Þjóðviljinn - 05.02.1950, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 05.02.1950, Qupperneq 3
Sunnudagur fl febrúar J950. Þ JÓÐ VILJINN TT'-nr' ",Fr r : -fíf Ný kenmng um kreppuna Kreppan er aðeins til í heilabúi íslenzkra kommún- ista, sagði Bjarni Benedikts- son í útvarpsræðu fyrir al- þingiskosningarnar í haust og var upp með sér af mörk uðunum sínum. Kannski hef ur hann trúað þessu þá, en víst er um það að hann er hættur að tala svona digur- barkalega nú. Þó hefur hann ekki enn minnzt á kreppu. Það orð er nefnilega bannhelgt meðal aðdáenda kapítalistískra þjóðfélags- hátta, og í stað þess eru notaðar umritanir, líkt og tíðkast um óhugnanleg fyrirbæri hjá frumstæðum villiþjóðum, svo sem mann- ætum þeim sem enn safna höfðum hryðjuverkamanna. á Malakkaskaga til dásöm- unar vestrænu lýðræði. Kreppa heitir „aðsteðjandi örðugleikar", „markaðsvand ræði" eða eitthvað þvílíkt og orsakir hennar eru öllu öðru dularfyllri. Hún er sem sé eins og vindurinn, enginn veit hvaðan hún kemur eða hvert hún fer. Þannig mælti Ásgeir Ásgeirsson endur fyr ir löngu, og hafa ekki aðr- ir auðval-dssinnar fundið betri búning vanmætti sín- um andspænis meginein- kenni hinna aðdáunarverðu þjóðfélagshátta sinna. Kreppan er líkt og óviðráð- anlegt náttúrufyrirbæri eða banvæn pest, hún er reynsla sem forsjónixmi þóknast að leggja á hrjáð mannkyn til að prófa það. Og þó. Nýr spámaður er risinn upp meðal vor. Hann brýtur lögmál bannhelginnar eins og spámanni sæmir, nefnir kreppuna sínu rétta nafni og hefur af eindæma skarpskyggni fundið mjög hversdagslega skýringu á þessari ömurlegu forsend- ingu. Spámaður þessi er Halldór Kristjánsson, fyrr- verandi bóndi á Kirkjubóli, og hann flytur kenningar sínar af venjulegri röggsemi í prentsvertudálki Tímans s. 1. fimmtudag. Kreppan er „heimatilbúin framleiðsla", segir hann, alíslenzkt fyrir- bæri, eins og kúskinnsskór eða vestfirzkir hrútar. Og orsakir hennar eru ofur- einfaldiega þær að kommún- istar mynduðu hér nýsköpun unarstjóm árið 1944 og eyddu öilum gjaldeyrinum. Sem sagt: fátæktin sem nú er að grúfa sig yfir íslenzk aiþýðuheimili stafar af því að íslendingar hafa eignazt nýsköpunartogara í stað þeirra 15 gömlu sem ryðga og rottuétast, hún stafar af nýja bátafiotanum, fiskiðju verunum, hraðfrystihúsun- um, síldarverksmiðjunum, iðnfyrirtækjunum og þeim stórvirku landbúnaðartækj- um sem erja jörðina meðan hin gömlu amboð spámanns- ins gisna. Þannig er hin nýja kenning um kreppuna o-g orsakir hennar. — Þeg- ar Ásgeir Ásgeirsson mælti hin . sígildu orð líkti hann háflugi andríkis síns við vist í Kögunarhóli, sunnan Ing- ólfsfjails. Spámaður Tím- ans hefur ekki fundið and- ríki sínu landfræðilegan stað, enda eru fæstar ís-. lenzkar þúfur öraefndar þótt sumar beri þær samheiti. En á meðan um það er deilt á íslandi hvort krepp- an sé heldur yfirnátturlegt fyrirbæri eða stafi af ný- sköpunarstefnu íslenzkra kommúnista riður hin alþjóð lega kreppa húsum um allan hinn kapítalistíska heim og vobrestirnir skera í hlustir. Atvinnuleysingjunum fjölg- ar dag frá degi, tötramenn og hungruð börn fylla götur fátækrahverfanna, sjálfs- morð eru hversdagslegustu viðbrögð við lífinu, í fyrir- myndarríkinu Danmörku eru framkvæmdar 1100 ólögleg ar fóstureyoingar á ári. Búð irnar eru hins vegar að springa utan af vörum sem enginn hefur efni á að kaupa, framleiðslan minnk- ar, gjaldþrotin móta kaup- hallarviðskiptin, atvinnuleys ið eykst enn. Þeir fáu verða ríkari og ríkari, þeir mörgu fátækari og fátækari. Og einnig þeir fáu riku komast í vandræði. Til hvers er að framleiða mat handa. hungr- uðu fólki sem ekki á pen- inga ? Hvað gagnar að fram ieiða föt handa tötrughypj- um sem enga fjármimi eiga til að leggja á móti ? Hvað stoðar að framleiða hús handa féleysingjum sem skjálfa í portum og húsa- sundum? En við þessum vandræðum er þó eitt ráð, hið sigilda ráð kapítalism- ans. Þegar skipulagið er skroppið í baklás og ekki er lengur hægt að græða á því að framleiða hús, klæði og mat handa þurfafólki, þá skulu framleidd morðtól. Og það eru framleidd morðtól. 