Þjóðviljinn - 01.03.1950, Side 1

Þjóðviljinn - 01.03.1950, Side 1
VILJINN 15. árgangur. Miðvikudagur 1. marz 1950. 50. tölublað. rr\ 27 SJOMENN FORUST 1 Bretar og 20 Kinverjar - þegar olíuskipið Clam rak á land á Reykjanesi í gærmorgun TaliS víst að öil áhöfnin hefði bjargazt hefði hún verið á skipinu þar til björgunarsveitin kom Æ.F.R L J R fundur í kvöld á venjulegum stað kl. 9. Mætið stundvíslega. Tuttugu og sjö menn fórust þegar olíuskipið Clam rak á land skammt frá Reykjanesvita í gær- morgun. Er þetta mesta sjóslys er orðið hefur hér við land í mörg ár. Clam slitnaði aftan úr dráttarbátnum milli Eldeyjar og Reykjaness. Veður var suð-suðvestan 5 vindstig, og rak skipið til lands. 31 af skip- verjum fóru þá í 2 báta, en báðir bátarnir sukku og björguðust aðeins 4 menn í land. Þeim 19 mönnum er eftir voru í skipinu bjargaði björgunar- sveitin Þorbjörn í Grindavík og er taiið víst að allir mennirnir hefðu bjargazt hefðu þeir verið kyrrir í skipinu. Á skipinu voru 14 Bretar og 36 Kínverjar. 7 Bretar fórust og 20 Kínverjar. Dráttarbátnrinn Englishman lagði af stað með Clam áleiðis til Englands í fyrramorgun. Mun skipsmönnum hafa verið ráðlagt að fara fyrir utan en þeir fóru samt milli Eldeyjar og lands. Slitnaði oliuskipið þar aftan úr dráttarbátnum og rak þegar undan veðrinu til lands. Rak á land nálægt vitanum Slysavarnafélaginu var til- kynnt um atburðinn og sneri það sér þegar til björgunar- sveitarinnar í Grindavík og vita varðarins á Reykjanesi, Sigur- jóns Ólafssonar og fór hann ásamt aðstoðarmanni sínum, Hannesi Sigfússyni á strand- staðinn, laust fyrir kl. 7. Var skipið rekið á land skammt frá litla vitanum, eða milli Valahnúks og Skarfaseturs. Hafði það tekið niðri um 60 metra frá landi. Aðeins 4 tókst að bjarga Skipverjar settu þegar út 2 báta og hvolfdi öðrum þegar í stað og tókst vitaverðinum að bjarga tveim þeirra er í bátn- um voru en einn bjargaðist sjálfur á land og sá fjórði komst í helli og var sigið eftir honum þegar björgunarsveit- in kom á staðinn. Hinum bátn- um mun hafa hvolft eða liann brotnað og allir mennirnir far- izt. Vegurinn út á Reykja- nes afleitur Slysavarnasveitin Þorbjörn í Grindavík lagði af stað á strandstaðinn kl. 6.30, 40—50 menn í tveim bifreiðum, en björgunarsveitin var ekki kom- in á staðinn fyrr en eftir tvær klukkustundir, því vegurinn frá Grindavík út á nesið er mjilg slæmur. Talið víst að öllum myndi hafa verið bjargað, ef — Skipið var um 30 m. frá landi þegar björgunarsveitin kom og var aðstaða til björg- unar hin bezta því bergið bar hærra en skipið. Var öllum mönnunum 19, sem eftir voru á skipinu bjargað á land í stól, meiddist enginn þeirra. Er tal- ið víst að allir mennirnir myndu hafa bjargazt hefðu þeir að- eins verið kyrrir á skipinu þangað til björgunarsveitin kom á vettvang. Dráttarbáturinn hætti sér mjög nærri landi og sömuleiðis fór Sæbjörg á staðinn, ef tak- ast mætti að bjarga mönnun- um frá sjó, en til þess kom ekki. Sjómennirnir 23 sem bjölrguð ust voru fluttir í hótelið á Keflavíkurflugvelli. Ríkisútvarpið þagði um verð- lækkunina a! því að brezka áróðurs- útvarpið stakk henni undir stól! í fréttum ríkisútvarpsins í gærkvöld var ekki minnzt einu orði á verðlækkanirnar í Sovét- ríkjunum og gengishækkun rúblunnar. Frá þess'um fregnuni var sliýrt í útvarpssendinguni frá Moskva á Vestur-Evrópu- málum síðdegis í gær. Fréttia var lesin fyrst allra erlendra frétta í kvöldfréttum danska útvarpsins. Fréttaþjónusta is- lenzka