Þjóðviljinn - 11.03.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.03.1950, Blaðsíða 4
Laugardagur 11. marz 1950 1 Þ J Ó Ð V ILJINN DlÓÐVILIINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaOam.: Arl KArason, Magnúa Torfl ólafsson, Jónas imason Auglýslngaatjórl: Jónsteinn Haraldsson Rltatjóm, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðu- ■tig 10 — Biml 7600 (þrjár linur) Áskriftarverð: kr. 12.00 & m&n. — Lausasöluverð 60 aur. elnt Prentsmlðja Þjóðviljans hS. SóslaUstaflokkurlnn, Þórsgðtn 1 — Sfml 7610 (þrj&r linur) 43 alþingismenn Til kosninganrxa í haust var gengiö í tveim fylking- um. Annars vegar var Sósíalistaflokkurinn, stjórnarand- staöan, sem kraföist gerbreyttrar stefnu í inna’nlands- og utanríkismálxnn. Hins vegar voru stjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæöisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, sem báru sameiginlega ábyrgö á stjórnar- fari þriggja undangenginna ára og voru sammála um öll meginatriöi, þótt ýms smærri atriöi væru blásin út og þeim flíkaö fyrir kosningarnar meö tilliti til háttvirtra kjósenda. Kosningarnar voru þannig mjög óbrotnar, þaö var kosið um tvær fylkingar, tvær meginstefnur. Úrslit kosninganna uröu síöan þau að óbreytt ástand hélzt í þjóðmálunum. Sósfalistaflokkurinn fékk sömu hlutfallstölu kjósenda og í næstu kosningum á undan, stjórnarflokkarnir sömuleiðis. Eina breytingin var sú aö einn stjórnarflokkurinn, Framsókn, hirti nokkurt fylgi af öðrum stjómarflokknum, Alþýöuflokknum. Hlutföllin á þingi uröu þau aö stjómarliöiö haföi 43 þingmenn, stjórnarandstaöan 9. Þessi úrslit hefðu vissulega átt aö vera vel til þess fallin aö skapa „öryggi“ og „festu“ í stjómmálalífinu hér á landi. Meirihluti stjórnarflokkanna var svo alger að engin hætta var á að kvefpest yrði stjórn þejirra aö falli, eins og yfirvofandi er talið í Englandi. Flokkarnir voru eins og áður segir sammála um öll meginatriöi, héldu allir uppi svörum í sömu tóntegund gegn gagn- rýni sósíalista, og hin smærri ágreiningsmál hefðu þeir auðveldlega getað samið um. Þeir hafa áður komið sér saman um annaö eins. Þaö hefði því mátt ætla aö áhrif kosninganna hefðu orðið bjargtraust stjórnarfar. En sú hefur vissulega ekki orðið raunin. Senn eru liðnir fimm mánuðir síðan kosningum iauk, og enn hefur 43 sammála alþingismönnum ekki tekizt aö klambra saman starfshæfri ríkisstjórn! Þeir eru sjálfir í mestu vandræöum með aö koma fram með skýringar á þessu furðulega fyrirbæri. Alþýðuflokkurinn þykist enn vera í fýlu vegna kjósendastulds Framsóknar og segir að hinir samstarfsflokkarnir tveir geti bara stjórnað einir, fyrst svo illa var þökkuð löng og dygg þjónusta! Hinir flokkarnir tveir bregða hvor öðrum innbyrðis um ýmsar dularfullar veilur, skort á „þjóöhollustu“, ,,heilindum“ og „þegnskap“ Síðan eru leikin hin hjákátlegustu sjón- arspil frammi fyrir þjóðinni, eins og þingrofsleikurinn, sem afhjúp^ði á eftirminnilegan hátt aö þaö er ekki málefnaágreiningur sem stendur í vegi fyrir stjórnar- ihyndun. En hvernig stendur þá á þessu, hvað kemur til að 43 sammála alþingismenn geta ekki tekiö áö sér það hlutverk sem þeim var falið af meirihluta kjósenda, að stjórna landinu? Ástæöan er sú aö jafnvel þessum mönn- um er nú oröiö ljóst aö stefna þeirra er að leiöa til svart- asta öngþveitis, jafnt í irmanlands- sem utanríkismáliun. Það hallar undan fæti á öllum sviðum og framtíðin er í algerri andstöðu við fögur kosningaloforö og hagsmuni þeirra kjósenda sem létu blekkjast af þeim. Marsjall- stefnan, valdboð bandaríska auðvaldsins, er að leiða kreppu, skort og eymd yfir þjóðina og hinum hlýðnu þjónum hrýs hugur við að standa andspænis