Þjóðviljinn - 31.01.1950, Síða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1950, Síða 6
8 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 31. janúar 1950. UndanhaSd Framsóknar Framhald af 5. síðu. gætu selt ódýrast. Framkvæmd- in varð'líka í samræmi við það. En lesendur þessarar greinar bið ég að athuga þessa afstöðu Framsóknar í þinginu, fyrst þeg- ar málið kom til meðferðar þar. Ákvæði fíjórnar- ijamningsins haldlítil Fjárhagsráð tók til starfa á miðju sumri 1947.- Hafði mik- ið stímabrak staðið innan ríkis- stjórnarinnar um skipun manna í ráðið. Var þá fyrsta sinn, síð- an fyrir stríð horfið að því ráði að útiloka stjórnarandstöðuna frá því að eiga fulltrúa í stofn- un, er svo mikil völd fékk í hendur, með afgerandi áhrifum á hag almennings. En aðalfund- ur S.I.S var haldinn á Þingvöll- um um sumarið og ítrekaði hann fyrri kröfur um aukið réttlæti til handa samvinnufélögunum i þessu efni. I ályktun fundarins segir m. a: Það er því eindregið álit fundarins að sanngjarn innflutn ingur fyrir kaupfélögin á: vefnaðarvöru, skóiatnaði, raf- knúnum heimilistækjum, bygg- ingarvörum allskonar, ávöxtum og nýlenduvörum, hreinlætisvör- um og hráefnum til iðnaðar fá- ist ekki nema því aðeins, að leyfisveitingar til kaupfélag- anna á þessum vörum verði nú miðaðar við sölu félaganna á sfeömmtunarvörum áriu 1941— 1945 og síðan áframhaldandi í sömu hlutföllum og félögin selja þessar vörutegundir ( þ. e. skömmtunarvörurnar) ár- lega“. Næst gerist það, að nokkru eftir að Fjárhagsráð hóf starf sitt, birtir Tíminn þá frétt, að fulltrúar Framsóknar í ráðinu hafi tekið upp innflutningsmál samvinnufélaganna á þeim vett- vangi og engu getað um þok- að, hvað framkvæmdir snerti. Svo heldur virtist fyrrnefndur samningur stjórnarflokkanna, sem Eysteinn og Jörundur höfðu vitnað í, vera haldlítill. Var þegar sýnt, að traust þeirra og annarra Framsóknarþing- manna á orðagjálfrinu í 12. gr. yrði sér freklega til skammar. Enda ekki annars að vænta eins og í pottinn var búið. Ummæli Tímans 2. okt. 1947 Þann dag birti Tíminn eftir- farandi fyrirsögn á forsíðu: „Deálan í sambandi við skömmtunar- og innflutnings- reglurnar“. „Tryggja verður neytendum fullt frelsi til að geta verzlað þar, sem þeir telja sér hag- kvæmast“. — „Á að gera neyt- endur ofurseldari verzlunum en áður, samtímis því, að kaupgeta þeirra fer minnkandi?" Undir upphrópunarfyrirsögn- um þessum segir blaðið frá þeim tillögum Hermanns Jón- asson og Sigtryggs Klem- enssonar í Fjárhagsráði, að inn í reglugerðina yrðu sett þau á- kvæði „að innflutnings- og gjaid eyrisleyfin tíl verzlana og iðn- fyrirtækja fyrir hinum skömmt- uðu vörum verði í samræmi við afhenta skömmtunarseðla jþeirra til yiðskiptanefndar. Ennfremur að veita megl verzlunum, sem hefðu óeðlilega litlar birgðir í byrjun, fyrir fram Ieyfi til að jafna aðstöðu- mun, og í þriðja lagi, að ef verzlun hefur eigi nægilega mik ið af tiltekinni skömmtunar- vörn til að fullnægja eftirspurn væri viðskiptamanni heimilt að afhenda henni skömmtunar seðla sína og fela henni að ann ast útvegun vörunnar fyrir sig, Þá skyldi neytendum einnig i sjálfsvald sett, í hvaða hlut- föllum þeir keyptu þær vörur, sem skammtaðar væru eftir verðmæti innan þeirra tak- marka, sem heildarverðmæti seðiisins gilti. Þó þessar tillögur væru langt frá því að vera allsherjarlausn á verzlunarvandamálinu, hefðu þær þó áreiðanlega orðið til bóta ef framkvæmdar hefðu verið, og aðalefni þeirra í sam ræmi við fyrrn. till. Sigfúsar Sigurhjartarsonar. En