Þjóðviljinn - 22.02.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.02.1950, Blaðsíða 8
Siæmai horlur í atvinnumálum: Fiskisklp Borpeslip aðgerðarlaus um hávefrarverfiðina Fjölmennur fundur í verkalýðsfelaginu telur að hrepp- urinn frnrfi að riá yfirfaðum yfir skipunum. — Brosleg- ur flótti félagsstjórnarinnar ólöglegu af fundi Fyrir noiikrum dögum semlu félagar í Verkalýðsfélagi Borgarness áskorun um fundarhald til stjórnarinnar, sem situr eins og nátttröll, enda þótt aðalíundur samþykkti að stjórnar- kosningin hefði verið ólýðræðisleg og ólögleg og kosning skyldi því fara fram að nýju. Stjórnin varC við áskoruninni og boðaði hreppsnefnd Borgarne.'s á fundinn, en í henni eiga sæti þrír stærstu atvinnurekendur kaupíánsins. i ** ) Skinnaverksm. Iðunn sýnir fram- Eeiðsluvörur sínar í Kirkjustræti 8 Skinnáverksmiðjan Iðunn, Akureyri, sem er eign Sam- bands ísl. samviniiufélaga, sýnir þessa dagarta í húsakynnum VerksmiðjuútsölUnnar Kirkjustræti 8, ýmsar tegundir af skinn- um og leðri og ennfremur skófatnað, töskur og fleira, sem verksmiðjur hér í Reykjavík hafa unniff úr Iðunnarskinnum. Fyrsta málið er lá fyrir fund inum var uppsögn kaup- og kjarasamninga félagsins við at- vinnurekendur. Þegar sýnt þótti að stjórnin hefði ekki gert sér grein fyrir j hlutdeild atvinnurekenda í fund ! inum, var gerð fyrirspum um í hvaða tilgangi hreppsnefndin væri boðuð á hann. Rumskaði þá formaður og kvað það vera til að ræða atvinnumálin, sem voru 2. mál á dagskrá fundar- ins. Var þá lögð fram tillaga um að byrja dagskrána með umræðum um atvinnumálin, og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn 4, en um 70 ménn voru á fundinum. Atvinnuleysi óg slæmar horfur. Umræðumar um atvinnumál- in leiddu i ljós, að auk núver- andi atvinnuleysis eru slæmar horfur framundan'. Samhliða því að atvinnutæki Borgnes- inga, fiskiskipin, leggja nú bund in á hávetrarvertiðinní, var skýrt frá þrálátri synjun Fjár- hagsráðs á leyfum til húsbygg- inga. Eftirfarandi tillögur í at- vinnumálum voru samþykktar: 1. „Fundur haldinn í Verka lýðsfélagi Borgamess 20. fe- brúar 1950 fordæmir það á- stand, að verkamenn gangi vinnulausir mánuðum saman án þess að geta fengið nokk uð að gera, og skorar því á hreppsnefndina að hlutast tU um að úr því verði bætt með framkvæmdum á veg- um hreppsins eða á annan hátt.“ 2. „Fundur í Verkalýðsfé- lagi Borgarness, haldinn 20. febrúar 1950, lýsir óánægju sinni yfir því að fiskiskip Borgnesinga liggi aðgerðar- laus um hávetrarvertíðina, í stað þess að rækja það hlut- verk að veita Borgnesingum vinnu eins og til var stofn- að. Félagið telur að hreppur- inn þurfi að ná yfirráðum yfir skipunum, helzt að eign ast þau, og skorar á hrepps- nefndina að athuga mögu- leika fyrir þvi.“ 3. „Fundurinn skorar á Fjárhagsráð að veita Kaup- félagi Borgfirðinga umbeðfal byggingaleyfi og ennfremur öðrum Borgnesingum er um leyfi hafa sótt.