afleiðing- um gerða sinna og bera ábyrgð á því sem nú dynur yfir, áfram verður haldið á sömu braut. Ringulreið hinna Atburður sem ekki verður þagað yfir. Kona nokkur biður fyrir eftirfarandi bréf: — „Eg upp- lifði á fimmtudagskvöldið at- burð sem ég get ekki þagað yfir. Sá atburður gerðist í Austurbæjarbíói þegar hin nýja Sinfóníuhljómsveit lék í fyrsta sinn opinberlega undir stjórn Róberts Abraham. — Eg ætla ekki að gagnrýna hljómsveit- ina, það gera mér færari menn. En sem áheyrandi vil ég af al- hug þakka öllum þeim sem unnið hafa að því að koma upp þersu sérstæða menningartæki, og gefið okkur þannig tækifæri til að sjá og njóta hinnar æðstu listar, þeirrar listar sem meist- arar aldanna hafa skapað. □ Hver er þýðing Siníóníu- hl jómsveitarinnar ? Eg efast um að almenningur geri sér það fyllilega ljóst, hvað hér er á ferðinni, eða hvers virði það getur orðið andlegum þroska þjóðarinnar að hafa eignazt slíkt menning- artæki sem fullskipuð sdnfóniu- hljómsveit er. — En til þess að þýðing þessa máls verði al- menningi sem ljósust, þá vil ég hér með skora á alla þá, sem tök hafa á, að fullskipa húsið í hvert sinn sem þessi hljóm- sveit lætur til sín heyra; einnig er mikils um vert að allir unn- endur tónlistarinnar geri sitt til að styrkja hljómsveitina, svo að við megum eiga hana sívaxandi að þroska, til skemmt unar og menningarauka fyrir aldna og óborna. — Kona.“ □ Þegar útvarpsleikrit eru endurtekin. Svo hef ég verið beðinn fyrir tilmæli vegna útvarpsleikrit- anna. Maður „sem mikið hlust- ar á útvarpið“ segir: — „Tíð- um ber það við, að útvarpH- -leikrit eru endurtekin. Venju- lega eiga hér í hlut vinsæl og góð leikrit, svo að ráðstöfunin er sízt þess verð að vera löst- uð. En hér er að mínum dómi einn hængur á. — Endurtekn- um leikritum er útvarpað á laugardögum, svo að hlustend- ur fá ekki að heyra neitt nýtt leikrit þá vikuna. En svona á þetta ekki að vera. Endurtekn- ing leikrita má ekki kosta það, að þeir sem hafa heyrt þau áður, fari á mis við þá skemmt- un sem þeir eiga fullan rétt á að fá með nýju l'eikriti á hverj- um laugardegi. Endurteknum leikritum á að útvarpa ein- hverja aðra daga en laugar- daga, helzt sunnudaga, annað- hvort á kvöldin, eða þá bara lun eftirmiðdaginn. En á laug- ardagskvöldum eigum við allt- af að fá að heyra nýtt leikrit.“ c ‘Nauðsyn á aukinni kartöflurækt. Í.H.S. skrifar: — „Bæjar- pó;tur! —r- Eg er ekki vanur að skrifa í blöðin, en ég get ekki orða bundizt, þegar alltaf er verið að kvarta undan kart- Framhald á 7. síðu. ★ SKIPADEILD S. I. S. Arnarfell er í N. Y. Hvassafell er á Akureyri. Einarsson og Zoiiga Foldin iestar frosinn fisk fyrir Norðurlandi. Lingestroom er í Færeyjum. RIKISSKIP : Hekla er í Reykjavík. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðu- breið fór frá Reykjavík í gærkv. til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suður leið. Þyrill er í flutningum í Faxa flóa. Ármann fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Elnutlp Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss fór frá Hamborg 8.3. til Ant verpen, Rotterdam, Hull og Leith. Fjallfoss fór frá Reykjavík 9.3. vestur og norður. Goðafoss kom 43 sammála alþingismanna er aöeins spegilmynd af ástandinu í efnahagsmálum og atvinnumálum þjóöar- innar, þar standa ráöþrota menn frammi fyrir staö- reyndunum um verk sín. Og þetta ástand er ekkert einsdæmi hér á íslandi, heldur má segja aö öngþveitið hér sé táknrænt fyrir allan hinn kapítalistíska heim. í einu landinu af öðru standa ráðamennirnir uppi ráöþrota, ríkisstjórnir fara og ríkis- stjórnir koma, og allt fer á eina leiö. ÁstandiÖ er verra i dag en þaö var í gær, atvinnuleysið