70% af ríkisútgjöldum Bandaríkjanna fara nú í morðundirbúning. Þeir fram ieiddu úraníumsprengju í gær og í dag framleiða þeir vetnissprengju. Sú síðar- nefnda er margfalt dýrari þeirri fyrrnefndu, hvert ein tak er talið kosta þúsund milljónir króna, en þó er framleiðslan spor i rétta átt því tilkostnaður er stórum minni miðað við hvern myrt an. I Volstrít reikna þeir þannig og reikna og græða og græða, og vonandi kemur bráðum strið, en á stríðs- tímunum er sem kunnugt er aldrei kreppa og aldrei neitt atvinnuleysi. Sumir eru að visu hræddir um að þeim muni takast að splundra hnettinum okkar, en hvað er um slíkt að fást. Það er þó altént betra en kommún- isminn. f! < ' ★ Holskefla kreppunnar er að ríða á hólmanum okkar, og enn heldur spámaður Tímans áfram að formæla nýsköpunartogurunum sem valda öllum þessum ósköp- um. Eftir nokkrar vikur verður gengið lækkað þann- ig að eriendur gjaldeyrir hækkar um 50%. En hvað stoðar það okkar ágætu auðmenn? I stað þess að framleiða vetnissprengjur eru þeir að paufast við að framleiða mat handa þjóð- um sem er svo vísdómslega stjómað að almenningur hef ur ekki efni á að éta nema lítinn mat og lélegan og ó- dýran. Jafnvel þótt íslend- ingar tækju upp á því að vilja gefa hinum ágætu marsjallþjóðum mat, myndi það ekki takast. Það væri sem sé mjög óheiðarleg ráð- stSotfun sem enn myndi auka kreppuna meðal matvæla- framleiðenda þessara ágætu þjóða. Enda segja sérfræð- ingar ríkisstjórnarinnar að þeir sjái engin ráð til að losna við nema 15.000 tonn af freðfiski á þessu ári, eða hálfa ársframleiðslu, hva* svo sem verðið sé. <Þeir bú- ast líka við að saltfisksalan muni dragast saman. Og þorskalýsið sem gæti roðað marga föla barnskinn er í bezta falli hægt að losna við sem skepnufóður. „Sú kreppa, sem íslenzka þjóðin horfist nú í augu við, er því fyrst og fremst heima tilbúin,“ segir spámaðurinn frá Kirkjubóli og á við ný- sköpunina. En þó má færa orð hajis til sanns vegar. Is lendingar hafa átt leið und- an holskeflu kreppunar og enn væri hægt að sæta lagi. Tveir fimmtu hlutar mann- kynsins hafa nú brotizt und an skipulagi kapítalismans, hjá þeim þjóðum ríður krepp an ekki lengur húsum og vobrestirnir kveða aðeins við úr fjarska. Þar gerast þau undur að fólk hefur efni á að éta á friðartímum og leggur meira að segja kapp á að komast yfir æ betri og meiri mat og þykist hafa efni á að borga fyrir hann. Árum saman hafa sósíalist- ar klifað á því að þessu fólki gæfist kostur á íslenzk um mat og fengu því m. a. ráðið um skeið, meðan þeir voru að undirbúa kreppu þá sem spámaðurinn talar um. En svo kom í ljós að slik viðskipti samrýmast ekki sönnu amerísk hugarfari, en fyrir slíkt hugarfar er sem kunnugt er öllu fórnandi. Þess vegna er kreppunni nú boðið heim til íslands — og ef til vill verður þess ekki langt að bíða að nýsköpunar togararnir verði bundnir eins og þeir gömlu. Það verður þá að minnsta kosti afleið- ing kreppunnar, og það hef ur komið fyrir betri spá- menn en þann frá Kirkju- bóli að rugla saman orsök- um og afleiðingum. & A <* 0 <- í ; Skák Ritstjóri: GUÐMRNDRR ARNLANGSS0N Ungu mennirnir sækja fram. 1 Islenzkir skákunnendur tengja miklar vonir við þá ungu menn, sem hér hafa komið fram á síðustu árum enda virðist full ástæða til þess. Væntanlega eiga nöfn Guðmundar Pálma- sonar, Friðriks Ólafssonar, Ingvars