meðferð þeirra er gleggsta dæmið um það, hve lítið var að treysta stjómarsáttmálanum og þeim lagafyrirmælum er á honum voru byggð, þrátt fyrir hina trúarbragðakenndu .vitnisburði Framsóknarþingmannanna, sem áður er lýst. Þær voru á hrakningi milli Fjárhagsráðs og ríkisstjórnar innar, meðan þær lifðu, og er sú sorgarsaga svo margsögð, að ekki er þörf endurtekningar hér. Feitletraðar upphrópunarfyrir- sagnir Tímans: „Á samtímis dýrtíðarráðstöfunum að gera neytendur réttminni en nokkru sinni fyrr“. Eiga neytendur að vera ofurseldir innflutnings vera ofurseldir innflytjendun- um“. „Vanefnt stjórnarloforð og Iagaákvæði“ o. m. fl. af líku tagi hefur e.t.v. gefið þeim kjós- endum, sem trúa á Framsókn ejns og heittrúarmenn á bibl- íuna, þá hugmynd, að flokkur- inn stæði í harðri baráttu fyr- ir hag almennings, en á þá menn, sem kunnugir voru mála- tilbúnaði og málsmeðferð ofan í kjölinn, verkuðu þær á líkan hátt og spangól í hvolpi, sem leiðist og vill láta veita sér eft- irtekt. Frumvarp Sigfúsar Sigurhjartarsonar Þegar þing kom saman um haustið 1947, virtust því við- jhorfin hafa breytzt þannig, að (trú Framsóknarþingmanna á á- kvæði stjórnarsáttmálans og fjárhagsráðslaganna hefði all- mikið þorrið, og þannig skap- azt frekari grundvöllur til að koma málinu í gegn um þingið. Sigfús Sigurhjartarson tók því málið upp aftur í frumvarps- formi, með samræmdu orðalagi við tillögur Hermanns og Sig- tryggs í Fjárhagsráði, til þess að tryggja frekar samkomulag um málið við Framsóknarflokk- inn. Hljóðar frumvarpsgreinin á þessa leið.og er um breytingar á lögum um Fjárhagsráð: „Á eftir annarri málsgr. 1. liðar 12. gr. laganna kemur: „Meðan fleiri eða færri vörn- tegundir eru háðar skömmtun tíl neytenda, skulu innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til verzlana eða iðnfyrirtækja fyrir hinni Framhald á 7. siðu. FRAMHALDSSAGA: VWVWtNW/WVU BROÐARHRINGURINN E F T I R Mignon G. Eberhart 70. DAGTJR. Eg heyrði það svo vel. Svo lokaði hann dyrunum, en ég heyrði vatnið renna, þó áð ég gæfi þvi lítinn gaum. En þegar ég var rétt að festa svefn- inn, veitti ég því athygli að vatnið rann ennþá. Eg fór því fram úr og inn í baðherbergið og fann hann steinsofandi í baðkerinu en vatnið .rann út um öryggislokann. Eins og þú skilur,“ sagði Banche ánægjulega, „þá var þetta ekki löngu eftir klukkan ellefu, það er ég viss um. Það er því óhugsanlegt að hann hafi myrt Henry — ekki svo að skilja að nokkrum detti í hug að hann hafi gert það — en þegar allar þessar yfir- heyrslur eru á ferðinni, þá er engin furða þó að menn verði órólegir. Finnst þér?“ Hann hafði þó sætzt við Blanehe, hvað sem öðru leið; Róní þótti vænt um það. Enginn gat sært Blanche eins djúpt og Turo, og allt sem honum var mótdrægt féll henni mjög þungt. — Róní hélt sömu leið til baka. — ákaflega mikilvægrar fyrir mig. Eg verð að hitta yður og einhvern annan — sama hver það er nema lögreglan. Á morgun. Hér er staðurinn.“ Hann nefndi húsnúmer og endurtók það. „Hafið þér náð því? í Galatinsstræti í franska borgar- hlutanum. Um hádegi á morgun.Getið þér það? Viljið þér það?“ Hann sárbændi hana, það heyi-ði hún á rödd- inni. „Ef ég get.“ „Þér megið til. Þér gerið það. Ekki lögreglu- þjón. Hún kveðst ekkert 'segja, ef lögreglan verði viðstödd. En að öðru leyti er sama hver er. Þér gerið það?“ Það var einhver að koma niður stigann. Á- reiðanlega Mimi. Það glumdi í háu hælunum á ábreiðunni í stiganum. „Já, já,“ sagði Róní. „Það er gott. Þér hafið náð númerinu.