Þjóðviljinn - 14.03.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.03.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Þriðjudagur 14. marz 1950. ■1 Munið skemmtifund Kvenfé* lags sósíalista í Tjarnarcafé í 61. tölublað. kvöld. rn HEIÐNABERGSSTJORNIN YNDUÐ Kosningarnar í Sovétríkjnnum Kjörsókn var gífurlega mikil . í kosninguniun til Æðsta ráðs Sovétríkjanna í fyrradag. í kjördæmi Stalíns í Moskva höfðu allir á kjörskrá greitt atkvæði á hádegi og í kjör- dæmi Molotoffs voru allir búnir að kjósa um nónbil. Úrslit kosn inganna rnunu verða tilkynnt í einu fyrir öll Sovétríkin. Bslgískir kratar hóta skemmdar verkum Belgiskir sósíaldemokratar lýstu yfir í gær, að þeir myndu ásamt Alþýðusambandi Belgíu hefja algera efnahagslega skemmdarverkaherferð, ef aðr- ir flokkar reyndu að knýja fram að Leopold III taki á ný við konungdómi. Við þjóðara:- kvæðagreiðslu í fyrradag lýstu 57,68% sig fylgjandi aftur- komu konungs. Atkvæðagreiðsl- an var ekki bindandi heldur aðeins vísbending til þingsins. Af stjómarflokkunum telja kaþólskir atkvæðagreiðsluna sýna, að Leopold eigi að hverfa Framsóknarforsprakkarnir feyga dreggjar niSurlœging- arinnar til botns Eftir fimm mánaða látláusa togstreitu íhaldsins og Framsóknar er nú loks fengin niðurstaða, ný stjórn verð- ur mynduð í dag. Þjóðin hefur horft á þennan fimm mánaða leik með sívaxandi undrun, og mest hefur undrun þeirra Framsóknarkjósenda verið sem héldu að þeir hefðu unnið kosningasigur í haust og að nú yrði ráðizt að Heiðnabergi auðmannastéttarinnar af atorku. Þeir hafa séð forsprakka sína auðmýkta æ ofan í æ, þótt nú fyrst séu dreggjar niðurlægingarinnar teygaðar til fulls. Þessi stjórn er mynduð kringum gengislækkunar- frumvarp íhaldsins. Hefur Framsókn fengiö framgengt smávægilegum breytingum, einkum hækkun á eigna- skatti, en í staðinn fellur niður stóreighaskattur sá sem settur var með eignakönnunarlögunum !! Þá mun Bún- aöarbankinn eiga að fá ca. 20 milljónir af þessum skatt- tekjum. Enn fremur mun Sambandið eiga að fá eitthvaö stærri kvóta en hingað til! Þetta eru efndirnar á stóru loforðunum sem rauðprentuð voru utan á Tímann í haust. Enn auðviröilegri verður þó hlutur Framsóknarfor- sprakkanna þegar athuguð er verkaskipting ríkisstjórn- Afgreiðslustúlkur í mjoiKur- og brauðsölubúðum métmæla gengisiækkunarfrumvarpinu Á fundi trúnaðarmannaráðs A.S.B. s.l. laugardag var eftirfarandi álylrtun sanfiþykkt: „Fundur í trúnaðarmannaráði A. S. B.( íélags aígreiðslustúlkna í mjólkur- og brauð- sölubúðum, haldinn 11. marz 1950,. mót- mælir eindregið írumvarpi til laga um gengisskráningu, launabreytingar o. íl.