Þjóðviljinn - 11.03.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.03.1950, Blaðsíða 8
Ölvaður maður veldur dauðaslysi í fyrrakvöld ók drukkinn maður á 56 ára gamla Itonu á Hringbrautinni, skammt fyrir sunnan Laufás- vcg og lézt hún skömmu síðar á Landsspítalanum. Bíl- stjóri «r átti leið þarna um varð konunnar var og til- Lynnti það lögreglunni rétt fyrir klukkan 10. Konan hét Ingibjöhg L. Ás- mundsdóttir og átti heima að Varmahlíð við Suðurlandsbraut. Á slysstaðnum sást að annað hvort framljós bifreiðarinnar hafði brotnað, en bílstjórinn er banaslysinu olli hafði ekið á brott. Hann kom í leitirnar í gær, gaf sig sjálfur fram. Hann kvaðst hafa verið mikið drukkinn og vitað að bíllinn rakst á eitthvað en ekki gert sér grein fyrir hvað það var fyrr en hann sá bíl sinn og blöð in í gærmorgun. — Bíllinn var R-5947. Skíðaferðir Dregið í happ- drætti háskólans I gær var dregið í 3. fl.-happ drættis Háskóla Islands. Hæsti vinningur, 15.000 kr., kom á nr. 18.368 en næsthæsti vinningur, 5.000 kr., á nr. 4001 Voru hvorttveggja fjórðungs- miðar. Af hæsta vinning vorú tveir miðar seldir í Keflavík, einn hjá Marenu Pétursdóttur og einn í Varðarhúsinu, en af þeim næsthæsta tveir á Akur- eyri, einn á Selfossi og einn á Akranesi. Ekið á dreng Um kl. 11.13 í gærmorgun varð 7 ára gamall drengur fyrir bifreið á Bergstaðastræti. Meidd ist hann á fæ*ti og var fluttur í Landsspítalann. Málavextir eru þeir, að drengurinn, hann heitir Sigurð- ur Einarsson og á heima á Skál holtsstíg 7, kom á hjóli niður Spítalastíg og beygði til vinstri inn á Bergstaðastræti, en 5 sama mund var sorphreinsunar. bifreiðinni R-1862 ekið suður Bergstaðastræti. Drengurinn mun hafa beygt skyndilega til vinstri en við það fallið af hjólinu. Bifreiðastjóranum tókst ekki að hemla nógu snemma og kom annað fram- hjól bifreiðarinnar við dreng- inn og hjólið með þeim afleið- ingum er fyrr getur. Rannsóknarlögreglan biður þá er voru sjónarvottar að þessu slysi að gefa sig fram við hana sem allra fyrst. Félag til að koma á menningar- tengslum milli íslands og Sovétríkjanna Stofnfundur á morgun í Tjarnarcafé Ákveðið hefur verið að stofna félag til að koma á menntatengslum milli íslands og Sovétríkjanna og efla gagnkvæm kynni milli landanna. Verður stofnfundurinn í Tjarnarcafé á morgun og hefst kl. 2 e. h. Um næstu helgi efna Ferða- skrifstofan, Skíðadeild K.R. og Skíðafélag Reykjavíkur til skíðaferðar bæði i Hveradali og á skíðamótið í Jósepsdal. Á laugardag verður farið kl. 14 og kl. 18. Á sunnudag verður farið kl. 9 og kl. 13.30. Fólk verður ems og venju- lega tékið, í öllum ferðum, í austurbænum hjá Litlu bílstöð- inni. Ennfremur verður fólk »sótt í úthverfin í sambandi við ferðina kl. 10 á sunnudagsmorg un. — Nægur skíðasnjór er nú á fjöllum uppi og við skíða- skálana hér í grennd. Snót fær kaup- hækkun Vestmannaeyjum í gær. Frá fréttaritara Þjóðvilj. Aðalfundur verkakvennafé- lagsins Snótar var haldinn 3. marz. I stjórn voru kjörnar: Guðrún Guðmundsdóttir, for- Framhald á 7. síðu Sksðamót Reykja- víkur hefst í dag Þátttakendur 126 Skíðamót Reykjavíkur hefst í dag kl. 5 e. h. í Jósefsdal með keppni í brunj kvenna B. og C.-fl. Mótinu verður hald- ið áfram á morgun og sunnu- dag. Sænski skíðakennarinn Erik Söderin keppir í svigi A-fl. á sunnudaginn og einnig í bruni Framhald á 7. síðu. I gær var birt hér í blaðinu ávarp frá 15 mönnum sem hafa beitt sér fyrir félagsstofnun- inni og var þar vakin athygli á nauðsyn slíks félags sem hefði m. a. það verkefni, „að halda uppi sambandi við menn ingarstofnanir og menningarfé- lög í Sovétríkjunum, afla heim- ilda þaðan, útvega kvikmyndir, bækur og tímarit, gangast fyr- ir fræðsluerindum um Sovétrík- in og greiða fyrir ferðalögum þangað. Á sama hátt mundi fé- lagið leitast við að kynna ís- lenzka menningu og þjóðhætti meðal Sovétþjóðanna." Stofnfundurinn verður eins og áður segir í Tjarnarcafé kl. 2 morgun. Verður þar rætt um félagsstofnunina og síðan sýnd rússnesk kvikmynd. Skákþingið Næsta umferð á morgun Biðskákir á skákþingi Reykja víkr voru tefldar í gærkvöldi að Þórsgötu 1. Fóru leikar þannig, að Baldur Möller vann Friðrik Ólaföson, Guðmundur S. vann Lárus