Þjóðviljinn - 05.04.1950, Side 3

Þjóðviljinn - 05.04.1950, Side 3
Þ J ÖÐVILJINN Miðvikudagur 5. apríl , 1950. KÁTHE KOLLWITZ Mig langar til með fáum n jorðum að vekja athygli á sýningu Káthe Kollwitz. Heim- ur hennar er mjög annar en sá er við íslendingar höfum kynnzt undanfarna styrjalda- tíma, list hennar er einnig bæði að innihaldi og formi gerólík þeirri sem við helzt þekkjum; engar landlagsmyndir, ekkert abstrakt form. Hún málar ekki í litum, heldur er svartlist sér- grein hennar, auk þess sem hún fékkst um skeið allmikið við höggmyndagei'ð. List henn- ar er einföld en frábær innan sinna takmarka, teikningar hennar og handbragð slíkt að hún er þar meðal fremstu snill- inga og persónuleiki hennar syo_ rnikill og áhrif hans svo sterk í myndunum að þær hljóta að gagntaka hvern á- horfanda eða setja honum úr- slitakosti. Káthe Kollwitz fæddist í Königsberg í Austurprússlandi árið 1867. Hún fór átján ára til listnáms í Berlín, stundaði síðan framhaldsnám í Miinchen, gifttst 24 ára lækninum Karl Kollwitz og fluttist með honum til Norðurberlínar í eitt fátæk- asta hverfi borgarinnar og var heimili þeirra í Weissenburg- ergötu 25 samfleytt yfir 50 ár, frá 1891 til 1943 að það eyðilagðist í loftárás og Káthe Kollwitz varð að flýja úr Berl- ín, en maður hennar var þá dáinn fyrir þremur árum. Hún var fyrsta listakonan sem kjör- in var í Prússnesku listaka- demíuna 1919. Hún ávann sér þegar nafn með fyrstu sýning- um sínum í Berlín, teikning- únum í Vefarann, hið fræga leikrit Gerhards Hauptmanns, 1898, og myndum úr bænda- stríðinu frá dögum Lúthers 1908, en frægust varð hún bæði innan og utan Þýzkalands fyrir myndir þær er hún gerði eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar keisaraveldið var hrun- ið í rúst og ægilegustu afleið- ingar styrjaldarinnar, algert f járhagshrun, örbirgð og sult- ur, sóttu heim þýzka alþýðu. Þá voru myndir Káthe Kob.vltz sendar í þúsundum eintal.a út úr Þýzkalandi, en j ’.sundir matarsendinga bári:;; inn í landið í staðinn til hiiis svelt- andi fólks. Meðan lýðveldið lifði var hún meðal þeirra þýzkra listamanna sem mest voru metnir, en eitt fyrsta verk Göbbels var að láta reka hana úr akademíunni og banna sýn- ingar á verkum hennar. Hún þo’di um dagana margar raun- ir, ef til vill hina þyngstu tr hún missti yngri son sinn 1914 í heimsstyrjöldinni fyrri. Var hún lengi að ná sér, en vann síðan átján ár að minnis- mcrki um liann, höggmyndinni Foreldrar, sem mun vera stór- brotnasta og mesta verk henn- sr. Þessi lækniskona í Norður- ber’.ín stóð daglega augliti til 'iughts við vonlausustu fátækt, oult og sjúkdóma og styrjald- arógnir, og þar á ofan andlegt myrkraveldi fasismans. Ævi- kjör Káthe Kollwitz er harm- saga eins og líf þýzkrar alþýðu samí-'mis og list hennar einmitr tákn þessa djúpa harms og ó- bærilegra örlaga því að hafi nokkur listam. lagt alla reynslu sína, hug sinn og hjarta í list sína er það Káthe Kolwitz. Hún tók á sig sorgir annarra og bar lífsreynslu sína með tign fram á síðustu stund. Einn vin- ur hennar segir úm hana, eftir að hún var flúin frá Berlín og hafði misst aleigu sína, að hún hafi verið eins og drottning í útlegð. Hún dó 1945, 78 ára götnul. Eins og allir beztu lista- menn þráði Káthe Kolwitz feg- urðina framar öllu. Þó að svo megi virðast sem myndir henn- ar flytji ákveðinn tilgang og innihaldið sé þar aðalatriðið vegna þess hve áhrifin eru sterk, er