( er nú liggur íyrir Alþingi, þar sem augljóst er að það hefur í för með sér stóraukna dýrtíð og skerðingu á kjörum almennings, ef sam- þykkt verður. Fundurinn leggur áherzlu á, að vinnandi konur eru nú svo illa launaðar, að þær geta ekki lifað sómasamlega, en frumvarp þetta, eins og það liggur fyrir, virðist leggja þyngstar álögur á þá, sem lægst eru launaðir en ýmsum hópum manna, sem rakað hafa saman fé nú um 10 ára skeið, svo að segja algjörlega hlíft. Fundurinn skorar því á Alþingi að fella frumvarpið.” Frönsku verk- aftur en frjálslyndir eru á önd- verðum meið. Eyskens forsæt- “ Sv‘ss föllin breiðast út Verkföll héldu áfram að breið ast út í Frakklandi í gær. Þorri gasstöðvastarfsmanna hefur haft að engu hótanir ríkis- stjórnarinnar um fangelsisrefs- ingu og neitað að hverfa til vinnu. Starfsmenn heilbrigðis- og tryggingaráðuneytanna lögðu niður vinnu í gær, sömu- leiðis starf :menn við vatnsveitu Parísar og fiutningaverkamenn og götuhreinsarar i Marséilles. Jessup íer fyrir rannsóknar- réítinn Jessup, sendimaður Banda- ríkjastjórnar til Asíulanda, mun hraoa för sinni heim til Washingtoii til aC mæta fyrir rannsóknarnefnd öidungadeild- arinnar. Öldungadeildarmarður- inn McCarthy, republikani frá Wisconsin, hefur sagt nefnd- inni, að Jesirup sé „hlynntur kommúnistískum samtökum". McCarthy hefur nú nafngreint einn af þeim 57 starfsmönnum í utanríkisráðuneytinu, sem hann segir vera kommúnista. Heitir sá Hansen. annnar . Þeir hafa fengið það eitt sem íhaldið hefur skammtað þeim. Fyrir nokkrum dögum töldu þeir yfir- ráð yfir utanríkismálum og viðskiptamálum óhjákvæmi- leg skilyrði fyrir þátttöku sinni, nú fá þeir hvorugt! Eftir því sem næst varð komizt í gærkvöld verður verkaskipting gengislækkunarstjórnarinnar þessi í aðal- atriðum: Steingrímur Steinþórsson verður forsætis- og félags- málaráðherra. Hann var valinn í ráðherra- stól samkvæmt kröfu íhaldsins, til þess að Jón Pálmason geti orðiö forseti sam- einaðs þings á ný! Þau alvarlegu mistök, sem Tíminn þreytist aldrei á að harma, aö Steingrímur var kosinn forseti samein- aðs þings, hafa þannig lyft tveim mönnum í ráðherrastól, fyrst Jóni og nú Steingr. Hermann Jónasson verður landbúnaðarráðherra og mun auk þess fá einhverjar smærri sporslur. Fær hinn mikli sigmaður þannig minnstu sylluna í Heiðnabergi í sinn hlut. Eysteinn Jónsson verður fjármáiaráðherra. Uröu harðar deilur milli flokkanna um þaö embætti, því hvorugur vildi taka það að sér! Fram- sókn hlaut þó aö hlýöa, enda fer ekki illa á því aö Eysteinn taki við fjármálunum eftir að eymdin hefur tekið bólfestu í ríkissjóöi. Ólafur Thórs verður utanríkis- og sjávarútvegsmála- ráðhcrra, og munu Framsóknarmenn telja þaö nokkra sárabót aö hafa hann sem óbreyttan ráðherra í stjórn þar sem Fram- sókn hefur forustu! ! Bjarni Benediktsson veröur dóms- og menntamála- ráðherra og getur því vakað yfir því hér eftir sem hingaö til að haldið verði áfram á braut réttarofsókna. Hins vegar mun hann l.ta á það þungt persónulegt áfall að vera nú sviptur yfirstjórn markaös- málanna. Björn Ólafsson verður viðskiptamálaráðherra. Þaö urðu þá niðurstöðurnar af kosningasigri Fram- sóknar, sem ekki sízt var unninn vegna áróðurs um viöskiptamál, áð í stjórn sem Framsókn myndar eru viðskiptamálin falin illræmdasta heildsala landsins! Ekki var alveg endanlega gengið frá þessari verka- skiptingu í gærkvöld, þannig að hugsanlegar eru smærri breytingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.