“.Smell- ur, ekkert samband, steinhljóð á línunni. Rónx hlustaði áfram, hvort hún heyrði lagt niður Hún var nýkomin inn þegar hún var kölluð heyrnartól annarstaðar í húsinu, merki þess að i simann. Þetta var í fyrsta skipti sem hún var kölluð síma, eftir að hún kom til Belle Fleur. Hún fór í símann, sem var niðri í forstofunni. Það var Lewis Sedley. Rödd hans var lág og óskýr en hún þekkti manninn strax. „Heyrið þér hver þetta er?“ sagði hann. „Já, já, það er —“ „það skiptir engu máli. Takið þér eftir. Eg varð að tala við yður. Hlustar nokkur?“ Hún hugsaði sig um. Það var lína inn til Erics og líklega fram í eldhúsið, hún var ekki viss um það. En nú gat hún fullvissað sig um að Eric hlustaði ekki því að nú heyrði hún háa og snjalla rödd Mimi á ganginum uppi. Hún var að tala við Eric og hann svaraði. Herbergi hans var rétt hjá stigauppganginum; Róní heyrði að Mimi sagði ..... allt þér að kenna Eric, eða mín gæfa. Þú ætlaðist ekki til þess að svona færi — var það? Hvers vegna ætti ég að fara að skilja við Stuart ef ég er í raun og veru gift honum ?“ Eric svaraði henni. Róní þekkti málróm hans en gat ekki greint orðaskil. TUTTUGASTI KAFLI: Litli böggullinn. MIMI OG ÞESSI FORNU BARNABREK; nú var hún löglega gift Stuart. Eiginkona hans! Kona Stuarts. Hún vildi helzt ekki hugsa um xað. Og Lexvis Sedley, sem verið var að leita til þess að kæra hann fyrir morð, var við hinn endann á símanum. „Er hlustað á símtölin. Vitið þér það?“ „Eg held ekki. Annars veit ég það ekki —“ Það varð þögn. Svo sagði Lewis Sedley hásri röddu: „Eg held ekki að þeir búist við að ég hringi í — í nokkurn þarna. Eg verð þá að eiga xað á haettu. Fenguð þér bréfið frá mér ?" „Já.“ „Ágætt. Eg þarf að biðja yður stórrar bónar hlustað hefði verið, en heyrði ekkert annað en fótatak Mimi og skrjáfið í kjólnum hennar. Hún. var komin það langt niður stigann að hún sá Róní leggja frá sér símann. Dökku augun í henni urðu strax hvassari. „Hver var þetta?“ spurði hún. „Vinur minn,“ sagði Róní. Það var líka satt, þótt undarlegt mætti virðast. Lewis Sedley vissi það, annars hefði hann ekki farið fram á þetta við hana. Mimi Iagði höndina á stigapóstinn og nam staðar, forvitin og hugsandi. Hún var í bláa kjólnum, stutta og þunna. Hann var aðskorinn í mittið en pilsið var vítt. Svarta hárið glitraði; því var skipt í miðju. „Eg vissi ekki að þú ætt- ir vini í New Orleans." „Ekki það,“ sagði Róní og vonaði að engin merki geðshræringar sæjust á sér. „Heyrðu, ég skildi eftir lítinn pakka, sem Eric bað mig að fá þér, I herberginu þínu.“ Mimi varð undir eins annars hugar. „Ó, hann hefur iðrast þessa með skartgripina. Mig hefur alltaf langað svo til þess að eiga smaragðmenið, þó að það sé frámunalega ljótt, en það má gera það upp. Bara að ég gæti fengið Eric — og þig vina mín — til þess að gefa mér nokkra af gim- steinum œömmu, til að setja á það.“ Róni ætlaði að fara að segja nei, ég held að það sé ilmvatn, en Mimi var öll á bak og burt. Hún þaut upp stigann, en Róní gekk inn gang- inn. Jilly var að leggja á borð í borðstofunni. Hann hafði lagt hvíta jakkann á stól og var á skyrtunni. Lewis Sedley Gallatinstræti. Látið ekki lög- regluna vita. Takið einhvern með yður. Hún á- kvað að segja Stuart frá þessu og biðja hann um að koma með sér. Hún hélt ennþá á pakkanum sem Buff átti að fá. Pakkinn og erindreksturinn fyrir Eric minnti har.a á bréfið sem hún hafði verið send með til Yarrows dómara áður en hann var D Arv Í Ð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.