Þjóðviljinn - 12.02.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.02.1950, Blaðsíða 3
Stmnudagur 12. febrúar 1950 Þ JÓÐ VILJINN S ÞÆTTIR ÚR ANNAL ÚTVARPSINS Andlega frelsið í útvarpinu KJARABARÁTTA ALDRABS FÖLKS OC ÖRYRKJA TJtvarpið er skóli þjóðarinn- ar, segja útvarpsmennirnir stundum, þegar þeir vilja vera hátíðlegir. Þetta er svo sem heilagur sannleikur. Ekki vant- ar það. Það kennir okkur hlust- endum margar nauðsynlegar dyggðir, svo sem þolinmæði, Janglundargeð og umburðar- lyndi. í daglegri umgengni hlustandans við útvarpið reyn- ir mjög á haldgæði þessara dyggða. Við erum löngu hættir að gera okkur rellu út af því þótt erlendar fréttir útvarpsins f jalli eingöngu um hina vondu komm únista. sem alltaf eru að gera útvörðum hins góða kapítalisma einhverjar skráveifur, einhvers- staðar á jarðkringlunni en oft- ar þó á mörgum stöðum í senn. Þó eru til nokkur frávik frá þessari reglu. Æði oft þarf að segja frá því, hvar þessi eða hinn stríðshestur kapítalismans hafi étið þennan daginn og hvar hann ætli að éta næst. Við kippum okkur heldur ekkert upp við það, þó við fáum þetta svo vikulega aftur samanþjappað á einu bretti með tilheyrandi persónulegum athugasemdum flytjendanna. Og við erum orðnir svo vanir Deginum og veginum og Inn- lenda vettvanginum, að við látum okkur ekki einu sinni detta í hug að það geti orðið öðruvísi en það er. Fólkinu, sem kemur fram i þessum þáttum og í útvarpinu yfirleitt, má skipta í þrjá flokka. I fyrsta flokknum eru þeir, sem þurfa að koma að ein- hverjum áróðri fyrir sig eða viðkomandi stjórnarvöld t.d. hræða fólkið með vondu ár- ferði og búa það undir liið komandi hrun. 1 öðrum flokknum eru þeir, sem hafa ekkert það að segja, er máli skiptir. Þeir eru eins og nokkurskonar uppfylling í dag- skrána, eða til þess að venja hlustendurna við andlega ómat vendni. I hinum þriðja flokki eru svo þeir sem vinna verk sitt vel, en myndu þó geta gert það betur, ef hinn þungi hrammur stofn- unarinnar hefði ekki lagzt yfir hug þeirra og hönd. Það er eins og þeir þori hvergi að finna orðum sínum stað af ótta við að vera settir út af sakra- menti útvarpsins. Þeir eru rös- ulir og hikandi, líkt og maður, sem gengur á hráum kartöflum. Komi það fyrir, að einhver hafi hætt sér lengra en yfir- völdum stofnunarinnar gott þykir, er hann óðara settur í bann og allt kemst í uppnám, eins og t.d. þegar þeir séra Sigurbjörn og séra Jakob mæltu gegn Atlanzhafsbandalaginu i fyrra vetur. Á máli útvarpsins heitir þetta hlutleysi, en Tómas Guðmunds- son myndi sennilega vilja kalla það andlegt frelsi. En svo skeði kraftaverkið ó- vænt og fyrirvaralaust, eins og önnur kraftaverk. Útvarpið tilkynnti einn góðan veðurdag, að það myndi flytja af stálþræði umræður um and- legt frelsi, er fram hefðu farið í Stúdentafélagi Reykjavíkur þá skömmu áður. Og frummælendurnir voru þeir Tómas Guðmundseon skáld og Þórbergur Þórðarson ritnöfund ur. Maður vissi ekki hvort maður mátti trúa sínum eigin eyrum. Andlegt írelgi komið á dag- skrá útvarpsins. - En svo byrjað sé á hinum aft ari enda, þá voru það einkum tvö atriði úr hinum almennu umræðum, sem athygli mína vöktu. Hið fyrra var það, að einn ræðumaður hafði þá sögu að segja, eftir ábyggiiegum erlend um heimildum að saklaueum börnum væri sagt frá því aust- an járntjalds, að Karl