“ Þá lagði Ingimundur Einars son, fyrir hönd stjómarinnar, fram tillögu til hreppsnefndar- innar um garðland hreppsins á komandi vori og vinnuskóla unglinga í sumar. Undanfarin ár hefur garðland hreppsins ver ið lítið notað. Það þótti eftirtektarvert að stjórnin, sem bauð hreppsnefnd inni á fundinn, hafði ekkert fram að leggja um atvinnumál in. Að þessum umræðum lokn- um kvaddi hreppsnefndin og fór af fundi. Kaupsamningum sagt upp. Þá hófst hinn eiginlegi verka lýðsfundur með lestri fundar- gerðar, sem þótti óvenjulega rétt og eftir nokkrar athuga- semdir var samþykkt. Var þá tekin fyrir uppsögn kaupsamninga félagsins. For- maður bauð fundarbeiðendum að hafa framsögu. Eftir litlar umræður var uppsögn kaup- samninga félagsins samþykkt, og falla þeir úr gildi hinn 22. marz. Stjórnin flýr af fundi. Þá var lögð fram svohljóð- andi tillaga um meðferð samn inganna: „Þar sem aðalfundur hefur samþykkt að ný stjómarkosn- ing skuli fara fram í félaginu og núverandi stjóm sé ekki lög leg, þá ákveður fundurinn að kjósa 3 manna nefnd til að undirbúa1 nýju samningana fyr ir félagið." Þegar formanni var rétt þessi tillaga var sem hann tæki á glóandi jámi. — Kallaði hann upp að fundi væri slitið! Tóku þeir á rás hann og ritarinn, sem missti fundargerðarbókina á leið fram salinn. Einn fundar manna tók þá bókina og rétti ritara hana. Fundarmenn sátu rólegir I sætum sínum og horfðu undrandi á hinn tilefnis- lausa flótta stjórnarinnar af fundinum. Brezk-bandarísk olíndeila Takmarkanir á innflutningi oiíu frá dollaralöndum til landa á sterlingsvæðinu komu til framkvæmda um helgina. Á- kvað brezka stjórnin, að ef bandarísk olíufélög vildu halda óskertri olíusölu sinni á steri- ingsvæðinu yrðu þau að kaupa hluta af sölumagni sínu af brezkum framleiðendum. Að undirlagi bandarísku olíufélag- anna hefur Acheson utanríkis- ráðh. Bandaríkjanná mótmælt harðlega ákvörðun Bretlands- stjómar. Viðræður um mála- miðlun standa yfir í Washing- ton milli fulltrúa Bretlands- stjómar og bandarísku olíufé- laganna. Bretlandsstjóm hyggst spara 60 milljón dollara útgjöld með ákvörðun sinni. Blaðamönnum voru í gær véittar eftirfarandi upplýsing- ar. Fyrsti vísirinn að stofnun Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar, var starfsræksla Gæruverk- smiðju S.I.S., sem tók til starfa árið 1923. Árið 1935 var byrj- að að súta skinn og húðir, og hefur sú starfsemi síðan aukizt ár frá ári. Til fróðleiks má geta þe:s að fyrsta starfsárið voru sútuð 5.0005 sauðskinn og 1.069 húðir, en árið 1949 voru sútuð 20.772 sauðskinn og 12.094 húðir. Áður en Iðunn byrjaði sútun voru allar gærur og húðir nema Framhald á 6. síðu. Clam rak á landL Olíuskipið Clam, er sagt var frá í blaðinu í gær, rak á land við Laugarnes í rokinu snemma í gærmorgun, höíðu legurfæri skipsins dregizt til. Botnin er allgrýttur þar sem skipið rak upp, en vonir eru taldar til að það náist út lítið skemmt. Nýtt mánaðarrit: ALLT ALLT nefnist nýtt mánaðar- rit er blaðinu hefur borizt. Um efni ritsins segja útgef. m. a. svo í ávarpsorðum: „ . . . efni höfum við reynt að hafa þann- ig, að af því mætti hvort tveggja í senn hafa gagn og gaman.