Þjóðviljinn - 07.03.1950, Side 6
Nokkur minningarorð um
Gissur Gottskálksson
Nýlátinn er hér í bænum
Gissur Gottskálksson, fyrrum
bóndi á Hvoli í Ölfusi og for-
maður í Þorlákshöfn. Með hon-
um er horfinn af sjónarsvið-
inu einn af þessum góðu,
traustu alþýðumönnum, sem
jafnan eru sómi sinnar stétt-
ar, einn af þeim sem markaði
sér.í fyrstu stóran verkahring,
sem nam ekki staðar þó á móti
blési og sigraði alla erfiðleika
með þrautseigju, ráðdeild og
dugnaði.
Gissur Gottskálksson var
fæddur að Sogni i Ölfusi 1870,
og bjuggu þar foreldrar hans,
Gottskálk Gissurarson, af hinni
kunnu Reykjaætt og Salvör
Ögmundsdóttir. Lítið mun Giss-
ur hafa haft af föður sínum
að segja, því hann lézt á bezta
aidri af slysförum, þegar öll
börn hans voru í æsku, en þau
voru auk Gissurar, Guðrún,
kona Jóns Björnssonar frá
Hvoli, þau dvelja núna bæði
í Hafnarfirði, Júlía, sem lézt
á s. 1. hausti, gift Gísla Sæ-
mundss., Guðm., sá er fyrstur
manna settist að í Hveragerði
og lengi hafði þar benzínaf-
greiðslu á hendi, og Guðmund-
ur eldri, er fórst af voðaskoti
innan við tvítugt.
Gissur mun að nokkru leyti
hafa alizt upp hjá Vigfúsi^
Árnasyni á Hvoli og við jörð-J
inni tók hann eftir Vigfús og
giftist um það leyti Jórunni
Snorradóttur frá Þórustöðum
þar í sveit. Munu efni þeirra
hafa verið lítil og óx þeim
fljótt ómegð. Höfðu þau aðeins
hálfa jörðina til ábúðar, en hún
var þá fremur slægjurýr og
torunnin einyrkja. En samhent
mættu þessi ungu hjón öllum
öroúgieíkum x>g mun jafngó-5,
sambúð og þeirra var alla tið
vera vandfundin. Þau eignuð-j
ust sjL' börn, sem öll komust
vel til manns. Elst þeirra eri
Svnnhildur, kona Guðmundarj
Magnússonar, eiganda kaffistofj
unnar Fjólu, þá Salvör, giftisti
hún Kristni Guðbjartssyni vél-j
stjórá, en lézt á bezta skeiði
úr berklum 1937. Þá er Gott-
skáik, sem býr myndarbúi á
Kvo'.i cg tók við jörðinni eftir
föður sinn, þá Kristín sauma-
kcna hér í‘ bænum, þá Jónína
gift Jóni Ölafssyni stýrimanni,!
þá Guðrún, gift Ófeigi Ólafs-1
syni húsgagnasmið og Guð-
mundur, sjómaður hér L bæn-
um. Þau Gissur og Jórunii
brugðu búi 1930, en dvöldu þó,
nær óslitið hjá Gottskáik syni
sínum, þar til fyrir þremur ár-
um að þau fluttu hingaö til,
bæjarins, enda voru þau þá
bæ.5i ];rotin að heilsu og kröft-
um eftir langan starfsdag.
Frá því um aldamótin síð-
uctu hafa margar breytingar
oroið & lifnaðarháttun-t fólks
I
bæði til sjós og í sveit. Þau
óþægindi, sem allur alménn-
ingur varð þá að búa við, eru
nú að mestu óþekkt. Þá voru
húsakynnin lekir og þröngir
torfbæir, hlóðareldhús, þá varð
að bera allt vatn til heimilis-
þarfa og brynningar gripum,
þýfið barið með ljá og vinnu-
dagur fullorðinna manna sjald-
an minni en sextán stundir í
sólarhring. Þróunin frá þess-
um tíma til dagsins í dag hefur
ekki tekið mörg ár, en hún
hefur kostað marga sveitadropa
sem einvörðungu hafa sprott-
ið á ennum alþýðunnar. Það
er fyrst og fremst sjómaður-
inn, verkamaðurinn og bóndinn,
sem hafa skapað þessa þró-
un. Og traustir þátttakendur
í því starfi voru Hvolshjónin
áreiðanlega. Samhliða því að
vera dugandi bóndi, var Gissur
um fjölda ára formaður í Þor-
lákshöfn og ávana sér þar vin-
sældir og virðingu með því
starfi. Tók þá kona hans jafn-
an við heimilinu að öllu leyti
er hann fór í verið og þá oft
hjálparlaus. Þýddi víst ekki að
bjóða nútíma konum, að þeim
ólöstuðum, að vinna heimilis-
störf og skepnuhirðingu, við
áðurnefnd skilyrði, og sinna
auk þess *mörgum kornbörn
um. Og það var líka oft stutt
hvíldin hjá bóndanum, sem not-
aði hina fáu landlegudaga
hverrar vertíðar til að skjótast
heim til að vitja konu og barna.