Johnsen, en jafn- tefli gerðu Guðjón M. og Ben- óný, Baldur Möller cg Sveinn Kristinsson. Fresta varð skák- um Árna og Friðriks og Guðr mundar S og Lárusar. Eftir 2 umferðir hefur Guðm S. 2 vinninga, en Guðjón og Benoný IV2 v. hvor. Næsta umferð verður tefld kl, 1 á sunnudag í Þórskaffi. Guilöld marshallstefnunnar: Ekki lengur til umbúða pappír! í dagblaði Eysteins og eymdarinnar, Tíman- birtist í gær eftirfarandi: ,„ORÐSENDING TIL HÚSMÆÐRA. Þar sem birgðir vorar af umbúðapappír eru þrotnar getum vér ekki fyrst um sinn af- greitt SKYR til annarra en þeirra, sem koma meö umbúðir undir það í mjólkurbúðirnar. Mjólkursamsalan." Þessi stutta tilkynning er eitt lítið dæmi um velgengni íslenzku þjóöarinnar undir marshall- stefnu þeirra Eysteins, Bjarna Ben. og Stef. Jóh. Það er ekki einu sinni til umbúðapappír um skyr! — Skyldi líða langt þangað til Tíminn birtir annað álíka eymdarvæl betliþjóðar varð- andi mjólkurflöskur? Er það kannske misskiln- ingur að hálfgerður eysteinseymdarsvipur hafi verið á útvegun þeirra undanfarið? ÞlÓÐVILllNN ÚRRÆÐI SÓSÍALISTAFLOKKSINS VII. BURT MEB MILLILIÐAOKRIÐ Á sama tíma og útvegur- inn er í mestu vandræðum lifa milliliðimir góðu lífi og græða milljónir á milljónir ofan. Gott dæmi þess eru olíufélögin. Á undanförnum árum hafa þau ráðizt í millj- ónaframkvæmdir og fengið leyfi til þess hjá yfirvöld- unum. Komið hefur verið upp tvö- og þreföldu sölu- kerfi um land allt, verið er að byggja hinar stærstu olíustöðvar hér við Faxa- flóa o. s. frv. Þjóðin borg- ar og ekki sízt útvegurinn sem á mikið undir viðskipt- um við olíufélögin. Skipu- lagsnefnd atvinnumála sann- aði á kreppuárunum fyrir stríð að gróði olíufélaganna á einu ári slagaði hátt upp í tap útvegsins! Sama máli gegnir um sölu á veiðarfær- um. Þá er útvegurinn féflett- ur með óhófslegum viðhalds- og viðgerðarkostnaði, sem nemur mjög háum upphæð- um árlega. Sósíalistar leggja áherzlu á að á meðan þessum málum og öðrum hliðstæðum sé ekki komið í heiðarlegt horf liggi ekkert fyrir um það að framleiðslukostnaður sé of mikill vegna kaupgjalds. 1 kosningastefnuskrá Sósíal- istaflokksins í haust voru tillögur Sósíalista í þessum málum dregnar þannig sam- an: „Verð á olíu og veiðar- færum verði stórlækkað í sambandi við þær ráðstaf- anir í verzlunarmálum, sem lagðar eru til hér að framan, og útgerðarmönn um gefinn kostur á að hafa með höndum alla innlenda framleiðslu veið- arfæra. Gerðar séu ráðs.»íafanir til að lækka viðhalds- kostnað útgerðarinnar með strangari reglum um verðlagningu, og hundraðstöluálagning á efni og vinnulaun ekki heimiluð“. Finnsk listahjón hér á ferð Halda hljomleika í Gamla bío á fimmtudagskvöldið Finnska söngkonan Tii Nie- melá og píani‘*iinn Pentti Kos- kimies, maður hennar, komu hingað vestan um haf í fyrri- nótt og dvelja nú hér í bænum. Hit*íu fréttamenn þau hjónin að máli á Hótel Borg í gær. Munu þau halda hljómleika í Gamla bíó á fimmtudaginn kem ur. Þau hjónin komu hingað í bæinn kl. 6 í morgun, en geta ekki dvalið hér nema stuttan tíma vegna þess að frúin er ráðin til að syngja á hljómleik um í Helsinki, sem haldnir verða mjög bráðlega. Þessi finnsku listahjón eru ekki ein- ungis velmetnir listamenn í sínu heimalandi, heldur hafa þau ferðazt um Svíþjóð, Noreg, England og Bandaríkin og hlot Framhald á 7. síðu. Þjóðviljasöfnunin: Nr. 105 fékk 1. vinninginn í áskrifendahappdrætlinu Á morgun verður birt röð deildanna I gær var bezti dagur áskrif- endasöfnunarinnar. Ekki náð- ust þó alveg 100 nýir áskrifend ur. Barónsdeild leiðir enn í ram keppninni á milli deildanna. Á morgun verður birt röð deild- anna og þurfum við að gera góðan dag í dag. Tekið er dag- iega á móti nýjum áskrifendum í skrifstofu Þjóðviljans Skóla- vörðustíg 19, simi 7500 og i skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavíkur Þórsgötu 1, sími 7511. Dregið var um 1. vinning í áskrifendahappdrættinu í gær, en það var Þúsund og ein nótt, kom upp nr. 105.—Er handhafi happdrættismiðan’n beðinn að framvísa honum í skrifstofu Þjóðviljans gegn vinningnum. Herðið sóknina. Útbreiðið Þjóðviljann. Þjóðviljinn inn á hvert heimili og vinnustað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.