Ásmundssonar, Þóris Ólafssonar og Sveins Kristins- sonar eftir að sjást oft i ís- lenzkum skákfréttum, og vonir standa til þess að einhverjir þessara manna að minnsta kosti eigi eftir að ýta íslenzk- um skákstyrkleika hærra upp en hann hefur áður komizt. En það eru fleiri þjóðir en við ís- lendingar, sem státa af ungum efnismönnum. Hér í dálkunum hefur áður verið sagt frá ungu háskólastúdentunum bandarísku Bisguier, Evans og Kramer- bræðrum — sem eru komnir í fremstu röð. I London gerðust þau tíðindi í vetur að 15 ára drengur vann skákmeistaratign borgarinnar, að vísu í tiltölu- lega fámennri keppni. Og síð- ustu fréttir frá Sovétríkjunum og Júgóslavíu sýna að ekki er framsókn ungu mannanna minni þar. Skákþingi Sovétríkjanna lauk hinn 20. nóvember síðastliðinn. Þetta mót var áreiðanlega öfl- ugasta skákmót í heiminum á árinu sem leið. Keppendurnir þurftu að fara í gegnum marg- faldan hreinsunareld til að afla sér þátttökuréttar og varð margur viðurkenndur meistar- inn úti á þeirri leið. Hins vegar komust nokkrir lítt kunnir skák menn inn i lokakeppnina, sem fór fram í Moskvu. Af þeim má nefna Mark Tajmanoff, ung an hljómlistarnemanda fra Leningrad, Kolmoff og Efim Heller frá Odessu. Skákþing- inu lauk með sameiginlegum sigri Bronsteins og Smysloffs. Kom það fáum á óvart því að Smysloff varð næstur Botvinn- ik á heimsmeistaramótinu, og mun af ýmsum talinn sá Rússi sem gengur næst honum. Bron- stein er ekki síður sigrunum vanur. Hann varð efstur á kandidatamótinu í Saltsjöbad- en í fyrra, og á næsta Rúss- landsmóti fyrir þetta varð hann einnig efstur, þá ásamt Kotoff. Áttu þeir að tefla einvígi um tignina, en síðar var hætt við það. Smysloff og Bronstein eru báðir ungir menn, Smysloff mun vera 28 en Bronstein 25. Næstir þessum tveimur komu Heller ög Tajmanoff með 13 vinninga hvor. Því næst komu Boleslavskí, Furmann og Kot- off með IIV2, Keres með 11, Aronin og Kolmoff með 10. Af kunnum taflmeisturum, sem ekki náðu upp í efri helming í þetta skipti má nefna Lilient- hal og Mikenas. Á skákþingi Júgóslavíu voru keppendur 20 og fóru leikar þannig að Gligoric varð efstur með 14 vinninga, Pirc annar með 12i/2 og Trifunovic þriðji með liy2; Þessir þrír menn eru áreiðanlega beztu taflmenn Hér er hvítur of aðgerðalítil!.. landsins, og má minna á að Leiknum mun ætlað að hindra. Gligoric vann Stálberg í ein- e6—e5, en hann gerir það ekki vigi, en Pirc hélt jöfnu gegn e2—e4 sýnist tilvalinn leikur £ Euwe og Trifunovic gegn Naj- staðinn. dorf í sumar. En næstir koma 15. Bd8—c7‘ fjórir menn með 11 vinninga 16. f2—f3 e6—e5 hver: Fuderer, Ivkoff, Matano- 17. d4xe5 > d6xe5 vic og Rabar. Af þeim er Iv- 18. Rd3—f2 Bd7—c8 koff yngstur, hann átti 16 ára 19. Rbl—c3 Ra6—c5 afmæli meðan skákþingið stóð 20. Hfl—el Rc5—e6 yfir, en Matanovic og Fuderer 21. e2—e3 Re6—g5■ eru 18 ára. Á þinginu tefldi 22. Dc2—e2 f5—f4! Ivkoff meðal annars þá skák Svartur hefur lokið undir~ er hér fer á eftir. búningi sínum og hefur nú.. lokasókn. Menn hans standa HOLLEftZKUR LEIKUR. eins vel og á verður kosið, svo> Bozic Ivkoff að sóknin er hættuleg. 1. Kgl—fS e7—e6 23. g‘3—g4 Dh5—h4 2. c2—c4 f7—15 23. e3xf4 3. g2—g3 Rg8—f6 e3—e4 litur ögn skár út, því 4. Bfl—g2 Bf8—e7 að sá leikur heldur biskups-og 5. b2—b3 d7—d6 hróks-línunum lokuðum, en þá 6. d2—d4 0—0 getur svartur haldið sókninni. 7. Bcl—b2 Dd8—e8 áfram t. d. með h7- -h5. 8. 0—0 De8—h5 24. e5xf4 9. Kbl—c3 a7—a5 25. De2—c2 He8xel 10. —a3 Rb8—a6 26. Hdlxel Rf6xg4! 11. Ddl—c2 Bc8—d7 27. f3xg4 f4—f» 12. Hal—dl Ha8—e8 28. Bg2—hl Dh4xh2f 13. Rf3—el c7—c6 29. Kgl—fl Rg5—hS 14. Rel—d3 Be7—d8 20. BhlxfS Dh2—glt, 15. Rc3—bl -<v l og hvítur gafst upp. *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.