eykst, fátæktin magnast, framleiöslutækin stöðvast vegna „offramleiöslu“ á sama tíma og milljónir hafa ekki allra frumstæöustu lífsnauösynjar. Þaö er áætlað aö tala þeirra sem búa viö atvinnuleysi og atvinnuskort í auövaldsheiminum nemi nú 40 milljónum. í þessum mikla harmleik erum við íslendingar aöeins lítiö peð, en einnig 1 stjórnarfari okkar speglast skipbrot kapítalismans. Og 43 samsekir alþingismenn standa úrræöalausir og eiga ekki manndóm til að rísa gegn afleiðingum stefnu sinnar og bjarga þjóö- inni undan verstu holskeflum auövaldskreppunnar. til Reykjavíkur 8.3. frá N. Y. Lagarfoss fór frá Keflavik um- hádegi í gær 10.3. til Akraness og Reykjavíkur. Selfoss fór frá Men- stad 6.3. til Reykjavíkur. Trölla- foss fór frá Halifax 7.3. til Reykja víkur. Vatnajökull er í Vestmanna eyjum, fer þaðan til Norðfjarðar og Holl’ands. . 1 dag verða gefin saman í hjónaband af séra Sigurbirni Einarssyni, ung frú Ingibjörg Magnúsdóttir, Frammnesvegi 30 og Valdimar Tryggvason sjómað- ur, Reynimel 45. Heimili brúðhjón anna verður að Drápuhlíð 29. Nýlega opin- beruðu trúlofun sína ungfr. Edda Scheving, Víði- mel 25 og Agnar Bragi Aðalsteins- son, Haðarstíg 18. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Unnur Sólveig Vilbergsdóttir, Blönduhlíð 6 og Hálfdán Ingi Jensen, Melahúsi við Sandvíkur- veg. — Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína, ungfrú Eyrún Sigurðar dóttir og Garðar Haukur Georgs- son, togaranum Marz, MESSUR A MORGUN: r-wo,- Laugarneskirkja. IUlwa-í3 Messað kl. 2 e. h. Svavarsson. Barna guðsþjónusta kl. 10 f. h. — Séra Garð- ar Svavarsson. Frikirkjan. Messað kl. 5 e. h. --- Séra Þorsteinn Björnsson. Dómkirkjan. Messað kl. 11 f. h. — Séra Jón Auðuns. Messað kl. 5 e. h. — Séra Bjarni Jónsson. Altarisganga. Nespresta- kall. Messa í kapellu Háskólans kl. 2. Séra Jón Thórarensen. Kvöldbænir fara fram í Hall- grímskirkju á hverju kvöldi nema sunnudaga og miðvikudaga, kl. 8 stundvislega. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskuk.; II. fl. — 19.00 Ensku- kennsla; I. f 1.19.25 Tónleikar: Sam- söngur (plötur). 20.30 Útvarpstríóið: Tríó í G-dúr eftir Beethoven. 20.45 Leikrit: „In memoriam" eftir Halldór loga (Leikendur: Brynjólfur Jóhannes- son, Edda Kvaran og Inga Lax- ness. — Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen). 21.20 Tónleikar: Pet- er York og hljómsveit hans leika létt lög (plötur). 21.40 Upplestur: Smásaga (Ævar Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Passíusálmar. 22.15 Danslög (plötur). 24.00 Dagskrárlok. Arshátíð Iðju, félags verksmiðju fólks, verður haldinn í kvöld i Flugvallarhótelinu og hefst kl. 9.15 með ávarpi Björns Bjarnason ar formanns félagsins. Aðgöngu- miðar að hátíðinni verða seldir frá kl. 4—6 í skrifstofu félagsins, AI- þýðuhúsinu. S ö f n i n Landsbókasafnið er opið kl. 10 —12, 1—7 og 8—10 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafn- ið kl. 2—7 alla virka daga. — Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðju- daga, fimmtudaga og sunnudaga. — Náttúrugripasafnið er opið sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju- daga og fimmtudaga kl. 2—3. — Listasafn Einars Jónssonar kl. 1.30—3.30 á sunnudögum. — Bæj- arbókasafnið kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 1—4. Heimsóknatími á sjúkraliúsum. Landspítalinn, kl. 3—4 virka daga, 2—4 helga daga. Landakots- spítali, kl. 3—5 alla daga. Hvíta- bandið, kl. 3—4 og 6.30—7. Far- sóttahúsið, 3—5. Næturvörður er í Lyf jabúðinni Iðunn, sími 7911. Næturlæknir er í læknavarðstofunni, sími 5030. Næturakstur i nótt annast Hreyfiil. — Sími 6833.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.