“ í fyrsta heftinu eru sögur, flugsíða, húsmæðrasíða, skák- síða, bridgesíða, greinar um kynfræðslu, kvikmyndir og í- þróttir, myndasaga, krossgáta, framhaldssaga o. m. fl., enda er lesendum öllum ætlað að finna þar eitthvað sem þeir hafa áhuga fyrir. Ritstjóri tímaritsins er Ingv- ar Gíslason. Barnaskemmtun heldur Glimufélagið Ármann í dag, og hefst hún kl. 4 síðd. í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar. Verður þar meðal annars til skemmtunar kvikmyndasýning, flokkur barna sýnir vikivaka og þjóðdansa undir stjórn frú Sigríð ar Valgeirsdóttur, tréskó-dans, stjörnudans, 12 telpur sýna undir stjórn frk. Guðrúnar Nielsen. Sýndur verður Jösse-Hara-polki. Baldur og Konni skemmta og að lokum verður dansað. Glímufélag ið Ármann hefur um mörg ár haft þann sið að gangast fyrir barna- skemmtunum á öskudaginn og hafa þær ávallt verið mjög fjöl- sóttar og með afbrigðum vinsælar. Gjöf til minningar um Jéhönnu Gunnlaugsdóttur Þjóðviljanum hefur borizt 750 kr. gjöf til minningar um Jóhönnu Gunnlaugsdóttur frá vinum hennar í Borgarnesi. Jó- hanna lézt s. 1. haust, en minn- ingarorð um hana birtust hér í blaðinu 2. fehrúar s. 1. Þjóðviljinn færir gefendum beztu þakkir. Kartöflur væntan- legar um næstu fíelgi Þjóðviljinn átti í gær tal við Jón Ivarsson, forstjóra Grænmetisverzlunar ríkisins, út af kartöfluskortinum. Kvað hann von á allmiklu magni af kartöflum um eða upp úr næstu helgi. Ástæðuna til kartöflu- stortsins undanfarið kvað hann vera þá að vegna frosta hefði ekki verið hægt að skipa út kartöflum í Hollandi og Dan- mörku seinast þegar ferð féll og auk þess væri nú allmiklum vandkvæðum bundið að fá keyptar kartöflur erlendis. Sjö fslendingar c Holmenkollen Það hefur verið ákveðið að íslenzkir skíðamenn taki þátt í Holmenkollen-skíðamótinu og hefur Skíðasambandið tilkynnt þátttöku i því svo sem hér seg- ir: Tvíkeppni í bruni og svigi: Stefán Kristjánsson Ármann, Reykjavík, Ásgeir Eyjólfsson Ármann, Gísli B. Kristjánsson 1. R. Guðni Sigfússon 1. R. Þór- ir Jónsson K. R. Hermann Guð- jónsson K. R. Skíðastökk: Ari Guðmundsson Skíðafélag Siglufjarðar. Þeir Stefán, Ás- geir og Þórir fóru með „Gull- faxa“ í gærmorgun, en Gísli, Guðni og Hermann hafa undan farið dvalið í Svíþjóð. Ari Guð- mundsson dvelur í Osló við há- skólanám. Holmenkollen-mótið hefst með tvíkeppni í bruni og svigi næsta sunnudag og þriðjudag. Brunið fer fram í Norefjell, um 100 km. frá Osló, en svigið í Rödkleiva nálægt Osló. Skíða- stökkið fer fram sunnudaginn þann 5. marz. (Frétt frá Skíðasambandi Islands). Er Valtýr kltimsa? Svo er að sjá sem Valtýr Stefánsson hafi tekið sjúkdóm þann sem hingað til liefur einkum hrjáð hryssur og hafi verið klumsa í hartnær heila viku. Að minnsta kosti hefur hann ekki enn getað komið upp neinu orði til að svara einföldum og óbrotnum spurn- ingum sem beint hefur verið til hans hér í blaðinu. Að sjálfsögðu ber að sýna Valtý þolinmæði og langlundar- geð í þessum raunum og skulu því enn rifjaðar upp spurningarnar í von um bráðan bata: 1. Gerðu íslendingar viðskiptasamning við Sovétríkin 1947 eða ekki? 2. Hversu langt er síðan sendiherra íslands í Sovéfcríkjunum, Pétur Benediktsson, hefur komið til Sovétríkjanna? 3. Er það rétt að hann hafi ekki komið þangað síðan íslendingar undirrituðu" marsjallsamn- ^ inginn? 4. Er það rétt að hann hafi verið gerður sendi- herra í fasistaríkinu Spáni til að vega upp fjarvistir frá Sovétríkjunum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.