Þjóðviljinn - 01.03.1950, Síða 8

Þjóðviljinn - 01.03.1950, Síða 8
Leifturmynd af ástandinu7 markaSsmálui77 |I|k|M[ Franskir fískimenn gera gegn innflntningi á aslenzkum fiski Veruleikinn afhjúpar „hagfræðiublekkingarnar Eins og kunnugt er var fyrir skömmu gerð sú tilraun að senda tvo togara til Frakklands með ísfisk vegna markaðshrunsins í Bretlandi, og voru gefnar vonir um það í blöðunum að þarna væri um nýja markaðsmöguleika að ræða. En í gær birtir Vísir svohljóðandi einkaskeyti frá United Press: „Fregn frá Boulogne hermir, að fiski- bátaeigendur þar hafi borið fram mótmæli út af uppskipun 145 lesta af þorski úr ís- lenzka togaranum Ingólfi Arnarsyni. Horfði svo í bili að uppskipun yrði sföðvuð, en hún var þó leyfð, eftir að kaupendur fisksins höfðu lýst yfir því að þeir myndu ekki flytja inn meira af nýjum fiski frá íslandi." Þessi litla frétt gefur leiftur- mynd af ástandinu í afurðasölu málum. íslendingar senda ör- Iítíð magn af fisbi tíl „sam- vinnulandsins“ Frakklands og allt kemst í bál og brand. Og af hverju verða átökin? ER ÍSLENZKA VERÐIÐ OF HÁTT? ER ÍSLENZKI FISKURINN EKKI SAMKEPPNISFÆR? Nei, þvert á mótí. fslenzki fiskurinn er svo góður og ódýr og samkeppnisfær að franskir fiskimenn telja lífsafkomu sina Jkomna í rúst ef þeir eigi að keppa við hann. Og ástandið er þannig í Frakklandi að það er ekki markaður fyrir hvort tveggja í senn: veiði frönsku sjómannanna og íslenzka fisk- inn. Þetta dæmi er einnig tákn- rænt um ástandið í Marsjall- löndunum í heiid, markaðirnir eru þrotnir I þeim löndum sem viðskipti okkar hafa verið dui- skorðuð við, og veldur því bæði aukin fiskframleiðsla og krepp- an. En svo kemur ríkisstjórn I- haldsins með „bjargráð“ sín: AÐEINS AÐ LÆKKA GENG- IÐ OG ALLT FELLUR í LJI FA LÖÐ. Hreyfill tekur Líflu bilstöðina leigu Sámvinnufélagið Hreyfill hef ur tekið að sér rekstur Litlu bílstöðvarinnar hér í bænum. Hefur eigandi stöðvarinnar, Þorsteinn Þorsteinsson, leigt Hreyfli hana frá 1. þ.m. að telja. Hvað skyldu þeir segja fiski- mennirnir í Boulogne ef Ing- ólfur Arnarson kæmi þangað aftur eftír mánuð með nýjan farm af fiski á lægra verði og ætlaði að undirbjóða þá enn meir? Skyldi salan þá ganga betur ? Því svari hagfræðispekingarn ir sem sömdu íhaldsfrumvarpið og þau blöð sem nú hampa því sem „bjargráðum“! Söngfélag verka- lýðsfélaganna stofnað með 73 meðlimum Stofnfundur Söngfélags verkalýðsfélaganna í Reykja- vík var haldinn 27. febr. s. 1. í skrifstofu Fulltrúaráðs verka- lýðsféiaganna að Hverfisgötu 21. Stofnendur félagsins voru 73 meðlimir úr hinum ýmsu félög- um innan Fulltrúaráðsins. I stjóm félagsins voru kosn- ir: Formaður Magnús Jóhanns son, jámsm.; ritari Guðrún Kristmundsdóttir, afgrst.; gjald keri Eiríkur Þorleifsson, rafv. Stofnfundurinn samþykkti að fela stjóminni að semja upp- kast að lögum og starfsreglum fyrir félagið, sem lagt verði fyrir næsta fund til afgreiðslu. Samþykkt var á fundinum að ráða Sigursvein D. Kristinsson söngstjóra kórsins. Ákveðið var að söngæfingar verði tvisvar í viku, á miðviku- dðgum og föstudögum, kl. 8.30 hvort kvöld. Fyrsta æfing verð- ur miðvikudaginn 1. marz. I Álmennur fundur Sósíalistaflokkurinn boðar til almenns fundar um gengislækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar í Lista- mannaskálanum föstudaginn 3. marz kl. 8.30 e.h. Ræðumenn: Einar Olgeirsson alþm. og Sigfús Sigurhjartarson. Skákþingið Síðasta umferð í kvöld 9. og síðasta umferð skák- þingsins verður tefld í kvöld að Þórscafé og hefst kl. 8. Þá tsfla saman þeir Guðjón M. og Guðm. S., Guðm. Ágústs- son og Eggert Gilfer, Sveinn og Benóný, Árni Snævarr og Bald ur Möller, Árni Stef. og Frið- rik, Þórir og Lárus. Sex efstu menn tefla síðan til úrslita, eða fleiri, ef þeir verða jafnir í 6. sæti. Bæjarstjóm Vestmanaaeyja mót- mælir dýrtíðarfrumv, stjómarinnar Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær fluttu fulltrúar Sósíalistaflokksins eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir ein- dregið dýrtíðarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem m.a. felur í sér 42% gengislækkurí og myndi því valda stórfelldri launaskerðingu fyrir alla laun- þega, ef að lögum yrði. Bæjarstjórnin skorar á Alþingi að fella frum- varp þetta." Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum Igegrt einu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu fyist frávísunar- tillögu, og var hún felld með 5 atkv. gegn 4. Tillaga sósíal- istanna var þvínæst samþykkt að viðhöfðu nafnakallí með atkvæðum sósíalista, Framsóknar og Alþýðuflokksins gegn einu íhaldsatkvæði, en 3 íhaldsmenn sátu hjá. Gengislækkunarfrum- varpið farið í nefnd Þingmenn sósíalista greiddu einir atkvæði gegn því við 1. nmræðn Fyrsta umræða í neðri deild um gengislækkunar- frumvarp ríkisstjórnarinnar stóð til kl. 3 I fyrrinótt, en atkvæðagreiðslu var frestað þangað til í byrjun deildar- fundar í gær. Var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum afturhaldsins að vísa frumvarpinu til annarar umræðu, — þingmenn sósíalista greiddu allir atkvæði gegn því. — Frumvarpinu var vísað til fjárhagsnefndar. Verkalýðsfélag Flateyjar segir upp samningum Verkalýðsfélag Flateyjar hélt aðalfund sinn í byrjun febrú- ar sl. 1 stjórn félagsins voru kosnir: Jón Guðmundsson, for maður, Jón Matthíasson, ritari, Steinþór Einarsson, gjaldkeri, Sigurjón Árnason og Friðrik Salomonsson meðstjórnendur. Félagið hefur sagt upp samn ingum sínum við atvinnurekend ur og eru þeir útrutinir um miðjan marz. Þjóðviljinn skýrði í gær frá hinni snjöllu ræðu, sem Einar Olgeirseon flutti gegn frum- varpinu í fyrradag. Aðrir þing- menn sósíalista, sem tóku til máls við þessa fyrstu umræðu um það, voru Lúðvík Jóseps- son og Sigurður Guðnason. Okur með glingurfram- leiðslu á að halda áfram Lúðvík benti á, að hér væri um að ræða einhliða gengis- breytingu, frumvarpið gengi að mestu framhjá öðrum ráðstöf- unum, og ekki sízt þeim sem mestu skiptu. Tók hann mark- aðsvandræðin sem eitt dæmi með öðrum. Þau mál væru eftir sem áður óleyst, þó þetta frum varp næði fram að ganga. Hætt an á því að t. d. togararnir stöðvuðust væri engu minni, þrátt fyrir þær ráðstafanir, sem í frumvarpinu fælust. Sem dæmi um það, hversu óvísindaleg og yfirborðskennd vinnubrögð þeirra hefðu verið, sem frumvarpið sömdu, benti hann á þá staðreynd, að í því væri hvergi gert ráð fyrir nein um tilraunum til að hefta það skefjalausa okur, sem ætti sér stað í sambandi við allskonar skranframleiðslu hér á landi. Hinir og aðrlr spekúlantar gætu sett upp „verkstæði" og Framhald á 6. síðú. Borgir myrkvaðar vepa kolaskorls John Lewis neitar ákærum Bandaríkjastjórnar á féiag námumanna Kolaskortur er nú orðinn svo mikill í Bandaríkjunum vegna verkfalls námumannanná, að götuijós í ýmsum helztu borgunum, þar á meðal New York, hafa verið deyfð til að spara kol. Kolanámuverkfallið hefur nú staðið í sjð vikur og þrátt fyr- ir sparnaðarráðstafanir eru að- eins til fárra daga kolabirgðir. Skólum er lokað og aðrar ráð- stafanir gerðar til að treina kolin. Stálverksmiðjur og önn- ur fyrirtæki eru komin í kola- þrot og segja upp starfsfólki þúsundum saman.Talið er að hálf milljón manna sé þegar orðin atvinnulaus af þessum Vísitalan hækkar um fimm stig Sanikvæmt útreikningi Hag- stofunnar er vísitala framfærslu kostnaðar í febrúarmánuði 347 stíg, eða FJMM stig'um hærri en í janúar. Mun hækkun þessi aðallega stafa af verðhækkun á erlendri vefnaðarvöru. sökum og talan mun brátt kom ast uppí milljón. John Lewis foringi námu- manna mætti fyrir rétti í Was- hington í fyrradag til að svara ákæru Bandaríkjastjórnar um að námumannafélagið hefði sýnt réttinum fyrirlitningu. Þrátt fyrir tvo dómsúrskurði hafa 370,000 námumenn neit- að að hætta verkfallinu. Lewis benti á, að hann hefði hvatt námumenn til að hlýðnast dómstólnum og hef ja vinnu og væri því ekki hægt að sak- fella félagið fyrir að halda verk fallinu áfram. Samningaumleitanir milli Lewis og námueigenda stóðu yfir í gær. Námumenn krefjast hækkaðs framlags námueig- enda í eftirlaunasjóð sinn. Fréttaritarar í Washington sögðu, að þar hefði gætt „var- færinnar bjartsýni“ um að samningar myndu takast.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.