Marx hefði sent móður Lenins band- hnykil, þá er hann af alvizku sinni vissi um fæðingu hans. Ekki skyidi hún þó prjóna svein inum sokka úr bandinu svo sem ætla hefði mátt, heldur átti hún að nota það sem mæli- snúru á hinn tilvonandi bylt- ingarleiðtoga. Þetta er í rauninni álíka at- hyglisvert og þegar það frétt- ist út um byggðir landsins á síðasth'ðnu vori, að einn hátt- virtur þingmaður hafði lýst því yfir á Aiþingi, að hann hefði verið kallaður kvíga, tvisvar siunum á einum cg sama degi. Hið síðara, sem sérstaka at- hygli vakti í umræðum þessum, var það, að einn ungur maður tilkynnti, að hann hefði lært svo mikið um Rúsrland, að meira yrði ekki af bókum num- ið. Mann þennan æ'tti að flytja upp á Landsbókasafn, setja hann þar inní hillu, svo hver og einn, sem vildi fræðast um hið víðlenda ríki Stalíns, gæti átt þar írjálsan aðgang að og slegið upp í þessari frumlegu alfræðiorðabók, þegar honum gott þykir. Ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum með Tómas Guð- mundsson. Reyndar þóttist ég vita að hann myndi skamma Rússana. Og hað út af fyrir sig kom ekki í bága við hugmyndir mínar um andlegt frelsi. Hins vegar gerði é.g mér vonir um, að hann myndi gera það á listrænan hátt. Sú varð þó ekki raunin á. Ræða hans hefði vel getao verið samin af ívari Guðmunds syni og verið flutt í útvarp, sem þáttur frá útlöndum. Það hefur einhvernveginn komizt inn í höfuðið á mér, að sá maður sem finnur sig knúinn til að ganga út á stræti og gatnamót til varnar andlegu frelsi, hljcti hið innra með sér að eiga einhvern þann andvara, er blásið gæti rykinu af hans næsta umhverfi. Tómas sýndi yfirleitt svo litla baráttugleði í þessari her- ferð sinni, að fremur ber að skoða hann sem málaliðsmann en sjálfboðaliða í krossferðinni gegn kommúnismanum. Hið andlega frelsi hið innra með honum virtist eitthvað hafa hlaupið í baklás. Þegar þolinmæði manns er þanin til hins ýtrasta, langlund- argeðið komið að niðurlotum og umburðarlyndið fbkið veg allrar veraldar, tekur maður því eins og iagnaðarboðskap og kraftaverki, er maður heyrir að Þórbergur ætli að koma í útvarpið. Þórbergur er þó alltaf lif- andi maður í þess orð bezta skilningi, jafnvel þótt hann dvelji stundum með eilífðarver- um á Snæfellsnesi. Andlegt frelsi gengur út og inn um sál hans, alveg hindr- unarlaust, en það er víst meira en sagt verður un» venjulega breyska menn. Ef til vill hefur það að ein- hverju leyti stafað af þeim nöturleik, er hvíldi yfir mál- flutningi Tómasar, en mér fannst er ég hlýddi á Þórberg, að þarna hefðum við loksins fundið hið umdeilda andlegá frelsi, íklætt holdi og blóði mitt á meðal okkar og þarf engin fleiri orð þar um að hafa. Og nú er ég aftur kominn í sátt við útvarpið. Ég skal reyna að sýna þolinmæði, lang- lundargeð cg umburðarlyndi, þótt dauðir menn birtist þar dag eftir dag, viku eftir viku, ★ Framkoma Alþýðuflokks- þingmannanna í kjaramálum aldraðs fólks og öryrkja er eitt ömurlegasta dæmi sem hugsazt getur um algert frá- hvarf þessara manna frá stefnu málum, sem áður fyrr hefðu verið jafn sjálfsögð og andar- drátturinn. Sósíalistar hafa lagt til á þingi að aldrað fólk og ör- yrkjar fái 20% uppbót á lífeyri i sinn, og er það í samræmi viðj uppbót þá sem opinberir starfs-! menn hafa fengið. Aiþýðuflokks menn hafa snúizt gegn þessari sjálfsögðu tillögu — nú aðj loknum bæjarst jórnarkosning- j um — og þau undur hafa gerzt j að Haraldur Guðmundsson !