ríkisútvarpsins veit hins vegar ekki af henni. Skýringin er sú, að í fréttatíma áróðurs, Framhald á 6. síðu. Hagfræðingur Landsbankans um gengis- lækkunarf rumvarpið: Hinar þyngstu byrðar lagðar á almenning - anðmönnnmun fullkomlega hlift Á stúdentafundinum í gær- kvöld gagnrýndi Klemenz Tryggvason, hagfræíingur Landsbankans,. gengislækk- unarfiumvarp stjórnarinnar í þurgorðri og hvassri ræðu. Hann benti á að greinargerð þeirra hagfræðinganna, Benjamíns og Ólafs, bæri á sér nijög ófræðimannlegan áróðursblæ. Þar væri sagt að engin kjaraskerðing yrði af ráðstöfunum frumvarps ins, en sú fullyrðing væri al ger fjarstæða. Framfærslu Hllt að helmings verðlækkun á neyzluvöru í Sovétrákfunum Gsngi rúblunnar hækkað, gull myntfatur í stað dollars Sovétstjórnin tilkynnti í gær mikla verð- lækkun á neyzluvörum, hina þriðju síðan 1947. Jafnframt var gengi rúblunnar gagnvart öðrum myntum hækkað og-gullgengi tekið upp en hætt að miða gengið við Bandaríkjadollar. 1 tilkynningu frá Sovétstjórn inni jegir, að vegna aukinnar framleiðslu landbúnaðar og iðnaðar á síðasta ári og auk- inna afkasta vinnandi fóiks hafi reynzt fært að lækka verð lag frá og með 1. marz og hafi sú ráðstöfun í för með sér aukinn. kaupmátt og ihækkað gengi rúblunnar, aukinn kaup- mátt verkamanna og annars launafólks, bótaþega, náms- styrkjaþega og samyrkju- bænda. Sparar 110 milljarða rúblna I tilkynningunni segir, að^ verðlækkanirnar spari þegnum Sovétríkjanna 110 milljarða1 rúblna útgjöld á ári. Verðlælikanirnar nema frá 10% allt uppí 54% af verði hundraða vörutegunda og taka til matvæla, fatnað- ar, munaðarvöru, hremlætis- vöru, húsbúnaðar, búsá- halda, farartækja, bygging- arefnis og enn fleiri vöru flokka. Sem dæmi um einstakar'verð lækkanir má nefna, að hveiti- og rúgbrauð lækka í verði frá 25.9% til 30%, mjöl 25% til 30%, hrísgrjón lækka í verði um 30%, nautakjöt 24% til 30%, kindakjöt 28%, svína- kjðt 24%, niðursuðuvörur (kjöt og grænmeti) 25%. Þorskur og síld lækka í verði 10.2%, styrja um 30%, styrju- hrogn 25%. Smjörverðið lækk- ar um 40%, ostur 20%, mjólk og rjómi 10%, smjörlíki 38%, tólg 18%, egg 15% og sykur um 15%. Verðlækkunin á brjóst sykri og súkkulaði nemur 20%, Framliald á 6. síðu. kostnaður alinennings myndí árciðanlega hækka um allt að því fimmtung og upp- bæturnar væru svo óveru- legar að kjaraskerðing lág- launastéttanna yrði allt að því 15%. Því aðeins myndu Iág- launastéttirnar sætta sig víð svo þungbærar álögur að fullar byrðar væru lagðar á breiðu bökin, en því færi víðs fjarri. Rakti hann lið fyrir lið hvernig ráðstafan- irnar til að höggva skarð i óhemjugróða auðmannanna, væru aðeins ,,viðundur“ og „skrípalæti“. Kvaðst hanre álíta óverjandi að slíkar byrðar kæmu af öllum þunga á efnaminni stéttirnar á sama tíma og aðeins mála- myndabaggar væru lagðir á breiðu bölsin og ósennilegt að Iaunþegasamtökin myndu sætta sig við kvaðir frum- varpsins, þótt ef til vill yrðl reynt að nota atvinnuleysis- voluna til að knýja þau til undirgefni. Ivlemenz lauk máli sínu með því að með frumvarp- inu væri á ábyrgðarlausan Iiátt gengið á hagsmuni fá» tækustu stéttanna og teflt á tæpasta vað með lífshags- muni þjóðarinnar. Á undan horium höfðu tal- að Ólafur Björnsson, seni mælti með frumvarpinn T einstaklega þvoglulegri rroðu Gylfi Þ. Gíslason og J'uias Haralz sem gagnrýndu all- mjög einstaka liði frum- varpsins, einkum blckking- arnar um sparifjái'appbæt- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.