En það er um formennsku
Gissurar að segja, að hann
þótti aflasæll og aðgætinn sjó-
sóknari. Þegar hann var kom-
inn á gamals ár, sóttust for-
menn í Höfninni eftir að hafa
hann í ráðum með sér og síð-
ast réri hann þar 1941. Ann-
ars verður Gissuri vart betur
lýst, en einn starfsbróðir hans
gerði eitt sinn oþinberlega, er
hann sagði, að hann hefði ver-
ið bráðduglegur og kappsam-
ur og manna kunnugastur fiski-
miðum og botnlagi sjávarins
á þeim.
Eins og fyrr er sagt, brá
Gissur búi 1930, en þau hjónin
fóru þó ekki frá Hvoli og vann
Gissnr þar búi sonar síns.
Byggðu gömlu hjónin sér þar
lítið hús og var jafnan gaman
að heimsækja þau. Gissur var
maður jafnlyndur og jafnglað-
ur og hafði alltaf upplífgandi
áhrif á þá sem til hans komu.
Þá var alls ekki fátítt, ef hóf-
samlegur dropi hressti upp
á sálartetrið, að organhljómar
og söngur fyllti litla húsið.
Gissur hafði mikið yndi af
söng og töluverða hæfileika á
því sviði og var hann um skeið
organleikari í Arnarbælissólm.
Ekki var Jórunn síðri heim að
sækja, og mætti inaður þar
möðurlegri umhyggju reyndr-
ar og góðrar konu. En eftir
því sem árin urðu fleiri að
baki þeim. fór hreysti þeirra
og kraftur þverrandi og loks
fór svo að þau urðu bæði að
ver.i stöðugt hér í Reykjavík
til lækninga og yfirgáfu þau
þá Hvol, staðinn þar sem þau
höfðu starfað, alið upp börn
Framhald á 7. síðu.
£ J ö Ð VI L J I N.N. ~ . ý, ' Þriðjudagur 7. februar 1950
„Jæja, segðu Epstein að hóa í okkur, ef þeir
koma aftur“.
„Jamm“. Mujligan reis á fætur. Hann glotti.
„Mér þótti það tíðindum sæta, að þið hefðuð
ekki getað fundið einhvern mann. Ykkur hlýtur
að vera farið að förlast".
„Þú ættir bara að vita, hvað við erum mann-
legir“, sagði Simmons. „En segðu þeim ekki
á lögreglustöðinni, að ég hafi sagt þetta“.
Tveim kvöldum seinna — á fimmtudags-
kvöldið — var Breen yfirlögregluþjónn kall-
aður inn á skrifstofu yfirboðara síns til að
ræða um annað mál, sem þeir voru að fást
við. Um leið og hann ætlaði að fara, sagði
Shields fulltrúi við hann:
„Hvernig gengur það annars með leitina að
herra Smith?“
Breen sneri sér við.
, Það er dálítið kyndugt allt saman“, sagði
hann hægt. „Eg er búinn að tala við hús-
bónda hans — þennan herra Hill hjá Hosk-
ins og Hill. Hann sagði, að þeir hefðu orðið
skelkaðir, þegar Smith var horfinn, og kallað
á endurskoðendurna. I dag gat hann sagt mér,
að allt hefði verið á hreinu. Ekki nokkur svik
í tafli. Hann segir að Smith hafi alltaf verið
viðfeldinn og heiðvirður náungi. Hann hafi
unnið hjá þeim næstum ár, og hafði prýðileg
meðmæli frá Blayne verksmiðjunum í Concord.
Hill hefur fallizt á skoðun frú Smith •—- að
einhver' hafi unnið honum mein“.
Shields fulltrúi handlék blýantinn sinn.