æt-j ur beita sér á oddinum í and-| stöðunni gegn því fóiki sem; vera ætti skjóistæðingar hans. i Þrem mánuðum áður en þessi undur gerast greiddu þessir sömu Alþýðuflokksmenn atkvæði með hinni sjálfsögðu tillögu um 20% uppbæturj handa opinberum starfsmönn-1 um, enda voru þá bæjarstjórn- arkosningar framundan. En þeir gerðu meira. Þeir fengu því ráðið að uppbæturnar fóru stighækkandi, þannig að þeir fengu mestar uppbætur sem hæst höfðu launin fyrir, ráð- herrarnir t.d. 9000 kr.. á ári! Var það eflaust gert með til- ef ég fæ aðeins einhvern ádrátt um það, að Þórbergur birtist þar endrum og eins. Það gerir ekkert til, þótt hann verði í fylgd með fram- liðnum. Hann kann hvort eð er allra manna bezt að umgangast eilífðarverur. liti ti! þess að þingmenn AW þýðuflokksins eru ailir em- bættisracnn í hæstu launaflokk- um! Sú upphæð sem fór þannig- í aukauppbætur handa þeim. bezt stæðu munu vera ámóta. cg sú sera þyrfti til að tryggja. öryrkjura og öldruðu fólki 20% uppbætur! ★ Sá appbót, Eera sósíaiistajr hafa íarið írara á handa öldr— uðu fólki cg öryrkjum er ekki há, 6-700 kr. á ári, en Alþýðu- flokksmennimir telja elikt sem sagt ofrausna. Hins vegar segj: ast þeir rauni hengslast til að samþykkja 10% uppbót, 300- 350 kr. á ári! Rökstyðja þeir- þetta með því að iífeyrir aldr- aðs fólks og öryrkja hafi tiL. þessa verið 10% GF HÁR!! Fyrir baráttu sósíalista voru. Framhald á 7. síðu. Mfarian Ólafsson mírari Það er ekki ætlunin með lín- um þessum að rekja æviatriði j Kjartans Ólafssonar, múrara. j sem á sjötugsafmæli í dag, þótt. 1 þar sé margs merkilegs að j minnast, heldur aðeins hitt að flytja afmælisbaminu árnaðar- óskir. Á mynd þeirri, er fylgir þess; um linum er Kjartan að flytja. ræðu á 500. fundi í Verka- mánnafélaginu Dagsbrún, sem; haldinn var á afmælisdegi fé- lagsins 26. janúar 1948, en. Kjartan Ólafsson var í hópL þeirra manna, er fyrir 44 ár- urn síðan síofnuðu Verka- mannafél. Dagsbrún í Reykja- vík. Alla tíð síðan hefur Kjart. . an verið í Dagsbrún og heiðurs félagi síðan 1936. Á íundi þessum sagði Kjart an rajög vel frá fyrstu starfs- árum Dagsbrúnar, en hinir yngrj menn, er nú starfa í verkalýðshreyfingunni standa í raikilli þakkarskuld við Kjart- j an Ólafsson og aðra brautryðj- t endur er fyrstir hófu merkL | saratakanna. j Kjartan er með afbrigðum. glaðvær og vinsæll í félagahóp I og þeir verða margir, sem í j dag senda honum heillaóskir. í i þeim hópi viljura við Dagsbrún- í armenn vera. E. S. Félag iamlðnaSamaiuia Allsherjaratkvæðagreiisfa til stjórnar og ■ trúnaðarráðs félagsins fyrir næsta . starfsár, hefur verið fyrirskipuð af stjórn Alþýðu- sambandsins samkv. ósk félagsstjórnarinnar. At- kvæðagreiðslan fer fram laugardaginn 18. cg sunnu- daginn 19. n.k. í skrifstofu félagsins. Framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar fyrir kl. 18 á þriðjudag, 14. þ.m. Listunum skulu fylgja meðmæli minnst 26 félagsmanna. Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins föstudaginn 17. þ.m. kl. 16—20 og laugardaginn 18. þ.m. kl. 10—12. Kpi’stiéiLiiu.. Þjóðviijann vantar ungling til að bera blaðið til kaupenda við Framnesveg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.