misskilningur að halda að listakonan hafi frá upphafi gert þær í áróðurs skyni eða vanmetið í nokkru hið listræna form. Hún er ein- mitt formsnillingur innan þeirra takmarka sem hún set- ur sér. En fegurðin er í aug- um hennar ekki formið í ein- angrun, heldur alltaf tengt mnnnlegu lífi, lífi fátæklinga, verkamanna, þeirra sem bera lífið fram og þjást. Á upp- vaxtardögum hennar uppgötv- uðu einmitt fremstu skáld og listamenn, margir vegna á- hrifa frá mannúðarstefnu sósí- alismans, öreigann og hvers- Verkamenn syrgja Karl Liebkneckt. dagslíf hans sem æðsta við- fangsefni listarinnar. Káthe Kollwitz varð eins og Vincent van Gogh fyrir áhrifum frá samtíma bókmenntum, verkum eftir Zola, Dostojevski, Ger- hard Hauptmann. Myndir henn- ar taka ýmsum þróunarstigum. Þær eru ekki upphaflega sprottnar af félagsáhuga, það tekur hún fram sjálf í bréfum sínum. Hún leitar að fegurð, og hún dregur myndir sínar úr einföldu alþýðulífi vegna þess að það heillar hana sem fegurð. En eftir því sem hún kynnist meir fátækt og þján- ingu alþýðu og því böli sem styrjaldirnar leiða yfir líf henn- ar þá vaknar í brjósti hennar sú . sannleiksást og réttlætis- kennd sem hverju stórmenni andans eru í brjóst lagin, og sannleikurinn um sveltandi börn og mæður og réttlætis- krafan um að stríð verði aldrei framar verður um skeið á- sýndin á myndum hpnnar og hún finnur til hinnar félags- legu skyldu að berjast gegn ógnun fátæktar og styrjalda og helga list sína alþýðunni. Þjóðfélagsleg byltingarkona er hún ekki, heldur er samúðin ríkasta einkenni hennar. Hún ber raunir allra þeirra sem þjást og vill umvefja þá kær- leik sínum og ást sinni. Móðir að vernda barn sitt fyrir sulti eða dauða er efni sem kemur fram aftur og aftur í mynd- Um hennar. Þegar hún gerir minnismerki um son sinn hegg- ur hún í steininn mynd af konu sem skynjar alla sorg heimsins án þess að hafast sjálf nokkuð að eða gera nokkra hreyfingu. Síðustu aldursárin er Káthe Káthe Kollwilz: ílelstríð. Kolwitz í rauninni buguð af sorg, hún hefur misst trú og ást á lífinu og þráir dauðann sem hún segist annars hafa verið á tali við alla ævi sína, og myndir hennar, sjá t. d. sjálfsmyndirnar, verða æ meir ímynd hryggðar og sorgar, en ekki síður mannlega stórbrotn- ar í listrænum einfaldleik sín- um. Þeim ber miklar þakkir sem unnið hafa að því að fá sýn- ingu á verkum Káthe Kollwitz hingað heim. List hennar á sannarlega erindi til íslendinga. Okkur er hollt að sjá að stríð er ekki gull og gróði, heldur dauði, suitur og þjáning millj- óna, höfum gott af að leggja niður eina stund léttúðartal um atómsprengjur og horfast í augu við sannleikann, þótt beiskur sé og svíði undan hon- um. Kr. E. A. , I Eddukvœði l-ll Snorra - Edda Eddulyklar fást enn á áskriftarverði kr. 175.00 í skinnbandi. — Eftir 15. apríl gildir að eins bókhlöðuverðið, sem er ákveðið kr. 220.00 í skinnbandi. Kaupið Eddurnar á lága verðinu. Eg undirrit..... gerist hér með áskrifandi að IV. flokki íslendingasagnaútgáf unnar h.f. Sæmundar-Eddu (2. bindi), Snorra-Eddu og Vísnaskýringabindi, (4. bindi), og óska eftir að fá bækurnar: innbundnar, óbundnar. (Strikið yfir það, sem ekki á við.) Litur á bandi öekast Svartur Brúnn Rauður (Strikið yfir það sem ékki á við). Nafn Heimili Póststöð yrwwwvw»-uwwvb 1 IsBendlngasagnaútgáfan h. f. Túngötu 7—Pósthólf 73—Símar 7508 og 81244 Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.