„Hvað heldur þú?“
„Ég held, að hann hafi verið að flýja und-
an einhverju öðru en lögunum", • sagði Breen
hreinskilnislega. „Þessi gervilögregluþjónn —
þessi Ijóshærði og bláeygði fugl —
Shields fulltrúi kinkaði kolli.
„Búinn að tala við fólkið í húsinu?“
„Já, já. Lyftuþjóna, dyravörð, konu dyra-
varðarins, nábúana. Einn lyftuþjónanna man
eftir að hafa farið með Smith upp þetta þriðju-
dagskvöld um hálfsjöleytið. Síðan hefur eng-
inn litið hann augum. Það hittist. svo á að ná-
búarnir báðum megin voru heima þetta kvöld.
Þeir heyrðu enginn óvenjuleg hljóð — engan
hávaða. Ekkert þvílíkt, Og enginn man eftir
að hafa séð þennan ljóshærða vin okkar“.
„Nokkur svör borizt við auglýsingunni í út-
varpinu?“
„Aðeins þetta venjulega. Ekkert sem við
getum farið eftir. Við höfðum svo lítið á að
byggja. Flann var ekkert óvenjulegur í útliti“.
Fulltrúinn kinkaði kolli með hluttekningu.
„Jæja, þið haldið þessu áfram“, sagði hanij,.
og rómur hans gaf til kynna að viðtalinu væri
lokið. „Gangi ykkur vel“.
B A V t 2»
En Breen hreyfði sig ekki.
„Svo er enn eitt“, sagði hann. „Eg sendi
skeyti til lögreglunnar í Concord og bað þá að
komast í samband við Blayne verksmiðjurn-
ar og fá skýrslu um manninn. Þeir segjast
aldrei hafa heyrt Peter C. Smith nefndan“.
Það var daginn eftir, föstudaginn níunda maí,
sem myndin af herra Smith kom stækkuð í
kvöldblöðunum. Til allrar hamingju var mynd-
in skýr og sæmilega stækkuð. Breen yfirlög-
regluþjónn hafði sjálfur gefið þeim blaðamönn-
um eintak af myndinni, sem töldu það skyldu
sína að skýra frá því, sem væri að gerast í
Centre Street. Um leið sagði hann stuttlega
frá hvarfi, þar sem hann sagði meðal annars,
að lögreglunni væri áfram um að hafa upp á
lágvöxnum, grönnum manni með magurt, fölt
andlit, í dökkgráum yfirfrakka með dökkan
flókahatt, en lierra Smith hefði síðast sézt í
fylgd með honum. Breen gaf þessar upplýsing-
ar ásamt myndinni í ákveðnum tilgangi. Hann
vonaði, að það gæti komið skriði á málið.
Það gerði það líka. En ekki á sama hátt og
harin bjóst við.
Meðan Breen yfirlögregluþjónn var að ræða
við blaðamennina þennan milda maímorgun í
Centre Street í New York, var annað og á-
hrifameira að gerast annars staðar í heiminum,
í Berlín. Jafnvel þótt lcgregluþjónninn hefði
verið gæddur fjarskyggnisgáfu, eins og sumir
hinna írsku forfeðra hans þóttust vera, og feng-
ið að sjá það sem gerðist, hefði hann haldið,
að það kæmi sér alls ekki við. En þar hefði
honum skjátlazt.
Það var um nónbilið í Berlín. 1 glæsilegri
setustofu í gömlu húsi í einu fínasta hverfi
borgarinnar, sat ungur maður við píanóið og
var að leika „Fantasíu" Mozarts. Hann lék
mjög vel, gáfulega, jafnvel snilldarlega. Stúlk-
an sem sat i glugganum, lagði handavinnuna frá
séi til að hlusta og hún horfði á andlit hans.
Þau voru frændsystkin þessi tvö, ekki ná-
skvld, en það mátti sjá ættarmót með þeim.
Einhver óljós, kynlegur ættarsvipur kom öðru
hverju fram í andlitum þeirra: bæði voru þau
mjög ljós yfirlitum, en þó var það frekar eitt-
hvað í svipnum, sem var keimlíkt, munnsvip-
ur, augnaráð, geislandi bros og lífsfjör.
Stúlkan var ung — átján ára — og piltur-
inn ekki miklu eldri: ef til vill tuttugu og
tveggja eða þriggja ára. Og bæði voru þau
gædd fegurð æsku og góðs atlætis -— ef til
vil.1 of góðs — hendurnar voru grannar og
‘ fíngerðar, nefin há og vel löguð.