleiðingar um tóbaksnautn (Vilhjálmur Þ. Bjarn- ar). Vörn og orsök krabbameins III: Krabbamein er hægfara eitr- un (Björn L. Jónsson). Heitur matur og krabbamein. Rannsókn á áhrifum mataræðisins um með- göngutímann á sængurkonuna og barnið. Lungnakrabbi og royking- ar. Spurningar og svör. Uppskrift- ir, Félagsfréttir o. fl. Ritstjóri er Jónas Kristjánsson, læknir. fyrir vinstri samvinnu verður haldið áfram og styrkur SósíaJistaílokksins er trygging fyrir miklum árangri þeirr- ar baráttu. Allar vonir afturhaldsins um að lama Sósíal- istafiokkinn í tvennum kosningum hafa brugðizt herfilega, Sósíalistaflokkurinn er nú sterkara afl í íslenzku þjóðlífi en cokkru sinni fyrr, og styrkur hans m-un .vaxa með aukn- um •sk-ikungi almennings á nauðsyn samvinnu-og einingar. > Sendiráð Islands í París hef- ur skýrt ráðuneytinu frá því, að frönsk stjómarvöld krefjist nú áritunar fransks ræðismanns á Islandi á alla vörureikninga yfir útfluttar fiskafurðir til Frakklands. Stendur ráðstöfun. þessi í sambandi við það, að fyrir skömmu hefur verið lög-1 leiddur á ný toilur á fiski í Frakklandi. Tollur þessí reikn* ast af upphæð vörureiknings- ins. ' (Fr-étt fiá utanríkisráðu- uéytinu). ' I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.